Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Fréttamynd

Rúm­lega 270 létust í gær í Frakk­landi vegna Co­vid

271 létust síðasta sólarhringinn vegna Covid-19 í Frakklandi. Nú hafa alls 40.439 látist af völdum veirunnar þar í landi og hafa tæplega 1,8 milljónir manna greinst smitaðir af veirunni en rúmlega 38 þúsund manns greindust síðasta sólarhringinn.

Erlent
Fréttamynd

Um 900 starfsmenn Árborgar fá 8.500 króna gjafakort

Hver og einn starfsmaður hjá Sveitarfélaginu Árborg mun á næstu dögum fá að gjöf gjafakort að upphæð 8.500 krónur. Um 900 starfsmenn er að ræða. Hvatt er til þess að inneignin á gjafakortinu verði notaðu á heimaslóðum.

Innlent
Fréttamynd

Þegar skólastofan var færð heim í stofu

Í þessari viku kenndi ég í fyrsta skipti í framhaldsskóla. Ég sat við stofuborðið heima og sagði nemendum frá Völuspá í gegnum tölvuna. Leiðsagnarkennarinn fylgdist með úr húsi í sama hverfi og samkennarinn var í næsta bæjarfélagi.

Skoðun
Fréttamynd

Bein útsending: Sigurræða Bidens

Joe Biden, sem lýstur var sigurvegari í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í dag, mun halda sigurræðu sína í Wilmington í Delaware. Viðburðurinn hefst klukkan eitt að íslenskum tíma og horfa má á hann í beinni útsendingu hér að neðan.

Erlent
Fréttamynd

Tuttugu og fimm greindust innan­lands

Tuttugu og fimm manns greindust með kórónuveiruna innanlands í gær samkvæmt uppfærðum tölum á covid.is. Það er fjölgun frá því í gær, þegar nítján greindust smitaðir.

Innlent
Fréttamynd

Metdagur í Frakklandi

Alls greindust 60.486 manns með kórónuveiruna í Frakklandi í gær. Aldrei hafa jafn margir greinst með veiruna á einum sólarhring.

Erlent
Fréttamynd

Aldrei fleiri innlagnir vegna Covid-19 á einum sólarhring

Aldrei hafa jafn margir þurft að leggjast inn á spítala vegna covid-19 á einum sólarhring og í gær en þá voru átta covid-19 sjúklingar lagðir inn vegna veikinda sinna. Sjötíu og fimm eru nú inniliggjandi, þar af eru fjórir á gjörgæslu og tveir í öndunarvél.

Innlent