Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Fréttamynd

33 greindust innan­lands

33 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Alls voru nítján þeirra sem greindust ekki í sóttkví.

Innlent
Fréttamynd

Hápunktur ársins að smala með íslenskum bændum

Ráðskonurnar í fjárleitunum á Landmannaafrétti eru ákveðnar í því að reglum um sóttvarnir og aðskilnað smalamanna sé fylgt. Erlendir ferðamenn gengust undir sóttkví og tvöfalda skimun til að fá að taka þátt í leitunum, sem þeir segja hápunkt ársins.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta gæti endað með ósköpum“

Fjármálaráðherra segir efnahagslegar forsendur fyrir áframhaldandi kjarabata launþega foknar út í veður og vind, kanna þurfi hvort fresta þurfi launahækkunum. Formaður VR segir að ef það gerist verði því svarað af hörku sem ekki hafi sést áður.

Innlent
Fréttamynd

Efnahagshorfur hafa versnað frá því í júlí

Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans telur verulega hættu á að fjöldi fyrirtækja í ferðaþjónustu verði gjaldþrota á næstu mánuðum. Þá er fjármálaeftirlit bankans að skoða möguleg óeðlileg afskipti verkalýðshreyfingarinnar og Samtaka atvinnulífsins af hlutafjárútboði Icelandair.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Grípa til aðgerða vegna fjölda smita í Stykkishólmi

Sjö eru nú í einangrun með kórónuveiruna í Stykkishólmi en á Vesturlandi öllu eru ellefu með veiruna. Alls voru 18 í sóttkví í Stykkishólmi í gær en búist er við töluverðri fjölgun fólks í sóttkví eftir því sem störfum smitrakningarteymis vindur fram í dag. Umfangsmeiri skimun er í nú í undirbúningi í Stykkishólmi.

Innlent