Lög og regla

Fréttamynd

Skilorð fyrir nefbrot

Maður á þrítugsaldri var, í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi, fyrir að hafa slegið fertuga konu hnefahögg í andlitið þannig að hún nefbrotnaði. Maðurinn var hjálpa vinkonu sinni sem var í slagsmálum við konuna sem hann síðan kýldi sig.

Innlent
Fréttamynd

Krufning staðfestir grun lögreglu

Bráðabirgðaniðurstöður krufningar vegna manndrápsins í Hamraborg í fyrrinótt staðfesta grun lögreglunnar um dánarorsök. Kona sem banað var lést eftir að eiginmaður hennar þrengdi að öndunarvegi hennar þannig að hún lést.

Innlent
Fréttamynd

55 milljón króna sekt

Maður á fimmtugsaldri var, í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudag, dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skattsvik. Þá er hann dæmdur til að greiða 55 milljónir króna í sekt og verði hún ekki greidd innan fjögurra vikna kemur hennar í stað eins árs fangelsi.

Innlent
Fréttamynd

Áttu pantaðan tíma hjá sýslumanni

Bráðabirgðaniðurstöður krufningar styðja það sem áður hefur komið fram um að Sæunni Pálsdóttur hafi verið ráðinn bani með því að þrengt hafi verið að öndunarvegi hennar að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar, yfirlögregluþjóns í Kópavogi. Eiginmaður Sæunnar, Magnús Einarsson, hefur játað að hafa banað henni á heimili þeirra í Hamraborg.

Innlent
Fréttamynd

Skemmdi fjóra bíla

Fjórir bílar skemmdust og mildi var að engin skyldi slasast þegar steypustyrktarjárn sem hékk á hlið vörubíls lenti í bílunum sem komu úr gangstæðri átt í Langadal, skammt frá Blönduósi, í gær.

Innlent
Fréttamynd

Játar að hafa banað konunni

Eiginmaður konunnar sem fannst látin á heimili sínu í Hamraborg í nótt hefur játað að hafa orðið henni að bana. Maðurinn, sem er tæplega þrítugur að aldri, hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. desember.

Innlent
Fréttamynd

Voveiflegt mannslát í nótt

Tæplega þrítugur maður er í haldi lögreglunnar í Kópavogi, grunaður um að hafa ráðið tuttugu og fimm ára eiginkonu sinni bana á heimili þeirra í Hamraborg í nótt. Það var klukkan rúmlega þrjú í nótt sem lögreglu barst tilkynning um að ekki væri allt með felldu á heimili þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Dæmdur fyrir rán og árás

Tvítugum maður var í gær dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir rán og líkamsárás fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Það var í mars 2002 sem maðurinn, í félagi við aðra óþekkta manneskju, kom inn í söluturinn Vídeóspóluna í Reykjavík og ógnaði afgreiðslustúlku með því að bera hníf upp að hálsi hennar, ýta henni upp við vegg og niður á gólf.

Innlent
Fréttamynd

Játar að hafa banað Sæunni

Magnús Einarsson sem varð eiginkonu sinni, Sæunni Pálsdóttur, að bana í íbúð þeirra í Hamraborg í fyrrinótt hafði samband við lögreglu, prest og tengdaforeldra sína eftir að hafa banað henni. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn í Kópavogi, segir málið vera fjölskylduharmleik og að lát Sæunnar virðist ekki hafa verið óviljaverk heldur ásetningur.

Innlent
Fréttamynd

Tíu mánaða fangelsi fyrir rán

Héraðsdómur dæmdi í dag tuttugu og eins árs gamlan mann til tíu mánaða skilorðsbundins fangelsis fyrir að ráðast inn í myndbandaleigu á Holtsgötu og ógna þar starfsmanni með hnífi og ræna við annan mann 57 þúsund krónum. Þá var manninum gert að greiða starfsmanni myndbandaleigunnar 200 þúsund krónur í miskabætur.

Innlent
Fréttamynd

Grunur um manndráp

Tæplega þrítugur maður er í haldi lögreglunnar í Kópavogi, grunaður um að hafa ráðið tuttugu og fimm ára eiginkonu sinni bana á heimili þeirra í fjölbýlishúsi í Hamraborg í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Rannsókn í samvinnu við Interpol

Rúmlega tvítugur maður, sem var handtekinn eftir að hafa móttekið póstsendingu með tæpum 200 grömmum af hassi á pósthúsinu á Flateyri á miðvikudaginn í síðustu viku, hefur verið látinn laus. Játning liggur ekki fyrir en rannsókn lögreglunnar á Ísafirði er í samvinnu við Interpol.

Innlent
Fréttamynd

Bílbeltin björguðu

Tveir bílar ultu, svo að segja á sömu mínútunni, í umdæmi lögreglunnar á Hvolfsvelli um sjö leytið í gær.

Innlent
Fréttamynd

Börn handtekin í dópbæli í Vogunum

Lögreglan í Reykjavík lagði hald á meint þýfi og fíkniefni í húsleit í kjallaraíbúð á Langholtsvegi um helgina. Drengur fæddur árið 1987 er skráður fyrir íbúðinni. Foreldrar hans búa erlendis. Nágrannar segja stöðugan straum af ungum krökkum hafa aukist í verkfallinu. Lögreglan hefur haft afskipti að stelpum allt niður í þrettán ára í íbúðinni.

Innlent
Fréttamynd

Bílvelta í Breiðadal

Bílslys varð aðfaranótt laugardags í Breiðadal í Önundarfirði. Tvennt var í bílnum og kom það á lögreglustöðina á Ísafirði klukkan korter fyrir eitt aðfaranótt laugardags og tilkynnti um slysið.

Innlent
Fréttamynd

Flutningabíll valt

Flutningabíll með tengivagn valt skammt frá bænum Skarð í Dalsmynni í Grýtubakkahrepp á ellefta tímanum í gær. Flutningabíllinn var á leið austur á firði með tuttugu tonn af ófrosnum fiski.

Innlent
Fréttamynd

Sjö handteknir í Reykjavík

Sjö manns voru handteknir grunaðir um fíkniefnaneyslu í húsi í austurhluta borgarinnar um tíu-leytið á föstudagskvöldið.

Innlent
Fréttamynd

Innbrot í Reykjavík

Brotist var inní raftækjaverslun í vesturhluta borgarinnar í kringum miðnætti í fyrrinótt.

Innlent
Fréttamynd

Keyrt á vörubíl

Umferðarslys varð á Ólafsfjarðarvegi í gær þegar fólksbíll, á leið norður fór á rangan vegarhelming og ók framan á vörubíl.

Innlent
Fréttamynd

Rannsókn að ljúka

Hörður Jóhannesson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir að nuddstofan sem auglýsi erótískt nudd hefði verið undir rannsókn á þeim forsendum að þar væri stundað vændi. Rætt var við á annan tug viðskiptavina, auk starfsmanna.

Innlent
Fréttamynd

Alvarlega slasaður eftir árekstur

Ökumaður lítillar jeppabifreiðar slasaðist alvarlega eftir að hafa ekið utan í fólksbíl sem kom úr gagnstæðri átt og skollið framan á fóðurflutningabíl á Suðurlandsvegi í brekkunni fyrir ofan litlu Kaffistofuna í Svínahrauni skömmu fyrir klukkan hálf níu í gærmorgun.

Innlent
Fréttamynd

Kveikt í gámum við Sorpu

Eldur var kveiktur í tveimur gámum í gámastöð Sorpu við Sævarhöfða upp úr miðnætti í nótt. Logaði glatt í hjólbörðum og rúmdínum þegar slökkvilið kom á vettvang. Slökkviliðsmenn heftu frekari útbreiðslu eldsins og slökktu hann. Brennuvargurinn er ófundinn.

Innlent
Fréttamynd

Skilorð fyrir kinnbeinsbrot

Tvítugur maður var í Héraðsdómi Reykjaness, dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás og skjalafals.

Innlent
Fréttamynd

Segir engan hafa verið í lífshættu

Páll Björnsson, sýslumaður á Höfn í Hornafirði, segir að hætt hafi verið að rannsaka sprenginguna sem samgönguráðherra sprengdi í Almannaskarðsgöngunum í byrjun október. Hann segir ljóst að menn hafi ekki verið í lífshættu. Hann segir einnig að frumrannsókn hafi verð gerð og verði einhverjir eftirmálar séu gögnin á vísum stað.

Innlent
Fréttamynd

Dæmdur í 4 mánaða fangelsi

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í morgun tvítugan karlmann í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás og að framvísa fölsuðum lyfseðli í apóteki. Líkamsárásin átti sér stað í september á síðasta ári þegar maðurinn réðst á annan fyrir utan Félagsheimilið Festi í Grindavík og sló hann í andlitið þannig að kinnbein brotnaði.

Innlent
Fréttamynd

200 grömm af hassi í pósti

Rúmlega tvítugur maður var handtekinn eftir að hafa móttekið póstsendingu með um 200 grömmum af hassi á pósthúsinu á Flateyri í fyrradag.

Innlent
Fréttamynd

Bílstjórinn braut ekki lög

Vöruflutningabílstjóri braut ekki lög þegar hann ók vöruflutningabifreið í meira en sjö daga án þess að taka sér lögboðna vikuhvíld. Þetta þótti brjóta í bága við hvíldartíma sem fjallað er um í EES-samningnum. Ríkissaksóknari gaf út opinbera ákæru á hendur manninum.

Innlent
Fréttamynd

Fjörtíu árekstrar

Í Kópavogi hafði orðið 21 árekstur frá klukkan átta til klukkan fimm í gær. Minniháttar meiðsl urðu í tveimur óhöppunum. Nítján árekstrar höfðu orðið í Reykjavík frá klukkan sjö í gærmorgun til klukkan fimm.

Innlent
Fréttamynd

Geðsjúkur fangi í einangrun

Færa þurfti mjög geðsjúkan fanga frá Sogni í einangrun á Litla - Hrauni, þar sem hann dvaldi í átta daga. Fangelsismálastofnun segir að erfitt sé að fá fanga vistaða á geðdeildum. Þeir hafi jafnvel verið sendir til baka þegar vistun hafi verið reynd. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Gæsluvarðhald til 3. desember

Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhald yfir karlmanni vegna tilraunar til stórfellds fíkniefnasmygls. Maðurinn tengist stóru máli sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum að undanförnu og snýst um umfangsmikið smygl á amfetamíni og LSD meðal annars. Hæstiréttur staðfestir að maðurinn skuli vera í gæslu allt til 3. desember.

Innlent