Grín og gaman

Fréttamynd

Fönguðu kraft púðurskota í „Slow Mo“

Þeir Gavin og Dan í „Slow Mo Guys“ hafa um árabil fangað hina ýmsu hluti með háhraðamyndavélum og hafa þeir til að mynda komið til Íslands og fangað íslenska náttúru. Í nýjasta myndbandi þeirra sýna þeir fram á kraft púðurskota.

Lífið
Fréttamynd

Fjórði þáttur af Kökukasti: Spennan í hámarki

Fjórði þáttur af Kökukasti er kominn í loftið. Um er að ræða stórskemmtilega fjölskylduþætti í umsjón bræðranna Gústa B og Árna Beinteins. Þættirnir eru sýndir hér á Vísi og á Stöð 2+ á mánudögum.

Lífið
Fréttamynd

G-bletturinn í Njarðvík og hópkynlíf auki líkur á óléttu

Samfélagsmiðillinn Snapchat kynnti nýverið til leiks spjallmenni sem nýtir sér tækni frá gervigreindarlausninni ChatGPT. Hægt er að spreyta sig á því að ræða við gervigreindina á íslensku, með misjöfnum árangri. Gervigreindin segir til að mynda að g-bletturinn sé staðsettur í Njarðvík og að hópkynlíf auki líkur á getnaði. 

Lífið
Fréttamynd

Æsi­spennandi átta liða úr­slit en ein­stefna í úr­slitunum

Þótt að Fréttablaðið hafi verið lýst gjaldþrota þann 31. mars síðastliðinn þá stóðu fulltrúar fjölmiðilsins sig með miklum sóma í árlegri spurningakeppni fjölmiðlanna um páskana. Frammistaðan dugði ekki til sigurs í keppninni en fulltrúar hins fallna risa fóru alla leið í undanúrslit.

Lífið
Fréttamynd

Hjart­næmt mynd­skeið sýnir mæðgur sam­einaðar á ný eftir 29 ár

Meðfylgjandi myndskeið hefur fangað hug og hjörtu netverja eftir að hin bandaríska Allie Murphy Seabock birti það á TikTok nú á dögunum. Þar má sjá augnablikið þegar móðir Allie og dóttirin sem hún gaf til ættleiðingar nær þremur áratugum áður eru sameinaðar á ný, og eins og vænta má eru endurfundirnir afar tilfinningaþrungnir.

Lífið
Fréttamynd

Fann verðmæti í kassa sem átti að fara í Góða hirðinn

Sigurður Helgi Pálmason, matsmaður og annar stjórnenda þáttarins Fyrir alla muni, hefur hjálpað fólki að finna verðmætar eigur, til dæmis í dánarbúum. Dæmi séu um að fólk geri sér ekki grein fyrir verðmætum sem leynast á heimilum og losi sig því við þau.

Lífið
Fréttamynd

Klæddi sig upp sem Halldór Benjamín á öskudaginn

Þó svo að öskudagurinn sé hvað mest fyrir krakkana þá tekur að sjálfsögðu mikið af fullorðnu fólki þátt í hátíðarhöldunum. Lögmaðurinn Konráð Jónsson er einn þeirra sem tók þátt en hann fékk innblástur frá kjaradeilunni fyrir sinn búning.

Lífið
Fréttamynd

Ruglaði saman Bubba byggi og Bubba Morthens

Gústi B fékk Idol keppendur í skemmtilegan leiklistarleik í síðasta þætti. Þar þurftu þau að túlka kvikmyndatitla með látbragði. Keppnisskapið var augljóslega meira hjá sumum keppendum en öðrum.

Lífið
Fréttamynd

Dansandi HM-kallinn sem stelur senunni leik eftir leik

„Ég veit ekki alveg hvort ég sé búinn að slá í gegn en við erum allavega mætt á HM að styðja íslenska landsliðið, það er ekkert annað hægt að gera,“ segir Karl Brynjólfsson sem hefur slegið í gegn í stúkunni með einstökum danssporum á leikjum íslenska liðsins.

Handbolti