Lög og regla Tekur við fjárnámskröfu Jóns Sýslumaðurinn í Reykjavík mun eftir hádegið í dag taka við fjárnámskröfu Jóns Ólafssonar kaupsýslumanns á hendur Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni prófessor vegna skaðabóta sem Hannesi var gert að greiða Jóni í Bretlandi nýverið. Innlent 23.10.2005 15:02 15 mánuðir fyrir nauðgunartilraun Maður á þrítugsaldri var dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi í Hæstarétti í dag fyrir tilraun til nauðgunar. Hann réðst á jafnöldru sína á réttarballi í Biskupstungum haustið 2004 og beitti hana talsverðu ofbeldi og hafði í hótunum við hana. Tilviljun réð því að hann kom ekki fram vilja sínum og fullframdi brotið, en maður kom aðvífandi og við það flúði hann af vettvangi. Innlent 23.10.2005 15:02 Húsleitin gerð hjá Skúlason ehf. Fyrirtækið sem efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra gerði húsleit hjá í gær að beiðni bresku lögreglunnar heitir Skúlason ehf. og er til húsa að Laugavegi 26. Fyrirtækið er að miklum meirihluta í eigu UK Ltd. í Bretlandi og svo Vestmannaeyjabæjar. Innlent 23.10.2005 15:02 Fíkniefnahundar í VMA Verkmenntaskólinn á Akureyri hefur skorið upp herör gegn fíkniefnanotkun. Nemendur geta nú vænst þess að lögreglumenn með sérþjálfaðan hund leiti að fíkniefnum í skólanum hvenær sem er. Innlent 23.10.2005 15:02 Ríkislögreglustjóri verst frétta Ríkislögreglustjóri verst allra frétta af húsleit efnahagsbrotadeildar í gær sem gerð var að beiðni bresku lögreglunnar, enda sé aðgerðin ekki að frumkvæði Ríkislögreglustjóra. Innlent 23.10.2005 15:02 Fundað um fjárnámskröfu Lögmenn Jóns Ólafssonar og Hannesar Hólmsteins funda nú um fjárnámskröfu Jóns á hendur Hannesi í húsakynnum sýslumannsins í Reykjavík. Hannes hefur lýst því yfir að hann muni láta lögmann sinn gera þá kröfu að fjárnámskröfu á hendur sér verði vísað til héraðsdóms. Innlent 23.10.2005 15:02 Hæstiréttur ómerkti sýknudóm Hæstiréttur ómerkti og vísaði heim í hérað til aðalmeðferðar sýknudómi héraðsdóms yfir manni sem ákærður var fyrir tilraun til manndráps í júlí í fyrra. Maðurinn var sakaður um að hafa lagt til leigubílstjóra með óþekktu eggvopni, með þeim afleiðingum að bílstjórinn hlaut átján sentimetra langan skurð á hálsi. Innlent 23.10.2005 15:02 Bílstjóri fagnar áfangasigri Hæstiréttur hefur vísað aftur til héraðsdóms máli leigubílstjóra sem varð fyrir því í fyrrasumar að maður teygði sig inn um gluggann hjá honum og skar hann á háls með hnífi. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í lok nóvember í fyrra manninn sem grunaður var um verknaðinn. Innlent 23.10.2005 15:02 Flúði út um glugga "Ég var bara heppin að vakna við hitann því í kjallaranum er hvorki reykskynjari, né slökkvitæki," segir Rakel Sara Ríkharðsdóttir, tæplega sautján ára gömul stúlka sem forðaði sér út um lítinn kjallaraglugga eftir að kviknaði í út frá kerti í herbergi þar sem hún sofnaði út frá sjónvarpi, á Selfossi á miðvikudagskvöld. Innlent 23.10.2005 15:02 Slasaðist alvarlega í árekstri Kona slasaðist alvarlega þegar jeppi og fólksbíll lentu í hörðum árekstri á Vesturlandsvegi skammt norðan við Borgarnes á áttunda tímanum í gærkvöldi. Karlmaður, sem var farþegi í bíl konunnar, slasaðist líka og var lagt af stað með þau áleiðis til Reykjavíkur í sjúkrabíl. Innlent 23.10.2005 15:02 Getur ekki samþykkt kröfuna Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, segist ekki trúa því að sýslumaðurinn í Reykjavík geti samþykkt fjárnámskröfu Jóns Ólafssonar á hendur sér. Jón hyggst fá aðstoð sýslumanns við að ná tólf milljónum króna af Hannesi sem hann var dæmdur til að greiða í Englandi vegna meiðandi ummæla um Jón. Innlent 23.10.2005 15:02 Grunaðir um aðild að peningaþvætti Húsleit var í dag gerð hjá fyrirtæki og á einkaheimili í Reykjavík að beiðni breskra yfirvalda. Íslendingar eru grunaðir um aðild að skipulögðum fjársvikum og peningaþvætti. Aðgerðirnar í Reykjavík tengjast víðtækum aðgerðum bresku efnahagsbrotalögreglunnar sem hófust í morgun. Innlent 23.10.2005 15:02 Ramsey fékk 18 mánaða fangelsi Scott Mckenna Ramsey var dæmdur í átján mánaða fangelsi, þar af fimmtán mánuði skilorðsbundið, í héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til mannsbana. Hann var einnig dæmdur til að greiða rúmlega tvær milljónir króna í skaða- og miskabætur. Innlent 23.10.2005 15:02 Segir hervæðingu óskiljanlega Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir hervæðingu Íslands með öllu óskiljanlega. Meðan skortur sé á almennri löggæslu og sakamál séu látin klúðrast vegna manneklu sé verið að eyða á annað hundrað milljónum króna í að efla sérsveitina og kaupa vopn. Innlent 23.10.2005 15:02 Fjárnámskrafa á hendur Hannesi Jón Ólafsson, fyrrum eigandi Norðurljósa og Skífunnar, muni á næstu dögum leggja fram fjárnámskröfu á hendur Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Þetta kemur fram í <em>Blaðinu</em> í dag. Innlent 23.10.2005 15:02 Bauðst tvisvar til að aðstoða Lögregla hafnaði boði vaktmanns á vegum skemmtibátafélagsins Snarfara um aðstoð nóttina sem sjóslysið varð á Viðeyjarsundi, aðfaranótt 10. september. Hafþór Lyngberg Jónsson, formaður Snarfara, segist hafa rætt atvikið við yfirlögregluþjón rannsóknardeildar lögreglu í Reykjavík og fengið þau svör að atvikið yrði skoðað. Innlent 23.10.2005 15:02 Gerðu húsleit í Reykjavík í dag Efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra gerði í dag húsleit á einkaheimili og fyrirtæki í Reykjavík í dag að beiðni breskra lögregluyfirvalda vegna rannsóknar á skipulögðum fjársvikum og peningaþvætti. Að sögn Arnars Jenssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns standa aðgerðir íslensku lögreglunnar enn. Innlent 23.10.2005 15:02 Lá við stórslysi Tilviljun og heppni réðu því, að mati lögreglu, að ekki varð stórslys þegar ökumaður í annarlegu ástandi ók gegn rauðu ljósi inn á gatnamót Grensásvegar og Miklubrautar um klukkan hálfellefu í gærkvöldi, og lenti þar utan í tveimur bílum sem óku eftir Miklubrautinni. Innlent 23.10.2005 15:02 Ramsey fékk 18 mánaða dóm Scott Ramsey, sem ákærður var fyrir að bana manni með hnefahöggi á skemmtistað í Keflavík á síðasta ári, fékk 18 mánaða dóm í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 15 mánuðir refsingarinnar eru skilorðsbundnir. Innlent 23.10.2005 15:02 Erindi auki líkur á fjárnámi Hefði Hannes Hólmsteinn ekki flutt umdeilt erindi sitt og látið falla meiðandi ummæli um Jón Ólafsson á ensku, væru meiri líkur á því að hann slyppi við að greiða Jóni Ólafssyni kaupsýlsumanni 12 milljónir króna. Þetta er mat prófessors í lögum. Innlent 23.10.2005 15:02 Hrappar féfletta fólk "Þeir hringdu í mig, rosalega ýtnir og frekir eftir að ég sendi póst út til að forvitnast um þetta," segir Karen Rut Konráðsdóttir, sem fékk tilkynningu um stóran vinning frá erlendu svikalottói. Karen til mikillar furðu fékk hún senda tilkynningu um að hún hefði unnið „þann stóra“ í alþjóðlegu lottói. Þar var ekki um neina smáræðis upphæð að ræða, því vinningurinn var sagður 1,5 milljónir evra, sem samsvarar 110 milljónum íslenskra króna. Innlent 23.10.2005 15:02 RNS skoðar sjóslys nánar Rannsóknarnefnd Sjóslysa ætlar að kanna nánar þætti sjóslyssins á Viðeyjarsundi þar sem smábátur steytti á Skarfaskeri. Jón A. Ingólfsson, framkvæmdastjóri nefndarinnar segir þá rannsókn kunna að taka vikur eða jafnvel mánuði til viðbótar. Innlent 23.10.2005 15:02 Ferðafrelsi flóttamanna verði heft Á að hefta ferðafrelsi þeirra sem leita eftir hæli hér á landi sem flóttamenn? Fulltrúi sýslumanns telur það hljóta að koma til álita, þar sem það færist í vöxt að glæpamenn misnoti kerfið og gangi lausir hér á landi meðan hælisumsókn er afgreidd. Innlent 23.10.2005 15:02 Hælisleitandi grunaður um morð Erlendur karlmaður, sem hefur verið dæmdur í 45 daga fangelsi hér á landi, er grunaður um morð í heimalandi sínu Grikklandi. Maðurinn kom hingað til lands 20. september. Við komuna framvísaði hann vegabréfi sem reyndist vera falsað. Hann óskaði þá eftir hæli hér á landi og eftir að hælismeðferð var maðurinn ákærður fyrir skjalafals. Innlent 23.10.2005 15:02 Kærður fyrir að áreita stúlkur Karlmaður á Akranesi hefur verið kærður til lögreglu fyrir að senda ungum stúlkum í bænum kynferðisleg skilaboð í gegnum farsíma. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa beitt unga frænku sína grófu kynferðislegu ofbeldi um sex ára skeið fyrir nokkrum árum, en sýknaður í Hæstarétti vegna slælegra vinnubragða við rannsókn málsins. Innlent 23.10.2005 15:02 Lögregla leitar enn brennuvargs Lögregla rannsakar enn tilurð nokkurra bruna sem urðu í Reykjavík fyrstu helgina í september. Ómar Smári Ármannsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir ekkert að frétta af rannsókn málsins enn sem komið er. Innlent 23.10.2005 15:02 Piltarnir þrír sæta varðhaldi Þrír átján ára karlmenn sitja í gæsluvarðhaldi í kjölfar líkamsárásar sem framin var í samkvæmi í Garðabæ á sunnudagsmorgun. Einn þeirra situr í varðhaldi í fimm daga, hinir tveir í þrjá daga. Mennirnir voru færðir fyrir dómara á níunda tímanum á sunndagskvöld og var þinghaldi ekki lokið fyrr en um klukkan eitt um nóttina. Innlent 23.10.2005 15:02 Engin framsalskrafa komin fram Ekki hefur enn komið fram framsalskrafa á albanskan mann sem kom hingað til lands á fölsuðum skilríkjum og er grunaður um morð í Grikklandi. Maðurinn kom hingað til lands hinn 20. september og hefur verið dæmdur í 45 daga fangelsi hér á landi. Við komuna framvísaði hann vegabréfi sem reyndist vera falsað. Innlent 23.10.2005 15:02 Brotist inn í tölvuverslun Brotist var inn í tölvuverslun í austurborginni um fimmleytið í nótt og þaðan stolið að minnsta kosti þremur fartölvum. Þjófavarnakerfi fór í gang en þrátt fyrir það voru þjófarnir á bak og burt þegar öryggisverðir og lögregla komu á vettvang örskammri stund síðar. Innlent 23.10.2005 15:02 Aðalmeðferð í máli gegn ritstjórum Í morgun fór fram aðalmeðferð fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í meiðyrðamáli Ásmundar Gunnlaugssonar jógakennara á hendur Illuga Jökulssyni og Mikael Torfasyni, þáverandi ritstjórum DV. Ásmundur kærði ritstjórana fyrir fyrirsögn á forsíðu 6. október 2004 þar sem stóð að hann hefði tryllst hjá sýslumanni og verið leiddur burt í lögreglufygld. Innlent 23.10.2005 15:01 « ‹ 26 27 28 29 30 31 32 33 34 … 120 ›
Tekur við fjárnámskröfu Jóns Sýslumaðurinn í Reykjavík mun eftir hádegið í dag taka við fjárnámskröfu Jóns Ólafssonar kaupsýslumanns á hendur Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni prófessor vegna skaðabóta sem Hannesi var gert að greiða Jóni í Bretlandi nýverið. Innlent 23.10.2005 15:02
15 mánuðir fyrir nauðgunartilraun Maður á þrítugsaldri var dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi í Hæstarétti í dag fyrir tilraun til nauðgunar. Hann réðst á jafnöldru sína á réttarballi í Biskupstungum haustið 2004 og beitti hana talsverðu ofbeldi og hafði í hótunum við hana. Tilviljun réð því að hann kom ekki fram vilja sínum og fullframdi brotið, en maður kom aðvífandi og við það flúði hann af vettvangi. Innlent 23.10.2005 15:02
Húsleitin gerð hjá Skúlason ehf. Fyrirtækið sem efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra gerði húsleit hjá í gær að beiðni bresku lögreglunnar heitir Skúlason ehf. og er til húsa að Laugavegi 26. Fyrirtækið er að miklum meirihluta í eigu UK Ltd. í Bretlandi og svo Vestmannaeyjabæjar. Innlent 23.10.2005 15:02
Fíkniefnahundar í VMA Verkmenntaskólinn á Akureyri hefur skorið upp herör gegn fíkniefnanotkun. Nemendur geta nú vænst þess að lögreglumenn með sérþjálfaðan hund leiti að fíkniefnum í skólanum hvenær sem er. Innlent 23.10.2005 15:02
Ríkislögreglustjóri verst frétta Ríkislögreglustjóri verst allra frétta af húsleit efnahagsbrotadeildar í gær sem gerð var að beiðni bresku lögreglunnar, enda sé aðgerðin ekki að frumkvæði Ríkislögreglustjóra. Innlent 23.10.2005 15:02
Fundað um fjárnámskröfu Lögmenn Jóns Ólafssonar og Hannesar Hólmsteins funda nú um fjárnámskröfu Jóns á hendur Hannesi í húsakynnum sýslumannsins í Reykjavík. Hannes hefur lýst því yfir að hann muni láta lögmann sinn gera þá kröfu að fjárnámskröfu á hendur sér verði vísað til héraðsdóms. Innlent 23.10.2005 15:02
Hæstiréttur ómerkti sýknudóm Hæstiréttur ómerkti og vísaði heim í hérað til aðalmeðferðar sýknudómi héraðsdóms yfir manni sem ákærður var fyrir tilraun til manndráps í júlí í fyrra. Maðurinn var sakaður um að hafa lagt til leigubílstjóra með óþekktu eggvopni, með þeim afleiðingum að bílstjórinn hlaut átján sentimetra langan skurð á hálsi. Innlent 23.10.2005 15:02
Bílstjóri fagnar áfangasigri Hæstiréttur hefur vísað aftur til héraðsdóms máli leigubílstjóra sem varð fyrir því í fyrrasumar að maður teygði sig inn um gluggann hjá honum og skar hann á háls með hnífi. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í lok nóvember í fyrra manninn sem grunaður var um verknaðinn. Innlent 23.10.2005 15:02
Flúði út um glugga "Ég var bara heppin að vakna við hitann því í kjallaranum er hvorki reykskynjari, né slökkvitæki," segir Rakel Sara Ríkharðsdóttir, tæplega sautján ára gömul stúlka sem forðaði sér út um lítinn kjallaraglugga eftir að kviknaði í út frá kerti í herbergi þar sem hún sofnaði út frá sjónvarpi, á Selfossi á miðvikudagskvöld. Innlent 23.10.2005 15:02
Slasaðist alvarlega í árekstri Kona slasaðist alvarlega þegar jeppi og fólksbíll lentu í hörðum árekstri á Vesturlandsvegi skammt norðan við Borgarnes á áttunda tímanum í gærkvöldi. Karlmaður, sem var farþegi í bíl konunnar, slasaðist líka og var lagt af stað með þau áleiðis til Reykjavíkur í sjúkrabíl. Innlent 23.10.2005 15:02
Getur ekki samþykkt kröfuna Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, segist ekki trúa því að sýslumaðurinn í Reykjavík geti samþykkt fjárnámskröfu Jóns Ólafssonar á hendur sér. Jón hyggst fá aðstoð sýslumanns við að ná tólf milljónum króna af Hannesi sem hann var dæmdur til að greiða í Englandi vegna meiðandi ummæla um Jón. Innlent 23.10.2005 15:02
Grunaðir um aðild að peningaþvætti Húsleit var í dag gerð hjá fyrirtæki og á einkaheimili í Reykjavík að beiðni breskra yfirvalda. Íslendingar eru grunaðir um aðild að skipulögðum fjársvikum og peningaþvætti. Aðgerðirnar í Reykjavík tengjast víðtækum aðgerðum bresku efnahagsbrotalögreglunnar sem hófust í morgun. Innlent 23.10.2005 15:02
Ramsey fékk 18 mánaða fangelsi Scott Mckenna Ramsey var dæmdur í átján mánaða fangelsi, þar af fimmtán mánuði skilorðsbundið, í héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til mannsbana. Hann var einnig dæmdur til að greiða rúmlega tvær milljónir króna í skaða- og miskabætur. Innlent 23.10.2005 15:02
Segir hervæðingu óskiljanlega Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir hervæðingu Íslands með öllu óskiljanlega. Meðan skortur sé á almennri löggæslu og sakamál séu látin klúðrast vegna manneklu sé verið að eyða á annað hundrað milljónum króna í að efla sérsveitina og kaupa vopn. Innlent 23.10.2005 15:02
Fjárnámskrafa á hendur Hannesi Jón Ólafsson, fyrrum eigandi Norðurljósa og Skífunnar, muni á næstu dögum leggja fram fjárnámskröfu á hendur Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Þetta kemur fram í <em>Blaðinu</em> í dag. Innlent 23.10.2005 15:02
Bauðst tvisvar til að aðstoða Lögregla hafnaði boði vaktmanns á vegum skemmtibátafélagsins Snarfara um aðstoð nóttina sem sjóslysið varð á Viðeyjarsundi, aðfaranótt 10. september. Hafþór Lyngberg Jónsson, formaður Snarfara, segist hafa rætt atvikið við yfirlögregluþjón rannsóknardeildar lögreglu í Reykjavík og fengið þau svör að atvikið yrði skoðað. Innlent 23.10.2005 15:02
Gerðu húsleit í Reykjavík í dag Efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra gerði í dag húsleit á einkaheimili og fyrirtæki í Reykjavík í dag að beiðni breskra lögregluyfirvalda vegna rannsóknar á skipulögðum fjársvikum og peningaþvætti. Að sögn Arnars Jenssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns standa aðgerðir íslensku lögreglunnar enn. Innlent 23.10.2005 15:02
Lá við stórslysi Tilviljun og heppni réðu því, að mati lögreglu, að ekki varð stórslys þegar ökumaður í annarlegu ástandi ók gegn rauðu ljósi inn á gatnamót Grensásvegar og Miklubrautar um klukkan hálfellefu í gærkvöldi, og lenti þar utan í tveimur bílum sem óku eftir Miklubrautinni. Innlent 23.10.2005 15:02
Ramsey fékk 18 mánaða dóm Scott Ramsey, sem ákærður var fyrir að bana manni með hnefahöggi á skemmtistað í Keflavík á síðasta ári, fékk 18 mánaða dóm í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 15 mánuðir refsingarinnar eru skilorðsbundnir. Innlent 23.10.2005 15:02
Erindi auki líkur á fjárnámi Hefði Hannes Hólmsteinn ekki flutt umdeilt erindi sitt og látið falla meiðandi ummæli um Jón Ólafsson á ensku, væru meiri líkur á því að hann slyppi við að greiða Jóni Ólafssyni kaupsýlsumanni 12 milljónir króna. Þetta er mat prófessors í lögum. Innlent 23.10.2005 15:02
Hrappar féfletta fólk "Þeir hringdu í mig, rosalega ýtnir og frekir eftir að ég sendi póst út til að forvitnast um þetta," segir Karen Rut Konráðsdóttir, sem fékk tilkynningu um stóran vinning frá erlendu svikalottói. Karen til mikillar furðu fékk hún senda tilkynningu um að hún hefði unnið „þann stóra“ í alþjóðlegu lottói. Þar var ekki um neina smáræðis upphæð að ræða, því vinningurinn var sagður 1,5 milljónir evra, sem samsvarar 110 milljónum íslenskra króna. Innlent 23.10.2005 15:02
RNS skoðar sjóslys nánar Rannsóknarnefnd Sjóslysa ætlar að kanna nánar þætti sjóslyssins á Viðeyjarsundi þar sem smábátur steytti á Skarfaskeri. Jón A. Ingólfsson, framkvæmdastjóri nefndarinnar segir þá rannsókn kunna að taka vikur eða jafnvel mánuði til viðbótar. Innlent 23.10.2005 15:02
Ferðafrelsi flóttamanna verði heft Á að hefta ferðafrelsi þeirra sem leita eftir hæli hér á landi sem flóttamenn? Fulltrúi sýslumanns telur það hljóta að koma til álita, þar sem það færist í vöxt að glæpamenn misnoti kerfið og gangi lausir hér á landi meðan hælisumsókn er afgreidd. Innlent 23.10.2005 15:02
Hælisleitandi grunaður um morð Erlendur karlmaður, sem hefur verið dæmdur í 45 daga fangelsi hér á landi, er grunaður um morð í heimalandi sínu Grikklandi. Maðurinn kom hingað til lands 20. september. Við komuna framvísaði hann vegabréfi sem reyndist vera falsað. Hann óskaði þá eftir hæli hér á landi og eftir að hælismeðferð var maðurinn ákærður fyrir skjalafals. Innlent 23.10.2005 15:02
Kærður fyrir að áreita stúlkur Karlmaður á Akranesi hefur verið kærður til lögreglu fyrir að senda ungum stúlkum í bænum kynferðisleg skilaboð í gegnum farsíma. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa beitt unga frænku sína grófu kynferðislegu ofbeldi um sex ára skeið fyrir nokkrum árum, en sýknaður í Hæstarétti vegna slælegra vinnubragða við rannsókn málsins. Innlent 23.10.2005 15:02
Lögregla leitar enn brennuvargs Lögregla rannsakar enn tilurð nokkurra bruna sem urðu í Reykjavík fyrstu helgina í september. Ómar Smári Ármannsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir ekkert að frétta af rannsókn málsins enn sem komið er. Innlent 23.10.2005 15:02
Piltarnir þrír sæta varðhaldi Þrír átján ára karlmenn sitja í gæsluvarðhaldi í kjölfar líkamsárásar sem framin var í samkvæmi í Garðabæ á sunnudagsmorgun. Einn þeirra situr í varðhaldi í fimm daga, hinir tveir í þrjá daga. Mennirnir voru færðir fyrir dómara á níunda tímanum á sunndagskvöld og var þinghaldi ekki lokið fyrr en um klukkan eitt um nóttina. Innlent 23.10.2005 15:02
Engin framsalskrafa komin fram Ekki hefur enn komið fram framsalskrafa á albanskan mann sem kom hingað til lands á fölsuðum skilríkjum og er grunaður um morð í Grikklandi. Maðurinn kom hingað til lands hinn 20. september og hefur verið dæmdur í 45 daga fangelsi hér á landi. Við komuna framvísaði hann vegabréfi sem reyndist vera falsað. Innlent 23.10.2005 15:02
Brotist inn í tölvuverslun Brotist var inn í tölvuverslun í austurborginni um fimmleytið í nótt og þaðan stolið að minnsta kosti þremur fartölvum. Þjófavarnakerfi fór í gang en þrátt fyrir það voru þjófarnir á bak og burt þegar öryggisverðir og lögregla komu á vettvang örskammri stund síðar. Innlent 23.10.2005 15:02
Aðalmeðferð í máli gegn ritstjórum Í morgun fór fram aðalmeðferð fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í meiðyrðamáli Ásmundar Gunnlaugssonar jógakennara á hendur Illuga Jökulssyni og Mikael Torfasyni, þáverandi ritstjórum DV. Ásmundur kærði ritstjórana fyrir fyrirsögn á forsíðu 6. október 2004 þar sem stóð að hann hefði tryllst hjá sýslumanni og verið leiddur burt í lögreglufygld. Innlent 23.10.2005 15:01