Afhenti heimsverðlaunin fyrir endurnýjanlega orku 23. ágúst 2006 19:00 MYND/Hrönn Þetta var í fyrsta sinn sem verðlaunin eru veitt og fór afhendingin fram á heimsþingi sem haldi er í Flórens á Ítalíu. Á þinginu eru um 800 fulltrúar frá 107 löndum. Til verðlaunanna var stofnað að íslensku frumkvæði og var Þorsteinn Ingi Sigfússon prófessor þar í fararbroddi en Grímur Marínó Steindórsson, fyrrum bæjarlistamaður í Kópavogi, er höfundur verðlaunagripsins. Þeir sem sitja heimsþingið eru: vísindamenn, fjárfestar, athafnamenn, sérfræðingar, fulltrúar alþjóðastofnana og áhrifafólk í stefnumótun á sviði orkumála. Athöfnin var í Palazzo Pitti höllinni í Flórens. Heimsverðlaunin fyrir endurnýjanlega orku eru veitt því landi sem á undanförnum tveimur árum hefur náð mestum árangri við að auka hlutfall endurnýjanlegrar orku í orkubúskap sínum. Verðlaunagripurinn sem Grímur skapaði er í formi skips með þöndu segli og sól í reiða. Táknar hann í senn sólarorku, vindorku, ölduorku, vatnsorku, jarðorku og aðra endurnýjanlega orkugjafa. Ísland er með hæsta hlutfall endurnýjanlegrar orku allra landa í veröldinni og því töldu stjórnendur heimsþingsins við hæfi að Ísland hefði forystu um að skapa og veita Heimsverðlaunin. Þau verða framvegis veitt á tveggja ára fresti því landi sem mest eykur hlutfall endurnýjanlegrar orku. Þau lönd sem helst komu til greina þegar verlaunin voru veitt í fyrsta sinn voru Albanía, Brasilía, Kýpur, Kyrgistan, Panama og Paraguay. Forseti Íslands tilkynnti við lok ræðu sinnar í Flórens að ákveðið hefði verið að veita Kýpur verðlaunin því árangur þess á síðastliðnum tveimur árum hefði verið ótvíræður og hlutfallsleg aukning þar mest. Orkumálastjóri Kýpur tók við verðlaununum úr hendi forseta Íslands. Í ræðu sinni við athöfnina lagði forseti Íslands áherslu á þann árangur sem Ísland hefði náð á sviði endurnýjanlegrar orku en um 70% af heildarorkubúskap Íslendinga er af þeim toga sem og öll raforkuframleiðslan í landinu. Virkjun vatnsafls og jarðhita hefði gegnt lykilhlutverki í þessari þróun. Vetnisverkefnið sem Íslendingar ynnu nú að í samvinnu við Shell, Daimler Chrysler og Norsk Hydro miðaði að því að auka í framtíðinni hlutfall endurnýjanlegrar orku í samgöngukerfi Íslendinga svo að heildarhlutfall endurnýjanlegrar orku yrði enn hærra en það er nú. Forsetinn benti einnig á að með því að þjóðir heims sameinuðust um að auka hlutfall endurnýjanlegrar orku yrði hægt að draga úr hættu á verulegum loftslagsbreytingum á komandi áratugum, en loftslagsbreytingar hefðu í för með sér gífurlegt efnahagslegt tjón fyrir allar þjóðir heims, náttúruhamfarir, mengun og tortímingu auðlinda í úthöfum og á meginlöndum og sköpuðu hættur á skelfilegum faröldrum sjúkdóma. Hin nýju Heimsverðlaun væru mikilvæg hvatning til stjórnvalda og þjóða víða um veröld að vinna hratt og vel að því að koma í veg fyrir loftslagsbreytingar með því að auka hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa. Á Heimsþinginu er m.a. fjallað um nýsköpun í orkumálum, rannsóknir, viðskiptatækifæri, fjármögnun og menntun auk þess sem sérstök umræða fer fram um tækninýjungar, sólarorku, vindorku, vetnisframleiðslu, breytingar í samgöngumálum og gerð mannvirkja. Þetta kemur fram í Fréttatilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands. Innlent Mest lesið „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Sjá meira
Þetta var í fyrsta sinn sem verðlaunin eru veitt og fór afhendingin fram á heimsþingi sem haldi er í Flórens á Ítalíu. Á þinginu eru um 800 fulltrúar frá 107 löndum. Til verðlaunanna var stofnað að íslensku frumkvæði og var Þorsteinn Ingi Sigfússon prófessor þar í fararbroddi en Grímur Marínó Steindórsson, fyrrum bæjarlistamaður í Kópavogi, er höfundur verðlaunagripsins. Þeir sem sitja heimsþingið eru: vísindamenn, fjárfestar, athafnamenn, sérfræðingar, fulltrúar alþjóðastofnana og áhrifafólk í stefnumótun á sviði orkumála. Athöfnin var í Palazzo Pitti höllinni í Flórens. Heimsverðlaunin fyrir endurnýjanlega orku eru veitt því landi sem á undanförnum tveimur árum hefur náð mestum árangri við að auka hlutfall endurnýjanlegrar orku í orkubúskap sínum. Verðlaunagripurinn sem Grímur skapaði er í formi skips með þöndu segli og sól í reiða. Táknar hann í senn sólarorku, vindorku, ölduorku, vatnsorku, jarðorku og aðra endurnýjanlega orkugjafa. Ísland er með hæsta hlutfall endurnýjanlegrar orku allra landa í veröldinni og því töldu stjórnendur heimsþingsins við hæfi að Ísland hefði forystu um að skapa og veita Heimsverðlaunin. Þau verða framvegis veitt á tveggja ára fresti því landi sem mest eykur hlutfall endurnýjanlegrar orku. Þau lönd sem helst komu til greina þegar verlaunin voru veitt í fyrsta sinn voru Albanía, Brasilía, Kýpur, Kyrgistan, Panama og Paraguay. Forseti Íslands tilkynnti við lok ræðu sinnar í Flórens að ákveðið hefði verið að veita Kýpur verðlaunin því árangur þess á síðastliðnum tveimur árum hefði verið ótvíræður og hlutfallsleg aukning þar mest. Orkumálastjóri Kýpur tók við verðlaununum úr hendi forseta Íslands. Í ræðu sinni við athöfnina lagði forseti Íslands áherslu á þann árangur sem Ísland hefði náð á sviði endurnýjanlegrar orku en um 70% af heildarorkubúskap Íslendinga er af þeim toga sem og öll raforkuframleiðslan í landinu. Virkjun vatnsafls og jarðhita hefði gegnt lykilhlutverki í þessari þróun. Vetnisverkefnið sem Íslendingar ynnu nú að í samvinnu við Shell, Daimler Chrysler og Norsk Hydro miðaði að því að auka í framtíðinni hlutfall endurnýjanlegrar orku í samgöngukerfi Íslendinga svo að heildarhlutfall endurnýjanlegrar orku yrði enn hærra en það er nú. Forsetinn benti einnig á að með því að þjóðir heims sameinuðust um að auka hlutfall endurnýjanlegrar orku yrði hægt að draga úr hættu á verulegum loftslagsbreytingum á komandi áratugum, en loftslagsbreytingar hefðu í för með sér gífurlegt efnahagslegt tjón fyrir allar þjóðir heims, náttúruhamfarir, mengun og tortímingu auðlinda í úthöfum og á meginlöndum og sköpuðu hættur á skelfilegum faröldrum sjúkdóma. Hin nýju Heimsverðlaun væru mikilvæg hvatning til stjórnvalda og þjóða víða um veröld að vinna hratt og vel að því að koma í veg fyrir loftslagsbreytingar með því að auka hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa. Á Heimsþinginu er m.a. fjallað um nýsköpun í orkumálum, rannsóknir, viðskiptatækifæri, fjármögnun og menntun auk þess sem sérstök umræða fer fram um tækninýjungar, sólarorku, vindorku, vetnisframleiðslu, breytingar í samgöngumálum og gerð mannvirkja. Þetta kemur fram í Fréttatilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands.
Innlent Mest lesið „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Sjá meira