Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðisráðherra standi ekki einn í rokinu Vonir standa til að hægt verði að afgreiða sóttvarnalög úr velferðarnefnd í næstu viku. Formaður nefndarinnar segir ekki liggja eins mikið á flýtiafgreiðslu þar sem stjórnvöld telji lagagrundvöll fyrir því að skylda fólk í tvöfalda skimun á landamærunum. Innlent 18.1.2021 14:18 Grænhöfðaeyjar draga sig úr leik á HM Lið Grænhöfðaeyja hefur dregið sig úr keppni á HM í handbolta karla í Egyptalandi vegna hópsmita í herbúðum þess. Handbolti 18.1.2021 13:39 „Menn verða að geta komist í síma ef slys ber að höndum“ Varðstjóri á Ísafirði segir að innan samfélagsins fyrir vestan fari nú fram hávær umræða um slæmt ástand innviða í Ísafjarðardjúpi í skugga banaslyssins á laugardag. Innlent 18.1.2021 13:37 Þrjú þúsund úr elsta aldurshópnum bólusett í vikunni Bólusetningar á landinu halda áfram í vikunni þegar tæplega fimm þúsund manns á hjúkrunarheimilum og framlínustarfsmenn fá sína seinni bóluefnasprautu við Covid-19. Þá kom skammtur með bóluefni fyrir þrjú þúsund manns til landsins í morgun að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Innlent 18.1.2021 12:30 Mörg dæmi um Íslendinga í vandræðum á landamærum víða um heim Almannavarnir og sóttvarnalæknir mæla ekki með því að fólk fari til útlanda nema brýna nauðsyn beri til. Yfirvöld hafa heyrt mörg dæmi um Íslendinga sem eru að lenda í vandræðum á landamærum erlendis þótt þeir séu til dæmis með vottorð sem sýnir neikvætt kórónuveirupróf. Innlent 18.1.2021 12:01 Í einu tilfelli af fimm ekki hægt að útiloka tengsl bólusetningar og andláts Niðurstöður rannsóknar sérfræðinga embættis landlæknis á fimm andlátum sem tilkynnt voru til Lyfjastofnunar sem hugsanlegar alvarlegar aukaverkanir vegna bólusetningar gegn Covid-19 eru að í fjórum þessara tilfella sé ekki eða mjög ólíklega um orsakatengsl að ræða. Innlent 18.1.2021 11:28 Fjórir greindust með veiruna innanlands í gær Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Innlent 18.1.2021 10:54 Svona var 154. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til reglulegs upplýsingafundar klukkan 11 í dag. Fundirnir fara fram á mánudögum og fimmtudögum. Innlent 18.1.2021 10:16 Aðgerðir stjórnvalda kostuðu ríkissjóð 60 milljarða á síðasta ári Útgjöld ríkisins með ýmsum aðgerðum vegna kórónuveirufaraldurins á síðasta ári námu sextíu milljörðum króna samkvæmt samantekt Hagstofu Íslands. Stærsti hlutinn fór í hlutabótaleiðina eða rúmir tuttugu og fjórir milljaðar króna. Innlent 18.1.2021 09:48 „Við getum ekki farið að slaka á meira núna“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir ekki tímabært að fara að ræða tilslakanir á núverandi samkomutakmörkunum þrátt fyrir að reglur á landamærum hafi verið hertar og fáir hafi greinst með kórónuveiruna innanlands undanfarna daga. Innlent 18.1.2021 08:01 Bjó á flugvellinum í Chicago í þrjá mánuði Aditya Singh, 36 ára gamall maður frá Kaliforníu, var handtekinn um helgina á O‘Hare-alþjóðaflugvellinum í Chicago og ákærður fyrir ýmis brot, meðal annars þjófnað og að hafa farið í leyfisleysi inn á lokað svæði á vellinum. Erlent 18.1.2021 07:21 Sóttvarnarbrot á veitingastað þar sem voru hátt í fimmtíu gestir Laust eftir klukkan sex í gær fór lögreglan á höfuðborgarsvæðinu á veitingastað út af sóttvarnarbroti. Í dagbók lögreglu segir að veitingastaðurinn sé í umdæmi lögreglustöðvar þrjú, sem er þá annað hvort í Kópavogi eða Breiðholti, en ekki er nánar tilgreint hvar staðurinn er. Innlent 18.1.2021 06:22 Koma heim úr jarðarförum, brúðkaupum eða afmælum og reynast smituð Flestir sem hafa greinst með kórónuveiruna á landamærum undanfarið koma frá löndum á borð við Danmörku og Pólland, sem hafa hvað mesta tengingu við Ísland. Dæmi eru um að stórir hópar komi heim úr jarðarförum eða brúðkaupum og reynist jákvæðir í skimun á Keflavíkurflugvelli. Innlent 17.1.2021 19:14 Engin störukeppni við óstýriláta farþega í dag Ekkert kom upp á við sýnatökuhlið Keflavíkurflugvallar í dag og allir farþegar virtu skimunarskyldu án vandkvæða, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Innlent 17.1.2021 18:26 Vongóð að meirihluti þjóðarinnar verði bólusettur um mitt ár Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segist bjartsýn á það að meirihluti þjóðarinnar verði bólusettur við kórónuveirunni um mitt ár. Hún segir þó að við munum þurfa að lifa með sóttvarnaaðgerðum í einhvern tíma eftir það. Innlent 17.1.2021 18:00 Phil Spector er látinn Bandaríski tónlistarframleiðandinn og lagahöfundurinn Phil Spector er látinn 81 árs að aldri. Erlent 17.1.2021 16:17 Hegðun fólks hættulegri en breska afbrigðið Hegðun fólks í faraldri er mun hættulegri en breska afbrigði kórónuveirunnar. Þetta segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, í samtali við fréttastofu. Innlent 17.1.2021 14:29 Nær allir sem greindust komu með sömu flugvélinni Fjórtán greindust með kórónuveiruna á landamærunum í gær, nær allir úr sömu flugvélinni. Yfirlögregluþjónn telur stöðuna á faraldrinum hér á landi almennt góða; Ísland sé í einstakri stöðu, jafnvel á heimsvísu, en enn þurfi að hafa allan varann á. Innlent 17.1.2021 13:17 Hjón neituðu að fara í skimun en snerist hugur eftir þriggja klukkutíma bið Hjón með ung börn sem komu til landsins með flugi í gær neituðu að fara í skimun fyrir kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli. Þau biðu í þrjá til fjóra tíma við sýnatökuhlið á flugvellinum en snerist á endanum hugur og fóru í sýnatöku. Innlent 17.1.2021 12:59 Einn greindist með veiruna innanlands og var í sóttkví Einn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Viðkomandi var í sóttkví. Innlent 17.1.2021 11:04 Fór ekki í einangrun og var fluttur af lögreglu í farsóttarhús Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nótt uppi á einstaklingi sem greinst hafði með Covid-19 við komuna hingað til lands en sinnti ekki reglum um einangrun. Lögregla flutti viðkomandi í farsóttarhús, að því er fram kemur í dagbók lögreglu. Innlent 17.1.2021 07:21 Fleiri bólusettir fyrir veirunni en hafa smitast á Bretlandi Fleiri hafa nú verið bólusettir fyrir kórónuveirunni en hafa greinst smitaðir á Bretlandi. Nú hafa meira en 3,5 milljónir Breta fengið fyrsta skammt bólusetningarinnar við veirunni og þegar hafa 447 þúsund fengið báða skammta. Hingað til hafa 3,3 milljónir manna greinst smitaðir af veirunni á Bretlandi. Erlent 16.1.2021 22:50 Rúmir fjórir mánuðir síðan enginn greindist síðast Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær, í fyrsta sinn í rúma fjóra mánuði. Sóttvarnalæknir segir stöðuna á faraldrinum góða en allt velti nú á landamærunum. Innlent 16.1.2021 19:01 Kærkomið að losna við argaþrasið Starfsfólki Keflavíkurflugvallar hefur gengið vel að framfylgja nýrri skimunarskyldu á landamærum í dag. Yfirlögregluþjónn segir gott að losna við þjarkið sem oft fylgdi því að telja farþega á að velja skimun fram yfir sóttkví. Innlent 16.1.2021 17:47 Breskir heilbrigðisstarfsmenn óttast að verða sóttir til saka Breskir heilbrigðisstarfsmenn hafa kallað eftir því að þeim verði veitt lagaleg vernd gegn mögulegum afleiðingum álagsins sem fylgir kórónuveirufaraldrinum. Þeir séu settir í þá stöðu að taka ákvarðanir sem gætu valdið dauðsföllum. Erlent 16.1.2021 16:13 „Áhættan er aldrei núll“ Sóttvarnalæknir segir hættuna á því að hið svokallaða breska afbrigði kórónuveirunnar verði ráðandi hér á landi, líkt og óttast er að gerist í Bandaríkjunum, velta á því hversu vel gangi á landamærum. Innlent 16.1.2021 13:30 Hitta reglulega ferðamenn sem ætla ekki að virða sóttkví eftir skimun Yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli segir talsvert um það að ferðamenn komi hingað til lands, fari í skimun á flugvellinum en hyggist greinilega ekki virða sóttkví að henni lokinni. Það segi sig sjálft þegar aðeins sé bókuð nokkurra daga ferð. Innlent 16.1.2021 12:30 Enginn greindist innanlands í gær Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Þetta hefur fréttastofa fengið staðfest frá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni. Innlent 16.1.2021 11:10 Skipverjum létt að málinu sé lokið en furða sig á refsingunni Skipverjum á Júlíusi Geirmundssyni sem smituðust af Covid-19 í veiðiferð um borð í skipinu er létt að máli vegna veikinda þeirra sé lokið en óvissan hefur verið þeim þungbær. Einhverjir þeirra séu þó undrandi á dómi skipstjóra togarans. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Verkalýðsfélagi Vestfjarða. Innlent 16.1.2021 09:30 Breska afbrigðið verði orðið ráðandi í mars Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, CDC, varar nú við því að afbrigði kórónuveirunnar sem talið er meira smitandi en flest önnur, og var fyrst uppgötvað í Bretlandi, verði orðið ráðandi afbrigði veirunnar í Bandaríkjunum fyrir marsmánuð. Erlent 16.1.2021 08:17 « ‹ 174 175 176 177 178 179 180 181 182 … 334 ›
Heilbrigðisráðherra standi ekki einn í rokinu Vonir standa til að hægt verði að afgreiða sóttvarnalög úr velferðarnefnd í næstu viku. Formaður nefndarinnar segir ekki liggja eins mikið á flýtiafgreiðslu þar sem stjórnvöld telji lagagrundvöll fyrir því að skylda fólk í tvöfalda skimun á landamærunum. Innlent 18.1.2021 14:18
Grænhöfðaeyjar draga sig úr leik á HM Lið Grænhöfðaeyja hefur dregið sig úr keppni á HM í handbolta karla í Egyptalandi vegna hópsmita í herbúðum þess. Handbolti 18.1.2021 13:39
„Menn verða að geta komist í síma ef slys ber að höndum“ Varðstjóri á Ísafirði segir að innan samfélagsins fyrir vestan fari nú fram hávær umræða um slæmt ástand innviða í Ísafjarðardjúpi í skugga banaslyssins á laugardag. Innlent 18.1.2021 13:37
Þrjú þúsund úr elsta aldurshópnum bólusett í vikunni Bólusetningar á landinu halda áfram í vikunni þegar tæplega fimm þúsund manns á hjúkrunarheimilum og framlínustarfsmenn fá sína seinni bóluefnasprautu við Covid-19. Þá kom skammtur með bóluefni fyrir þrjú þúsund manns til landsins í morgun að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Innlent 18.1.2021 12:30
Mörg dæmi um Íslendinga í vandræðum á landamærum víða um heim Almannavarnir og sóttvarnalæknir mæla ekki með því að fólk fari til útlanda nema brýna nauðsyn beri til. Yfirvöld hafa heyrt mörg dæmi um Íslendinga sem eru að lenda í vandræðum á landamærum erlendis þótt þeir séu til dæmis með vottorð sem sýnir neikvætt kórónuveirupróf. Innlent 18.1.2021 12:01
Í einu tilfelli af fimm ekki hægt að útiloka tengsl bólusetningar og andláts Niðurstöður rannsóknar sérfræðinga embættis landlæknis á fimm andlátum sem tilkynnt voru til Lyfjastofnunar sem hugsanlegar alvarlegar aukaverkanir vegna bólusetningar gegn Covid-19 eru að í fjórum þessara tilfella sé ekki eða mjög ólíklega um orsakatengsl að ræða. Innlent 18.1.2021 11:28
Fjórir greindust með veiruna innanlands í gær Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Innlent 18.1.2021 10:54
Svona var 154. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til reglulegs upplýsingafundar klukkan 11 í dag. Fundirnir fara fram á mánudögum og fimmtudögum. Innlent 18.1.2021 10:16
Aðgerðir stjórnvalda kostuðu ríkissjóð 60 milljarða á síðasta ári Útgjöld ríkisins með ýmsum aðgerðum vegna kórónuveirufaraldurins á síðasta ári námu sextíu milljörðum króna samkvæmt samantekt Hagstofu Íslands. Stærsti hlutinn fór í hlutabótaleiðina eða rúmir tuttugu og fjórir milljaðar króna. Innlent 18.1.2021 09:48
„Við getum ekki farið að slaka á meira núna“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir ekki tímabært að fara að ræða tilslakanir á núverandi samkomutakmörkunum þrátt fyrir að reglur á landamærum hafi verið hertar og fáir hafi greinst með kórónuveiruna innanlands undanfarna daga. Innlent 18.1.2021 08:01
Bjó á flugvellinum í Chicago í þrjá mánuði Aditya Singh, 36 ára gamall maður frá Kaliforníu, var handtekinn um helgina á O‘Hare-alþjóðaflugvellinum í Chicago og ákærður fyrir ýmis brot, meðal annars þjófnað og að hafa farið í leyfisleysi inn á lokað svæði á vellinum. Erlent 18.1.2021 07:21
Sóttvarnarbrot á veitingastað þar sem voru hátt í fimmtíu gestir Laust eftir klukkan sex í gær fór lögreglan á höfuðborgarsvæðinu á veitingastað út af sóttvarnarbroti. Í dagbók lögreglu segir að veitingastaðurinn sé í umdæmi lögreglustöðvar þrjú, sem er þá annað hvort í Kópavogi eða Breiðholti, en ekki er nánar tilgreint hvar staðurinn er. Innlent 18.1.2021 06:22
Koma heim úr jarðarförum, brúðkaupum eða afmælum og reynast smituð Flestir sem hafa greinst með kórónuveiruna á landamærum undanfarið koma frá löndum á borð við Danmörku og Pólland, sem hafa hvað mesta tengingu við Ísland. Dæmi eru um að stórir hópar komi heim úr jarðarförum eða brúðkaupum og reynist jákvæðir í skimun á Keflavíkurflugvelli. Innlent 17.1.2021 19:14
Engin störukeppni við óstýriláta farþega í dag Ekkert kom upp á við sýnatökuhlið Keflavíkurflugvallar í dag og allir farþegar virtu skimunarskyldu án vandkvæða, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Innlent 17.1.2021 18:26
Vongóð að meirihluti þjóðarinnar verði bólusettur um mitt ár Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segist bjartsýn á það að meirihluti þjóðarinnar verði bólusettur við kórónuveirunni um mitt ár. Hún segir þó að við munum þurfa að lifa með sóttvarnaaðgerðum í einhvern tíma eftir það. Innlent 17.1.2021 18:00
Phil Spector er látinn Bandaríski tónlistarframleiðandinn og lagahöfundurinn Phil Spector er látinn 81 árs að aldri. Erlent 17.1.2021 16:17
Hegðun fólks hættulegri en breska afbrigðið Hegðun fólks í faraldri er mun hættulegri en breska afbrigði kórónuveirunnar. Þetta segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, í samtali við fréttastofu. Innlent 17.1.2021 14:29
Nær allir sem greindust komu með sömu flugvélinni Fjórtán greindust með kórónuveiruna á landamærunum í gær, nær allir úr sömu flugvélinni. Yfirlögregluþjónn telur stöðuna á faraldrinum hér á landi almennt góða; Ísland sé í einstakri stöðu, jafnvel á heimsvísu, en enn þurfi að hafa allan varann á. Innlent 17.1.2021 13:17
Hjón neituðu að fara í skimun en snerist hugur eftir þriggja klukkutíma bið Hjón með ung börn sem komu til landsins með flugi í gær neituðu að fara í skimun fyrir kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli. Þau biðu í þrjá til fjóra tíma við sýnatökuhlið á flugvellinum en snerist á endanum hugur og fóru í sýnatöku. Innlent 17.1.2021 12:59
Einn greindist með veiruna innanlands og var í sóttkví Einn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Viðkomandi var í sóttkví. Innlent 17.1.2021 11:04
Fór ekki í einangrun og var fluttur af lögreglu í farsóttarhús Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nótt uppi á einstaklingi sem greinst hafði með Covid-19 við komuna hingað til lands en sinnti ekki reglum um einangrun. Lögregla flutti viðkomandi í farsóttarhús, að því er fram kemur í dagbók lögreglu. Innlent 17.1.2021 07:21
Fleiri bólusettir fyrir veirunni en hafa smitast á Bretlandi Fleiri hafa nú verið bólusettir fyrir kórónuveirunni en hafa greinst smitaðir á Bretlandi. Nú hafa meira en 3,5 milljónir Breta fengið fyrsta skammt bólusetningarinnar við veirunni og þegar hafa 447 þúsund fengið báða skammta. Hingað til hafa 3,3 milljónir manna greinst smitaðir af veirunni á Bretlandi. Erlent 16.1.2021 22:50
Rúmir fjórir mánuðir síðan enginn greindist síðast Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær, í fyrsta sinn í rúma fjóra mánuði. Sóttvarnalæknir segir stöðuna á faraldrinum góða en allt velti nú á landamærunum. Innlent 16.1.2021 19:01
Kærkomið að losna við argaþrasið Starfsfólki Keflavíkurflugvallar hefur gengið vel að framfylgja nýrri skimunarskyldu á landamærum í dag. Yfirlögregluþjónn segir gott að losna við þjarkið sem oft fylgdi því að telja farþega á að velja skimun fram yfir sóttkví. Innlent 16.1.2021 17:47
Breskir heilbrigðisstarfsmenn óttast að verða sóttir til saka Breskir heilbrigðisstarfsmenn hafa kallað eftir því að þeim verði veitt lagaleg vernd gegn mögulegum afleiðingum álagsins sem fylgir kórónuveirufaraldrinum. Þeir séu settir í þá stöðu að taka ákvarðanir sem gætu valdið dauðsföllum. Erlent 16.1.2021 16:13
„Áhættan er aldrei núll“ Sóttvarnalæknir segir hættuna á því að hið svokallaða breska afbrigði kórónuveirunnar verði ráðandi hér á landi, líkt og óttast er að gerist í Bandaríkjunum, velta á því hversu vel gangi á landamærum. Innlent 16.1.2021 13:30
Hitta reglulega ferðamenn sem ætla ekki að virða sóttkví eftir skimun Yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli segir talsvert um það að ferðamenn komi hingað til lands, fari í skimun á flugvellinum en hyggist greinilega ekki virða sóttkví að henni lokinni. Það segi sig sjálft þegar aðeins sé bókuð nokkurra daga ferð. Innlent 16.1.2021 12:30
Enginn greindist innanlands í gær Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Þetta hefur fréttastofa fengið staðfest frá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni. Innlent 16.1.2021 11:10
Skipverjum létt að málinu sé lokið en furða sig á refsingunni Skipverjum á Júlíusi Geirmundssyni sem smituðust af Covid-19 í veiðiferð um borð í skipinu er létt að máli vegna veikinda þeirra sé lokið en óvissan hefur verið þeim þungbær. Einhverjir þeirra séu þó undrandi á dómi skipstjóra togarans. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Verkalýðsfélagi Vestfjarða. Innlent 16.1.2021 09:30
Breska afbrigðið verði orðið ráðandi í mars Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, CDC, varar nú við því að afbrigði kórónuveirunnar sem talið er meira smitandi en flest önnur, og var fyrst uppgötvað í Bretlandi, verði orðið ráðandi afbrigði veirunnar í Bandaríkjunum fyrir marsmánuð. Erlent 16.1.2021 08:17