Kvöldfréttir Stöðvar 2 Andlát í Neskaupstað, hjón með Downs og gangagerð Í kvöldfréttum Stöðvar 2 ræðum við við yfirlögregluþjón á Austurlandi og forseta bæjarstjórnar Fjarðabyggðar um alvarlegt atvik á Norðfirði en hjón voru úrskurðuð látin og einn handtekinn í tengslum við rannsókn málsins. Innlent 22.8.2024 18:06 Samgöngusáttmáli, stýrivextir og nikótínrisar Heildarkostnaður ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu við uppfærða samgönguáætlun er áætlaður 311 milljarðar króna en ávinningur af framkvæmdunum er talinn verða rúmir ellefu hundruð milljarðar. Ríkið mun koma að rekstri almenningssamgangna. Innlent 21.8.2024 18:00 Sögulegt heitavatnsleysi og brjáluð umferð Veitur hleyptu síðdegis heitu vatni á Hólmsheiði og Almannadal en stór hluti höfuðborgarsvæðisins býr enn við umfangsmikið heitavatnsleysi. Framkvæmdastýran segir framkvæmdir á áætlun. Fólk geti að líkindum farið í bað eftir hádegi á morgun. Íbúar tóku raskinu af æðruleysi, margir nýttu sér sturtuaðstöðu sundlauga Reykjavíkur og gamla fólkið skellti sér í grillveislu. Innlent 20.8.2024 17:58 Sprenging í bílastæðagjöldum og hitað upp fyrir heitavatnsleysið Á fáeinum árum hefur orðið sprenging í bílastæðagjöldum við margar af helstu náttúruperlum landsins. Ferðamálastjóri segir villta vestrið ríkja í málaflokknum og að gjöldin fari misvel í landann. Nauðsynlegt sé að koma böndum á þessa þróun. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. Innlent 19.8.2024 18:00 Kýtingur á stjórnarheimilinu og ofgnótt af hraðtískufötum Dómsmálaráðherra og formaður Vinstri grænna eru ósammála um forgangstöðun í málefnum útlendinga. Í síðustu viku lýsti annar ráðherra sig ósammála formanninum um orkumál. Rætt verður við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur formann Viðreisnar í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 18.8.2024 18:01 Ný lágvöruverðsverslun áskorun og tónlistarframleiðsla Magga Mix Fjöldi fólks lagði leið sína í nýja lágvöruverðsverslun sem var opnuð í Kópavogi í dag. ASÍ bindur vonir við að verslunin veiti aðhald og aðrir líti á verð hennar sem áskorun. Innlent 17.8.2024 18:01 Starfsfólk í áfalli og kynhlutlaus salerni á barnum Starfsfólk Skagans 3X er í áfalli þar sem tilraunir til þess að selja fyrirtækið í heilu lagi hafa ekki gengið eftir. Útlit er fyrir að starfsemin verði seld í bútum og að henni sé því lokið í núverandi mynd. Innlent 16.8.2024 17:53 Ósammála ráðherrar, brotthvarf tónleikastaða og einmana ungi Umhverfisráðherra segist ekki átta sig á ákalli formanns VG um að gengið verði lengra í stefnumörkun í vindorkumálum. Stefnumörkun í málaflokknum hafi verið lengi í undirbúningi og nú sé kominn tími til að framkvæma. Innlent 15.8.2024 18:04 Óásættanleg hætta í hluta Grindavíkur, fuglahótel og Ungfrú Ísland Nýfæddir tvíburar og móðir þeirra eru á meðal þeirra sem létust í sprengjuárás Ísraela á Gaza í vikunni. Viðræður um vopnahlé eiga að hefjast á ný á morgun. Við sjáum sláandi myndir frá Gaza og förum yfir stöðuna í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fréttir 14.8.2024 18:11 Meiri kvika, erfiður rekstur og blandað gras Kvikumagnið undir Svartsengi er orðið meira en fyrir síðasta eldgos og gögn benda til þess að þrýstur sé að aukast. Samkvæmt nýju hættumati eru enn taldar miklar líkur á hraunflæði innan Grindavíkur. Rætt verður við fagstjóra á Veðurstofunni í beinni í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fréttir 13.8.2024 18:11 Vindmyllugarður, stóra kókaínmálið og hrist upp í matvörumarkaði Fyrsta leyfið fyrir vindorkuveri á Íslandi var veitt í dag. Orkustofnun hefur veitt Landsvirkjun virkjanaleyfi fyrir Búrfellslundi þar sem stefnt er að því að reisa þrjátíu vindmyllur. Við ræðum við Höllu Hrund Logadóttur, orkumálastjóra, um framkvæmdina í beinni í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fréttir 12.8.2024 18:10 Stríðið í Úkraínu og tekist á um gjaldfrjáls námsgögn Úkraínuforseti vill ná fram réttlæti og beita Rússa þrýstingi með sóknaraðgerðum úkraínuhers innan landamæra Rússlands. Aðgerðirnar ná nú tugi kílómetra inn fyrir landamæri Rússlands. Farið verður yfir stöðuna í stríði ríkjanna í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt við sérfræðing í öryggis- og varnarmálum í beinni útsendingu. Fréttir 11.8.2024 18:15 Hælisleitendur óttast um líf sitt og hundur veikur eftir súkkulaði Hælisleitendur óttast líf sitt verði þeir sendir til baka til Venesúela frá Íslandi. Lögmaður segir útlendingayfirvöld ekki taka mið af óöldinni sem ríki í Venesúela eftir endurkjör forsetans þar þegar hælisleitendum þaðan er vísað úr landi. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem rætt verður við fólk sem bíður brottvísunar. Fréttir 10.8.2024 18:10 Rússar lýsa yfir neyðarástandi og nýtt rafskútufyrirtæki Rússar hafa lýst yfir neyðarástandi vegna gagnárásar Úkraínumanna innan landamæra Rússlands sem hófst fyrr í vikunni. Mikil leynd virðist hvíla yfir aðgerðum Úkraínumanna sem komu Rússum verulega í opna skjöldu. Innlent 9.8.2024 18:18 „Gettó“ í Ármúla og hryðjuverkaógnin í Vínarborg Það er ekki boðlegt að börn séu í leikskóla í „gettó-umhverfi“ sem borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins kallar bráðabirgðahúsnæði fyrir leikskóla Brákarborgar í Ármúla. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 kynnum við okkur aðstæður í nýju bráðabirgðahúsnæði leikskólans og ræðum við borgarstjóra um þá stöðu sem uppi er eftir að alvarlegir skemmdir komu í ljós á húsnæði nýju Brákarborgar. Innlent 8.8.2024 18:04 Alvarleg gabbútköll, nýtt neyslurými og bongóblíða í bænum Við ræðum við forstjóra Landhelgisgæslunnar og framkvæmdastjóra Neyðarlínunnar um útkall í Kerlingarfjöllum í gær. Leitað var í nærri tuttugu tíma að tveimur ferðamönnum sem taldir voru fastir í helli en nú talið að tilkynningin hafi verið gabb. Innlent 7.8.2024 18:02 Leit við Kerlingarfjöll og varaforsetaefni Kamölu Harris Í kvöldfréttunum verðum við í beinni útsendingu frá Kerlingarfjöllum, þar sem umfangsmikil leit hefur staðið yfir síðan í gærkvöldi að tveimur erlendum feðramönnum, sem taldir eru sitja fastir í helli á svæðinu. Innlent 6.8.2024 18:00 Dómsmálaráðherra brugðið og umferðin eftir Verslunarmannahelgi Dómsmálaráðherra var verulega brugðið að heyra af árás á fangaverði á föstudaginn. Hún vonar að bygging nýs fangelsis að Litla-Hrauni hefjist fljótlega á nýju ári. Rætt verður við hana í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 5.8.2024 18:01 Óveður um land allt og óeirðir í Bretlandi Gular viðvaranir eru í gildi á nær öllu landinu í kvöld og fram eftir morgundegi. Í kvöldfréttunum verður rætt við Karl Gauta Hjaltason, lögreglustjóra í Vestmannaeyjum, í beinni útsendingu en veðrið hefur leikið Þjóðhátíðargesti grátt. Innlent 4.8.2024 18:01 Fangaverðir slasaðir eftir átök við fanga á Litla-Hrauni Þrír fangaverðir slösuðust og voru sendir á sjúkrahús eftir átök við fanga á Litla-Hrauni í gær. Staðan í fangelsinu er erfið en nokkur slæm og alvarleg mál hafa komið upp að undanförnu. Rætt verður við fangelsismálastjóra í kvöldfréttum Stöðvar 2, sem segir að fjölga hafi þurft öryggisgöngum. Innlent 3.8.2024 18:00 Sósíalistar sem ætla á þing og þjóðhátíð í beinni Sósíalistar segja þá sem áður kusu Vinstri græna nú flykkjast að flokknum. Þeir telja kjósendur komna með nóg af sviknum loforðum um félagslega uppbyggingu. Fylgi Samfylkingarinnar mælist nánast jafn mikið og ríkisstjórnarflokkanna til samans. Innlent 2.8.2024 18:04 Frú forseti, klútaveisla og undrandi bændur Halla Tómasdóttir er orðin sjöundi forseti íslenska lýðveldisins. Í ræðu sinni í þingsal lagði Halla meðal annars áherslu á mannréttindi, samvinnu, frið, hlýju og jafnrétti. Hún sagði þjóðina smáa en knáa, sagði Íslendinga kjarkmikla þjóð, sem hefði visku og metnað til að velja mýkri leiðir í hörðum heimi. Innlent 1.8.2024 18:12 Guðni kveður og skemmdarverk á grunnskóla Embættistíð Guðna Th. Jóhanessonar, sjötta forseta lýðveldisins, lýkur í dag og á morgun tekur Halla Tómasdóttir við lyklavöldum á Bessastöðum. Í kvöldfréttum verður rætt við Guðna um þau átta ár sem hann hefur setið á forsetastóli, í hans síðasta sjónvarpsviðtali sem forseti. Við kynnum okkur einnig dagskrá innsetningarathafnar nýs forseta. Innlent 31.7.2024 18:00 Umdeild ummæli, líkur á gosi og truflandi skilti Vararíkissaksóknari telur sig ekki hafa farið yfir strikið þegar hann ræddi um dóm yfir brotamanni sem hafði átt í hótunum við hann. Ríkissaksóknari hefur vísað máli hans til ráðherra. Hann gefur lítið fyrir áminningu sem hann fékk fyrir önnur ummæli. Innlent 30.7.2024 18:11 Taumlaus græðgi, hlaup og umdeild bílakaup Formaður VR hyggst boða til mótmælaaðgerða með haustinu og krefjast þess að boðað verði til kosninga. Hann segir stjórnmálin, bankakerfið og fyrirtækin hafa brugðist fólkinu í landinu. Verðhækkanir séu til marks um taumlausa græðgi og ekki sé hægt að sitja aðgerðarlaus fram að endurskoðun kjarasamninga. Innlent 29.7.2024 18:11 Vatnsflaumur og vísindarannsóknir í Hvalfirði Jökulhlaupið úr Mýrdalsjökli er í rénum. Enn er hlaupvatn í ánni Skálm þó vatnshæðin hafi lækkað. Ástandið hefur bitnað helst á ferðamönnum á svæðinu. Við ræðum við jarðeðlisfræðing í beinni útsendingu í myndveri. Innlent 28.7.2024 18:00 Óvissustig vegna jökulhlaups og Druslugangan Óvissustig er í gildi vegna jökulhlaups úr Mýrdalsjökli. Vatn flæðir yfir þjóðveginn og mikil hætta á gasmengun. Óvíst er hvort brúin við Skálm sé í hættu. Við ræðum við sérfræðing á Veðurstofunni í myndveri og lögreglustjórann á Suðurlandi í beinni útsendingu. Innlent 27.7.2024 18:00 Fíkniefni á samfélagsmiðlum og bílakaup verðandi forseta Sífellt fleiri fíkniefnasalar selja eiturlyf fyrir opnum tjöldum á samfélagsmiðlum og bjóðast jafnvel til að keyra efnin heim til fólks. Fimm eru í gæsluvarðhaldi grunaðir um að nota slíkar söluaðferðir. Yfirlögregluþjónn segir málið umfangsmikið en næstum tuttugu kíló af efnum fundust við húsleit. Innlent 26.7.2024 18:20 Milljarðs tap Play og götulist í Hafnarfirði Forstjóri Play segir stöðu flugfélagsins trausta þrátt fyrir tap upp á rúman milljarð á öðrum ársfjórðungi. Hann gefur lítið fyrir vangaveltur um mögulega sameiningu Play og Icelandair og segir engar meiriháttar uppsagnir í uppsiglingu. Innlent 25.7.2024 18:17 Hættustig almannavarna og sögulegt ávarp Netanjahú Hættustig almannavarna var virkjað í dag vegna yfirvofandi eldoss í grennd við Grindavík. Víðir Reynisson segir það áhyggjuefni að viðvörunartími styttist með hverju gosinu sem verður en telur þó öruggt að fólk sé í bænum að degi til. Innlent 24.7.2024 18:00 « ‹ 2 3 4 5 6 7 8 9 10 … 64 ›
Andlát í Neskaupstað, hjón með Downs og gangagerð Í kvöldfréttum Stöðvar 2 ræðum við við yfirlögregluþjón á Austurlandi og forseta bæjarstjórnar Fjarðabyggðar um alvarlegt atvik á Norðfirði en hjón voru úrskurðuð látin og einn handtekinn í tengslum við rannsókn málsins. Innlent 22.8.2024 18:06
Samgöngusáttmáli, stýrivextir og nikótínrisar Heildarkostnaður ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu við uppfærða samgönguáætlun er áætlaður 311 milljarðar króna en ávinningur af framkvæmdunum er talinn verða rúmir ellefu hundruð milljarðar. Ríkið mun koma að rekstri almenningssamgangna. Innlent 21.8.2024 18:00
Sögulegt heitavatnsleysi og brjáluð umferð Veitur hleyptu síðdegis heitu vatni á Hólmsheiði og Almannadal en stór hluti höfuðborgarsvæðisins býr enn við umfangsmikið heitavatnsleysi. Framkvæmdastýran segir framkvæmdir á áætlun. Fólk geti að líkindum farið í bað eftir hádegi á morgun. Íbúar tóku raskinu af æðruleysi, margir nýttu sér sturtuaðstöðu sundlauga Reykjavíkur og gamla fólkið skellti sér í grillveislu. Innlent 20.8.2024 17:58
Sprenging í bílastæðagjöldum og hitað upp fyrir heitavatnsleysið Á fáeinum árum hefur orðið sprenging í bílastæðagjöldum við margar af helstu náttúruperlum landsins. Ferðamálastjóri segir villta vestrið ríkja í málaflokknum og að gjöldin fari misvel í landann. Nauðsynlegt sé að koma böndum á þessa þróun. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. Innlent 19.8.2024 18:00
Kýtingur á stjórnarheimilinu og ofgnótt af hraðtískufötum Dómsmálaráðherra og formaður Vinstri grænna eru ósammála um forgangstöðun í málefnum útlendinga. Í síðustu viku lýsti annar ráðherra sig ósammála formanninum um orkumál. Rætt verður við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur formann Viðreisnar í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 18.8.2024 18:01
Ný lágvöruverðsverslun áskorun og tónlistarframleiðsla Magga Mix Fjöldi fólks lagði leið sína í nýja lágvöruverðsverslun sem var opnuð í Kópavogi í dag. ASÍ bindur vonir við að verslunin veiti aðhald og aðrir líti á verð hennar sem áskorun. Innlent 17.8.2024 18:01
Starfsfólk í áfalli og kynhlutlaus salerni á barnum Starfsfólk Skagans 3X er í áfalli þar sem tilraunir til þess að selja fyrirtækið í heilu lagi hafa ekki gengið eftir. Útlit er fyrir að starfsemin verði seld í bútum og að henni sé því lokið í núverandi mynd. Innlent 16.8.2024 17:53
Ósammála ráðherrar, brotthvarf tónleikastaða og einmana ungi Umhverfisráðherra segist ekki átta sig á ákalli formanns VG um að gengið verði lengra í stefnumörkun í vindorkumálum. Stefnumörkun í málaflokknum hafi verið lengi í undirbúningi og nú sé kominn tími til að framkvæma. Innlent 15.8.2024 18:04
Óásættanleg hætta í hluta Grindavíkur, fuglahótel og Ungfrú Ísland Nýfæddir tvíburar og móðir þeirra eru á meðal þeirra sem létust í sprengjuárás Ísraela á Gaza í vikunni. Viðræður um vopnahlé eiga að hefjast á ný á morgun. Við sjáum sláandi myndir frá Gaza og förum yfir stöðuna í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fréttir 14.8.2024 18:11
Meiri kvika, erfiður rekstur og blandað gras Kvikumagnið undir Svartsengi er orðið meira en fyrir síðasta eldgos og gögn benda til þess að þrýstur sé að aukast. Samkvæmt nýju hættumati eru enn taldar miklar líkur á hraunflæði innan Grindavíkur. Rætt verður við fagstjóra á Veðurstofunni í beinni í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fréttir 13.8.2024 18:11
Vindmyllugarður, stóra kókaínmálið og hrist upp í matvörumarkaði Fyrsta leyfið fyrir vindorkuveri á Íslandi var veitt í dag. Orkustofnun hefur veitt Landsvirkjun virkjanaleyfi fyrir Búrfellslundi þar sem stefnt er að því að reisa þrjátíu vindmyllur. Við ræðum við Höllu Hrund Logadóttur, orkumálastjóra, um framkvæmdina í beinni í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fréttir 12.8.2024 18:10
Stríðið í Úkraínu og tekist á um gjaldfrjáls námsgögn Úkraínuforseti vill ná fram réttlæti og beita Rússa þrýstingi með sóknaraðgerðum úkraínuhers innan landamæra Rússlands. Aðgerðirnar ná nú tugi kílómetra inn fyrir landamæri Rússlands. Farið verður yfir stöðuna í stríði ríkjanna í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt við sérfræðing í öryggis- og varnarmálum í beinni útsendingu. Fréttir 11.8.2024 18:15
Hælisleitendur óttast um líf sitt og hundur veikur eftir súkkulaði Hælisleitendur óttast líf sitt verði þeir sendir til baka til Venesúela frá Íslandi. Lögmaður segir útlendingayfirvöld ekki taka mið af óöldinni sem ríki í Venesúela eftir endurkjör forsetans þar þegar hælisleitendum þaðan er vísað úr landi. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem rætt verður við fólk sem bíður brottvísunar. Fréttir 10.8.2024 18:10
Rússar lýsa yfir neyðarástandi og nýtt rafskútufyrirtæki Rússar hafa lýst yfir neyðarástandi vegna gagnárásar Úkraínumanna innan landamæra Rússlands sem hófst fyrr í vikunni. Mikil leynd virðist hvíla yfir aðgerðum Úkraínumanna sem komu Rússum verulega í opna skjöldu. Innlent 9.8.2024 18:18
„Gettó“ í Ármúla og hryðjuverkaógnin í Vínarborg Það er ekki boðlegt að börn séu í leikskóla í „gettó-umhverfi“ sem borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins kallar bráðabirgðahúsnæði fyrir leikskóla Brákarborgar í Ármúla. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 kynnum við okkur aðstæður í nýju bráðabirgðahúsnæði leikskólans og ræðum við borgarstjóra um þá stöðu sem uppi er eftir að alvarlegir skemmdir komu í ljós á húsnæði nýju Brákarborgar. Innlent 8.8.2024 18:04
Alvarleg gabbútköll, nýtt neyslurými og bongóblíða í bænum Við ræðum við forstjóra Landhelgisgæslunnar og framkvæmdastjóra Neyðarlínunnar um útkall í Kerlingarfjöllum í gær. Leitað var í nærri tuttugu tíma að tveimur ferðamönnum sem taldir voru fastir í helli en nú talið að tilkynningin hafi verið gabb. Innlent 7.8.2024 18:02
Leit við Kerlingarfjöll og varaforsetaefni Kamölu Harris Í kvöldfréttunum verðum við í beinni útsendingu frá Kerlingarfjöllum, þar sem umfangsmikil leit hefur staðið yfir síðan í gærkvöldi að tveimur erlendum feðramönnum, sem taldir eru sitja fastir í helli á svæðinu. Innlent 6.8.2024 18:00
Dómsmálaráðherra brugðið og umferðin eftir Verslunarmannahelgi Dómsmálaráðherra var verulega brugðið að heyra af árás á fangaverði á föstudaginn. Hún vonar að bygging nýs fangelsis að Litla-Hrauni hefjist fljótlega á nýju ári. Rætt verður við hana í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 5.8.2024 18:01
Óveður um land allt og óeirðir í Bretlandi Gular viðvaranir eru í gildi á nær öllu landinu í kvöld og fram eftir morgundegi. Í kvöldfréttunum verður rætt við Karl Gauta Hjaltason, lögreglustjóra í Vestmannaeyjum, í beinni útsendingu en veðrið hefur leikið Þjóðhátíðargesti grátt. Innlent 4.8.2024 18:01
Fangaverðir slasaðir eftir átök við fanga á Litla-Hrauni Þrír fangaverðir slösuðust og voru sendir á sjúkrahús eftir átök við fanga á Litla-Hrauni í gær. Staðan í fangelsinu er erfið en nokkur slæm og alvarleg mál hafa komið upp að undanförnu. Rætt verður við fangelsismálastjóra í kvöldfréttum Stöðvar 2, sem segir að fjölga hafi þurft öryggisgöngum. Innlent 3.8.2024 18:00
Sósíalistar sem ætla á þing og þjóðhátíð í beinni Sósíalistar segja þá sem áður kusu Vinstri græna nú flykkjast að flokknum. Þeir telja kjósendur komna með nóg af sviknum loforðum um félagslega uppbyggingu. Fylgi Samfylkingarinnar mælist nánast jafn mikið og ríkisstjórnarflokkanna til samans. Innlent 2.8.2024 18:04
Frú forseti, klútaveisla og undrandi bændur Halla Tómasdóttir er orðin sjöundi forseti íslenska lýðveldisins. Í ræðu sinni í þingsal lagði Halla meðal annars áherslu á mannréttindi, samvinnu, frið, hlýju og jafnrétti. Hún sagði þjóðina smáa en knáa, sagði Íslendinga kjarkmikla þjóð, sem hefði visku og metnað til að velja mýkri leiðir í hörðum heimi. Innlent 1.8.2024 18:12
Guðni kveður og skemmdarverk á grunnskóla Embættistíð Guðna Th. Jóhanessonar, sjötta forseta lýðveldisins, lýkur í dag og á morgun tekur Halla Tómasdóttir við lyklavöldum á Bessastöðum. Í kvöldfréttum verður rætt við Guðna um þau átta ár sem hann hefur setið á forsetastóli, í hans síðasta sjónvarpsviðtali sem forseti. Við kynnum okkur einnig dagskrá innsetningarathafnar nýs forseta. Innlent 31.7.2024 18:00
Umdeild ummæli, líkur á gosi og truflandi skilti Vararíkissaksóknari telur sig ekki hafa farið yfir strikið þegar hann ræddi um dóm yfir brotamanni sem hafði átt í hótunum við hann. Ríkissaksóknari hefur vísað máli hans til ráðherra. Hann gefur lítið fyrir áminningu sem hann fékk fyrir önnur ummæli. Innlent 30.7.2024 18:11
Taumlaus græðgi, hlaup og umdeild bílakaup Formaður VR hyggst boða til mótmælaaðgerða með haustinu og krefjast þess að boðað verði til kosninga. Hann segir stjórnmálin, bankakerfið og fyrirtækin hafa brugðist fólkinu í landinu. Verðhækkanir séu til marks um taumlausa græðgi og ekki sé hægt að sitja aðgerðarlaus fram að endurskoðun kjarasamninga. Innlent 29.7.2024 18:11
Vatnsflaumur og vísindarannsóknir í Hvalfirði Jökulhlaupið úr Mýrdalsjökli er í rénum. Enn er hlaupvatn í ánni Skálm þó vatnshæðin hafi lækkað. Ástandið hefur bitnað helst á ferðamönnum á svæðinu. Við ræðum við jarðeðlisfræðing í beinni útsendingu í myndveri. Innlent 28.7.2024 18:00
Óvissustig vegna jökulhlaups og Druslugangan Óvissustig er í gildi vegna jökulhlaups úr Mýrdalsjökli. Vatn flæðir yfir þjóðveginn og mikil hætta á gasmengun. Óvíst er hvort brúin við Skálm sé í hættu. Við ræðum við sérfræðing á Veðurstofunni í myndveri og lögreglustjórann á Suðurlandi í beinni útsendingu. Innlent 27.7.2024 18:00
Fíkniefni á samfélagsmiðlum og bílakaup verðandi forseta Sífellt fleiri fíkniefnasalar selja eiturlyf fyrir opnum tjöldum á samfélagsmiðlum og bjóðast jafnvel til að keyra efnin heim til fólks. Fimm eru í gæsluvarðhaldi grunaðir um að nota slíkar söluaðferðir. Yfirlögregluþjónn segir málið umfangsmikið en næstum tuttugu kíló af efnum fundust við húsleit. Innlent 26.7.2024 18:20
Milljarðs tap Play og götulist í Hafnarfirði Forstjóri Play segir stöðu flugfélagsins trausta þrátt fyrir tap upp á rúman milljarð á öðrum ársfjórðungi. Hann gefur lítið fyrir vangaveltur um mögulega sameiningu Play og Icelandair og segir engar meiriháttar uppsagnir í uppsiglingu. Innlent 25.7.2024 18:17
Hættustig almannavarna og sögulegt ávarp Netanjahú Hættustig almannavarna var virkjað í dag vegna yfirvofandi eldoss í grennd við Grindavík. Víðir Reynisson segir það áhyggjuefni að viðvörunartími styttist með hverju gosinu sem verður en telur þó öruggt að fólk sé í bænum að degi til. Innlent 24.7.2024 18:00