Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Fréttamynd

Fimmta hvert sýni í Stokk­hólmi já­kvætt

Alls voru sýni tekin hjá 42 þúsund manns í sænsku höfuðborginni Stokkhólmi í síðustu viku og greindust alls fimmtungur þeirra með Covid-19. Álag á heilbrigðiskerfið í Svíþjóð hefur aukist mikið síðustu daga og vikur vegna fjölgunar tilfella.

Erlent
Fréttamynd

Lita­kóða­kerfið vegna veirunnar tekur á sig mynd

Landsmenn munu brátt venja sig á gular, appelsínugular og rauðar viðvaranir frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Er ætlunin að notast við litakóðana fyrir landið í heild, landsvæði og jafnvel einstök sveitarfélög eða stofnanir innan sveitarfélaga.

Innlent
Fréttamynd

Minkabóndi á alls ekki von á að íslensk stjórnvöld fari sömu leið og dönsk

Það kæmi Einari E. Einarssyni, formanni Sambands íslenskra loðdýrabænda stórlega á óvart ef íslensk stjórnvöld færu sömu leið og dönsk og fyrirskipuðu um aflífun minka hér á landi. Ekki sé hægt að bera Ísland saman við ástandið í Danmörku. Hann finnur til með kollegum sínum í Danmörku sem sjá nú fram á að missa ævistarfið.

Innlent
Fréttamynd

Guðni reyndist neikvæður og laus úr sóttkví

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er ekki smitaður af Covid-19. Hann fór í sóttkví síðustu viku eftir að starfsmaður á Bessastöðum reyndist smitaður en fékk neikvætt út úr skimun í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Alræði

Brynjar Níelsson fjallar um sóttvarnir og telur okkur sem þjóð hafa villst verulega af leið í baráttunni við veiruna; meðalið er að drepa sjúklinginn.

Skoðun