Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Fréttamynd

Umdeildur fögnuður Valsmanna ekki með blessun formanns

Leikmenn og starfsmenn meistaraflokks Vals í knattspyrnu fögnuðu Íslandsmeistaratitli sínum í Fjósinu, félagsheimili félagsins, í gærkvöldi. Svo virðist sem reglur um samkomubann hafi gleymst í fögnuði Valsmanna þar sem staðið var á stólum og sungið. Formaður Vals vissi ekki af hittingnum og segir hann ekki í anda félagsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Ákall gjörgæslulæknis til Íslendinga

Theódór Skúli Sigurðsson, svæfingarlæknir á gjörgæsludeild Landspítalans, biður rjúpnaskyttur og aðra sem finna fyrir yfirgnæfandi ferðaþörf og ævintýramennsku nú um helgina til þess að fara varlega.

Innlent
Fréttamynd

Johnson sagður íhuga útgöngubann

Forsætisráðherra Breta er sagður íhuga mánaðarlangt útgöngubann í Englandi í þeirri von að geta slakað á aðgerðum fyrir jólahátíðina.

Erlent
Fréttamynd

Grímu­skylda í Strætó hert

Grímuskylda fyrir öll fædd fyrir árið 2015 tekur gildi í Strætó á morgun, samhliða hertum sóttvarnaaðgerðum sem tilkynnt var um í dag.

Innlent
Fréttamynd

Annar met­dagur í Dan­mörku

Alls greindist 1.191 með kórónuveiruna í Danmörku í gær og er um að ræða mesta fjöldann í landinu á einum og sama deginum frá upphafi faraldursins.

Erlent
Fréttamynd

Þetta leggur Þórólfur til varðandi skólahald

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur það til í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra að grunnskólum verði lokað að hluta þannig að miðað sé við að ekki fleiri en 25 nemendur verði saman á hverjum tíma.

Innlent
Fréttamynd

Skólar verða opnir en með takmörkunum

Menntarmálaráðherra segir að skólar verði áfram opnir en með takmörkunum eftir að sóttvarnareglur vegna kórónuveirufaraldursins verða hertar á miðnætti. Takmarkanir á skólastarfi verða kynntar um helgina og taka gildi í næstu viku.

Innlent
Fréttamynd

Íþróttastarf leggst af

Heilbrigðisráðherra greindi frá því á blaðamannafundi í dag að íþróttastarf verði lagt af næstu tvær til þrjár vikurnar.

Sport
Fréttamynd

Einhugur í ríkisstjórn um aðgerðirnar

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að einhugur sé að baki heilbrigðisráðherra um aðgerðir vegna kórónuveirunnar. Þetta sagði hann í viðtali í beinni útsendingu fyrir utan Ráðherrabústaðinn fyrir stundu.

Innlent
Fréttamynd

190 sendir heim vegna gruns um smit

Nemendur og starfsmenn í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri hafa verið sendir heim í úrvinnslusóttkví. Þetta kemur fram í bréfi skólastjóra til foreldra í dag.

Innlent
Fréttamynd

Smitum fjölgar áfram á Akureyri og Dalvík

79 manns eru nú í einangrun á Norðurlandi eystra, flestir á Akureyri en smitum hefur fjölgað á Dalvík. Hermann Karlsson aðalvarðstjóri í aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi eystra segir þessa þróun ekki þurfa að koma á óvart.

Innlent