Innlent

Fréttamynd

Hugsanlega sjálfsáverkar

Lögregla útilokar ekki að maðurinn sem virðist hafa verið ráðist á á Kárahnjúkum aðfaranótt sunnudags hafi veitt sér áverkana sjálfur. Þetta kom fram í kvöldfréttum NFS í gærkvöldi.

Innlent
Fréttamynd

Fagna ályktun Framsóknar

Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur sent frá sér ályktun þar sem það fagnar því hversu mikil áhersla er lögð á menntamál í nýrri stjórnmálaályktun Framsóknarflokksins, þá sérstaklega hvað varðar jafnrétti til náms.

Innlent
Fréttamynd

Tekið til hendi í Grundarhverfi

Ráðist verður í annan áfanga fegrunarátaksins Tökum upp hanskann fyrir Reykjavík á laugardaginn næstkomandi. Að þessu sinni verður tekið til hendinni í Grundarhverfi á Kjalarnesi.

Innlent
Fréttamynd

Eðlilegt að leysa félagið upp

Engin starfsemi er nú í Eignarhaldsfélagi Vestmanneyja og rætt hefur verið um að leysa félagið upp. Byggðastofnun lagði stæstan hlut í eignarhaldsfélagið, 78,5 milljónir eða um 40 prósent alls hlutafjár.

Innlent
Fréttamynd

Búast við auknu samráði

Stjórn Barnavistunar, félags dagforeldra, sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem stofnun nýs leikskólaráðs hjá Reykjavíkurborg er fagnað.

Innlent
Fréttamynd

Tveir teknir með fíkniefni

Ferðalangar sem reyndu að smygla inn umtalsverðu magni af örvandi efnum á mánudag sitja nú í gæsluvarðhaldi, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Þeir voru stöðvaðir á Keflavíkurflugvelli við komuna til landsins þar sem efnin fundust í fórum þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Á 73 þar sem hámarkið er 30

Lögreglumál Lögreglan í Reykjavík stöðvaði í gær ökumann á 73 kílómetra hraða skammt frá grunnskóla í Reykjavík en hámarkshraði á götunni er 30 kílómetra hraði á klukkustund.

Innlent
Fréttamynd

Afhenti heimsverðlaunin fyrir endurnýjanlega orku

Þetta var í fyrsta sinn sem verðlaunin eru veitt og fór afhendingin fram á heimsþingi sem haldið er í Flórens á Ítalíu. Á þinginu eru um 800 fulltrúar frá 107 löndum. Til verðlaunanna var stofnað að íslensku frumkvæði og var Þorsteinn Ingi Sigfússon prófessor þar í fararbroddi en Grímur Marínó Steindórsson, fyrrum bæjarlistamaður í Kópavogi, er höfundur verðlaunagripsins.

Innlent
Fréttamynd

Gæti hafað skaðað sig sjálfur

Lögreglan hefur ekki útilokað að maðurinn, sem ráðist virðist hafa verið á á Kárahnjúkum aðfaranótt sunnudags, hafi veitt sér áverkana sjálfur.

Innlent
Fréttamynd

Erindi ekki sent áfram fyrir mistök

Utanríkisráðuneytið segir að mistök hafi valdið því að erindi rússneska sendiherrans, varðandi þyrlur fyrir Landhelgisgæsluna, hafi ekki verið formlega afgreitt.

Innlent
Fréttamynd

Berjast gegn kvikasilfursmengun

Það var ákveðið á fundi umhverfisráðherra Norðurlandanna sem fram fór á Svalbarða þann 21. ágúst að stuðla að efldri baráttu gegn mengun af völdum kvikasilfurs og þrávirkra lífrænna efna. Norðurlöndin munu beita sér fyrir gerð alþjóðasáttmála gegn kvikasilfursmengun, sem fer vaxandi víða, þar á meðal á Norðurlöndum.

Innlent
Fréttamynd

Enn díselolía á bílnum

Áheitahringferð til styktar samtökum krabbameinssjúkra barna lauk um klukkan eitt í dag. Tæpir fjórtánhundruð kílómetrar eru að baki og enn var nokkuð eftir að díselolíu þegar bíllinn lauk hringferðinni um landið.

Innlent
Fréttamynd

Vill styrkja stöðu háskólanna

Menntamálaráðherra er ánægður með niðurstöður nýrrar skýrslu OECD um stöðu háskóla á Íslandi. Hún vill styrkja stöðu háskólanna og auka gæði þess náms sem þar er í boði.

Innlent
Fréttamynd

Nýr upplýsingavefur um háskólanám

Framhald. is, nýr upplýsingavefur um framhalds- og háskólanám var opnaður dag. Fjórir nemar við Verslunarskóla Íslands eiga veg og vanda að heimasíðunni.

Innlent
Fréttamynd

Metafkoma hjá SPRON

Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis (SPRON) skilaði rúmum 2,6 milljarða króna hagnaði á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er 67,1 prósents aukning á milli ára.Afkoma SPRON á sex mánaða tímabili hefur aldrei verið betri.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Afkoman tæplega tvöföld

Lánasjóður íslenskra sveitafélaga skilaði rúmum 717 milljóna króna tekjuafgangi á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er tæplega 341 milljóna króna aukning frá sama tíma í fyrra. Í tilkynningu frá lánasjóðnum segir að hækkun verðlags hafi haft jákvæð áhrif á afkomu sjóðsins þar sem útlán sem fjármögnuð eru með eigin fé hans eru verðtryggð.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Íslenskur ríkisborgari sagður með falsað vegabréf í Tel Aviv

Íslenskur ríkisborgari af palestínskum ættum er í haldi lögreglu á flugvellinum í Tel Aviv í Ísrael sakaður um að hafa ferðast á fölsuðu vegabréfi. Ættingjar mannsins hér heima og í Ísrael reyna hvað þeir geta til að koma í veg fyrir að honum verði vísað frá Ísrael.

Innlent
Fréttamynd

Sekt fyrir að keyra of hægt

Lögreglan í Reykjavík stöðvaði í gær ökumann á Vesturlandsvegi en sá var með hjólhýsi í eftirdragi. Viðkomandi ók töluvert undir 50 km hraða og á eftir honum myndaðist löng röð bíla. Við þetta skapaðist hættuástand að mati lögreglunnar. Aksturslag sem þetta getur kostað viðkomandi ökumann tíu þúsund krónur í sekt og tvo punkta í ökuferilsskrá.

Innlent
Fréttamynd

Áheitahringferð gengur vel

Áheitahringferð til styrktar Samtökum krabbameinssjúkra barna gengur eins og í sögu. Tæplega einn fjórði er eftir af tanknum en takmarkið er að fara hringinn í kringum landið á einum tanki. Búist er við að ferðalangarnir ljúki ferðinni klukkan tvö í dag ef allt gengur að óskum.

Innlent
Fréttamynd

Prófar hljóðbombur til að vara við Kötlugosi

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hyggst í dag prófa hljóðbombur á svæðinu frá Þórsmörk að Hrafntinnuskeri en í athugun er að nota hljóðbombur til að vara við Kötlugosi ef til þess kemur. Hljóðbomburnar eru svipaðar að gerð og neyðarflugeldar en bjarmi kemur ekki af þeim aðeins hávær hvellur. Samskonar hljóðbombur hafa verið notaðar til að kalla út björgunarlið í bæjum og þorpum á Bretlandi með góðum árangri.

Innlent
Fréttamynd

Tekin ákvörðun um byggingu sundlaugar í haust

Í haust verður tekin ákvörðun um byggingu nýrrar sundlaugar og íþróttamiðstöðvar á Ísafirði. Fréttavefur Bæjarins besta greinir frá því að Halldór Halldórsson bæjarstjóri og fulltrúi einkaaðilans, sem kemur að byggingunni, muni hittast á næstu dögum til að fara yfir stöðu mála. Ýmsar útfærslur eru á rekstarsamningi milli opinberra aðila og einkafyrirtækja en enn á eftir að taka ákvörðun um hvernig rekstri verður háttað. Sundlaugin á Ísafirði er komin til ára sinna en hún var tekin í notkun árið 1945 og er hún innanhús.

Innlent
Fréttamynd

Aflaverðmæti dróst saman um milljarð

Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 33 milljörðum króna á fyrstu fimm mánuðum ársins. Þetta er 1 milljarði krónu meira en á sama tíma í fyrra. Að sögn Hagstofunnar hefur aflaverðmæti dregist saman um rúman milljarð króna eða 4 prósent á milli ára.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sælgætisneysla hefur aukist

Ávaxtaneysla Íslendinga hefur aukist verulega síðustu tvö ár eða um 13,2 kg á hvern íbúa. Þetta kemur fram í tölum um fæðuframboð á Íslandi árin 2004 og 2005.

Innlent
Fréttamynd

Um 600 tilkynningar á ári um brot gegn börnum

Um 600 tilkynningar um brot gegn börnum berast á ári hverju til neyðarlínunnar 112. Í langflestum málanna er um vanrækslu barna að ræða, áhættuhegðun eða ofbeldisverk gagnvart þeim. Starfsmenn hennar kalla til lögreglu í einu til tveimur tilvikum af tíu.

Innlent
Fréttamynd

Ónægar upplýsingar kjarninn í gagnrýni

Pálmi Jóhannesson, einn hönnuða Kárahnjúkavirkjunar, segir gagnrýni á virkjanaframkvæmdirnar stafa öðru fremur af ónægum upplýsingum. Landsvirkjun hélt kynningarfund með sérfræðingum og hönnuðum virkjunarinnar í gær.

Innlent