Lög og regla

Fréttamynd

Ráðinn bani með eggvopni

Tvítugri stúlku var ráðinn bani með eggvopni á svæði varnarliðsins seint í gærkvöld. Rúmlega tvítugur maður er í haldi herlögreglunnar grunaður um verknaðinn.

Innlent
Fréttamynd

Tryggvi lét Baug borga skatta sína

Tryggvi Jónsson, fyrrum aðstoðarforstjóri Baugs hf., kemur oftast við sögu í þeim kafla ákærunnar gegn forsvarsmönnum og endurskoðendum Baugs sem snýr að fjárdrætti.

Innlent
Fréttamynd

Ekki góð vörn að benda á aðra

Það þykir ekki góð vörn í dómsmáli, að aðrir kunni að hafa sloppið með svipuð brot eða verri. Það gefur heldur ekki rétta mynd af íslensku viðskiptalífi að segja að hægt sé að gera alla stjórnendur fyrirtækja að glæpamönnum ef nógu grannt er skoðað. Þetta segir sérfræðingur í félagarétti.

Innlent
Fréttamynd

Fjórir færðir í fangageymslur

Danskir dagar í Stykkishólmi um helgina fóru að mestu leyti vel fram, að sögn lögreglu. Talsverð ölvun var þó í bænum og þurfti lögregla að hafa afskipti af nokkrum mönnum vegna óláta.

Innlent
Fréttamynd

Viðbrögð Baugsfeðga við ákærum

Baugsfeðgarnir, þeir Jóhannes Jónsson og Jón Ásgeir telja með ólíkindum að einn reikningur, sem lögreglan vissi ekki hvort væri debit eða kredit, skyldi vera tilefni hinnar miklu rannsóknar á fyrirtækinu. Þeir bera Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, þungum sökum.

Innlent
Fréttamynd

Baugsfeðgar ásaka stjórnvöld

Baugsfeðgar, þeir Jóhannes Jónsson og Jón Ásgeir, segja augljóst að stjórnvöld séu á bak við það sem þeir kalla aðför að fyrirtæki þeirra. Þar hafi Davíð Oddsson, forsætisráðherra, og Jón Steinar Gunnlaugsson, núverandi hæstaréttardómari, verið fremstir í flokki.

Innlent
Fréttamynd

Ákærurnar flóknar og efnismiklar

Ákærurnar í Baugsmálinu voru birtar í dag, mörgum vikum eftir að lofað hafði verið að láta fjölmiðlum þær í té. Lögmenn sem fréttastofa ræddi við vildu ekki leggja mat á málið út frá ákærunni einni og sögðu það bæði flókið og erfitt.

Innlent
Fréttamynd

Handtekinn í lögreglubúningi

Talið er að um sjötíu manns hafi safnast saman á Austurvelli eftir hádegi í gær til þess að mótmæla Kárahnjúkavirkjun og álveri við Reyðarfjörð. Fóru mótmælin friðsamlega fram að sögn lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Fær ekki bætur vegna íþróttaslyss

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Tryggingastofnun af bótakröfu stúlku sem fékk flugu í augað á unglingalandsliðsæfingu í badminton árið 1997 með þeim afleiðingum að augnbotninn rifnaði. Hún hefur í dag takmarkaða sjón á auganu.

Innlent
Fréttamynd

Trúi að dómstólar muni horfa á gögnin

Óvild forsætisráðherra skapaði það andrúm sem drifið hefur áfram rannsókn og ákærur í Baugsmálinu, að mati Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, forstjóra Baugs. Hann segist alltaf hafa borið hag fyrirtækisins fyrir brjósti og að Baugur hafi alltaf haft betur í viðskiptum við sig og Gaum, sem er félag í eigu fjölskyldunnar.

Innlent
Fréttamynd

Einn svakalegasti dagur lífs míns

Jóhannes Jónsson kenndur við Bónus situr nú á sakamannabekk og á jafnvel yfir höfði sér fangelsisdóm verði hann fundinn sekur um fjárdrátt. Jóhannes sver af sér sakir og kallar málatilbúnaðinn apaspil. Hann kveðst bjartsýnn og finnur ómældan stuðning við málstað sinn og fjölskyldu sinnar.

Innlent
Fréttamynd

Reyndu að læðast burt með fartölvu

Þrír piltar innan við tvítugt laumuðust inn í íbúðarhús í austurborginni undir miðnætti og stálu þar fartölvu. Heimilisfólkið, sem var á efri hæð hússins, varð ekki vart við piltana fyrr en það sá þá laumast á burt með fartölvuna. Lögregla fann piltana í grenndinni með tölvuna í fórum sínum og gista þeir nú fangageymslur. Þrátt fyrir ungan aldur hafa þeir áður komist í kast við lögin.

Innlent
Fréttamynd

Æfðu viðbrögð við eldsvoða

Mörgum vegfarendum um Kamba og nágrenni Hveragerðis var brugðið í gærkvöld þegar mikinn reyk lagði frá húsi í bænum. Þegar nær dró kom í ljós að húsið stóð í björtu báli. Engin vá var þó fyrir dyrum því slökkviliðið í Hveragerði hafði fengið húsið til æfinga enda var hætt að nota það og til stóð að rífa það.

Innlent
Fréttamynd

Reyndist hafa rekist á rekald

Ástæða þess að leki kom að hraðfiskibátnum Eyjólfi Ólafssyni GK þegar hann var á siglingu á Aðalvík á Ströndum í fyrrinótt er að báturinn rakst á eitthvert rekald í sjónum og við það brotnaði byrðingurinn og sjór flæddi inn. Þetta kemur fram í máli sjómannanna tveggja sem um borð voru. Björgunarskip frá Ísafirði dró bátinn til Bolungarvíkur í gær þar sem hann var tekinn á land.

Innlent
Fréttamynd

Lögregla veitti bifhjólum eftirför

Fjórum bifhjólum var veitt eftirför lögreglu frá Sæbraut og þaðan austur Suðurlandsbraut í kringum miðnætti í fyrrakvöld. Að sögn lögreglu mældust ökumenn bifhjólanna á um 120 kílómetra hraða á Sæbraut við Höfðatún þar sem hámarkshraði er sextíu.

Innlent
Fréttamynd

Axlarbrotnaði og marðist í slysi

Maður á mótorhjóli sem lenti í árekstri við bifreið til móts við Laugaveg 164 laust fyrir hádegi axlarbrotnaði og marðist á höfði. Bifreiðinni var ekið í veg fyrir mótorhjólið og lenti maðurinn undir henni. Hann var fluttur á sjúkrahús.

Innlent
Fréttamynd

Handtekinn fyrir veggjakrot

Mótmælandi var handtekinn í miðborg Reykjavíkur í gær grunaður um veggjakrot á styttuna af Jóni Sigurðssyni, Alþingishúsið, Ráðhúsið og fleiri byggingar í miðborg Reykjavíkur í fyrrinótt. Manninum var leyft að fara að loknum yfirheyrslum síðdegis í gær.

Innlent
Fréttamynd

Festist undir bíl í árekstri

Bifhjól og bíll lentu í árekstri á Laugavegi á móts við hús númer 166 um klukkan ellefu í morgun. Ökumaður bifhjólsins festist undir bílnum og þurfti að tjakka bílinn upp til að ná honum undan. Hann var fluttur á slysadeild, en ekki liggur fyrir hversu alvarlega hann er slasaður.

Innlent
Fréttamynd

Spreiuðu slagorð á Alþingishúsið

Virkjanamótmælendur létu til skarar skríða í miðborg Reykjavíkur í nótt. Alþingishúsið og styttan af Jóni Sigurðssyni var meðal þess sem varð fyrir barðinu á spreibrúsum mótmælendanna.

Innlent
Fréttamynd

Tekið á móti útgerðum með hörku

Það verður tekið á móti með hörku, segir Össur Skarphéðinsson alþingismaður vegna yfirlýsinga útgerðarmanna um að höfða mál gegn ríkinu vegna byggðakvótans og línuívilnunar. Þá er sjávarútvegsráðherra hvergi banginn.

Innlent
Fréttamynd

Handtekinn fyrir veggjakrot

Útlendingur var handtekinn í Reykjavík í nótt vegna veggjakrots í miðbænum, en samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar er hann í hópi mótmælenda sem Útlendingastofnun íhugar að vísa úr landi vegna mótmælaaðgerða við Kárahnjúka. Maðurinn hefur verið í haldi lögreglunnar frá því í nótt og að sögn Geirs Jóns Þórissonar yfirlögregluþjóns vinnur lögreglan í Reykjavík að rannsókn málsins.

Innlent
Fréttamynd

Gefur lítið fyrir Baugsákærur

Breska blaðið <em>The Guardian</em> gefur lítið fyrir ákærurnar á hendur Baugi í ítarlegri grein sem birt er á viðskiptasíðu blaðsins í dag. <em>The Guardian</em> hefur látið þýða málsskjölin fyrir sig og látið sérfræðinga sína rannsaka það. Þeir virðast komast að þeirri niðurstöðu að allt vafstrið í kringum Baug sé stormur í vatnsglasi. Ekkert tillit sé tekið til þess hversu hratt Baugur hafi vaxið né önnur fyrirtæki í svipuðum rekstri erlendis.

Innlent
Fréttamynd

Krotaði á styttu Jóns Sigurðssonar

Útlendingurinn sem handtekinn var í Reykjavík í nótt vegna veggjakrots í miðbænum, krotaði m.a. á gamla Landssímahúsið og á styttu Jón Sigurðssonar á Austurvelli. Samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar er hann í hópi mótmælenda sem Útlendingastofnun íhugar að vísa úr landi vegna mótmælaaðgerða við Kárahnjúka.

Innlent
Fréttamynd

Litið sé fram hjá heildarmyndinni

Breska blaðið <em>The Guardian</em> segir að í ákæru ríkissaksóknara á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og öðrum forstöðumönnum Baugs sé litið fram hjá heildarmyndinni. Hægt sé að gefa eðlilegar skýringar á því sem ákært er fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Segir Baugsmál storm í vatnsglasi

Dökk mynd er dregin upp af Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og öðrum forsvarsmönnum Baugs í ákærum ríkissaksóknara, að mati breska dagblaðsins <em>The Guardian</em>. Blaðið, sem eitt fjölmiðla hefur fengið að sjá ákærurnar, telur málarekstur ríkisins á hendur sexmenningunum þó ekkert annað en storm í vatnsglasi.

Innlent
Fréttamynd

Ekkert hlustað á sakborninga

Sakborningum í Baugsmálinu, einkum Jóni Ásgeir Jóhannessyni, Jóhannesi Jónssyni og Tryggva Jónssyni, er gefið að sök fjárdráttur og umboðssvik auk þess sem þeir eru taldir brotlegir við lög um hlutafélög, bókhald, tolla og skatta. Fréttablaðið birtir ákærurnar í Baugsmálinu ásamt viðtölum við Jón Ásgeir og Jóhannes í dag.

Innlent
Fréttamynd

Baugsákærur ekki enn birtar

Ekkert bólar enn á að ákærur í Baugsmálinu séu birtar og virðist sem það hafi aldrei staðið til að eins og talsmenn sexmenninganna sögðu fyrir mánuði að til stæði að gera. Málið verður þingfest eftir viku.

Innlent
Fréttamynd

Úthlutun standist ekki ákvæði

Útgerðarmenn huga að því að höfða prófmál á hendur ríkinu í haust vegna sértækra aðgerða við úthlutun kvóta. Þeir segja slíka úthlutun ekki standast eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar og vilja að hætt verði að gefa öðrum það sem þeir hafa keypt háu verði.

Innlent
Fréttamynd

Hótar að vísa mótmælendum úr landi

Á þriðja tug útlendinga sem staðið hafa í mótmælum á Austurlandi í sumar gæti verið á heimleið. Útlendingastofnun hótar að vísa fólkinu úr landi en það fær viku til að andmæla.

Innlent
Fréttamynd

Gripnir með fíkniefni í Kópavogi

Lögreglan í Kópavogi handtók fjóra menn um tvítugt í nótt eftir að fíkniefni fundust í fórum þeirra. Mennirnir voru stöðvaðir við reglubundið eftirlit en við leit í bíl þeirra fundust um 50 grömm af hassi auk nokkurra e-taflna og annarra kannabisefna. Einn mannanna gekkst við að eiga efnin og viðurkenndi að hafa ætlað að koma þeim í sölu. Mönnunum var öllum sleppt að loknum yfirheyrslum.

Innlent