Minni eftirspurn á fasteignamarkaði 21. júlí 2006 07:30 framkvæmdir í norðlingaholti Forstjóri BM verktaka segir aðstæðurnar á fasteignamarkaðnum vera vegna lélegra stjórnvalda og illa stýrðs Seðlabanka. Sífellt fleiri byggingaverktakar halda að sér höndum og fækka framkvæmdum vegna breytinga á íbúðamarkaði undanfarið. Sú vaxtahækkun á íbúðalánum sem varð fyrir nokkrum vikum hefur haft áhrif á eftirspurn eftir nýjum íbúðum, að sögn verktaka. Sumir búast við lægð næsta árið og ætla að fækka framkvæmdum til að sitja ekki uppi með óseldar íbúðir. Benedikt Jósepsson, forstjóri BM verktaka, segir fjarri lagi að markaðurinn sé mettur en vaxtastig Seðlabankans sé að valda vandræðum. „Lánastofnanir á Íslandi eru að bregðast markaðsumhverfinu algjörlega. Þarna hanga saman léleg stjórnvöld og illa stýrður Seðlabanki.“ Hann segir rekstur fyrirtækisins ganga vel en minna verði um framkvæmdir næsta árið. „Við sjáum fram á lélega sölu á þessu ári, fólk stenst hreinlega ekki greiðslumat til að geta keypt sér íbúð. Það verður meiri undirbúningsvinna hjá okkur frekar en framkvæmdir.“ Benedikt segist ekki hafa þurft að segja upp mörgum starfsmönnum en gerist það verði Íslendingar fyrstir til að fara. Þeir séu einfaldlega lélegra starfsfólk. „Íslendingar eru meiri fríamenn, þeir stunda sína vinnu síður en þeir erlendu. Í sumum tilfellum þurfum við að grípa fram fyrir hendurnar á útlendingunum sem vilja margir hverjir vinna allt að fjórtán tíma á dag.“ Kristján Arinbjarnarson, framkvæmdastjóri framkvæmdasviðs hjá Íslenskum aðalverktökum, tekur í svipaðan streng. „Menn byggja í takt við það sem markaðurinn segir, enginn vill sitja uppi með lager af óseldum íbúðum. Það er útlit fyrir að það hægi eitthvað á þessu á næstunni en við höfum ekki lent í að íbúðir seljist ekki. Við höfum nóg að gera,“ segir hann. Eyþór Eiríksson, framkvæmdastjóri hjá Kjarna byggingafélagi, er ekki sammála því að markaðurinn sé að hægja á sér. „Við höldum okkar striki, þetta er bara ein af þessum bólum sem eru kjaftaðar upp og hjaðna svo aftur. Það er allt á fullu hjá okkur. Júní, júlí og ágúst eru alltaf rólegustu tímarnir, þetta fer allt í gang aftur eftir verslunarmannahelgi,“ segir Eyþór Eiríksson. Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Sjá meira
Sífellt fleiri byggingaverktakar halda að sér höndum og fækka framkvæmdum vegna breytinga á íbúðamarkaði undanfarið. Sú vaxtahækkun á íbúðalánum sem varð fyrir nokkrum vikum hefur haft áhrif á eftirspurn eftir nýjum íbúðum, að sögn verktaka. Sumir búast við lægð næsta árið og ætla að fækka framkvæmdum til að sitja ekki uppi með óseldar íbúðir. Benedikt Jósepsson, forstjóri BM verktaka, segir fjarri lagi að markaðurinn sé mettur en vaxtastig Seðlabankans sé að valda vandræðum. „Lánastofnanir á Íslandi eru að bregðast markaðsumhverfinu algjörlega. Þarna hanga saman léleg stjórnvöld og illa stýrður Seðlabanki.“ Hann segir rekstur fyrirtækisins ganga vel en minna verði um framkvæmdir næsta árið. „Við sjáum fram á lélega sölu á þessu ári, fólk stenst hreinlega ekki greiðslumat til að geta keypt sér íbúð. Það verður meiri undirbúningsvinna hjá okkur frekar en framkvæmdir.“ Benedikt segist ekki hafa þurft að segja upp mörgum starfsmönnum en gerist það verði Íslendingar fyrstir til að fara. Þeir séu einfaldlega lélegra starfsfólk. „Íslendingar eru meiri fríamenn, þeir stunda sína vinnu síður en þeir erlendu. Í sumum tilfellum þurfum við að grípa fram fyrir hendurnar á útlendingunum sem vilja margir hverjir vinna allt að fjórtán tíma á dag.“ Kristján Arinbjarnarson, framkvæmdastjóri framkvæmdasviðs hjá Íslenskum aðalverktökum, tekur í svipaðan streng. „Menn byggja í takt við það sem markaðurinn segir, enginn vill sitja uppi með lager af óseldum íbúðum. Það er útlit fyrir að það hægi eitthvað á þessu á næstunni en við höfum ekki lent í að íbúðir seljist ekki. Við höfum nóg að gera,“ segir hann. Eyþór Eiríksson, framkvæmdastjóri hjá Kjarna byggingafélagi, er ekki sammála því að markaðurinn sé að hægja á sér. „Við höldum okkar striki, þetta er bara ein af þessum bólum sem eru kjaftaðar upp og hjaðna svo aftur. Það er allt á fullu hjá okkur. Júní, júlí og ágúst eru alltaf rólegustu tímarnir, þetta fer allt í gang aftur eftir verslunarmannahelgi,“ segir Eyþór Eiríksson.
Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Sjá meira