Innlent Hæstiréttur staðfestir frávísun Hæstiréttur staðfesti nú síðdegis úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að vísa frá fyrsta ákærulið nýrrar ákæru í Baugsmálinu. Settur saksóknari, Sigurður Tómas Magnússon, kærði úrskurð héraðsdóms en Hæstiréttur staðfesti hann með vísun í forsendur héraðsdóms. Innlent 21.7.2006 15:26 Kona slasast í Hornvík Kona slasaðist í Hornvík á Ströndum fyrir skömmu. Björgunarbáturinn Gunnar Friðriksson frá Ísafirði er á leið að sækja konuna ásamt lækni og sjúkraflutningamönnum. Talið er að konan hafi axlabrotnað og verður hún flutt á sjúkrahúsið á Ísafirði. Innlent 21.7.2006 15:24 Brúðkaup við landamæri Líbanons og Ísraels Mitt í öllum átökunum við landamæri Líbanon og Ísraels reynir fólk að halda áfram að lifa eðlilegu lífi og ísraelskt par gifti sig við landamærin í gær. Innlent 21.7.2006 12:44 Flugumferðarstjórar furða sig á yfirlýsingum Flugmálastjórnar Flugumferðarstjórar furða sig á yfirlýsingum Flugmálastjórnar um að þeir hafi hafnað tilboði um nýtt fyrirkomulag vakta í flugstjórnarmiðstöðinni í Reykjavík. Þeim hafi aldrei verið boðið upp á samninga um breytt vaktafyrirkomulag. Innlent 21.7.2006 13:50 Ísmaðurinn á leiðinni heim Ísmaðurinn, Sigurður Pétursson, hefur verið fastur á ís ásamt eiginkonu sinni um 100 sjómílur frá heimabæ sínum Kuumiiut á Austur strönd Grænlands. Hann losnaði í morgunn og segist hlakka til að koma heim. Innlent 21.7.2006 12:36 2,6 prósenta hagvöxtur í Bretlandi Hagvöxtur í Bretlandi mældist 2,6 prósent á öðrum ársfjórðungi en var 1,8 prósent á sama tíma í fyrra, samkvæmt útreikningum bresku hagstofunnar sem birtir voru í dag. Greiningardeild Glitnis banka segir aukinn hagvöxt í Bretlandi koma sér ágætlega fyrir íslenska hagkerfið vegna mikilla viðskipta á milli Bretlands og Íslands. Viðskipti innlent 21.7.2006 11:10 Bensínverð lækkar Olíufélagið Esso lækkar verð á bensíni í dag og lækkar hver lítri af bensín um eina krónu og tíu aura. Fyrr í vikunni reið ESSO á vaðið og hækkaði verð á bensínlítranum um þrjár krónur og fjörtíu aura. Innlent 21.7.2006 10:58 Aflaverðmæti dregst saman um 3,8% Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 25 milljörðum króna fyrstu fjóra mánuði ársins samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni. Aflaverðmæti hefur dregist saman um einn milljarð eða 3,8 % frá því á sama tímabili í fyrra. Innlent 21.7.2006 10:33 Báturinn fundinn Báturinn sem strandaði í morgun á flosinni á milli Sandgerðis og Garðs er fundinn. Björgunarsveitir leituðu bátsins sem fannst rétt fyrir utan Garðskagans. Beðið er eftir flóði til að flytja bátinn til hafnar en einn maður var á bátnum með fimm tonn af fiski. Honum varð ekki meint af. Innlent 21.7.2006 10:30 Launavísitala í júní hækkaði um 0,4% frá fyrri mánuði Launavísitala í júní 2006 er 290,4 stig og hækkaði um 0,4% frá fyrri mánuði samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 8,8% Innlent 21.7.2006 10:29 Launavísitalan hækkaði um 0,4 prósent Launavísitalan í júní hækkaði um 0,4 prósent frá maí og er 290,4 stig. Vísitalan hefur hækkað um 8,8 prósent síðastliðna 12 mánuði, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Viðskipti innlent 21.7.2006 10:20 Aflaverðmæti fiskiskipa minnkar milli ára Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 25 milljörðum króna á fyrstu fjórum mánuðum ársins. Þetta er einum milljarði minna en á sama tíma í fyrra og nemur samdrátturinn 3,8 prósentum, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Viðskipti innlent 21.7.2006 09:45 Fíkniefnabrot aldrei verið fleiri Skráð fíkniefnabrot í umdæmi lögreglunnar í Hafnarfirði hafa aldrei verið fleiri en í ár, 2006. Það sem af er árinu hefur lögreglan í Hafnarfirði lagt hald á yfir sex kíló af ólöglegum fíkniefnum en til samanburðar gerði lögreglan aðeins upptækt tæpt kíló árið áður. Innlent 21.7.2006 09:23 Bátur strandar Lítill bátur strandaði í morgun á flosinni á milli Sandgerðis og Garðs. Björgunarsveitir eru á staðnum, en hafa enn ekki fundið bátinn. Innlent 21.7.2006 09:12 Rannsókn á ráni lýkur Lögreglan í Reykjavík hefur lokið rannsókn á ráni í verslun í Mosfellsbæ síðustu helgi. Fimm voru handteknir vegna málsins en þrír hafa setið í gæsluvarðhaldi. Innlent 21.7.2006 08:37 Vill rannsaka mávavandann Dýraverndarsamband Íslands segir veiðar meindýravarna á mávum í miðborginni vera óleyfilegar og valda ónæði. Öðrum aðferðum sé hægt að beita. Borgaryfirvöld segjast fylgja öllum settum reglum. Innlent 20.7.2006 21:49 Tapaði síma og fermingarúri Nokkuð er um að þjófar láti greipar sópa í búningsklefum íþróttahúsa. Þótt íþróttamannvirki séu oft með mann á vakt er oft mikill umgangur um þau og erfitt fyrir vaktmenn að greina svörtu sauðina úr hópnum. Á meðan á knattspyrnuleik stóð milli Fjölnis og Vals í vikunni komst þjófur í búningsklefa Fjölnisheimilisins og hafði meðal annars þrjá GSM-síma af keppendum beggja liða. Innlent 20.7.2006 21:49 Minni eftirspurn á fasteignamarkaði Vaxtahækkanir undanfarið hafa orðið til þess að byggingaverktakar halda að sér höndum og fækka framkvæmdum. Enginn vill sitja uppi með lager af óseldum íbúðum, segir framkvæmdastjóri hjá Íslenskum aðalverktökum. Innlent 20.7.2006 21:48 Vitna að grjóthruni óskað Möl og grjót féll af palli stórrar grænblárrar vörubifreiðar á Reykjanesbraut um klukkan 14.30 hinn 3. júlí síðastliðinn, sem olli tjóni á fjórum bílum hið minnsta. Innlent 20.7.2006 21:49 Sveitarfélögin íhuga aðild sína að Strætó Strætó bs. tapaði rúmlega milljón á dag fyrir sparnaðaraðgerðir. Fulltrúi borgarinnar í stjórn fyrirtækisins vanrækti að tilkynna um stöðu mála. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, segir sveitarfélög íhuga að endurskoða aðild sína að Strætó bs. Innlent 20.7.2006 21:48 Fjórðungslækkun síðar á þessu ári Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær að lækka gjaldskrá leikskóla borgarinnar. Innlent 20.7.2006 21:48 Lenging nauðsynleg Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar sendi frá sér ályktun í gær um lengingu flugbrautar á Akureyrarflugvelli, sem rædd hefur verið hjá bæjaryfirvöldum. „Lenging flugbrautar er grundvallaratriði varðandi framtíðaruppbyggingu millilandaflugs um völlinn og skapar mikil sóknarfæri,“ segir í ályktuninni. Innlent 20.7.2006 21:48 Sex á sjúkrahús eftir árekstur Flytja þurfti sex manns á sjúkrahús eftir mjög harðan árekstur þriggja bíla á Reykjanesbraut klukkan tíu í gærmorgun. Beita þurfti klippum til að ná einum hinna slösuðu úr bílflaki. Innlent 20.7.2006 21:49 Stálu 10 til 15 milljónum „Þetta reyndust ekki nógu nákvæmar upplýsingar sem lögregla veitti Fréttablaðinu. Hið rétta er að þær upphæðir sem stolið hefur verið úr heimabönkum fólks nema tíu til fimmtán milljónum króna,“ sagði Hörður Jóhannesson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Reykjavík. Innlent 20.7.2006 21:48 Hindrar heimabankaþjófnað Hafnar eru tilraunir með notkun svokallaðra einskiptis lykilorða til að auka öryggi þeirra viðskiptavina bankanna sem nota heimabanka. Búnaður til þessara nota er kominn til landsins og er nú nokkur fjöldi viðskiptavina bankanna að prufukeyra hann. Þetta segir Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja. Innlent 20.7.2006 21:48 Erfitt að staðsetja notendur netsíma Í stjórnsýslukæru Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunnar segir að það geti verið vandkvæðum bundið að staðsetja notendur netsíma. Hætta getur skapast í neyðartilfellum í störfum lögreglu og björgunarsveita, að sögn kærenda. Innlent 20.7.2006 21:49 Reglugerð um endurgreiðslur Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, hefur gefið út umburðarbréf til lögreglustjóra vegna löggæslukostnaðar við útihátíðahald. Samkvæmt nýjum reglum skulu mótshaldarar endurgreiða lögreglustjóra allan kostnað sem hlýst af aukinni löggæslu umfram það sem eðlilegt getur talist. Innlent 20.7.2006 21:48 Ræningi skildi eftir blóðslóð Fjögur innbrot hafa komið til kasta lögreglunnar í Reykjavík undanfarna daga. Á miðvikudag var tilkynnt um tvö innbrot, annað á heimili í Breiðholti þar sem flatskjá var stolið og hitt í bifreið við Laugaveg. Í gær var tilkynnt um tvö innbrot til viðbótar. Hurð á veitingastað í austurbænum var sparkað upp og tuttugu þúsund krónum stolið. Þá var brotist inn á heimili við Hverfisgötu og fartölva og myndavél tekin. Ræninginn virðist hafa skorið sig og skilið eftir blóðslóð. Allir þjófarnir eru ófundnir. Lögreglan segir innbrot ganga í bylgjum. Innlent 20.7.2006 21:49 Fjórum bjargað úr eldsvoða Slökkviliðsmenn Brunavarna Suðurnesja björguðu í fyrrinótt fjögurra manna fjölskyldu, hjónum og tveimur ungum börnum, út um glugga á brennandi húsi í Keflavík. Feðgar sem einnig bjuggu í húsinu komust út af sjálfsdáðum. Engan sakaði. Innlent 20.7.2006 21:48 Kannar einkaframkvæmdir Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hefur skipað nefnd sem á að kanna í hvaða tilfellum einkaframkvæmdir í samgöngumálum geti talist vænlegur kostur. Innlent 20.7.2006 21:48 « ‹ 315 316 317 318 319 320 321 322 323 … 334 ›
Hæstiréttur staðfestir frávísun Hæstiréttur staðfesti nú síðdegis úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að vísa frá fyrsta ákærulið nýrrar ákæru í Baugsmálinu. Settur saksóknari, Sigurður Tómas Magnússon, kærði úrskurð héraðsdóms en Hæstiréttur staðfesti hann með vísun í forsendur héraðsdóms. Innlent 21.7.2006 15:26
Kona slasast í Hornvík Kona slasaðist í Hornvík á Ströndum fyrir skömmu. Björgunarbáturinn Gunnar Friðriksson frá Ísafirði er á leið að sækja konuna ásamt lækni og sjúkraflutningamönnum. Talið er að konan hafi axlabrotnað og verður hún flutt á sjúkrahúsið á Ísafirði. Innlent 21.7.2006 15:24
Brúðkaup við landamæri Líbanons og Ísraels Mitt í öllum átökunum við landamæri Líbanon og Ísraels reynir fólk að halda áfram að lifa eðlilegu lífi og ísraelskt par gifti sig við landamærin í gær. Innlent 21.7.2006 12:44
Flugumferðarstjórar furða sig á yfirlýsingum Flugmálastjórnar Flugumferðarstjórar furða sig á yfirlýsingum Flugmálastjórnar um að þeir hafi hafnað tilboði um nýtt fyrirkomulag vakta í flugstjórnarmiðstöðinni í Reykjavík. Þeim hafi aldrei verið boðið upp á samninga um breytt vaktafyrirkomulag. Innlent 21.7.2006 13:50
Ísmaðurinn á leiðinni heim Ísmaðurinn, Sigurður Pétursson, hefur verið fastur á ís ásamt eiginkonu sinni um 100 sjómílur frá heimabæ sínum Kuumiiut á Austur strönd Grænlands. Hann losnaði í morgunn og segist hlakka til að koma heim. Innlent 21.7.2006 12:36
2,6 prósenta hagvöxtur í Bretlandi Hagvöxtur í Bretlandi mældist 2,6 prósent á öðrum ársfjórðungi en var 1,8 prósent á sama tíma í fyrra, samkvæmt útreikningum bresku hagstofunnar sem birtir voru í dag. Greiningardeild Glitnis banka segir aukinn hagvöxt í Bretlandi koma sér ágætlega fyrir íslenska hagkerfið vegna mikilla viðskipta á milli Bretlands og Íslands. Viðskipti innlent 21.7.2006 11:10
Bensínverð lækkar Olíufélagið Esso lækkar verð á bensíni í dag og lækkar hver lítri af bensín um eina krónu og tíu aura. Fyrr í vikunni reið ESSO á vaðið og hækkaði verð á bensínlítranum um þrjár krónur og fjörtíu aura. Innlent 21.7.2006 10:58
Aflaverðmæti dregst saman um 3,8% Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 25 milljörðum króna fyrstu fjóra mánuði ársins samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni. Aflaverðmæti hefur dregist saman um einn milljarð eða 3,8 % frá því á sama tímabili í fyrra. Innlent 21.7.2006 10:33
Báturinn fundinn Báturinn sem strandaði í morgun á flosinni á milli Sandgerðis og Garðs er fundinn. Björgunarsveitir leituðu bátsins sem fannst rétt fyrir utan Garðskagans. Beðið er eftir flóði til að flytja bátinn til hafnar en einn maður var á bátnum með fimm tonn af fiski. Honum varð ekki meint af. Innlent 21.7.2006 10:30
Launavísitala í júní hækkaði um 0,4% frá fyrri mánuði Launavísitala í júní 2006 er 290,4 stig og hækkaði um 0,4% frá fyrri mánuði samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 8,8% Innlent 21.7.2006 10:29
Launavísitalan hækkaði um 0,4 prósent Launavísitalan í júní hækkaði um 0,4 prósent frá maí og er 290,4 stig. Vísitalan hefur hækkað um 8,8 prósent síðastliðna 12 mánuði, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Viðskipti innlent 21.7.2006 10:20
Aflaverðmæti fiskiskipa minnkar milli ára Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 25 milljörðum króna á fyrstu fjórum mánuðum ársins. Þetta er einum milljarði minna en á sama tíma í fyrra og nemur samdrátturinn 3,8 prósentum, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Viðskipti innlent 21.7.2006 09:45
Fíkniefnabrot aldrei verið fleiri Skráð fíkniefnabrot í umdæmi lögreglunnar í Hafnarfirði hafa aldrei verið fleiri en í ár, 2006. Það sem af er árinu hefur lögreglan í Hafnarfirði lagt hald á yfir sex kíló af ólöglegum fíkniefnum en til samanburðar gerði lögreglan aðeins upptækt tæpt kíló árið áður. Innlent 21.7.2006 09:23
Bátur strandar Lítill bátur strandaði í morgun á flosinni á milli Sandgerðis og Garðs. Björgunarsveitir eru á staðnum, en hafa enn ekki fundið bátinn. Innlent 21.7.2006 09:12
Rannsókn á ráni lýkur Lögreglan í Reykjavík hefur lokið rannsókn á ráni í verslun í Mosfellsbæ síðustu helgi. Fimm voru handteknir vegna málsins en þrír hafa setið í gæsluvarðhaldi. Innlent 21.7.2006 08:37
Vill rannsaka mávavandann Dýraverndarsamband Íslands segir veiðar meindýravarna á mávum í miðborginni vera óleyfilegar og valda ónæði. Öðrum aðferðum sé hægt að beita. Borgaryfirvöld segjast fylgja öllum settum reglum. Innlent 20.7.2006 21:49
Tapaði síma og fermingarúri Nokkuð er um að þjófar láti greipar sópa í búningsklefum íþróttahúsa. Þótt íþróttamannvirki séu oft með mann á vakt er oft mikill umgangur um þau og erfitt fyrir vaktmenn að greina svörtu sauðina úr hópnum. Á meðan á knattspyrnuleik stóð milli Fjölnis og Vals í vikunni komst þjófur í búningsklefa Fjölnisheimilisins og hafði meðal annars þrjá GSM-síma af keppendum beggja liða. Innlent 20.7.2006 21:49
Minni eftirspurn á fasteignamarkaði Vaxtahækkanir undanfarið hafa orðið til þess að byggingaverktakar halda að sér höndum og fækka framkvæmdum. Enginn vill sitja uppi með lager af óseldum íbúðum, segir framkvæmdastjóri hjá Íslenskum aðalverktökum. Innlent 20.7.2006 21:48
Vitna að grjóthruni óskað Möl og grjót féll af palli stórrar grænblárrar vörubifreiðar á Reykjanesbraut um klukkan 14.30 hinn 3. júlí síðastliðinn, sem olli tjóni á fjórum bílum hið minnsta. Innlent 20.7.2006 21:49
Sveitarfélögin íhuga aðild sína að Strætó Strætó bs. tapaði rúmlega milljón á dag fyrir sparnaðaraðgerðir. Fulltrúi borgarinnar í stjórn fyrirtækisins vanrækti að tilkynna um stöðu mála. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, segir sveitarfélög íhuga að endurskoða aðild sína að Strætó bs. Innlent 20.7.2006 21:48
Fjórðungslækkun síðar á þessu ári Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær að lækka gjaldskrá leikskóla borgarinnar. Innlent 20.7.2006 21:48
Lenging nauðsynleg Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar sendi frá sér ályktun í gær um lengingu flugbrautar á Akureyrarflugvelli, sem rædd hefur verið hjá bæjaryfirvöldum. „Lenging flugbrautar er grundvallaratriði varðandi framtíðaruppbyggingu millilandaflugs um völlinn og skapar mikil sóknarfæri,“ segir í ályktuninni. Innlent 20.7.2006 21:48
Sex á sjúkrahús eftir árekstur Flytja þurfti sex manns á sjúkrahús eftir mjög harðan árekstur þriggja bíla á Reykjanesbraut klukkan tíu í gærmorgun. Beita þurfti klippum til að ná einum hinna slösuðu úr bílflaki. Innlent 20.7.2006 21:49
Stálu 10 til 15 milljónum „Þetta reyndust ekki nógu nákvæmar upplýsingar sem lögregla veitti Fréttablaðinu. Hið rétta er að þær upphæðir sem stolið hefur verið úr heimabönkum fólks nema tíu til fimmtán milljónum króna,“ sagði Hörður Jóhannesson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Reykjavík. Innlent 20.7.2006 21:48
Hindrar heimabankaþjófnað Hafnar eru tilraunir með notkun svokallaðra einskiptis lykilorða til að auka öryggi þeirra viðskiptavina bankanna sem nota heimabanka. Búnaður til þessara nota er kominn til landsins og er nú nokkur fjöldi viðskiptavina bankanna að prufukeyra hann. Þetta segir Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja. Innlent 20.7.2006 21:48
Erfitt að staðsetja notendur netsíma Í stjórnsýslukæru Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunnar segir að það geti verið vandkvæðum bundið að staðsetja notendur netsíma. Hætta getur skapast í neyðartilfellum í störfum lögreglu og björgunarsveita, að sögn kærenda. Innlent 20.7.2006 21:49
Reglugerð um endurgreiðslur Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, hefur gefið út umburðarbréf til lögreglustjóra vegna löggæslukostnaðar við útihátíðahald. Samkvæmt nýjum reglum skulu mótshaldarar endurgreiða lögreglustjóra allan kostnað sem hlýst af aukinni löggæslu umfram það sem eðlilegt getur talist. Innlent 20.7.2006 21:48
Ræningi skildi eftir blóðslóð Fjögur innbrot hafa komið til kasta lögreglunnar í Reykjavík undanfarna daga. Á miðvikudag var tilkynnt um tvö innbrot, annað á heimili í Breiðholti þar sem flatskjá var stolið og hitt í bifreið við Laugaveg. Í gær var tilkynnt um tvö innbrot til viðbótar. Hurð á veitingastað í austurbænum var sparkað upp og tuttugu þúsund krónum stolið. Þá var brotist inn á heimili við Hverfisgötu og fartölva og myndavél tekin. Ræninginn virðist hafa skorið sig og skilið eftir blóðslóð. Allir þjófarnir eru ófundnir. Lögreglan segir innbrot ganga í bylgjum. Innlent 20.7.2006 21:49
Fjórum bjargað úr eldsvoða Slökkviliðsmenn Brunavarna Suðurnesja björguðu í fyrrinótt fjögurra manna fjölskyldu, hjónum og tveimur ungum börnum, út um glugga á brennandi húsi í Keflavík. Feðgar sem einnig bjuggu í húsinu komust út af sjálfsdáðum. Engan sakaði. Innlent 20.7.2006 21:48
Kannar einkaframkvæmdir Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hefur skipað nefnd sem á að kanna í hvaða tilfellum einkaframkvæmdir í samgöngumálum geti talist vænlegur kostur. Innlent 20.7.2006 21:48
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent