Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Fréttamynd

Heilu fjölskyldurnar sagðar hafa þurrkast út

Yfirvöld á Indlandi opinberuðu í morgun metfjölda látinna, þó nýsmituðum fari fækkandi. 4.329 ný dauðsföll voru tilkynnt og rúmlega 260 þúsund nýsmitaðir. Covid-19 herjar nú á dreifðari byggðir landsins þar sem aðgengi að heilbrigðisþjónustu getur verið takmarkað.

Erlent
Fréttamynd

312 sóttvarnabrot og 13,6 milljónir í sektir

Sóttvarnabrjótar hafa greitt tæpar 4,4 milljónir króna í sektir frá því í mars í fyrra en 8,5 milljónir króna eru í vinnslu eða í innheimtumeðferð. Algengast er að einstaklingar séu sektaðir um 50.000 krónur.

Innlent
Fréttamynd

Daði og Gagna­magnið enn í sótt­kví

Daði Freyr og Gagnamagnið eru enn í sóttkví og munu fara í annað PCR-próf á miðvikudag. Smit kom upp í íslenska hópnum í gær en greint var frá því fyrr í kvöld að enginn annar í hópnum væri smitaður.

Lífið
Fréttamynd

Ekki fleiri smit í íslenska hópnum

Ekkert smit greindist í sýnatöku íslenska Eurovision-hópsins eftir að einn úr hópnum greindist með veiruna í gær. Þau þrettán sem eru í hópnum fóru í skimun í gær en sá sem greindist í gær er ekki á meðal þeirra sem koma fram í atriðinu sjálfu.

Lífið
Fréttamynd

24 þúsund bólu­settir í vikunni

Um 24 þúsund einstaklingar verða bólusettir hér á landi í vikunni. Notast verður við öll fjögur bóluefnin – það er AstraZeneca, Pfizer, Moderna og Janssen.

Innlent
Fréttamynd

Bólu­efni virki gegn ind­verska af­brigðinu

Fyrstu niðurstöður rannsókna benda til þess að bóluefni virki gegn indverska afbrigði kórónuveirunnar. Þetta sagði Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, þar sem indverska afbrigði veirunnar hefur verið að sækja í sig veðrið.

Erlent
Fréttamynd

„Hefði ekki tekist án samtakamáttar“

Hörðum sóttvarnaaðgerðum í Skagafirði verður aflétt á miðnætti eftir ákvörðun almannavarna þess efnis, sem telur sig hafa náð tökum á hópsmitinu. Fimm greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, þar af fjórir í Skagafirði.

Innlent
Fréttamynd

Meðlimur íslenska Eurovision-hópsins með Covid

Meðlimur íslenska Eurovision-hópsins greindist með kórónuveiruna í Rotterdam í Hollandi í dag, þar sem keppnin fer fram. Þetta kemur fram í tilkynningu frá EBU, Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva. 

Innlent
Fréttamynd

Kona nýkomin frá útlöndum fékk hríðir á sóttkvíarhóteli

Reiknað er með að Hótel Rauðará við Rauðarárstíg verði tekið í notkun sem nýtt sóttkvíarhótel í dag. Fimm flugvélar með farþega frá hááhættusvæðum eru væntanlegar til landsins síðdegis. Þá hefur ýmislegt gengið á á sóttkvíarhótelum landsins, að sögn umsjónarmanns; aðfaranótt laugardags fékk kona hríðir á sóttkvíarhóteli í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Fimm greindust með veiruna innanlands

Fimm greindust með kórónuveiruna í gær og voru allir í sóttkví, samkvæmt bráðabirgðatölum frá almannavörnum. Flestir þeirra eru búsettir á Norðurlandi.

Innlent
Fréttamynd

Gagnrýna Boris fyrir að hafa ekki lokað fyrr á Indland

Stjórnarandstaðan í Bretlandi er reið Boris Johnson forsætisráðherra fyrir að hafa ekki lokað á ferðalög frá Indlandi til Bretlands fyrr. Afbrigði Covid-19 sem greindist fyrst á Indlandi hefur greinst í nokkru magni á Bretlandseyjum. Sérfræðingar óttast að slaka á á sóttvörnum á Bretlandi á morgun.

Erlent
Fréttamynd

Tilfellum fækkar á Indlandi en fjöldi látinna enn hár

Yfirvöld á Indlandi skráðu rúmlega fjögur þúsund dauðsföll vegna Covid-19 í morgun og höfðu 311.170 greinst smitaðir á undanförnum degi. Þetta er þriðji dagurinn í röð sem dauðsföllum fækkar samkvæmt opinberum tölum og fjöldi nýsmitaðra hefur ekki verið lægri í rúmar þrjár vikur.

Erlent
Fréttamynd

Líkum þeirra sem látast úr Covid varpað í ár

Lík þeirra sem hafa látist úr Covid-19 hafa fundist í indverskum ám en allt að tvö þúsund lík hafa fundist í ám nærri héruðunum Uttar Pradesh og Bihar. Þetta kemur fram í minnisblaði yfirvalda á svæðinu sem Reuters hefur fengið staðfest, en þetta er í fyrsta sinn sem viðurkennt er að líkum þeirra sem hafa látist gæti viljandi verið komið fyrir í ám.

Erlent
Fréttamynd

Ekki þörf á að fram­lengja stað­bundnar að­gerðir

Aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra ákvað í dag að óska ekki eftir framlengingu reglugerðar sem sett var sérstaklega fyrir Skagafjörð og Akrahrepp vegna hópsmits á svæðinu. Aðgerðirnar, sem gilda til morgundagsins, verða því ekki í gildi umfram það.

Innlent
Fréttamynd

Smit greindist í pólska hópnum

Meðlimur í pólska hópnum á Eurovision í Rotterdam greindist smitaður af Covid-19 í dag. Sá hafði síðast verið í Ahoy-höllinni þar sem keppnin fer fram á fimmtudaginn og þá hafði enginn í hópnum greinst smitaður.

Lífið