Innlent

Fréttamynd

Lánshæfismat Íbúðalánasjóðs lækkar

Alþjóðlega matsfyrirtækið Standard & Poor's hefur lækkað lánshæfismat Íbúðalánasjóðs til langs tíma úr AA+ í AA-. Um leið er lánshæfismatið fært af athugunarlista þar sem það hafði áður verið sett með neikvæðum horfum. Horfur í íslenskum krónur eru stöðugar, að mati fyrirtækisins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Farsæl lending Discovery geimskutlunnar

Discovery-geimskutlan lenti heilu og höldnu í Kennedy-geimferðamiðstöðinni í Flórída klukkan rétt eftir klukkan eitt, eftir þrettán daga ferðalag til alþjóðlegu geimstöðvarinnar.

Erlent
Fréttamynd

Reglur við Þingvallavatn hertar

Umhverfisráðherra hefur með reglugerð hert til muna reglur um umgengni við Þingvallavatn. Gerðar eru strangari kröfur en almennt er, hvað varðar frárennsli frá byggingum og lagningu og viðhald vega. Þá eru gerðar ýtarlegar kröfur til ræktunarframkvæmda og notkunar áburðar í landbúnaði við vatnið og hvers kyns fiskeldi í eða við vatnið verður bannað.

Innlent
Fréttamynd

Hlaup byrjað úr Grænalóni

Hlaup er byrjað úr Grænalóni, vestanvert á Skeiðarársandi og verður þess væntanlega vart undir Núpsvatnabrú. Hlaup úr Grænalóni eru tíð, gerast jafnvel jafnvel tvisvar á ári.

Innlent
Fréttamynd

Flóðbylgja á Jövu

Í það minnsta áttatíu eru látnir eftir að flóðbylgja reið yfir Jövu eftir jarðskjálfta upp á 7,2 stig sem varð í Indlandshafi í morgun. Stjórnvöld á Indlandi hafa gefið út flóðbylgjuviðvörun á Andaman- og Níkóbareyjum, sem eru austur af Súmötru, en þar fórust tugþúsundir í flóðbylgjunni miklu á annan í jólum 2004.

Erlent
Fréttamynd

Kjararáð skipað

Skipaður hefur verið nýr úrskurðaraðili, kjararáð, sem ætlað er að ákveða laun og starfskjör alþingismanna, ráðherra og dómara og annarra ríkisstarfsmanna sem ekki eru ráðnir til starfa með hefðbundnum hætti vegna eðli starfanna eða samningsstöðu.

Innlent
Fréttamynd

MP banki aðili að kauphöllum í Eystrasaltsríkjum

Stjórnir kauphallanna í Tallin í Eistlandi, Riga í Lettlandi og Vilníus í Litháen hafa samþykkt aðild MP banka að kauphöllunum. Bankinn er fyrsta íslenska fjármálafyrirtækið með aðild að þessum kauphöllum.

Innlent
Fréttamynd

MP Fjárfestingarbanki í Eystrasalti

MP Fjárfestingarbanki verður fyrsta íslenska fjármálafyrirtækið með aðild að kauphöllunum í Tallinn í Eistlandi, Ríga í Lettlandi og Vilníus í Litháen. Stjórnir kauphallanna hafa samþykkt aðild fjárfestingarbankans sem verður þar með tólfta fjármálafyrirtækið með aðild að öllum mörkuðum Eystrasaltsríkjanna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fjórir handteknir vegna nauðgunarkæru

Lögreglan í Reykjavík hefur handtekið fjóra unga karlmenn vegna nauðgunarkæru. Ung kona kærði nauðgun upp úr miðnætti og var flutt í neyðarmóttöku fyrir fórnarlömb nauðgana á Landsspítalanum. Jafnframt hófst rannsókn, sem leiddi til handtakanna. Lífsýni hafa verið tekin úr mönnunum og verða þeir svo yfirheyrðir í dag. Verknaðurinn átti sér stað í heimahúsi. Á þessari stundu eru frekari málsatvik óljós, að sögn lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Íslenskar kartöflur

Fyrstu nýju kartöflurnar úr sunnlenskum görðum koma á markað á höfuðborgarsvæðinu í dag. Það verða Premier kartöflur , sem Birkir Ármannsson í Vestur Holti í Þykkvabæ, byrjaði að taka upp í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Engar rútuferðir á morgun

Íslensk kona ásamt fjögurra mánaða ungabarni og eiginmanni sínum er ein þeirra sex Íslendinga sem enn eru strandaglópar í Beirút. Íslendingarnir voru komnir upp í rútu í hádeginu í dag þegar þeim var vísað út og sagt að Norðmenn gengju fyrir. Enn er óvíst um að Íslendingarnir komist áleiðis heim á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Stjórnsýsluúttekt gerð á Strætó

Gerð verður rekstrar- og stjórnsýsluúttekt á Strætó að beiðni borgaryfirvalda. Borgarfulltrúi í stjórn fyrirtækisins segir meirihlutann í borgarstjórn hafa verið upplýstan um þjónustuskerðingu fyrirtækisins.

Innlent
Fréttamynd

Flugvél send til Sýrlands

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra hefur tekið ákvörðun um að senda flugvél til Damaskus í Sýrlandi til að flytja þaðan Norðurlandabúa sem eru á flótta frá Líbanon. Að sögn Valgerðar er vélin 472 sæta og mun væntanlega leggja af stað seinnipartinn á morgun. Sex Íslendingar eru enn strandaglópar í höfuðborginni Beirút þar sem Norðmenn voru látnir ganga fyrir í rútur sem áttu að flytja fólkið frá borginni.

Innlent
Fréttamynd

Fluttur frá Borgarnesi til Reykjavíkur eftir líkamsárás

Maður var fluttur á slysadeild Landspítala-Háskólasjúkrahúss í Fossvogi í nótt eftir líkamsárás. Atvikið átti sér stað á Mótel Venus fyrir utan Borgarnes. Áverkar mannsins virtust miklir í fyrstu en við skoðun í Fossvogi reyndist hann ekki mikið skaddaður heldur einungis með glóðarauga og bólgið andlit. Búið er að útskrifa manninn.

Innlent
Fréttamynd

Smáskífa Nylon selst vel í Bretlandi

Fyrsta smáskífa hljómsveitarinnar Nylon í Bretlandi endaði í 29. sæti sölulistans eftir vikuna. Smáskífan "Losing a Friend" kom í verslanir á mánudag og var uppseld í stórum hluta verslana í miðborg London sama dag. Meðal þeirra sem þurftu að láta í minni pokann fyrir Nylon flokknum eru meðlimir hljómsveitarinnar Red Hot Chili Peppers sem einnig gáfu út smáskífu í vikunni.

Innlent
Fréttamynd

Íslendingar skildir eftir í Beirút

Íslendingunum í Beirút, höfuðborg Líbanons, var meinað að yfirgefa borgina í rútum þar sem Norðmenn voru látnir ganga fyrir. Utanríkisráðherra segist vonsvikinn vegna málsins, en brýnt þótti að fólkið kæmist heim hið fyrsta vegna þess stríðsástands sem ríkir í landinu.

Innlent
Fréttamynd

Rændi úr peningakassanum og sló afgreiðslukonu

Maður á þrítugsaldri, með klút fyrir andlitinu, rændi verslun í vesturbæ Reykjavíkur klukkan fjögur í gærdag. Hann var kominn í peningakassann þegar afgreiðslukona kom að honum og reyndi að stöðva hann. Hann sló hana þannig að hún féll í gólfið og hvarf á brott á bíl. Konan sem hann réðst á náði númeri bílsins og gat því veitt lögreglu gagnlegar upplýsingar. Tæplega þremur tímum síðar var hann handtekinn og gistir nú fangageymslur lögreglu en verður yfirheyrður síðar í dag.

Innlent
Fréttamynd

Beltin björguðu

Talið er að bílbelti hafi bjargað því að ekki fór verr þegar bíll valt út af veginum í Mjóafirði í Ísafjarðardjúpi um kvöldmatarleytið í gær. Að sögn lögreglu var fernt í bílnum og sluppu þau öll ómeidd enda öll með bílbelti.

Innlent
Fréttamynd

400 e-töflur fundust við húsleit í Keflavík

Lögreglan í Keflavík handtók á föstudagskvöld sex manns vegna fíkniefnaviðskipta. Við húsleit fundust um 400 e-töflur, 15 grömm af amfetamíni og lítilræði af kókaíni. Fólkinu hefur öllu verið sleppt. Markaðsvirði e-taflnanna gæti numið um einni og hálfri milljón. Þrír gistu svo fangageymslur lögreglunnar í Keflavík í nótt vegna ölvunar, þar á meðal ökumaður sem tekinn var snemma í morgun fyrir ölvunarakstur en brást illa við og beit lögregluþjón.

Innlent
Fréttamynd

Vopnað rán í Krónunni í Mosfellsbæ

Maður vopnaður hnífi ógnaði starfsfólki Krónunnar í Mosfellsbæ seint í gærkvöldi, heimtaði peninga og hafði á brott með sér talsvert fé. Fimm aðrir eru taldir tengjast ráninu. Tólf mínútur í ellefu var lögreglu tilkynnt um ránið og sautján mínútum síðar náðist sá grunaði vopnaður hnífi. Um miðnætti voru meintir vitorðsmenn hans handteknir í heimahúsi. Allir sex gistu fangageymslur lögreglunnar í Reykjavík í nótt og verða þeir yfirheyrðir í dag.

Innlent
Fréttamynd

139 hlauparar lögðu af stað úr Landmannalaugum

Það voru 139 ofurhugar sem lögðu af stað úr Landmannalaugum í morgun með það að markmiði að hlaupa Laugaveginn inn í Þórsmörk, um 55 km leið. Þrátt fyrir slæma veðurspá var veðrið sæmilegt í morgun og meira að segja sólarglæta.

Innlent
Fréttamynd

Þrjú ker gangsett í skála 3

Endurgangsetning á þremur kerjum í skála 3 í Álverinu í Straumsvík í dag tókst með ágætum en engin framleiðsla hefur verið í skálanum síðan í júní. Til stendur að endurgangsetja öll kerin á næstu vikum og mánuðuðum.

Innlent
Fréttamynd

Útafakstur á Ólafsfjarðarvegi

Bíll keyrði út af Ólafsfjarðarveginum milli Akureyrar og Dalvíkur um eittleytið í dag. Ökumaður var á leið í norður og missti stjórn á bíl sínum á móts við bæin Hátún með þeim afleiðingum að hann keyrði út af veginum, velti bílnum og endaði ofan í skurði. Ökumaður var einn í bílnum og sat fastur. Kalla þurfti tækjabíl á vettvang sem klippti manninn út úr bílnum. Maðurinn er lítillega slasaður og var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Ökumaður er grunaður um ölvun.

Innlent
Fréttamynd

Afnám verndartolla gangi að íslenskum landbúnaði dauðum

Á vef Landssambads kúabænda, naut.is, skrifar Þórólfur Sveinsson pistil í dag undir fyrirsögninni "Allt í lagi" hættan. Þar fjallar Þórólfur um umfjöllun Kastljóssins um skýrslu matvælanefndar sem birt var í gær. Hann segir viðmælendurna hafa verið á þeirri skoðun að það væri allt í lagi að fella niður tolla á erlendar landbúnaðarvörur til verndar íslenskum matvælum. Þessi hugsunarháttur sé hættulegur því augljóst sé að ef smásöluverð lækki til jafns við það sem kemur fram í skýrslunni sé ekkert fjármagn eftir til að borga starfsmönnum laun. Atvinnugrein sem hafi ekki efni á launagreiðslum hljóti hverfa.

Innlent
Fréttamynd

Stöð 2 og Sýn hækka

Fyrirtækið 365 hefur sent frá sér tilkynningu um hækkun á áskriftarstöðvum sínum frá og með 20. júlí næstkomandi. Áskrift að Stöð 2 og erlendum pökkum hækkar um 8% og áskrift að Sýn um 12% fyrir M12 áskrifendur en 13% í almennri áskrift.

Innlent
Fréttamynd

Tafir á vél Iceland Express vegna bilanar

Talsverðar tafir urðu á flugi vélar Iceland Express til Friedrichshafen í morgun. Fyrirtækið sendi frá sér tilkynningu þar sem kemur fram að bilun hafi komið upp í loku í hjólabúnaði vélarinnar. Þegar vélin var komin í loftið fóru hjólin upp með eðlilegum hætti en lok búnaðarins féll ekki að. Ákveðið var að lenda vélinni til að gera við lokuna. Eftir viðgerðina var vélinni flogið í stutt reynsluflug og að því búnu gengu farþegar um borð á ný. Áætlað er að vélin lendi í Friedrichshafen kl. 13.54 að íslenskum tíma, um klukkutíma á eftir áætlun.

Innlent
Fréttamynd

Átak gegn mávum í Hafnarfirði

Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði hafa ákveðið að fylgja eftir átaki Sjálfstæðismanna í Reykjavík og fækka mávum sem sagðir eru herja á bæjarbúa. Í tilkynningu frá bænum kemur fram að mávurinn veki ótta hjá hafnfirskum börnum auk þess sem hann sæki í rusl og annað ætilegt í bænum.

Innlent