Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Fréttamynd

Iceland Airwaves frestað til ársins 2022

Tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves hefur verið frestað til ársins 2022 vegna áframhaldandi samkomutakmarkana í ljósi kórónuveirufaraldursins. Hátíðin mun því fara fram dagana 2. til 5. nóvember 2022. 

Innlent
Fréttamynd

Langvarandi Covid helmingi fátíðara hjá fullbólusettum

Rannsakendur við King's College London hafa komist að þeirri niðurstöðu að bólusetningar gegn Covid-19 dragi ekki bara úr líkunum á því að smitast og veikjast alvarlega, heldur séu fullbólusettir síður líklegir til að þjást af langvarandi einkennum.

Erlent
Fréttamynd

Efasemdarmönnum gengur hægt að safna undirskriftum

Meiri gangur er í atkvæðagreiðslu utan kjörfundar í aðdraganda þingkosninga en á sama tíma við síðustu kosningar. Nýju stjórnmálahreyfingunni Ábyrgri framtíð gengur hægt að safna undirskriftum, en á meðal stefnumála hennar er að nota óhefðbundin lyf við Covid-19.

Innlent
Fréttamynd

Norður-Kórea af­þakkar kínverskt bólu­efni

Norður-Kórea hefur afþakkað þrjár milljónir bóluefnaskammta gegn Covid-19 frá kínverska lyfjarisanum Sinovac. Norðurkóresk stjórnvöld segja að frekar eigi að senda bóluefnaskammtanna til landa þar sem staðan vegna veirunnar er alvarleg.N

Erlent
Fréttamynd

67 greindust smitaðir í gær

Síðasta sólarhringinn greindust 67 smitaðir af kórónuveirunni innanlands. Af þeim voru 38 í sóttkví þegar þeir greindust smitaðir en 29 var utan sóttkvíar.

Innlent
Fréttamynd

Krónan af­nemur grímu­skyldu

Krónan mun afnema grímuskyldu í verslunum sínum á morgun, 1. september. Telja forsvarsmenn keðjunnar að viðskiptavinum og starfsfólki sé nú treystandi til að meta sjálft hvort þörf sé á grímu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Metfjöldi smita greinist í Ísrael

Alls greindust 10.947 með Covid-19 í Ísrael síðastliðinn sólarhring en um er að ræða metfjölda greininga á einum degi í landinu. Mest höfðu 10.118 greinst smitaðir á einum degi þann 18. janúar síðastliðinn.

Erlent
Fréttamynd

Tíu í sóttkví í stað heillar unglingadeildar

Yfirstandandi Covid-bylgja er í hægri rénun á þessari stundu, að sögn staðgengils sóttvarnalæknis. Slakari kröfur um sóttkví eru að taka gildi í skólum landsins og mun færri eru sendir í sóttkví eftir hvert smit.

Innlent
Fréttamynd

Staðan í barna­vernd enn þung á öðru ári Co­vid

Frá árinu 2015 hefur verið stöðug aukning í tilkynningum til Barnaverndar Reykjavíkur. Fjölgun tilkynninga tók svo stökk á árinu 2020 þegar tilkynningar fóru í fyrsta skipti yfir 5000. Árið 2020 voru tilkynningarnar 5316 talsins, sem er 14% fjölgun frá því árið 2019, þegar þær voru 4677.

Skoðun
Fréttamynd

Á leið í útrás en allt hófst þetta í háskólanum

„Við fórum af stað sem ungt teymi með ýmislegt ólært. Okkur vantaði meiri breidd í hópinn og höfðum ekki nægilega mikla þekkingu í sölu- og markaðstengdum málum, þar af leiðandi lentum við í byrjunarörðugleikum við að koma vörunni á markað. Þá tók við erfitt tímabil þar sem við misstum gott fólk frá okkur,“ segir Aðalheiður Hreinsdóttir framkvæmdastjóri og einn stofnenda LearnCove. „Þessum tíma fylgdi þó mikill lærdómur og við erum reynslunni ríkari ásamt því að hafa bætt við okkur öflugum einstaklingum í sölu- og markaðshliðinni. Við erum virkilega ánægð með breidd hópsins í dag og hversu vel hann nær saman,“ segir Aðalheiður.

Atvinnulíf