Eldri borgarar

Fréttamynd

Á­hyggju­laust ævi­kvöld

Eldra fólkið í samfélagi okkar á skilið áhyggjulaust og öruggt ævikvöld. Þessi kynslóð hefur lagt grunninn að því samfélagi sem við njótum í dag. Þau hafa unnið hörðum höndum alla sína ævi, byggt upp innviði landsins og skapað þau tækifæri sem við nótum nú.

Skoðun
Fréttamynd

Eldra fólk á betra skilið

Flokkur fólksins var stofnaður árið 2016, til að berjast gegn fátækt. Með réttlæti og sanngirni að leiðarljósi í málflutningi sínum, náði flokkurinn sínum fyrstu sætum á Alþingi árið 2017. Fyrsta frumvarp okkar á Alþingi var um afnám skerðinga á ellilífeyri vegna atvinnutekna eldri borgara - aðgerð sem við teljum óumdeilanlega vera spurningu um virðingu og réttlæti gagnvart eldra fólki.

Skoðun
Fréttamynd

Hvað eiga eldri borgarar að kjósa?

Almennt fá málefni eldri borgara takmarkaða athygli í stjórnmálaumræðunni nema þegar kemur að kosningum. Þegar frambjóðendur eru komnir í kosningaham eru kjör og aðstæður aldraðra dregin fram í dagsljósið og flokkarnir keppast við að benda á það óréttlæti sem þessi hópur er beittur.

Skoðun
Fréttamynd

Fagna tuttugu ára af­mæli og troða upp á Grund

Það er mikið um að vera hjá ástsælu hljómsveitinni Hjálmum. Þeir eru að senda frá sér nýtt lag sem heitir Vor og troða upp á tvennum Airwaves tónleikum á morgun, bæði á Grund og á Listasafni Reykjavíkur. 

Tónlist
Fréttamynd

Hvers vegna skortir hjúkrunar­rými á Ís­landi?

Þetta er spurning sem er auðsvarað. Svarið er að ríkisstjórnir undanfarinna áratuga hafa ekki haft áhuga á að byggja hjúkrunarrými í samræmi við fyrirséða öldrun þjóðarinnar sem jafnframt felur í sér að fleiri þurfa pláss á hjúkrunarheimili en áður.

Skoðun
Fréttamynd

Kosninga­lof­orð og hvað svo?

Landssamband eldri borgara LEB eru samtök 56 aðildarfélaga sem eru dreifð um allt land með um 36.000 félaga. Þeir sem eru orðnir 60 ára geta gengið í félögin.

Skoðun
Fréttamynd

Við lifum lengur – Já­kvæð á­skorun fyrir líf­eyris­sjóði

Rekstur lífeyrissjóðs er í senn einfaldur og flókinn. Einfaldur í þeim skilningi að hann tekur á móti iðgjöldum, ávaxtar þau og greiðir út lífeyri til sjóðfélaga. Hann er þó flókinn að því leyti að ýmislegt getur gerst á þeim langa tíma frá því að sjóðfélagar byrja að greiða til hans iðgjöld og þangað til þeir hefja töku lífeyris.

Skoðun
Fréttamynd

Van­nærð og veik af á­fengis­neyslu eftir vetur­setu í Evrópu

Anna Björg Jónsdóttir, öldrunarlæknir á Landspítalanum, segir áfengissýki ört stækkandi vandamál hjá öldruðum. Það hafi víðtæk áhrif á fólk og aðstandendur. Sumir hafi glímt við þetta alla ævi en aðrir leiðist út í aukna neyslu áfengis á eldri árum. Anna Björg fór yfir þetta í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Er öldrunarhjúkrun gefandi?

Fagdeild öldrunarhjúkrunarfræðinga hélt vinnudag í september síðastliðnum þar sem þverfaglegur hópur kom saman og ræddi um tækifærin í öldrunarþjónustu. Eitt af því sem við gerðum var að upphugsa slagorð fyrir öldrun. 

Skoðun
Fréttamynd

Liljan er vin­sælasta lagið á Dal­vík

Eitt það allra skemmtilegasta sem heimilisfólkið á hjúkrunarheimilinu Dalbæ á Dalvík gerir er að taka þátt í söngstund einu sinni viku þar sem allir syngja með sínu nefi og njóta lífsins og samverunnar við hvert annað um leið.

Lífið
Fréttamynd

Aldursforsetinn hvergi af baki dottinn

Tómas A. Tómasson þingmaður Flokks fólksins, sem kenndur er við Hamborgarabúlluna, hyggst gefa kost á sér á lista flokksins fyrir komandi alþingiskosningar. 

Innlent
Fréttamynd

Líf­eyris­þeginn hefði átt að láta reyna á skerðinguna fyrr

Hæstiréttur hefur sýknað Tryggingastofnun ríkisins af kröfum lífeyrisþega og Öryrkjabandalags Íslands um afturvirka leiðréttingu á bótum, sem höfðu verið ólöglega skertar. Hæstiréttur taldi lífeyrisþegann og bandalagið hafa búið yfir nægum upplýsingum um kröfur sínar til að láta á þær reyna fyrir dómstólum fyrr.

Innlent
Fréttamynd

„Við þolum ekki þetta á­stand mikið lengur“

Landspítalinn hefur aldrei staðið frammi fyrir öðrum eins innlagnarvanda en spítalinn hefur verið vikum saman á hæsta viðbragðsstigi. Framkvæmdastjóri hjúkrunar segir starfsemina komna að algjörum þolmörkum. Innviðir heilbrigðiskerfisins hafi ekki vaxið í takt við samfélagsþróun. 

Innlent
Fréttamynd

Að eldast – ertu undir­búin?

Það fá ekki allir tækifæri til að eldast. Við, sem það gerum vitum að með aldrinum kemur þörf fyrir stuðning, umönnun og hjúkrun, hvort sem hún kemur frá aðstandendum eða þeim stofnunum sem samfélagið hefur byggt upp. En spurningin er: Eru sjúkrahúsin, hjúkrunarheimilin og heilsugæslan í landinu tilbúin til að mæta þessum þörfum?

Skoðun
Fréttamynd

Gaf lang­ömmu tattú í af­mælis­gjöf

Langamma á Akureyri segir vini sína hlæja að nýju skrauti á handlegg hennar sem þeim finnst öllum hræðilegt. Langömmubarnið kom á óvart með óvæntri afmælisgjöf sem ekki var hægt að hafna. Þær stöllur fengu sér samstæð húðflúr á upphandlegginn. 

Lífið
Fréttamynd

Er­lend þjófagengi herja á verslanir

Erlend þjófagengi herja á verslanir hér á landi en á síðasta ári var stolið fyrir fjóra milljarða í matvörubúðun. Þá hafa eldri konur orðið sérstaklega fyrir barðinu á skipulögðum glæpahópum í verslunum.

Innlent
Fréttamynd

Öldrunar­þjónustan – tæki­færi og á­skoranir

Íslenskt samfélag stendur frammi fyrir vaxandi þörf fyrir öldrunarþjónustu. Með hækkandi aldri þjóðarinnar er brýnt að tryggja öldruðum vandaða, virðulega og skilvirka þjónustu. Umönnun aldraðra nær yfir fjölþætta þjónustu sem tekur mið af líkamlegum, andlegum og félagslegum þörfum þeirra.

Skoðun
Fréttamynd

Alzheimer - mennska og mildi

Hinn 21. september er Alþjóðlegur dagur Alzheimer og mig langar að minna okkur öll á þau sem gleyma, þau sem eru greind með Alzheimer eða aðra tegund heilabilunar og hvað við hin getum gert til að efla lífsgæði þeirra.

Skoðun
Fréttamynd

Er krónan að valda á­tökum á milli kyn­slóða?

Eins og hlutirnir hafa verið að þróast í samfélaginu undanfarin ár með auknum kröfum á stjórnvöld og sveitarfélög er að mínu viti að byggjast upp mikil spenna á milli kynslóða. Þessi spenna lýsir sér þannig að unga fólkið sem er að koma sér af stað í samfélaginu með því að stofna fjölskyldur kallar eftir meiri og meiri stuðningi opinberra aðila við að koma sér þaki yfir höfuðið og eignast börn. Nýjasta krafan sem fékkst fram eru fríar máltíðir í skólum óháð efnahag foreldra.

Skoðun