Lög og regla

Fréttamynd

Dæmd fyrir fíkniefnainnflutning

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag konu á fertugsaldri í fimmtán mánaða fangelsi og 25 ára mann í tíu mánaða fangelsi vegna fíkniefnabrota sem þau frömdu í ágóðaskyni í febrúar á þessu ári. Til frádráttar dómunum kemur gæsluvarðhaldsvist beggja frá 12. til 20 febrúar.

Innlent
Fréttamynd

Hámarkssekt er nú 300 þúsund

Hámarkssekt vegna umferðarlagabrota fer úr 100 þúsund krónum í 300 þúsund krónur samkvæmt nýsamþykktri breytingu á reglugerð um viðurlög vegna brota á umferðarlögum.

Innlent
Fréttamynd

Ók á bíl í vegkanti

Ökumaður bíls sem ekið var vestur eftir Suðurlandsvegi skammt austan við Þjórsá ók á kyrrstæðan mannlausan bíl í vegkantinum með þeim afleiðingum að bíll hans fór út af veginum, valt og endaði þvert yfir skurði. Ökumaðurinn leitaði læknis á heilsugæslustöðinni á Hellu vegna meiðsla á handlegg og á fæti. Báðir bílarnir eru gjörónýtir og voru fjarlægðir af slysstað með kranabíl.

Innlent
Fréttamynd

Öruggast á Austurlandi

Öruggast virðist að búa á Austurlandi, eftir því sem fram kemur í ritinu Afbrotatölfræði 2003, sem tekið er saman af Ríkislögreglustjóra, en fæst brot áttu sér stað á Austurlandi árið 2003.

Innlent
Fréttamynd

Árekstur strætisvagns og fólksbíls

Tveir ungir karlmenn slösuðust í hörðum árekstri strætisvagns og fólksbíls á mótum Miklubrautar og Grensásvegar laust fyrir klukkan tíu í gærkvöldi. Fólksbílnum var ekið til vesturs eftir Miklubraut en strætisvagninum til norðurs eftir Grensásvegi. Grunur leikur á að fólksbílnum hafi verið ekið inn á gatnamótin á móti rauðu ljósi.

Innlent
Fréttamynd

Lögreglan á Selfossi leitar vitna

Lögreglan á Selfossi leitar vitna vegna umferðarslyss sem varð á Suðurlandsvegi skammt austan við Hveragerði um klukkan tvö síðastliðinn sunnudag. Þar valt bifreið þegar ökumaðurinn reyndi að koma í veg fyrir árekstur við bifreið sem ekið var á móti og var að fara fram úr öðrum bílum.

Innlent
Fréttamynd

Afleiðingar ofbeldis alvarlegri

Tveir menn hafa látið lífið á síðustu vikum eftir banvæn höfuðhögg. Ofbeldismenn virðast beita sér af meiri hörku en áður og virðast enga grein gera sér fyrir gjörðum sínum.

Innlent
Fréttamynd

Andlát níræðs manns til rannsóknar

Lögregla hefur verið beðin um að rannsaka andlát manns á níræðisaldri í kjölfar höfuðhöggs sem hann fékk á öldrunarheimili á höfuðborgarsvæðinu. Níu klukkustundir liðu frá því hann fékk höfuðhöggið, eftir að hafa fengið aðsvif og dottið í gólfið, og þar til hann var fluttur á spítala.

Innlent
Fréttamynd

Alþingi greiði manni 3,2 milljónir

Alþingi var í dag dæmt í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag til að greiða manni 3,2 milljónir króna í skaðabætur vegna slyss sem hann varð fyrir í júlí árið 2001 í bílageymslu í kjallara nýbyggingar þjónustuskála Alþingis.

Innlent
Fréttamynd

Alþingi dæmt til greiðslu bóta

Alþingi var, í Héraðsdómi Reykjavíkur, dæmt til að greiða rúmlega sextugum manni tæpar 3,3 milljónir fyrir slys sem hann varð fyrir í bílageymslu nýbyggingar Alþingishússins árið 2001.

Innlent
Fréttamynd

Eitt högg er nóg

Jón Þór Ragnarsson, sonur mannsins sem lést eftir þungt höfuðhögg í Mosfellsbæ um helgina segir ofbeldið við skemmtanalíf Íslendinga komið út í öfgar. Mikil reiði er meðal ættmenna og vina Ragnars Björnssonar vegna atburðarins. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Dæmdur í fangelsi með tengdamömmu

25 ára gamall maður og tengdamóðir hans voru dæmd, í Héraðsdómi Reykjavíkur, í tíu og fimmtán mánaða fangelsi fyrir hassinnflutning í febrúar á þessu ári. Saman voru þau sakfelld fyrir innflutning á tæpum níu kílóum af hassi. Tengdamóðir var ein ákærð og sakfelld fyrir að flytja inn fimm kíló af hassi.

Innlent
Fréttamynd

Öruggt skjól fyrir skattheimtumönnum

Höfundum skýrslu um skattsvik sem kynnt var á Alþingi fyrir helgi er tíðrætt um svonefndar skattaparadísir enda hefur færst talsvert í vöxt að Íslendingar færi tekjur sínar á slíka staði.

Innlent
Fréttamynd

Tveir á slysadeild

Tveir meiddust alvarlega í árekstri sem varða á gatnamótum Miklubrautar og Grensásvegar seint í gærkvöld. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík voru þeir fluttir á slysadeild meðvitundarlitlir.

Innlent
Fréttamynd

Allt í einu skíðlogaði allt!

Tveir vélsmiðir, sem voru að sjóða saman rör í vélsmiðju í Garðabæ í fyrrinótt, þegar neisti komst í olíutunnu, lýsa skelfingu sinni eftir eldsprengingu á staðnum. Slökkvitæki réðu ekkert við eldinn. Tjónið nemur tugum milljóna króna </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Niðurstaða krufningar væntanleg

Búist er við að bráðabirgðaniðurstaða úr krufningu mannsins, sem lést eftir hnefahögg við veitingahús í Mosfellsbæ í fyrrinótt, liggi fyrir á morgun. Lögregla hefur yfirheyrt fjölmörg vitni.

Innlent
Fréttamynd

Eiginkonan reyndi endurlífgun

Sonur mannsins sem lést á sveitakránni í Mosfellsbæ eftir þungt högg um helgina segir fjölda fólks hafa gert lífgunartilraunir á föður sínum. Minningarstund var í Lágafellskirkju í gærkvöld. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Þyrlan sótti dreng

Þriggja ára drengur slasaðist á höfði þegar hann datt á svelli í Grundarfirði í gær. Þyrla Landhelgisgæslunnar fór til móts við sjúkrabíl til að sækja drenginn og lenti á Kaldármelum.

Innlent
Fréttamynd

Bruninn á versta mögulega tíma

Sigurður Markússon, rekstrarstjóri Nóatúns, segir næstu tvo til þrjá daga skera úr um hvenær hægt verði að opna verslunina við Hringbraut aftur. Allar vörur hafa verið fjarlægðar úr búðinni en Sigurður segir þá ákvörðun hafa verið tekna í samráði við tryggingarfélag fyrirtækisins. Hann vildi ekki svara því hvort verslunin væri með rekstrarstöðvunartryggingu.

Innlent
Fréttamynd

Dómur fyrir stuld á 1031 krónu

25 ára gamall maður var í dag dæmdur í þrjátíu daga fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að stela matvörum að verðmæti 1031 króna í verslun 11-11 við Skúlagötu í ágúst síðastliðnum. Maðurinn á að baki nokkurn sakaferil og því kom ekki til álita að skilorðsbinda refsinguna. Hinn ákærði var jafnframt dæmdur til að greiða allan sakarkostnað.

Innlent
Fréttamynd

Eldur í timburhúsi í miðborginni

Eldur kom upp á matsölustaðnum Kebabhúsinu í Lækjargötu 2 í gærkvöld. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út klukkan hálf níu og var allt tiltækt lið sent á staðinn auk þess sem kallað var á slökkviliðsmenn á aukavakt þar sem um timburhús í hjarta miðborgarinnar var að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Stórtjón í bruna í vélsmiðju

Stórtjón varð í bruna í stórri vélsmiðju að Miðhrauni átta í Garðabæ í nótt. Tveir menn, sem voru við vinnu í smiðjunni þegar eldurinn braust út með skjótum hætti, sluppu ómeiddir út og kölluðu á slökkvilið. Þegar slökkvilið af öllu höfuðborgarsvæðinu kom á vettvang skömmu síðar logaði út um glugga og í þakinu.

Innlent
Fréttamynd

Í fangelsi fyrir búðarhnupl

Tuttugu og fimm ára maður var, í Héraðsdómi Reykjavíkur, dæmdur í þrjátíu daga fangelsi fyrir þjófnað. Hann var fundinn sekur um að stela matvöru í versun 11-11 fyrir rétt rúmar eitt þúsund krónur.

Innlent
Fréttamynd

Íhuga gæsluvarhald

Lögreglan í Reykjavík íhugar að úrskurða karlmann á miðjum aldri, sem slasaði annan mann alvarlega á veitingastað í Mosfellsbæ í nótt, í gæsluvarðhald. Maðurinn sem fyrir árásinni varð slasaðist alvarlega og hefur legið þungt haldinn með höfuðáverka á gjörgæsludeild í dag.

Innlent
Fréttamynd

Fimm bílar ultu í hálku

Fimm bílar ultu á Suðurlandi á tæpum sólarhring í gær og fyrradag. Lögreglan á Selfossi segir að gífurlega mikil hálka hafi verið í uppsveitum Árnessýslu. Lögreglan á Selfossi lýsir eftir ökumanni nýlegrar rauðrar Nissan Patrol jeppabifreiðar sem var líklega valdur að einu slysinu.

Innlent
Fréttamynd

Ók á fjögur hreindýr

Ekið var á fjögur hreindýr á Kárahnjúkavegi á Fljótsdalsheiði um klukkan níu í gærmorgun. Þoka var á svæðinu og hált. Tvö hreindýr drápust í árekstrinum og hin tvö þurfti að aflífa vegna sára. Ökumaðurinn sagðist ekki hafa séð dýrin í myrkrinu.

Innlent
Fréttamynd

Lést af völdum hnefahöggs

Maður á sextugsaldri lést á sjúkrahúsi í gær af völdum höfuðhöggs. Maðurinn hafði verið að skemmta sér með eiginkonu sinni og var komið undir lokun þegar hann var sleginn þungu höggi neðarlega á kjálka á veitingastaðnum Ásláki í Mosfellsbæ. Hálfþrítugur maður hefur játað að hafa lent í átökum á veitingastaðnum. Sá hefur verið úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald.

Innlent
Fréttamynd

Eldur í JL húsinu

Eldur kom upp í versluninni Nóatúni í JL húsinu við Hringbraut fyrr í kvöld. Slökkvilið er á staðnum og vinnur að reykræstingu.

Innlent
Fréttamynd

Allt ónýtt í Nóatúni

Eldur kviknaði rétt eftir miðnætti í verslun Nóatúns í JL-húsinu í gærnótt. Allt er eyðilagt í versluninni en engin slys voru á fólki. Talið er að eldur hafi kviknað í kringum kjötborð verslunarinnar. Starfsfólk þarf ekki að hafa áhyggjur af starfi sínu.

Innlent
Fréttamynd

Fíkniefni fundust

Húsleit var framkvæmd í íbúðarhúsnæði á Akranesi á föstudagskvöld. Að sögn lögreglunnar á Akranesi lék grunur á að fíkniefni væru þar innandyra.

Innlent