Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Fréttamynd

Skima, skima, skima!

Nýjasta bylgja COVID er gríðarleg vonbrigði og kom fólki í opna skjöldu. Bylgjan skall á af áður óþekktum þunga aðeins fjórum vikum eftir að ríkisstjórnin fagnaði sigri og óskaði landsmönnum gleðilegs sumars og frelsis.

Skoðun
Fréttamynd

Ekki hægt að leysa vandamálið með stórum tékka

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að vandamál Landspítalans verði ekki leyst með því að skrifa stóran tékka. Spyrja þurfi hvers vegna ekki náist meiri framleiðni í heilbrigðiskerfinu þrátt fyrir aukna fjármögnun og mönnun.

Innlent
Fréttamynd

Vilja ná til óbólusettra

Katrín Jakobsdótir forsætisráðherra segir að ríkisstjórnin vilji ná betur til þeirra einstaklinga sem hafi ekki þegið bólusetningu vegna Covid-19, með það að markmiði reyna að fá viðkomandi í bólusetningu.

Innlent
Fréttamynd

Að búa í samfélagi

Síðustu mánuði hefur heimsfaraldurinn gjörbreytt flestu sem við teljum eðlilegt. Ný og óþekkt veira setti daglegt líf í uppnám og neyddi stjórnvöld tímabundið í sársaukafullar ráðstafanir til að verja líf og heilsu fólks. Markmiðið var skýrt í upphafi: Að draga úr hættu á alvarlegum veikindum og dauðsföllum auk þess að forða heilbrigðiskerfinu frá ofurálagi, líkt og raungerðist víða í nágrannalöndum okkar.

Skoðun
Fréttamynd

103 greindust smitaðir af veirunni í gær

Að minnsta kosti 103 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. Ekki liggur fyrir hve margir þeirra voru bólusettir en þær tölur eru nú uppfærðar á covid.is fyrir klukkan 16 alla daga. 

Innlent
Fréttamynd

„Spurningin er: Ætla ég að neita barninu mínu um þessa vernd?“

Prófessor í barnalækningum segir að afleiðingar Covid-veikinda fyrir börn séu mun alvarlegri en aukaverkanir bólusetninga. Hann segir nýlegar rannsóknir benda til þess að bólusetningar barna gegn Covid gangi vel en skilur hins vegar að foreldrar séu hikandi þegar kemur að bólusetningum.

Innlent
Fréttamynd

Enn eitt dæmið um almannatengla sem misskilja hlutverk sitt

„Það virðist vera að yfir­menn spítalans hafa meiri og betri skilning á hlut­verki sínu og stöðu gagn­vart fjöl­miðlum og mikil­vægi þeirra varðandi veitingu upp­lýsinga heldur en sam­skipta­stjóri spítalans sjálfur,“ segir Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, um tölvupóst sem samskiptastjóri Landspítala sendi á yfirmenn í gær.

Innlent
Fréttamynd

Kallar eftir samtali við börn um bólusetningar

Varaformaður þingflokks Pírata telur rétt að ræða við börn um vilja þeirra áður en mögulega verður byrjað að bólusetja 12-15 ára unglinga gegn kórónuveirunni. Það sé á ábyrgð menntamálaráðherra og stjórnvalda að hefja það samtal.

Innlent
Fréttamynd

Mikilvægt að börn fái að lifa sem eðlilegustu lífi

Barnasmitsjúkdómalæknir segist skilja áhyggjur fólks af bólusetningum barna en að ekkert bendi til þess að þær hafi alvarlegar afleiðingar í för með sér. Mikilvægt sé að börn fái að lifa sem eðlilegustu lífi sem fyrst og þar spili bólusetningar stórt hlutverk.

Innlent
Fréttamynd

Samskipti stjórnenda við fjölmiðla verði áfram góð

Yfirlæknir á ónæmisfræðideild Landspítalans reiknar með því að samskipti stjórnenda spítalans og fjölmiðla verði áfram góð þrátt fyrir mikið álag um þessar mundir. Stjórnendum spítalans hefur verið skipað að svara ekki fyrirspurnum fjölmiðla.

Innlent
Fréttamynd

Breyta reglu­gerð til að létta á sótt­varna­húsum

Heilbrigðisráðuneytið hefur gert breytingu á reglugerð um sóttkví og einangrun og sýnatöku við landamærin vegna kórónuveirunnar. Með breytingunni verður aðgengi að sóttvarnarhúsum takmarkað og áhersla lögð á að nýta húsin fyrst og fremst fyrir fólk sem þarf á einangrun að halda.

Innlent
Fréttamynd

Skimun bólusettra landsmanna á landamærum til skoðunar

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að eitt af því sem sé til skoðunar í augnablikinu sé tillaga sóttvarnalæknis um skimun bólusettra einstaklinga á landamærum sem búsettir eru hér á landi. Lagaheimildir í þeim efnum þurfi að vera skýrar. Hún merkir mikla þreytu hjá landanum eftir átján mánaða faraldur og aðgerðir honum tengdum.

Innlent
Fréttamynd

Værum við sátt við 1.074 Covid andlát? Gleymum ekki góðum árangri!

Því miður er það svo að enn á ný stöndum við frammi fyrir því að Covid er ekki horfið úr lífi okkar. Aldrei hafa fleiri greinst jákvæðir fyrir Covid hér á landi en undanfarna daga. Eðlilega eru mörg okkar orðin þreytt á Covid og þeim truflunum sem Covid hefur haft á daglegt líf okkar. Margir bundu vonir við að í sumar kæmi Covid vandinn til með að leysast, samhliða viðtækum bólusetningum, en svo er ekki.

Skoðun