Lög og regla Lögregla vinnur með skemmtistöðum gegn ofbeldi Lögreglan í Reykjavík hefur tekið upp samstarf við þrjá skemmtistaði í miðborginni þar sem talstöðvum og eftirlitsmyndavélum er beitt til að reyna að draga úr ofbeldi í miðborginni. Samstarfið sem hófst um síðustu helgi hefur þegar gefið góða raun því viðbragðstími lögreglu vegna atvika hefur styst mjög mikið. Innlent 18.6.2006 18:53 Á góðum batavegi eftir hnífsstungu Maðurinn sem var stunginn með hnífi í kviðinn á veitingastað við Laugaveg í fyrrinótt er á góðum batavegi. Hann dvelur enn á gjörgæslu en verður útskrifaður þaðan í dag og fluttur á almenna deild. Innlent 18.6.2006 12:20 Búið að handtaka fjóra vegna líkamsárásar Lögreglan í Keflavík hefur handtekið fjóra menn vegna alvarlegrar líkamsárásar í bænum í morgun. Ráðist var á tvo menn og þurfti að flytja annan þeirra á sjúkrahús í Reykjavík vegna áverka á höfði. Innlent 18.6.2006 11:53 Alvarleg líkamsárás í Keflavík í morgun Alvarleg líkamsárás átti sér stað í Keflavík um sexleytið í nótt þegar ráðist var á tvo karlmenn á gangi í bænum. Bíl var ekið upp að mönnunum og stigu fjórir karlmenn út og réðust á tvímenningana. Annar þeirra hlaut alvarlega áverka á höfði og var fluttur með sjúkrabíl á Landspítalann í Fossvogi. Innlent 18.6.2006 09:49 Gæsluvarðhald vegna hnífsstungu Karlmaður um tvítugt hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudagsins 23. júní vegna hnífsstungu á veitingastað við Laugaveginn í nótt. Innlent 17.6.2006 17:42 Töluverður erill hjá lögreglunni á Akureyri Töluverður erill var hjá lögreglunni á Akureyri í gær og nótt en nóttinn gekk þó slysalaust fyrir sig. Mikil ölvun var í bænum og þurfti lögregla að hafa afskipti af allmörgum ungmennum sem ekki höfðu lögaldur til að neyta áfengis. Innlent 17.6.2006 09:48 Karlmaður stunginn á veitingastað í miðbænum í nótt Karlmaður á fimmtugsaldri var stunginn með hnífi í kviðinn á veitingastað við Laugaveg um hálftvöleytið í nótt. Maðurinn var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild og liggur hann nú á gjörgæslu. Innlent 17.6.2006 09:32 Segir húsleit gerða vegna kvörtunar frá keppinauti Halldór Guðbjarnason, framkvæmdastjóri VISA Íslands, segist telja að Samkeppniseftirlitið hafi gert húsleit hjá fyrirtækinu í dag vegna kvörtunar frá keppinauti þess, PBS, sem er danskt fyrirtæki. Þetta kom frá á blaðamannafundi sem fyrirtækið efndi til vegna húsleitarinnar. Innlent 13.6.2006 17:34 Tafir vegna árekstra í Reykjavík Þrír minniháttar árekstrar urðu í Reykjavík rétt fyrir klukkan fjögur í dag. Tveir árekstranna urðu á Bústaðarveg og varð Bústaðaraveg við Litlu hlíð lokað tímabundið vegna þessa. Þriðji áreksturinn var við gatnamót Sæbrautar og Laugarnesvegar. Búast má við einhverjum töfum í umferðinni vegna þessa en lögregla og tækjabílar virða hörðum höndum að því að greiða fyrir umferð á ný. Innlent 13.6.2006 16:35 Þykja hafa unnið töluvert afrek við slökkvistarf Slökkviliðsmenn á Héraði þykja hafa unnið töluvert afrek í kvöld þegar þeir slökktu eld sem kviknað hafði í fallgöngum Kárahnjúkavirkjunar. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá rafmagni en ekki liggur fyrir hversu mikið tjónið er. Innlent 12.6.2006 22:48 Búið að ræða við menn vegna mótmælaspjalds Lögregla hefur þegar rætt við mennina sem báru mótmælaspjald í göngu Íslandsvina í lok maímánaðar með áletruninni "Drekkjum Valgerði en ekki Íslandi". Innlent 12.6.2006 22:15 Tafir á umferð vegna tónleika Waters Allnokkrar tafir urðu á umferð á Vesturlandsvegi á áttunda tímanum í kvöld vegna tónleika Rogers Waters, forsprakka hljómsveitarinnar Pink Floyd, sem nú standa yfir í Egilshöll. Innlent 12.6.2006 22:12 Ákærður fyrir kynferðislega áreitni í Bretlandi Íslenskur karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir kynferðislega áreitni gegn unglingsstúlku í Bretlandi. Hann á yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi. Innlent 12.6.2006 19:00 Eldur í fallgöngum 2 í Fljótsdal Slökkvilið frá Egilsstöðum var sent inn í Fljótsdal nú síðla dags vegna elds sem kom upp inni í fallgöngum tvö á Kárahnjúkum. Enginn maður mun vera í hættu en lögregla er þegar komin á vettvang og er búist við að slökkvilið fari inn í gegnum stöðvarhúsið í Fljótsdal. Ekki liggur fyrir hversu mikill eldurinn er eða hver upptök hans eru. Innlent 12.6.2006 17:51 Vilja vitnisburð um samskipti dómsstjóra og saksóknara Verjendur tveggja sakborninga í Baugsmálinu krefjast þess að settur saksóknari í málinu og dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur beri vitni um samskipti sín áður en ákæra var gefin út að nýju. Þeir telja samskiptin óeðlileg og brjóta í bága við lög. Innlent 9.6.2006 12:04 Vilja settan ríkissaksóknara í vitnastúku Fyrirtaka hófst í Baugsmálinu í morgun en þar verður meðal annars tekin afstaða til þeirrar kröfu verjenda í málinu um að Sigurður Magnús Tómasson, settur ríkissaksóknari, og Helgi I. Jónsson, dómsstjóri í Héraðsdómi Reykjavíkur, verði leiddir í vitnastúku í tengslum við skipan dómara í málinu. Innlent 9.6.2006 10:28 Hafnar kröfu um bætur frá ríkinu vegna árásar á Litla-Hrauni Hæstiréttur hafnaði í gær kröfu Þórhalls Ölvers Gunnlaugssonar, oftast kenndum við Vatnsberann, um bætur frá íslenska ríkinu vegna árásar sem hann varð fyrir á Litla-Hrauni fyrir þremur árum. Innlent 9.6.2006 09:33 Gripnir með stolna fartölvu Tveir grunsamlegir menn vopru gripnir glóðvolglir með fartölvu í fórum sínum í vesturborginni undir morgun og taldi lögreglan sig vera búna að finna þjófa, sem skömmmu áður höfðu brotist inn i fasteignasölu í miðborginni og stolið þaðan fartölvu. Mennirnir reyndust hinsvegar blá saklausir af því, en þó ekki saklausir eftir allt, því tölvan reyndist vera úr íbúð í vesturborginni, þar sem þeir höfðu brotist inn og stolið henni. Innlent 9.6.2006 08:09 Fundu stolinn bíl við fíkniefnaleit Glænýr pick up bíll fanst falinn inni í bílskúr þegar lögreglan í Keflavík var að gera húsleit í Garðinum í nótt vegna gruns um fíkniefnamisferli. Þegar lögreglumenn höfðu fundið kannabis á ýmsum vinnslustigum og nokkrar kannabisplöntur á heimili hins gurnaða, datt þeim í hug að líta inn í bílskurinn, þar sem bíllinn fanst. Innlent 9.6.2006 08:05 Tekinn fyrir handrukkun vegna fasteignaviðskipta Eins konar handrukkari var handtekinn á Akureyri í nótt eftir að fórnarlamb hans kallaði á lögreglu þegar rukkarinn var farinn af vettvangi. Það sem er óvenjulegt við þennan sjálfskipaða innheimtumann er að hann tengist ekki fíkniefnaheiminum heldur tengist málið fasteignaviðskiptum. Innlent 9.6.2006 07:53 Bjargað úr sundlaug í Reykjanesi Maður slasaðist í sundlauginni í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp í nótt og lá meðvitundarlaus á laugarbotninum og farinn að blána þegar félagar hans fundu hann. Innlent 9.6.2006 07:47 Aðsúgur gerður að lögreglu á Akureyri Aðsúgur var gerður að lögreglumönnum i miðbæ Akureyrar í nótt, þegar þeir ætluðu að handtaka skemmdarvarg og urðu þeir að beita pipargasi, eða meis, til að verja sig. Innlent 9.6.2006 07:36 Bruni í húsnæði í Súðarvogi Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að verksmiðjuhúsnæði við Súðarvog laust fyrir hádegi vegna elds sem þar hafði komið upp. Að sögn slökkviliðs voru menn að vinnu inni í húsnæðinu við slípun nærri loftræstistokki og svo virðist sem neisti hafi hlaupið í óhreinindi í loftræstistokknum með þeim afleiðingum að eldurinn kviknaði. Innlent 8.6.2006 12:58 Tengivagn valt þegar vegkantur gaf sig Tengivagn aftan í flutningabíl valt þegar vegkantur á þjóðveginum undir austanverðu Ingólfsfjalli gaf sig í gærkvöldi. Minnstu munaði að vagninn tæki flutningabílinn með sér í veltuna. Unnið er að vegaframkvæmdum á þessum slóðum og er talið að rekja megi óhappið til þess. Innlent 8.6.2006 07:52 Enn leitað að 24 ára karlmanni Eftirgrennslan lögreglunnar í Reykjavík eftir Hauki Frey Ágústssyni, sem er tuttugu og fjögurra ára, þrekvaxinn og einn og áttatíu á hæð, hefur engan árangur borið. Innlent 8.6.2006 07:39 Aðalmeðferð í meiðyrðamáli vegna Skerjafjarðarskýrslu Aðalmeðferð var í morgun í meiðyrðamáli Friðriks Þór Guðmundssonar á hendur Sigurði Líndal lagaprófessor vegna ummæla Sigurðar í tenglsum við rannsókn flugslyssins í Skerjafirði. Sigurður Líndal var formaður nefndar sem rannsakaði rannsóknina á flugslysinu og fleiri skýrslur því tengdu og skilaði skýrslu um málið. Innlent 7.6.2006 12:24 Ölvaður í hraðakstri í Ártúnsbrekkunni Lögreglan í Reykjavík stöðvaði í nótt ökumann sem mælst hafði á yfir hundrað og tuttugu kílómetra hraða í Ártúnsbrekku, þar sem hámarkshraði er áttatíu. Kom þá í ljós að hann var talsvert ölvaður og var því bundinn endir á ferðarlag hans. Innlent 7.6.2006 07:53 Féll af vélhjóli og slasaðist á Reykjavíkurvegi Ökumaður mótorhjóls slasaðist þegar hann féll af hjólinu á Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði í gærkvöldi og veltist eftir götunni en hjólið hafnaði mannlaust framan á bíl sem kom úr gagnstæðri átt. Innlent 7.6.2006 07:37 Dómur kveðinn upp í dag vegna Viðeyjarslyss Dómur verður kveðinn upp í máli Jónasar Garðarssonar, formanns Sjómannafélags Reykjavíkur, í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan eitt í dag. Jónas er sakaður um að hafa þann tíunda september síðastliðinni stýrt skemmtibátnum Hörpu undir áhrifum áfengis, en báturinn steytti á Skarfaskeri á Viðeyjarsundi með þeim afleiðingum að tveir létust. Innlent 6.6.2006 10:00 Eftirlit með utanvegaakstri úr lofti Þeir sem stunda utanvegaakstur geta átt von á eftirliti úr lofti en lögreglan og Landhelgisgæslan hafa tekið höndum saman um að stemma stigu við slíkum akstri. Nokkrir brotlegir voru bókaðir af lögreglunni um helgina og geta átt von á sektum. Innlent 5.6.2006 20:14 « ‹ 10 11 12 13 14 15 16 17 18 … 120 ›
Lögregla vinnur með skemmtistöðum gegn ofbeldi Lögreglan í Reykjavík hefur tekið upp samstarf við þrjá skemmtistaði í miðborginni þar sem talstöðvum og eftirlitsmyndavélum er beitt til að reyna að draga úr ofbeldi í miðborginni. Samstarfið sem hófst um síðustu helgi hefur þegar gefið góða raun því viðbragðstími lögreglu vegna atvika hefur styst mjög mikið. Innlent 18.6.2006 18:53
Á góðum batavegi eftir hnífsstungu Maðurinn sem var stunginn með hnífi í kviðinn á veitingastað við Laugaveg í fyrrinótt er á góðum batavegi. Hann dvelur enn á gjörgæslu en verður útskrifaður þaðan í dag og fluttur á almenna deild. Innlent 18.6.2006 12:20
Búið að handtaka fjóra vegna líkamsárásar Lögreglan í Keflavík hefur handtekið fjóra menn vegna alvarlegrar líkamsárásar í bænum í morgun. Ráðist var á tvo menn og þurfti að flytja annan þeirra á sjúkrahús í Reykjavík vegna áverka á höfði. Innlent 18.6.2006 11:53
Alvarleg líkamsárás í Keflavík í morgun Alvarleg líkamsárás átti sér stað í Keflavík um sexleytið í nótt þegar ráðist var á tvo karlmenn á gangi í bænum. Bíl var ekið upp að mönnunum og stigu fjórir karlmenn út og réðust á tvímenningana. Annar þeirra hlaut alvarlega áverka á höfði og var fluttur með sjúkrabíl á Landspítalann í Fossvogi. Innlent 18.6.2006 09:49
Gæsluvarðhald vegna hnífsstungu Karlmaður um tvítugt hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudagsins 23. júní vegna hnífsstungu á veitingastað við Laugaveginn í nótt. Innlent 17.6.2006 17:42
Töluverður erill hjá lögreglunni á Akureyri Töluverður erill var hjá lögreglunni á Akureyri í gær og nótt en nóttinn gekk þó slysalaust fyrir sig. Mikil ölvun var í bænum og þurfti lögregla að hafa afskipti af allmörgum ungmennum sem ekki höfðu lögaldur til að neyta áfengis. Innlent 17.6.2006 09:48
Karlmaður stunginn á veitingastað í miðbænum í nótt Karlmaður á fimmtugsaldri var stunginn með hnífi í kviðinn á veitingastað við Laugaveg um hálftvöleytið í nótt. Maðurinn var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild og liggur hann nú á gjörgæslu. Innlent 17.6.2006 09:32
Segir húsleit gerða vegna kvörtunar frá keppinauti Halldór Guðbjarnason, framkvæmdastjóri VISA Íslands, segist telja að Samkeppniseftirlitið hafi gert húsleit hjá fyrirtækinu í dag vegna kvörtunar frá keppinauti þess, PBS, sem er danskt fyrirtæki. Þetta kom frá á blaðamannafundi sem fyrirtækið efndi til vegna húsleitarinnar. Innlent 13.6.2006 17:34
Tafir vegna árekstra í Reykjavík Þrír minniháttar árekstrar urðu í Reykjavík rétt fyrir klukkan fjögur í dag. Tveir árekstranna urðu á Bústaðarveg og varð Bústaðaraveg við Litlu hlíð lokað tímabundið vegna þessa. Þriðji áreksturinn var við gatnamót Sæbrautar og Laugarnesvegar. Búast má við einhverjum töfum í umferðinni vegna þessa en lögregla og tækjabílar virða hörðum höndum að því að greiða fyrir umferð á ný. Innlent 13.6.2006 16:35
Þykja hafa unnið töluvert afrek við slökkvistarf Slökkviliðsmenn á Héraði þykja hafa unnið töluvert afrek í kvöld þegar þeir slökktu eld sem kviknað hafði í fallgöngum Kárahnjúkavirkjunar. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá rafmagni en ekki liggur fyrir hversu mikið tjónið er. Innlent 12.6.2006 22:48
Búið að ræða við menn vegna mótmælaspjalds Lögregla hefur þegar rætt við mennina sem báru mótmælaspjald í göngu Íslandsvina í lok maímánaðar með áletruninni "Drekkjum Valgerði en ekki Íslandi". Innlent 12.6.2006 22:15
Tafir á umferð vegna tónleika Waters Allnokkrar tafir urðu á umferð á Vesturlandsvegi á áttunda tímanum í kvöld vegna tónleika Rogers Waters, forsprakka hljómsveitarinnar Pink Floyd, sem nú standa yfir í Egilshöll. Innlent 12.6.2006 22:12
Ákærður fyrir kynferðislega áreitni í Bretlandi Íslenskur karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir kynferðislega áreitni gegn unglingsstúlku í Bretlandi. Hann á yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi. Innlent 12.6.2006 19:00
Eldur í fallgöngum 2 í Fljótsdal Slökkvilið frá Egilsstöðum var sent inn í Fljótsdal nú síðla dags vegna elds sem kom upp inni í fallgöngum tvö á Kárahnjúkum. Enginn maður mun vera í hættu en lögregla er þegar komin á vettvang og er búist við að slökkvilið fari inn í gegnum stöðvarhúsið í Fljótsdal. Ekki liggur fyrir hversu mikill eldurinn er eða hver upptök hans eru. Innlent 12.6.2006 17:51
Vilja vitnisburð um samskipti dómsstjóra og saksóknara Verjendur tveggja sakborninga í Baugsmálinu krefjast þess að settur saksóknari í málinu og dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur beri vitni um samskipti sín áður en ákæra var gefin út að nýju. Þeir telja samskiptin óeðlileg og brjóta í bága við lög. Innlent 9.6.2006 12:04
Vilja settan ríkissaksóknara í vitnastúku Fyrirtaka hófst í Baugsmálinu í morgun en þar verður meðal annars tekin afstaða til þeirrar kröfu verjenda í málinu um að Sigurður Magnús Tómasson, settur ríkissaksóknari, og Helgi I. Jónsson, dómsstjóri í Héraðsdómi Reykjavíkur, verði leiddir í vitnastúku í tengslum við skipan dómara í málinu. Innlent 9.6.2006 10:28
Hafnar kröfu um bætur frá ríkinu vegna árásar á Litla-Hrauni Hæstiréttur hafnaði í gær kröfu Þórhalls Ölvers Gunnlaugssonar, oftast kenndum við Vatnsberann, um bætur frá íslenska ríkinu vegna árásar sem hann varð fyrir á Litla-Hrauni fyrir þremur árum. Innlent 9.6.2006 09:33
Gripnir með stolna fartölvu Tveir grunsamlegir menn vopru gripnir glóðvolglir með fartölvu í fórum sínum í vesturborginni undir morgun og taldi lögreglan sig vera búna að finna þjófa, sem skömmmu áður höfðu brotist inn i fasteignasölu í miðborginni og stolið þaðan fartölvu. Mennirnir reyndust hinsvegar blá saklausir af því, en þó ekki saklausir eftir allt, því tölvan reyndist vera úr íbúð í vesturborginni, þar sem þeir höfðu brotist inn og stolið henni. Innlent 9.6.2006 08:09
Fundu stolinn bíl við fíkniefnaleit Glænýr pick up bíll fanst falinn inni í bílskúr þegar lögreglan í Keflavík var að gera húsleit í Garðinum í nótt vegna gruns um fíkniefnamisferli. Þegar lögreglumenn höfðu fundið kannabis á ýmsum vinnslustigum og nokkrar kannabisplöntur á heimili hins gurnaða, datt þeim í hug að líta inn í bílskurinn, þar sem bíllinn fanst. Innlent 9.6.2006 08:05
Tekinn fyrir handrukkun vegna fasteignaviðskipta Eins konar handrukkari var handtekinn á Akureyri í nótt eftir að fórnarlamb hans kallaði á lögreglu þegar rukkarinn var farinn af vettvangi. Það sem er óvenjulegt við þennan sjálfskipaða innheimtumann er að hann tengist ekki fíkniefnaheiminum heldur tengist málið fasteignaviðskiptum. Innlent 9.6.2006 07:53
Bjargað úr sundlaug í Reykjanesi Maður slasaðist í sundlauginni í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp í nótt og lá meðvitundarlaus á laugarbotninum og farinn að blána þegar félagar hans fundu hann. Innlent 9.6.2006 07:47
Aðsúgur gerður að lögreglu á Akureyri Aðsúgur var gerður að lögreglumönnum i miðbæ Akureyrar í nótt, þegar þeir ætluðu að handtaka skemmdarvarg og urðu þeir að beita pipargasi, eða meis, til að verja sig. Innlent 9.6.2006 07:36
Bruni í húsnæði í Súðarvogi Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að verksmiðjuhúsnæði við Súðarvog laust fyrir hádegi vegna elds sem þar hafði komið upp. Að sögn slökkviliðs voru menn að vinnu inni í húsnæðinu við slípun nærri loftræstistokki og svo virðist sem neisti hafi hlaupið í óhreinindi í loftræstistokknum með þeim afleiðingum að eldurinn kviknaði. Innlent 8.6.2006 12:58
Tengivagn valt þegar vegkantur gaf sig Tengivagn aftan í flutningabíl valt þegar vegkantur á þjóðveginum undir austanverðu Ingólfsfjalli gaf sig í gærkvöldi. Minnstu munaði að vagninn tæki flutningabílinn með sér í veltuna. Unnið er að vegaframkvæmdum á þessum slóðum og er talið að rekja megi óhappið til þess. Innlent 8.6.2006 07:52
Enn leitað að 24 ára karlmanni Eftirgrennslan lögreglunnar í Reykjavík eftir Hauki Frey Ágústssyni, sem er tuttugu og fjögurra ára, þrekvaxinn og einn og áttatíu á hæð, hefur engan árangur borið. Innlent 8.6.2006 07:39
Aðalmeðferð í meiðyrðamáli vegna Skerjafjarðarskýrslu Aðalmeðferð var í morgun í meiðyrðamáli Friðriks Þór Guðmundssonar á hendur Sigurði Líndal lagaprófessor vegna ummæla Sigurðar í tenglsum við rannsókn flugslyssins í Skerjafirði. Sigurður Líndal var formaður nefndar sem rannsakaði rannsóknina á flugslysinu og fleiri skýrslur því tengdu og skilaði skýrslu um málið. Innlent 7.6.2006 12:24
Ölvaður í hraðakstri í Ártúnsbrekkunni Lögreglan í Reykjavík stöðvaði í nótt ökumann sem mælst hafði á yfir hundrað og tuttugu kílómetra hraða í Ártúnsbrekku, þar sem hámarkshraði er áttatíu. Kom þá í ljós að hann var talsvert ölvaður og var því bundinn endir á ferðarlag hans. Innlent 7.6.2006 07:53
Féll af vélhjóli og slasaðist á Reykjavíkurvegi Ökumaður mótorhjóls slasaðist þegar hann féll af hjólinu á Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði í gærkvöldi og veltist eftir götunni en hjólið hafnaði mannlaust framan á bíl sem kom úr gagnstæðri átt. Innlent 7.6.2006 07:37
Dómur kveðinn upp í dag vegna Viðeyjarslyss Dómur verður kveðinn upp í máli Jónasar Garðarssonar, formanns Sjómannafélags Reykjavíkur, í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan eitt í dag. Jónas er sakaður um að hafa þann tíunda september síðastliðinni stýrt skemmtibátnum Hörpu undir áhrifum áfengis, en báturinn steytti á Skarfaskeri á Viðeyjarsundi með þeim afleiðingum að tveir létust. Innlent 6.6.2006 10:00
Eftirlit með utanvegaakstri úr lofti Þeir sem stunda utanvegaakstur geta átt von á eftirliti úr lofti en lögreglan og Landhelgisgæslan hafa tekið höndum saman um að stemma stigu við slíkum akstri. Nokkrir brotlegir voru bókaðir af lögreglunni um helgina og geta átt von á sektum. Innlent 5.6.2006 20:14
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent