Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Telur tillögu sóttvarnalæknis um aðgerðir á landamærum gríðarlega íþyngjandi Forstjóri Airport Associates telur það mjög brýnt að frumvarp um breytingar á sóttvarnalögum, sem nú liggur fyrir Alþingi, verði samþykkt. Hann segir tillögu sóttvarnalæknis um að farþegar framvísi neikvæðu prófi á landamærum hafa gríðarlega íþyngjandi afleiðingar fyrir flugið. Innlent 14.1.2021 21:11 Samfylkingin leggur til bráðabirgðaákvæði um tvöfalda skimun og sóttvarnahús Þingflokkur Samfylkingarinnar leggur fram frumvarp á Alþingi á morgun með bráðabirgðaákvæðum við sóttvarnarlög sem myndu heimila að skylda fólk í tvöfalda skimun við landamærin eða tveggja vikna sóttkví í sóttvarnahúsi. Þá hefur formaður flokksins óskað eftir því að Alþingi verði kallað saman til fundar um málið strax á morgun. Innlent 14.1.2021 20:15 Ekki hægt að skikka fólk í sóttvarnahús án lagastoðar Yfirlögregluþjónn í Leifsstöð segir marga hafa greinst með kórónuveiruna eftir að hafa hafnað sýnatöku á landamærum. Sterkur grunur leikur á að margir sem velja að fara í sóttkví ætli sér ekki að halda hana. Lögspekingur segir ekki hægt að skikka fólk til dvalar í sóttvarnahúsi án sérstakrar lagaheimildar. Innlent 14.1.2021 19:20 Hafa sótt um tekjufallsstyrki fyrir 2,7 milljarða króna 419 rekstraraðilar hafa sótt um tekjufallsstyrki hjá hinum opinbera vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Alls hafa þessir aðilar sótt um styrki fyrir 2,7 milljarða króna og er búið að afgreiða 69 umsóknir fyrir um 590 milljónir. Viðskipti innlent 14.1.2021 17:28 Hvorki starfsmenn né sjúklingar smitaðir af veirunni Enginn sjúklingur á blóð- og krabbameinslækningadeild Landspítalans, utan þess sjúklings sem greindist í gærkvöldi, reyndist smitaður af Covid-19. Starfsmenn og sjúklingar á deildinni voru skimaðir fyrir veirunni í morgun og kom fram fyrr í dag að enginn starfsmaður hafi reynst smitaður af veirunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landspítalanum. Innlent 14.1.2021 17:22 Hættustigi aflýst á Ísafirði Allir sem fóru í sýnatöku við Covid-19 í morgun á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða reyndust neikvæðir. Viðbragðsstjórn Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða hefur því tekið sjúkrahúsið af hættustigi. Innlent 14.1.2021 16:54 Enginn starfsmannanna reyndist smitaður Enginn af starfsmönnum blóð- og krabbameinslækningadeildar, sem fóru í skimun fyrir kórónuveirunni í morgun vegna smitaðs sjúklings, reyndist smitaður. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landspítalanum. Innlent 14.1.2021 15:44 Tilkynningar um andlát eftir bólusetningu orðnar sjö Lyfjastofnun hefur nú fengið sjö tilkynningar um andlát eftir fyrstu bólusetningu gegn kórónuveirunni fyrir áramót. Allir látnu eru aldraðir með undirliggjandi sjúkdóma á hjúkrunar- eða dvalarheimili. Innlent 14.1.2021 15:26 Skipstjóri Júlíusar Geirmundssonar sviptur réttindum í fjóra mánuði Sveinn Geir Arnarsson, skipstjóri á Júlíusi Geirmundssyni, játaði sök þegar mál lögreglustjórans á Vestfjörðum gegn honum var þingfest fyrir Héraðsdómi Vestfjarða í dag. Innlent 14.1.2021 14:08 „Fólk er bara að skipuleggja næstu daga á ferð og flugi“ Sigurgeir Sigmundsson yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli segir að lögreglumenn á vellinum sjái oft merki þess að fólk ætli ekki að virða sóttkví. Það ætli sér beint í vinnu eða að ferðast um landið. Þeir sem hafni skimun við landamærin beri sumir fyrir sig „stjórnarskrárbundnum rétti“ eða hugnist ekki að láta úr sér lífsýni. Almennt gangi allt þó vel á landamærunum og nær allir velja að fara í tvöfalda skimun. Innlent 14.1.2021 14:01 Rúmlega tíu þúsund nú látin af völdum Covid-19 í Svíþjóð Tilkynnt hefur verið um 351 dauðsfall vegna Covid-19 til viðbótar í Svíþjóð. Þar með hafa nú rúmlega tíu þúsund manns, eða 10.185, látist af völdum sjúkdómsins í landinu frá upphafi heimsfaraldursins. Erlent 14.1.2021 13:37 Pfizer segist ekki kannast við frásögn Kára Lyfjaframleiðandinn Pfizer segist ekki kannast við frásögn Kára Stefánssonar forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar af fundi um mögulega bóluefnisrannsókn á Íslandi. Þetta kemur fram í skriflegu svari Pfizer við fyrirspurn fréttastofu. Innlent 14.1.2021 12:54 Malaví: Þriggja daga þjóðarsorg og lýst yfir neyðarástandi Smitum vegna kórónuveirunnar og dauðsföllum hefur fjölgað hratt í Malaví síðustu daga. Forseti landsins hefur lýst yfir neyðarástandi og þriggja daga þjóðarsorg. Heimsmarkmiðin 14.1.2021 12:14 Á annan tug smita í hópi sem ætlaði alls ekki í sýnatöku á flugvellinum Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn flugstöðvardeildar Lögreglustjórans á Suðurnesjum, segir óviðunandi að tillögur sóttvarnalæknis um aðgerðir á landamærum nái endurtekið ekki fram að ganga. Þörf sé á skjótri lagasetningu sem gefi sóttvarnalækni heimild til að grípa til þeirra aðgerða sem þurfi. Dæmi er um fjörutíu manna hóp sem hafnaði sýnatöku en svo reyndust á annan tug smitaðir af Covid-19. Innlent 14.1.2021 11:35 Smithlutfall í sumum flugvélum allt að tíu prósent Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur lagt það til við Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, að allir þeir sem hingað ferðast þurfi að framvísa neikvæðu prófi vegna kórónuveirunnar áður en þeir leggja af stað hingað til lands. Innlent 14.1.2021 11:35 „Við álítum þetta mögulega hættu og gætum fyllstu varúðar“ Sjúklingurinn sem greindist með kórónuveiruna á Landspítalanum í gær naut áður þjónustu á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Af þeim sökum hefur sjúkrahúsið á Ísafirði verið fært á hættustig sem þýðir að þjónustan á sjúkrahúsinu verður í lágmarki þar til frekara ljósi verður varpað á stöðuna fyrir vestan. Innlent 14.1.2021 11:11 Fjórir greindust innanlands Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tveir þeirra sem greindust voru í sóttkví, en tveir ekki. Fjórir greindust sömuleiðis á landamærum. Innlent 14.1.2021 10:54 Segir smitin ekki dæmi um vanrækslu heldur árvekni starfsfólks Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans og formaður farsóttarnefndar, segir að það taki um sólarhring að átta sig nákvæmlega á stöðunni eftir að smit greindist á blóð- og krabbameinsdeild í gærkvöldi. Hann segir stöðuna býsna góða. Innlent 14.1.2021 10:39 Sjúkrahúsið á Ísafirði komið á hættustig vegna Covid-19 smits Sjúkrahúsið á Ísafirði er komið á hættustig eftir að sjúklingur sem nú liggur á Landspítala greindist með Covid-19 í gær. Sá hefur á síðustu dögum notið þjónustu á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Þrír starfsmenn á sjúkrahúsinu á Ísafirði eru í sóttkví og þrír til viðbótar í úrvinnslusóttkví. Innlent 14.1.2021 10:16 Svona var 153. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til reglulegs upplýsingafundar klukkan 11 í dag. Innlent 14.1.2021 10:02 Farþegar til Englands þurfa að framvísa neikvæðu vottorði Farþegar sem hyggjast ferðast í gegnum England þurfa að framvísa neikvæðu Covid-vottorði til að fá inngöngu í landið frá og með næsta mánudegi, 18. janúar. Vottorðið má ekki vera eldra en þriggja daga. Erlent 14.1.2021 09:55 Enginn grunur um smit í sjúklingum eða starfsfólki Enginn grunur leikur á smiti í sjúklingum eða starfsfólki blóð- og krabbameinsdeildar Landspítalans þótt sjúklingur á deildinni hafi greinst með kórónuveiruna í gærkvöldi. Innlent 14.1.2021 08:32 Er ég kem heim í Búðardal Ætli flestir íbúar þessa lands kannist ekki við þennan þekkta dægurlagatexta eftir Þorstein Eggertsson. En veistu hvar Búðardalur er? Búðardalur stendur við Hvammsfjörð, einn af innfjörðum Breiðafjarðar (stígvélið á Íslandskortinu). Skoðun 14.1.2021 07:00 Greindist smitaður á blóð- og krabbameinslækningadeild Sjúklingur á blóð- og krabbameinslækningadeild Landspítala (11EG) greindist í kvöld smitaður af Covid-19. Innlagnir á deildina hafa því verið stöðvaðar og fara um þrjátíu sjúklingar og þrjátíu starfsmenn í skimun í fyrramálið. Innlent 13.1.2021 23:38 Óttast að missa stjórn á nýja afbrigðinu í Evrópu Forsvarsmenn Evrópusambandsins óttast að nýtt afbrigði nýju kórónuveirunnar, sem virðist smitast auðveldar á milli manna, nái stjórnlausri dreifingu Í Evrópu. Stella Kyriakides, yfirmaður heilbrigðismála hjá ESB, segir að dreifingu afbrigðisins verði að stöðva með öllum ráðum. Erlent 13.1.2021 23:20 Hitta alla sem koma smitaðir til landsins og fengu loks bólusetningu Fjögur hundruð manns voru bólusettir með bóluefni lyfjaframleiðandans Moderna hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á Suðurlandsbraut í dag. Bólusetningin gekk vel og var kærkomin framlínustarfsfólki úr röðum lögreglu og sjúkraflutningamanna, sem oft kemst í tæri við kórónuveiruna. Innlent 13.1.2021 20:01 Reyndist vera með gamalt kórónuveirusmit Betur fór en á horfðist þegar sjúklingur á hjartadeild Landspítalans greindist jákvæður fyrir kórónuveirunni í gær. Aðrir sjúklingar á deildinni og starfsmenn hennar reyndust allir neikvæðir. Innlent 13.1.2021 19:21 Búist við nýjum reglum á landamærunum innan nokkurra daga Sóttvarnalæknir segir þann fjölda sem greinst hafi á landamærunum að undanförnu endurspegla útbreiðslu kórónuveirufaraldursins í öðrum löndum. Heilbrigðisráðherra mun væntanlega kynna nýjar sóttvarnareglur við landamærin á næstu dögum. Innlent 13.1.2021 19:21 Skora á stjórnvöld að koma veitingageiranum til aðstoðar hið snarasta Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði segja mörgum veitingahúsum hafa verið lokað og fjölmörg séu á ystu nöf. Þau rekstrarlegt úthald í óbreyttum takmörkunum. Því skora samtökin á stjórnvöld að bregðast við og létta á takmörkunum sem snúa að veitingahúsum og krám. Viðskipti innlent 13.1.2021 18:28 Leggur til að fólk þurfi að framvísa vottorði til að komast til landsins Sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra nýja tillögu um fyrirkomulag við landamærin í ljósi þess að ráðuneytið hefur tjáð honum að ekki sé lagastoð fyrir tillögum hans, hvorki tillöguna um að öllum verði gert skylt að fara í tvöfalda skimun með sóttkví á milli né tillögu hans um tveggja vikna dvöl í farsóttarhúsi. Þórólfur greindi frá þessu í Reykjavík síðdegis. Innlent 13.1.2021 17:20 « ‹ 176 177 178 179 180 181 182 183 184 … 334 ›
Telur tillögu sóttvarnalæknis um aðgerðir á landamærum gríðarlega íþyngjandi Forstjóri Airport Associates telur það mjög brýnt að frumvarp um breytingar á sóttvarnalögum, sem nú liggur fyrir Alþingi, verði samþykkt. Hann segir tillögu sóttvarnalæknis um að farþegar framvísi neikvæðu prófi á landamærum hafa gríðarlega íþyngjandi afleiðingar fyrir flugið. Innlent 14.1.2021 21:11
Samfylkingin leggur til bráðabirgðaákvæði um tvöfalda skimun og sóttvarnahús Þingflokkur Samfylkingarinnar leggur fram frumvarp á Alþingi á morgun með bráðabirgðaákvæðum við sóttvarnarlög sem myndu heimila að skylda fólk í tvöfalda skimun við landamærin eða tveggja vikna sóttkví í sóttvarnahúsi. Þá hefur formaður flokksins óskað eftir því að Alþingi verði kallað saman til fundar um málið strax á morgun. Innlent 14.1.2021 20:15
Ekki hægt að skikka fólk í sóttvarnahús án lagastoðar Yfirlögregluþjónn í Leifsstöð segir marga hafa greinst með kórónuveiruna eftir að hafa hafnað sýnatöku á landamærum. Sterkur grunur leikur á að margir sem velja að fara í sóttkví ætli sér ekki að halda hana. Lögspekingur segir ekki hægt að skikka fólk til dvalar í sóttvarnahúsi án sérstakrar lagaheimildar. Innlent 14.1.2021 19:20
Hafa sótt um tekjufallsstyrki fyrir 2,7 milljarða króna 419 rekstraraðilar hafa sótt um tekjufallsstyrki hjá hinum opinbera vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Alls hafa þessir aðilar sótt um styrki fyrir 2,7 milljarða króna og er búið að afgreiða 69 umsóknir fyrir um 590 milljónir. Viðskipti innlent 14.1.2021 17:28
Hvorki starfsmenn né sjúklingar smitaðir af veirunni Enginn sjúklingur á blóð- og krabbameinslækningadeild Landspítalans, utan þess sjúklings sem greindist í gærkvöldi, reyndist smitaður af Covid-19. Starfsmenn og sjúklingar á deildinni voru skimaðir fyrir veirunni í morgun og kom fram fyrr í dag að enginn starfsmaður hafi reynst smitaður af veirunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landspítalanum. Innlent 14.1.2021 17:22
Hættustigi aflýst á Ísafirði Allir sem fóru í sýnatöku við Covid-19 í morgun á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða reyndust neikvæðir. Viðbragðsstjórn Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða hefur því tekið sjúkrahúsið af hættustigi. Innlent 14.1.2021 16:54
Enginn starfsmannanna reyndist smitaður Enginn af starfsmönnum blóð- og krabbameinslækningadeildar, sem fóru í skimun fyrir kórónuveirunni í morgun vegna smitaðs sjúklings, reyndist smitaður. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landspítalanum. Innlent 14.1.2021 15:44
Tilkynningar um andlát eftir bólusetningu orðnar sjö Lyfjastofnun hefur nú fengið sjö tilkynningar um andlát eftir fyrstu bólusetningu gegn kórónuveirunni fyrir áramót. Allir látnu eru aldraðir með undirliggjandi sjúkdóma á hjúkrunar- eða dvalarheimili. Innlent 14.1.2021 15:26
Skipstjóri Júlíusar Geirmundssonar sviptur réttindum í fjóra mánuði Sveinn Geir Arnarsson, skipstjóri á Júlíusi Geirmundssyni, játaði sök þegar mál lögreglustjórans á Vestfjörðum gegn honum var þingfest fyrir Héraðsdómi Vestfjarða í dag. Innlent 14.1.2021 14:08
„Fólk er bara að skipuleggja næstu daga á ferð og flugi“ Sigurgeir Sigmundsson yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli segir að lögreglumenn á vellinum sjái oft merki þess að fólk ætli ekki að virða sóttkví. Það ætli sér beint í vinnu eða að ferðast um landið. Þeir sem hafni skimun við landamærin beri sumir fyrir sig „stjórnarskrárbundnum rétti“ eða hugnist ekki að láta úr sér lífsýni. Almennt gangi allt þó vel á landamærunum og nær allir velja að fara í tvöfalda skimun. Innlent 14.1.2021 14:01
Rúmlega tíu þúsund nú látin af völdum Covid-19 í Svíþjóð Tilkynnt hefur verið um 351 dauðsfall vegna Covid-19 til viðbótar í Svíþjóð. Þar með hafa nú rúmlega tíu þúsund manns, eða 10.185, látist af völdum sjúkdómsins í landinu frá upphafi heimsfaraldursins. Erlent 14.1.2021 13:37
Pfizer segist ekki kannast við frásögn Kára Lyfjaframleiðandinn Pfizer segist ekki kannast við frásögn Kára Stefánssonar forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar af fundi um mögulega bóluefnisrannsókn á Íslandi. Þetta kemur fram í skriflegu svari Pfizer við fyrirspurn fréttastofu. Innlent 14.1.2021 12:54
Malaví: Þriggja daga þjóðarsorg og lýst yfir neyðarástandi Smitum vegna kórónuveirunnar og dauðsföllum hefur fjölgað hratt í Malaví síðustu daga. Forseti landsins hefur lýst yfir neyðarástandi og þriggja daga þjóðarsorg. Heimsmarkmiðin 14.1.2021 12:14
Á annan tug smita í hópi sem ætlaði alls ekki í sýnatöku á flugvellinum Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn flugstöðvardeildar Lögreglustjórans á Suðurnesjum, segir óviðunandi að tillögur sóttvarnalæknis um aðgerðir á landamærum nái endurtekið ekki fram að ganga. Þörf sé á skjótri lagasetningu sem gefi sóttvarnalækni heimild til að grípa til þeirra aðgerða sem þurfi. Dæmi er um fjörutíu manna hóp sem hafnaði sýnatöku en svo reyndust á annan tug smitaðir af Covid-19. Innlent 14.1.2021 11:35
Smithlutfall í sumum flugvélum allt að tíu prósent Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur lagt það til við Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, að allir þeir sem hingað ferðast þurfi að framvísa neikvæðu prófi vegna kórónuveirunnar áður en þeir leggja af stað hingað til lands. Innlent 14.1.2021 11:35
„Við álítum þetta mögulega hættu og gætum fyllstu varúðar“ Sjúklingurinn sem greindist með kórónuveiruna á Landspítalanum í gær naut áður þjónustu á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Af þeim sökum hefur sjúkrahúsið á Ísafirði verið fært á hættustig sem þýðir að þjónustan á sjúkrahúsinu verður í lágmarki þar til frekara ljósi verður varpað á stöðuna fyrir vestan. Innlent 14.1.2021 11:11
Fjórir greindust innanlands Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tveir þeirra sem greindust voru í sóttkví, en tveir ekki. Fjórir greindust sömuleiðis á landamærum. Innlent 14.1.2021 10:54
Segir smitin ekki dæmi um vanrækslu heldur árvekni starfsfólks Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans og formaður farsóttarnefndar, segir að það taki um sólarhring að átta sig nákvæmlega á stöðunni eftir að smit greindist á blóð- og krabbameinsdeild í gærkvöldi. Hann segir stöðuna býsna góða. Innlent 14.1.2021 10:39
Sjúkrahúsið á Ísafirði komið á hættustig vegna Covid-19 smits Sjúkrahúsið á Ísafirði er komið á hættustig eftir að sjúklingur sem nú liggur á Landspítala greindist með Covid-19 í gær. Sá hefur á síðustu dögum notið þjónustu á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Þrír starfsmenn á sjúkrahúsinu á Ísafirði eru í sóttkví og þrír til viðbótar í úrvinnslusóttkví. Innlent 14.1.2021 10:16
Svona var 153. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til reglulegs upplýsingafundar klukkan 11 í dag. Innlent 14.1.2021 10:02
Farþegar til Englands þurfa að framvísa neikvæðu vottorði Farþegar sem hyggjast ferðast í gegnum England þurfa að framvísa neikvæðu Covid-vottorði til að fá inngöngu í landið frá og með næsta mánudegi, 18. janúar. Vottorðið má ekki vera eldra en þriggja daga. Erlent 14.1.2021 09:55
Enginn grunur um smit í sjúklingum eða starfsfólki Enginn grunur leikur á smiti í sjúklingum eða starfsfólki blóð- og krabbameinsdeildar Landspítalans þótt sjúklingur á deildinni hafi greinst með kórónuveiruna í gærkvöldi. Innlent 14.1.2021 08:32
Er ég kem heim í Búðardal Ætli flestir íbúar þessa lands kannist ekki við þennan þekkta dægurlagatexta eftir Þorstein Eggertsson. En veistu hvar Búðardalur er? Búðardalur stendur við Hvammsfjörð, einn af innfjörðum Breiðafjarðar (stígvélið á Íslandskortinu). Skoðun 14.1.2021 07:00
Greindist smitaður á blóð- og krabbameinslækningadeild Sjúklingur á blóð- og krabbameinslækningadeild Landspítala (11EG) greindist í kvöld smitaður af Covid-19. Innlagnir á deildina hafa því verið stöðvaðar og fara um þrjátíu sjúklingar og þrjátíu starfsmenn í skimun í fyrramálið. Innlent 13.1.2021 23:38
Óttast að missa stjórn á nýja afbrigðinu í Evrópu Forsvarsmenn Evrópusambandsins óttast að nýtt afbrigði nýju kórónuveirunnar, sem virðist smitast auðveldar á milli manna, nái stjórnlausri dreifingu Í Evrópu. Stella Kyriakides, yfirmaður heilbrigðismála hjá ESB, segir að dreifingu afbrigðisins verði að stöðva með öllum ráðum. Erlent 13.1.2021 23:20
Hitta alla sem koma smitaðir til landsins og fengu loks bólusetningu Fjögur hundruð manns voru bólusettir með bóluefni lyfjaframleiðandans Moderna hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á Suðurlandsbraut í dag. Bólusetningin gekk vel og var kærkomin framlínustarfsfólki úr röðum lögreglu og sjúkraflutningamanna, sem oft kemst í tæri við kórónuveiruna. Innlent 13.1.2021 20:01
Reyndist vera með gamalt kórónuveirusmit Betur fór en á horfðist þegar sjúklingur á hjartadeild Landspítalans greindist jákvæður fyrir kórónuveirunni í gær. Aðrir sjúklingar á deildinni og starfsmenn hennar reyndust allir neikvæðir. Innlent 13.1.2021 19:21
Búist við nýjum reglum á landamærunum innan nokkurra daga Sóttvarnalæknir segir þann fjölda sem greinst hafi á landamærunum að undanförnu endurspegla útbreiðslu kórónuveirufaraldursins í öðrum löndum. Heilbrigðisráðherra mun væntanlega kynna nýjar sóttvarnareglur við landamærin á næstu dögum. Innlent 13.1.2021 19:21
Skora á stjórnvöld að koma veitingageiranum til aðstoðar hið snarasta Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði segja mörgum veitingahúsum hafa verið lokað og fjölmörg séu á ystu nöf. Þau rekstrarlegt úthald í óbreyttum takmörkunum. Því skora samtökin á stjórnvöld að bregðast við og létta á takmörkunum sem snúa að veitingahúsum og krám. Viðskipti innlent 13.1.2021 18:28
Leggur til að fólk þurfi að framvísa vottorði til að komast til landsins Sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra nýja tillögu um fyrirkomulag við landamærin í ljósi þess að ráðuneytið hefur tjáð honum að ekki sé lagastoð fyrir tillögum hans, hvorki tillöguna um að öllum verði gert skylt að fara í tvöfalda skimun með sóttkví á milli né tillögu hans um tveggja vikna dvöl í farsóttarhúsi. Þórólfur greindi frá þessu í Reykjavík síðdegis. Innlent 13.1.2021 17:20