„Núna erum við að ljúka mjög erfiðri lotu“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. janúar 2021 08:20 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að það sem standi upp úr fyrir honum í baráttunni við kórónuveiruna síðasta árið sé samstaða þjóðarinnar. Nánast allir hafi tekið þátt í þeim sóttvarnaaðgerðum sem farið hafi verið í og skoðanakannanir sýni að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar hafi mikið traust eða algjört traust á aðgerðunum. Það sé algjörlega einstakt í heiminum að þjóðin standi svona þétt saman. Þetta kom fram í viðtali við Víði í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Um það bil ár er síðan fyrstu fréttir af óþekktri veiru í Kína bárust hingað til lands. Víðir var þá nýkominn í tveggja mánaða leyfi frá störfum sínum frá Knattspyrnusambandi Íslands til þess að sinna sérverkefni hjá ríkislögreglustjóra. Þegar faraldurinn hafi hins vegar farið af stað fyrir alvöru hérlendis í mars hafi hann verið fenginn til að leiða teymi almannavarna í baráttunni við Covid-19. Hann segir að í upphafi hafi ekki verið vitað hversu langan tíma þetta verkefni tæki og hann segist ekki geta séð fyrir sér hvenær því ljúki; hann telji að enginn geti séð það fyrir. „Við erum að horfa á þetta í svona lotum og núna erum við að ljúka mjög erfiðri lotu, haustið og veturinn var erfiður fyrir alla,“ segir Víðir. Ef líkja megi tímalínunni við körfuboltaleik þá sé hægt að segja að við séum í þriðja leikhluta. „Það virðist ganga ágætlega með bóluefnið og það er það sem virðist vera leiðin okkar út úr þessu. Auðvitað vilja allir að þetta gerist miklu hraðar en framleiðslugeta á nýju bóluefni er það sem er takmarkað. Þetta er vinsælasta efnið í öllum heiminum,“ segir Víðir. Efnin verði þannig ekki til „á núll einni“ í einhverri verksmiðju. Skert starfsorka og heilaþoka í kjölfar Covid-19 „Auðvitað er maður að vona núna þegar allir sjá að þetta sé að virka og allir sjá að þetta sé að gerast þá muni þessi fyrirtæki hafa aðgang að meiri framleiðslu, það er að segja að fleiri fyrirtæki séu tilbúin til að koma með þeim í að framleiða þetta og þar af leiðandi verði þetta afgreitt fyrr. Ég held að þetta muni ganga svona hægt og rólega og um leið og við erum búin að bólusetja 30 til 50 þúsund manns þá erum við kannski búin að ná í viðkvæmasta hópinn okkar. Þar af leiðandi benda okkar líkön til þess að við erum hugsanlega búin að draga verulega úr hugsanlegu álagi á heilbrigðiskerfið,“ segir Víðir. Ef á sama tíma takist að halda sjó í faraldrinum innanlands þá ættum við að standa ágætlega með vormánuðum. Síðan komi það í ljós á næstu vikum og mánuðum hver framleiðslugetan verði varðandi bóluefnin. „Og þá munum við fá efni í sama hlutfalli og allir aðrir.“ Víðir er eins og kunnugt er einn þeirra þúsunda Íslendinga sem fengið hefur Covid-19. Hann greindist með veiruna í lok nóvember og segist enn vera að glíma við eftirköst veikindanna. Þannig hafi hann skerta starfsorku og glími við svokallaða heilaþoku; hann hafi til dæmis þurft að einbeita sér mikið að því að keyra rétta leið heim í gærkvöldi eftir að hafa varið vinnudeginum á Seyðisfirði. Hlusta má á viðtalið við Víði í heild í spilaranum ofar í fréttinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Innlent Fleiri fréttir Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Sjá meira
Nánast allir hafi tekið þátt í þeim sóttvarnaaðgerðum sem farið hafi verið í og skoðanakannanir sýni að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar hafi mikið traust eða algjört traust á aðgerðunum. Það sé algjörlega einstakt í heiminum að þjóðin standi svona þétt saman. Þetta kom fram í viðtali við Víði í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Um það bil ár er síðan fyrstu fréttir af óþekktri veiru í Kína bárust hingað til lands. Víðir var þá nýkominn í tveggja mánaða leyfi frá störfum sínum frá Knattspyrnusambandi Íslands til þess að sinna sérverkefni hjá ríkislögreglustjóra. Þegar faraldurinn hafi hins vegar farið af stað fyrir alvöru hérlendis í mars hafi hann verið fenginn til að leiða teymi almannavarna í baráttunni við Covid-19. Hann segir að í upphafi hafi ekki verið vitað hversu langan tíma þetta verkefni tæki og hann segist ekki geta séð fyrir sér hvenær því ljúki; hann telji að enginn geti séð það fyrir. „Við erum að horfa á þetta í svona lotum og núna erum við að ljúka mjög erfiðri lotu, haustið og veturinn var erfiður fyrir alla,“ segir Víðir. Ef líkja megi tímalínunni við körfuboltaleik þá sé hægt að segja að við séum í þriðja leikhluta. „Það virðist ganga ágætlega með bóluefnið og það er það sem virðist vera leiðin okkar út úr þessu. Auðvitað vilja allir að þetta gerist miklu hraðar en framleiðslugeta á nýju bóluefni er það sem er takmarkað. Þetta er vinsælasta efnið í öllum heiminum,“ segir Víðir. Efnin verði þannig ekki til „á núll einni“ í einhverri verksmiðju. Skert starfsorka og heilaþoka í kjölfar Covid-19 „Auðvitað er maður að vona núna þegar allir sjá að þetta sé að virka og allir sjá að þetta sé að gerast þá muni þessi fyrirtæki hafa aðgang að meiri framleiðslu, það er að segja að fleiri fyrirtæki séu tilbúin til að koma með þeim í að framleiða þetta og þar af leiðandi verði þetta afgreitt fyrr. Ég held að þetta muni ganga svona hægt og rólega og um leið og við erum búin að bólusetja 30 til 50 þúsund manns þá erum við kannski búin að ná í viðkvæmasta hópinn okkar. Þar af leiðandi benda okkar líkön til þess að við erum hugsanlega búin að draga verulega úr hugsanlegu álagi á heilbrigðiskerfið,“ segir Víðir. Ef á sama tíma takist að halda sjó í faraldrinum innanlands þá ættum við að standa ágætlega með vormánuðum. Síðan komi það í ljós á næstu vikum og mánuðum hver framleiðslugetan verði varðandi bóluefnin. „Og þá munum við fá efni í sama hlutfalli og allir aðrir.“ Víðir er eins og kunnugt er einn þeirra þúsunda Íslendinga sem fengið hefur Covid-19. Hann greindist með veiruna í lok nóvember og segist enn vera að glíma við eftirköst veikindanna. Þannig hafi hann skerta starfsorku og glími við svokallaða heilaþoku; hann hafi til dæmis þurft að einbeita sér mikið að því að keyra rétta leið heim í gærkvöldi eftir að hafa varið vinnudeginum á Seyðisfirði. Hlusta má á viðtalið við Víði í heild í spilaranum ofar í fréttinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Innlent Fleiri fréttir Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Sjá meira