Netöryggi

Fréttamynd

Quang Le hakkaður á Facebook

Óþekktur aðili hefur komist yfir Facebook-aðgang veitingamannsins Quang Le, sem breytti nafni sínu í Davíð Viðarsson í fyrra. Viðkomandi hefur tekið sig til og birt skjáskot af ýmsum upplýsingum um veitingamanninn á Facebook-síðu hans.

Innlent
Fréttamynd

Öryggisógnir í breyttum heimi

Ein af grundvallarskyldum stjórnvalda á hverjum tíma er að tryggja öryggi borgaranna. Fjölmargir þættir falla þar undir sem flestum eru kunnir en stjórnvöld þurfa einnig að vera vakandi fyrir nýjum hættum sem kunna að ógna íslensku samfélagi.

Skoðun
Fréttamynd

Lausnar­gjaldið ó­greitt en gögnin hvergi að sjá

Háskólinn í Reykjavík hefur enn ekki greitt lausnargjald fyrir gögn sem stolið var af rússneskum hakkarahópi í byrjun árs. Þrátt fyrir það hafa gögnin ekki verið birt. Lektor í tölvunarfræði segir þetta óvenjulegt fyrir hópinn en fleiri íslensk fyrirtæki hafi lent í því sama.

Innlent
Fréttamynd

Netárásir geti sett fjár­mála­kerfið á hliðina

Netógnin er stærsta áhættan í íslensku fjármálakerfi í dag og sá þáttur sem gæti sett það á hliðina, að mati varaseðlabankastjóra. Hann segir nauðsynlegt að auka samhæfingu og efla varnir þar sem gervigreind sé að skala upp getu netþrjóta.

Innlent
Fréttamynd

Gjald­þrot Cyren upp á 238 milljónir

Lýstar kröfur í þrotabú netöryggisfyrirtækisins Cyren námu 238,5 milljónum króna auk dráttar vaxta. Tæpar tólf milljónir fengust greiddar upp í forgangskröfur eða um 5,2 prósent. Rekstur félagsins gekk að sögn yfirmanns afar vel en þrot erlends móðurfélags olli gjaldþrotinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Rúss­neskir hakkarar taldir bera á­byrgð á tölvuárás á HR

Netöryggissérfræðingar og starfsmenn Háskólans í Reykjavík hafa unnið frá því í gærmorgun við að koma kerfum háskólans af stað og endurheimta gögn í kjölfar tölvuárásar sem gerð var á skólann. Talið er að rússneski tölvuárásarhópurinn Akira beri ábyrgð á árásinni.

Innlent
Fréttamynd

Gervi­hnettir gætu tekið við símamöstrum

Íslensk stjórnvöld hafa nú til skoðunar hvort landið eigi að taka þátt í áætlun Evrópusambandsins um öryggisfjarskiptakerfi um gervihnetti. Markmið þess er að tryggja aðgengi að hraðvirkum, öruggum og hagkvæmum fjarskiptum á heimsvísu.

Innlent
Fréttamynd

Þú ert ekki leiðin­legt for­eldri!

Síðastliðna tvo mánuði hef ég ferðast um landið og haldið rúmlega 100 fræðsluerindi um netöryggi, persónuvernd og miðlalæsi fyrir börn, ungmenni, foreldra og kennara. Á öllum þeim foreldrafundum sem ég hef sótt hafa verið samankomnir ábyrgðarfullir og samviskusamir foreldrar sem að kynna sig gjarnan sem leiðinlega foreldrið.

Skoðun
Fréttamynd

Ekki láta ræna þig heima í stofu

Nú í nóvember og í aðdraganda jólanna þá eykst umfang netverslana verulega. Fyrir utan hefðbundna verslun og jólaverslun þá eru nú svokallaðir nettilboðsdagar á borð við dag einhleypra, svartan föstudag og stafrænan mánudag.

Skoðun
Fréttamynd

Net­öryggi snýst ekki lengur bara um tækni - heldur um fólk

Við viljum öll geta verið sem mest á netinu og hafa aðgang að góðu og öflugu netsambandi. Lífið okkar hefur að svo miklu leyti færst yfir á stafrænar slóðir. Við eigum í samskiptum við fjölskyldu og vini í gegnum netið. Hver þekkir ekki að hafa skoðað ljósmyndir úr fermingu eða fimmtugsafmæli Fríðu frænku á Facebook.

Skoðun
Fréttamynd

TikTok eyði­leggi sam­hljóm þjóðarinnar

Fjarskipta- og upplýsingatækniráðherra Nepal hefur gefið út að samfélagsmiðillinn TikTok verði héðan í frá bannaður þar. Segir ráðherrann að miðillinn sé notaður til þess að dreifa efni sem skemmir fjölskyldur og eyðileggur „samhljóm“ þjóðarinnar.

Erlent