Vilja ræða afléttingar á ríkisstjórnarfundi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 6. september 2021 19:40 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. Vísir/Stöð 2 Ráðherrar telja rétt að ræða afléttingar á samkomubanni í ljósi faraldursins á ríkisstjórnarfundi á morgun. Sóttvarnalæknir segir að fara þurfi hægt í tilslakanir. Fjórða bylgja faraldursins er nú á stöðugri niðurleið þar sem sífellt færri greinast smitaðir og flestir þeirra sem greinast smitaðir eru í sóttkví þegar þeir greinast. Tuttugu og sex greindust með veiruna í gær og meirihluti þeirra var í sóttkví. Átta eru á sjúkrahúsi og enginn á gjörgæslu. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, sagðist fyrir helgi telja að ríkisstjórnin ætti að skoða afléttingar í ljósi stöðunnar. „Ég bind vonir við að ríkistjórnin setjist yfir það í næstu viku og aflétti einhverjum takmörkunum hér. Það þurfa auðvitað að vera gríðarlega miklar ástæður rök fyrir því að takmarka frelsi fólks svo mikið eins og við erum að gera,“ sagði hún. Ríkisstjórnin fundar á morgun og í samtali við fréttastofu segist Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitastjórnaráðherra sammála dómsmálaráðherra. Í ljósi faraldursins sé morgunljóst að það hljóti að stefna í afléttingar. Þrátt fyrir að ráðherrar vilji ræða afléttingar segist sóttvarnalæknir ekki hafa skilað nýjum tillögum en núgildandi reglur renna ekki út fyrr en 17. september. Tilslakanir megi þó skoða í ljósi betri stöðu. Góð tök á landamærunum séu forsendur þeirra. „Ég held að við þurfum að fara hægt eins og áður,“ segir Þórólfur. Hvað þýðir það? „Það þýðir bara að við getum ekki farið að aflétta öllu,“ segir Þórólfur. Hann segir nauðsynlegt að stíga varlega til jarðar þrátt fyrir að staðan á spítalanum sé betri og enginn á gjörgæslu vegna covid. „Það má lítið út af bregða eins og við sáum í júlí þegar allt fór á flug eftir að við losuðum um allar tilslakanir innanlands. Það er ekki mikið svigrúm á spítalanum á gjörgæslunni ef spítalinn á að sinna sínu hlutverki varðandi aðra sjúklinga og svo framvegis.“ „Við erum með takmarkanir sem jú sumum finnst vera íþyngjandi en öðrum finnst ekkert vera mikið íþyngjandi,“ segir sóttvarnalæknir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Fjórða bylgja faraldursins er nú á stöðugri niðurleið þar sem sífellt færri greinast smitaðir og flestir þeirra sem greinast smitaðir eru í sóttkví þegar þeir greinast. Tuttugu og sex greindust með veiruna í gær og meirihluti þeirra var í sóttkví. Átta eru á sjúkrahúsi og enginn á gjörgæslu. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, sagðist fyrir helgi telja að ríkisstjórnin ætti að skoða afléttingar í ljósi stöðunnar. „Ég bind vonir við að ríkistjórnin setjist yfir það í næstu viku og aflétti einhverjum takmörkunum hér. Það þurfa auðvitað að vera gríðarlega miklar ástæður rök fyrir því að takmarka frelsi fólks svo mikið eins og við erum að gera,“ sagði hún. Ríkisstjórnin fundar á morgun og í samtali við fréttastofu segist Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitastjórnaráðherra sammála dómsmálaráðherra. Í ljósi faraldursins sé morgunljóst að það hljóti að stefna í afléttingar. Þrátt fyrir að ráðherrar vilji ræða afléttingar segist sóttvarnalæknir ekki hafa skilað nýjum tillögum en núgildandi reglur renna ekki út fyrr en 17. september. Tilslakanir megi þó skoða í ljósi betri stöðu. Góð tök á landamærunum séu forsendur þeirra. „Ég held að við þurfum að fara hægt eins og áður,“ segir Þórólfur. Hvað þýðir það? „Það þýðir bara að við getum ekki farið að aflétta öllu,“ segir Þórólfur. Hann segir nauðsynlegt að stíga varlega til jarðar þrátt fyrir að staðan á spítalanum sé betri og enginn á gjörgæslu vegna covid. „Það má lítið út af bregða eins og við sáum í júlí þegar allt fór á flug eftir að við losuðum um allar tilslakanir innanlands. Það er ekki mikið svigrúm á spítalanum á gjörgæslunni ef spítalinn á að sinna sínu hlutverki varðandi aðra sjúklinga og svo framvegis.“ „Við erum með takmarkanir sem jú sumum finnst vera íþyngjandi en öðrum finnst ekkert vera mikið íþyngjandi,“ segir sóttvarnalæknir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent