Erlent Ísrealar loka Gaza Ísraelar hafa lokað á alla vöruflutninga til Gaza svæðisins. Hamas samtökin stjórna nú Gaza svæðinu og með þessum aðgerðum eru ísraelsk stjórnsvöld að reyna að einangra Hamas algjörlega. Á sama tíma eru Ísraelar að hefja stuðning við bráðabirgðarstjórn Fatah hreyfingarinnar. Erlent 18.6.2007 10:51 Forseti Víetnam heimsækir Bandaríkin Forseti Víetnam heimsækir Bandaríkin í dag en það verður fyrsta heimsókn víetnamsks þjóðhöfðingja þangað síðan stríðinu í Víetnam lauk. Ástæðan eru viðskiptahagsmunir en fyrrum andstæðingarnir eiga í sífellt meiri viðskiptum. Einnig verður rætt um mannréttindamál. Erlent 18.6.2007 08:52 Queen Elizabeth 2 breytt í hótel Dubai hefur afráðið að kaupa hið fornfræga skemmtiferðaskip Queen Elizabeth 2 fyrir um 100 milljónir punda. Skipinu verður lagt fyrir utan manngerðar eyjar í furstadæminu og breytt í fljótandi hótel. Skipið stoppaði við Íslandsstrendur nú fyrir skemmstu. Erlent 18.6.2007 08:07 Royal yfirgefur eiginmann sinn Þrátt fyrir sigur UMP er talið að tilkynning Segolene Royal, mótframbjóðanda Sarkozys í forsetakosningunum í síðasta mánuði, um að hún ætli að yfirgefa maka sinn eigi eftir að yfirgnæfa aðra umræðu í Frakklandi. Royal hefur verið með leiðtoga sósíalista, Francois Hollande, í 25 ár og á með honum fjögur börn. Erlent 18.6.2007 07:55 Evrópusambandið mun aðstoða neyðarstjórn Abbas Evrópusambandið mun hefja beina aðstoð við bráðabirgðastjórn Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, en Javier Solana, utanríkismálaráðherra Evrópusambandsins, skýrði frá þessu í morgun. Hann tók þó ekki fram hvenær þessi aðtoð myndi hefjast. Solana var á leið sinni á fund utanríkisráðherra Evrópusambandsins sem fram fer í dag. Erlent 18.6.2007 07:52 Moskva dýrasta borg í heimi Moskva, höfuðborg Rússlands, er dýrasta borg í heimi að búa í. Borgin hlýtur þennan heiður annað árið í röð. Lundúnir, höfuðborg Bretlands, fylgir fast á hæla hennar. Þetta kom fram í skýrslu ráðgjafafyrirtækis sem gefin var út í morgun. Erlent 18.6.2007 07:10 Miðborg Melbourne lokað vegna skotmanns Lögreglan í Melbourne í Ástralíu hefur lokað miðborginnni þar sem hún leitar að manni sem hóf skothríð á vinsælli verslunargötu í morgun. Maðurinn réðist að ungri konu og þegar tveir vegfarendur komu henni til varnar skaut hann á þau þrjú. Erlent 18.6.2007 07:07 Norður-Kórea innsiglar kjarnaofn sinn í lok júlí Stjórnvöld í Norður-Kóreu skýrðu frá því í morgun að þau ætli sér að loka kjarnaofni sínum í seinni hluta júlí. Rússneska fréttastöðin Interfax skýrði frá þessu. Stutt er síðan stjórnvöld í Norður-Kóreu fengu aðgang að fjármunum sem Bandaríkjamenn höfðu fryst. Erlent 18.6.2007 07:01 Sjö börn láta lífið í loftárás í Afganistan Að minnsta kosti sjö börn létu lífið í loftárásum bandaríska hersins á trúarskóla í þorpi í Afganistan í nótt. Aukin óánægja er með loftárásir sem þessar en fjöldi almennra borgara sem lætur lífið í þeim eykst stöðugt. Erlent 18.6.2007 06:58 Sarkozy hlýtur umboð til breytinga Flokkur Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta, UMP, vann sigur í þingkosningum sem fóru fram þar í landi í gær. Flokknum hafði verið spáð allt að 80 prósent sæta á franska þinginu en hlaut ekki nema tæp 60 prósent sæta, eða 354 af 577 þingsætum. Fréttaskýrendur telja að ástæðan fyrir fylgistapinu hafi verið umdeild hækkun á söluskatti. Erlent 18.6.2007 06:53 Var tæpar 16 mínútur í kafi Sjónhverfingamenn í Litháen reyndu í gær að hnekkja heimsmeti í því að vera í kafi án öndunarbúnaðar. Mikil spenna var í áhorfendum þegar systkynin Arvydas og Díana Gaiciunas voru vafin í keðjur fyrir tilraunina. Met Díönu var 11 mínútur og sjö sekúntur, en Arvydas tókst að halda niði í sér andanum í heilar 15 mínútur og 58 sekúndur. Erlent 17.6.2007 12:24 Neyðarstjórn Palestínu tekin við völdum Neyðarstjórn tók við völdum í Palestínu í dag í andstöðu við Hamassamtökin sem eru með meirihluta á þingi. Mahmoud Abbas sniðgekk þannig ákvæði í stjórnarskrá sem takmarkar völd forsætisráðherrans. Ísraelar fagna neyðarstjórninni og segja hana boða nýtt upphaf friðarumleitana. Erlent 17.6.2007 12:14 Gripinn glóðvolgur við prófsvindl Sonur leyniþjónustumanns í Búlgaríu olli miklu uppnámi þegar hann notaði hátæknibúnað föður síns til að svindla á prófi. Á sama tíma voru einhverjar viðamestu öryggisráðstafanir í gangi í höfuðborginni vegna heimsóknar George Bush Bandaríkjaforseta til Sofiu. Erlent 17.6.2007 10:09 Kabúl: 35 létust í tilræði á lögreglurútu Sprengja grandaði 35 manns og særði fjölda til viðbótar í lögreglurútu í Kabúl höfuðborg Afghanistan í morgun. Rútan var við höfuðstöðvar lögreglunnar í miðborginni á annatíma þegar sprengjan sprakk. Flestir hinnar látnu eru nýliðar eða kennarar í lögregluskólanum. Þetta er mesta mannfall í sprengju síðan Talibanar voru hraktir frá völdum árið 2001. Erlent 17.6.2007 08:27 Fleiri hundruð konur í brúðarhlaupi í Boston Fleiri hundruð konur hlupu hið svokallaða brúðarhlaup í Boston í Bandaríkjunum í gær þegar útsala á brúðakjólum hófst þar í borg. Ár hvert heldur Filene´s basement mikla útsölu á brúðarkjólum og kjólum fyrir brúðarmeyjar. Fleiri hundruð kvenna voru í biðröðinni í morgun, en þær fyrstu byrjuðu að bíða klukkan þrjú í nótt að staðartíma. Erlent 16.6.2007 19:19 Fimm ára fannst í skógi eftir þrjá daga Fimm ára gömul stúlka sem óttast var að hefði drukknað ásamt afa sínum í bátsferð í Illinois ríki í Bandaríkjunum kom björgunarsveitarmönnum á óvart þegar hún birtist í skógi skammt frá leitarstaðnum. Stúlkan var nakin og rispuð en ekki illa haldin að öðru leiti. Hún hafði nærst á mórberjum frá því á miðvikudag en óskaði eftir súkkulaðikexi þegar hún fannst. Erlent 16.6.2007 12:30 Átök hafin á Vesturbakkanum Arabaþjóðir fordæma ástandið á Gaza og Vesturbakka Palestínu og hafa lýst yfir stuðningi við Mahmoud Abbas forseta landsins. Hundruðir byssumanna réðust inn í stofnanir á Vesturbakkanum þar sem átök hófust í dag. Upplýsingastjóri alþjóða Rauða Krossins segir Genfarsáttmálann hafa verið margbrotinn síðustu daga. Erlent 16.6.2007 12:25 Salman Rushdie hlýtur riddaratign drottningar Salman Rushdie sem fór í felur árið 1989 eftir útgáfu bókar sinnar “Söngvar Satans” hefur hlotið riddaratign Elísabetar drottningar. Innihald bókarinnar móðgaði múslima um allan heim og hann var dæmdur til dauða af múslímadómstól í Íran. Eftir að Rushdie koom úr felum árið 1999 hefur hann þó ekki forðast deilur. Erlent 16.6.2007 09:18 Arabaþjóðir styðja Abbas forseta Arabaþjóðir fordæma ástandið á Gaza og vesturbakka Palestínu og hafa lýst yfir stuðningi við Mahmoud Abbas forseta landsins. Fatah hreyfing forsetans hefur verið bolað frá völdum og Hamas-liðar hafa lagt undir sig Gasa svæðið eftir vikulöng blóðug átök þar sem talið er að um 100 Palestínumenn hafi fallið. Erlent 16.6.2007 08:56 Segir ástandið í Afganistan verra nú en í fyrra Minnst sex börn týndu lífi í sjálfsvígssprengjuárás á bílalest Atlantshafsbandlagsins í Afganistan í morgun. Upplýsingastjóri Alþjóða Rauða krossins segir stríð geisa í landinu og ástandið verra nú en í fyrra. Erlent 15.6.2007 18:31 Nær engar fréttir Fréttaútsendingar danska ríkisútvarpsins voru litlar sem engar í gær vegna verkfalls starfsmanna. Fjölmörgum fréttamönnum hefur verið sagt upp síðustu daga í sparnaðarskini. Enn þarf að skera niður vegna kostnaðar við byggingu nýrra höfustöðva ríkisútvarpsins danska. Erlent 15.6.2007 18:21 Sjómenn enn í haldi sjóræningja 5 danskir sjómenn sem sem sjóræningjar tóku höndum fyrir 12 dögum undan strönd Sómalíu eru enn í haldi ræningjanna og óvíst hvenær þeir fá frelsi. Sjómennirnir voru á ferð með flutningaskipinu Danica White þegar sjóræningarnir réðust um borð. Skipið liggur við akkeri utan við hafnarbæinn Hobyo. Erlent 15.6.2007 18:34 Berlínarborg selur í banka Borgaryfirvöld í Berlín ætla að selja 81 prósents hlut sinn í þýska bankanum Landesbank Berlin til þýska bankans DSGV. Verðmæti hlutarins nemur um 5,35 milljörðum evra, jafnvirði rúmra 453 milljörðum íslenskra króna. DSGV ætlar í kjölfarið að kaupa allt útistandandi hlutafé bankans. Viðskipti erlent 15.6.2007 12:39 Fylgist með geimförum í barnapíutæki Húsmóðir í Chicago í Bandaríkjunum þarf ekki lengur að kveikja á fréttum til að fylgjast með afdrifum geimfara í geimskutlunni Atlantis sem nú er tengd Alþjóðlegum geimstöðinni. Hún þarf bara að kveikja á barnapíutækinu sínu. Erlent 15.6.2007 12:17 Hamas-liðar með Gaza-svæðið á sínu valdi Hamas-liðar hafa lagt allt Gaza-svæðið undir sig eftir blóðuga, vikulanga baráttu við liðsmenn Fatah-hreyfingar Abbas, forseta Palestínumanna. Forsetahöllin í Gaza-borg var hertekin í nótt. Ró hefur að mestu færst yfir svæðið í morgun þó loftið sé enn lævi blandið. Erlent 15.6.2007 12:04 Óbreyttir stýrivextir í Japan Japanski seðlabankinn ákvað á vaxtaákvörðunarfundi sínum í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í 0,5 prósentum. Toshihiko Fukui, seðlabankastjóri, sagðist reikna með hóflegum hagvexti á árinu en gaf ekki í skyn hvort vextirnir verði hækkaðir frekar á árinu. Viðskipti erlent 15.6.2007 11:25 Níu létu lífið í sprengingu á Filippseyjum Að minnsta kosti níu manns létu lífið í sprengingu í strætisvagni á suðurhluta Filippseyja í morgun. Ekki er vitað hveru margir særðust. Sprengjan sprakk í strætisvagni sem var fullur af fólki í bænum Bansalan klukkan tíu í morgun. Enn hefur enginn sagst bera ábyrgð á árásinni en verið er að rannsaka hvort að múslimskir vígamenn eða glæpahópar hafi staðið á bak við hana. Erlent 15.6.2007 11:25 Ebay slítur viðskiptum við Google Stjórnendur bandaríska uppboðsvefjarins Ebay hafa ákveðið að hætta að auglýsa þjónustu sína á leitarvél Google. Ástæðan er óánægja með ákvörðun Google að fagna nýju netgreiðslukerfi fyrirtækisins á sama tíma og Ebay hélt árlega viðskiptaráðstefnu sína þar sem Google. Viðskipti erlent 15.6.2007 10:52 Arabar komnir með fjórðung í Sainsbury Konungsfjölskyldan í arabaríkinu Katar hefur hefur aukið við hlut sinn í bresku stórmarkaðakeðjunni og fer nú með rétt rúman fjórðung hlutabréfa í þessari þriðju stærstu verslankeðju Bretlands. Viðskipti erlent 15.6.2007 09:16 John Howard hittir Dalai Lama Forsætisráðherra Ástralíu, John Howard, mun í dag funda með Dalai Lama þrátt fyrir mótbárur frá Kína. Hinn 71 árs trúarleiðtogi er á ellefu daga ferðalagi um Ástralíu um þessar mundir. Heimsókn hans hefur reynt á tengsl Ástralíu við Kína en löndin tvö eru tengd sterkum efnahagslegum böndum. Kínversk stjórnvöld segir Dalai Lama vera pólitískan útlaga sem vill kljúfa Tíbet frá Kína. Erlent 15.6.2007 08:53 « ‹ 91 92 93 94 95 96 97 98 99 … 334 ›
Ísrealar loka Gaza Ísraelar hafa lokað á alla vöruflutninga til Gaza svæðisins. Hamas samtökin stjórna nú Gaza svæðinu og með þessum aðgerðum eru ísraelsk stjórnsvöld að reyna að einangra Hamas algjörlega. Á sama tíma eru Ísraelar að hefja stuðning við bráðabirgðarstjórn Fatah hreyfingarinnar. Erlent 18.6.2007 10:51
Forseti Víetnam heimsækir Bandaríkin Forseti Víetnam heimsækir Bandaríkin í dag en það verður fyrsta heimsókn víetnamsks þjóðhöfðingja þangað síðan stríðinu í Víetnam lauk. Ástæðan eru viðskiptahagsmunir en fyrrum andstæðingarnir eiga í sífellt meiri viðskiptum. Einnig verður rætt um mannréttindamál. Erlent 18.6.2007 08:52
Queen Elizabeth 2 breytt í hótel Dubai hefur afráðið að kaupa hið fornfræga skemmtiferðaskip Queen Elizabeth 2 fyrir um 100 milljónir punda. Skipinu verður lagt fyrir utan manngerðar eyjar í furstadæminu og breytt í fljótandi hótel. Skipið stoppaði við Íslandsstrendur nú fyrir skemmstu. Erlent 18.6.2007 08:07
Royal yfirgefur eiginmann sinn Þrátt fyrir sigur UMP er talið að tilkynning Segolene Royal, mótframbjóðanda Sarkozys í forsetakosningunum í síðasta mánuði, um að hún ætli að yfirgefa maka sinn eigi eftir að yfirgnæfa aðra umræðu í Frakklandi. Royal hefur verið með leiðtoga sósíalista, Francois Hollande, í 25 ár og á með honum fjögur börn. Erlent 18.6.2007 07:55
Evrópusambandið mun aðstoða neyðarstjórn Abbas Evrópusambandið mun hefja beina aðstoð við bráðabirgðastjórn Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, en Javier Solana, utanríkismálaráðherra Evrópusambandsins, skýrði frá þessu í morgun. Hann tók þó ekki fram hvenær þessi aðtoð myndi hefjast. Solana var á leið sinni á fund utanríkisráðherra Evrópusambandsins sem fram fer í dag. Erlent 18.6.2007 07:52
Moskva dýrasta borg í heimi Moskva, höfuðborg Rússlands, er dýrasta borg í heimi að búa í. Borgin hlýtur þennan heiður annað árið í röð. Lundúnir, höfuðborg Bretlands, fylgir fast á hæla hennar. Þetta kom fram í skýrslu ráðgjafafyrirtækis sem gefin var út í morgun. Erlent 18.6.2007 07:10
Miðborg Melbourne lokað vegna skotmanns Lögreglan í Melbourne í Ástralíu hefur lokað miðborginnni þar sem hún leitar að manni sem hóf skothríð á vinsælli verslunargötu í morgun. Maðurinn réðist að ungri konu og þegar tveir vegfarendur komu henni til varnar skaut hann á þau þrjú. Erlent 18.6.2007 07:07
Norður-Kórea innsiglar kjarnaofn sinn í lok júlí Stjórnvöld í Norður-Kóreu skýrðu frá því í morgun að þau ætli sér að loka kjarnaofni sínum í seinni hluta júlí. Rússneska fréttastöðin Interfax skýrði frá þessu. Stutt er síðan stjórnvöld í Norður-Kóreu fengu aðgang að fjármunum sem Bandaríkjamenn höfðu fryst. Erlent 18.6.2007 07:01
Sjö börn láta lífið í loftárás í Afganistan Að minnsta kosti sjö börn létu lífið í loftárásum bandaríska hersins á trúarskóla í þorpi í Afganistan í nótt. Aukin óánægja er með loftárásir sem þessar en fjöldi almennra borgara sem lætur lífið í þeim eykst stöðugt. Erlent 18.6.2007 06:58
Sarkozy hlýtur umboð til breytinga Flokkur Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta, UMP, vann sigur í þingkosningum sem fóru fram þar í landi í gær. Flokknum hafði verið spáð allt að 80 prósent sæta á franska þinginu en hlaut ekki nema tæp 60 prósent sæta, eða 354 af 577 þingsætum. Fréttaskýrendur telja að ástæðan fyrir fylgistapinu hafi verið umdeild hækkun á söluskatti. Erlent 18.6.2007 06:53
Var tæpar 16 mínútur í kafi Sjónhverfingamenn í Litháen reyndu í gær að hnekkja heimsmeti í því að vera í kafi án öndunarbúnaðar. Mikil spenna var í áhorfendum þegar systkynin Arvydas og Díana Gaiciunas voru vafin í keðjur fyrir tilraunina. Met Díönu var 11 mínútur og sjö sekúntur, en Arvydas tókst að halda niði í sér andanum í heilar 15 mínútur og 58 sekúndur. Erlent 17.6.2007 12:24
Neyðarstjórn Palestínu tekin við völdum Neyðarstjórn tók við völdum í Palestínu í dag í andstöðu við Hamassamtökin sem eru með meirihluta á þingi. Mahmoud Abbas sniðgekk þannig ákvæði í stjórnarskrá sem takmarkar völd forsætisráðherrans. Ísraelar fagna neyðarstjórninni og segja hana boða nýtt upphaf friðarumleitana. Erlent 17.6.2007 12:14
Gripinn glóðvolgur við prófsvindl Sonur leyniþjónustumanns í Búlgaríu olli miklu uppnámi þegar hann notaði hátæknibúnað föður síns til að svindla á prófi. Á sama tíma voru einhverjar viðamestu öryggisráðstafanir í gangi í höfuðborginni vegna heimsóknar George Bush Bandaríkjaforseta til Sofiu. Erlent 17.6.2007 10:09
Kabúl: 35 létust í tilræði á lögreglurútu Sprengja grandaði 35 manns og særði fjölda til viðbótar í lögreglurútu í Kabúl höfuðborg Afghanistan í morgun. Rútan var við höfuðstöðvar lögreglunnar í miðborginni á annatíma þegar sprengjan sprakk. Flestir hinnar látnu eru nýliðar eða kennarar í lögregluskólanum. Þetta er mesta mannfall í sprengju síðan Talibanar voru hraktir frá völdum árið 2001. Erlent 17.6.2007 08:27
Fleiri hundruð konur í brúðarhlaupi í Boston Fleiri hundruð konur hlupu hið svokallaða brúðarhlaup í Boston í Bandaríkjunum í gær þegar útsala á brúðakjólum hófst þar í borg. Ár hvert heldur Filene´s basement mikla útsölu á brúðarkjólum og kjólum fyrir brúðarmeyjar. Fleiri hundruð kvenna voru í biðröðinni í morgun, en þær fyrstu byrjuðu að bíða klukkan þrjú í nótt að staðartíma. Erlent 16.6.2007 19:19
Fimm ára fannst í skógi eftir þrjá daga Fimm ára gömul stúlka sem óttast var að hefði drukknað ásamt afa sínum í bátsferð í Illinois ríki í Bandaríkjunum kom björgunarsveitarmönnum á óvart þegar hún birtist í skógi skammt frá leitarstaðnum. Stúlkan var nakin og rispuð en ekki illa haldin að öðru leiti. Hún hafði nærst á mórberjum frá því á miðvikudag en óskaði eftir súkkulaðikexi þegar hún fannst. Erlent 16.6.2007 12:30
Átök hafin á Vesturbakkanum Arabaþjóðir fordæma ástandið á Gaza og Vesturbakka Palestínu og hafa lýst yfir stuðningi við Mahmoud Abbas forseta landsins. Hundruðir byssumanna réðust inn í stofnanir á Vesturbakkanum þar sem átök hófust í dag. Upplýsingastjóri alþjóða Rauða Krossins segir Genfarsáttmálann hafa verið margbrotinn síðustu daga. Erlent 16.6.2007 12:25
Salman Rushdie hlýtur riddaratign drottningar Salman Rushdie sem fór í felur árið 1989 eftir útgáfu bókar sinnar “Söngvar Satans” hefur hlotið riddaratign Elísabetar drottningar. Innihald bókarinnar móðgaði múslima um allan heim og hann var dæmdur til dauða af múslímadómstól í Íran. Eftir að Rushdie koom úr felum árið 1999 hefur hann þó ekki forðast deilur. Erlent 16.6.2007 09:18
Arabaþjóðir styðja Abbas forseta Arabaþjóðir fordæma ástandið á Gaza og vesturbakka Palestínu og hafa lýst yfir stuðningi við Mahmoud Abbas forseta landsins. Fatah hreyfing forsetans hefur verið bolað frá völdum og Hamas-liðar hafa lagt undir sig Gasa svæðið eftir vikulöng blóðug átök þar sem talið er að um 100 Palestínumenn hafi fallið. Erlent 16.6.2007 08:56
Segir ástandið í Afganistan verra nú en í fyrra Minnst sex börn týndu lífi í sjálfsvígssprengjuárás á bílalest Atlantshafsbandlagsins í Afganistan í morgun. Upplýsingastjóri Alþjóða Rauða krossins segir stríð geisa í landinu og ástandið verra nú en í fyrra. Erlent 15.6.2007 18:31
Nær engar fréttir Fréttaútsendingar danska ríkisútvarpsins voru litlar sem engar í gær vegna verkfalls starfsmanna. Fjölmörgum fréttamönnum hefur verið sagt upp síðustu daga í sparnaðarskini. Enn þarf að skera niður vegna kostnaðar við byggingu nýrra höfustöðva ríkisútvarpsins danska. Erlent 15.6.2007 18:21
Sjómenn enn í haldi sjóræningja 5 danskir sjómenn sem sem sjóræningjar tóku höndum fyrir 12 dögum undan strönd Sómalíu eru enn í haldi ræningjanna og óvíst hvenær þeir fá frelsi. Sjómennirnir voru á ferð með flutningaskipinu Danica White þegar sjóræningarnir réðust um borð. Skipið liggur við akkeri utan við hafnarbæinn Hobyo. Erlent 15.6.2007 18:34
Berlínarborg selur í banka Borgaryfirvöld í Berlín ætla að selja 81 prósents hlut sinn í þýska bankanum Landesbank Berlin til þýska bankans DSGV. Verðmæti hlutarins nemur um 5,35 milljörðum evra, jafnvirði rúmra 453 milljörðum íslenskra króna. DSGV ætlar í kjölfarið að kaupa allt útistandandi hlutafé bankans. Viðskipti erlent 15.6.2007 12:39
Fylgist með geimförum í barnapíutæki Húsmóðir í Chicago í Bandaríkjunum þarf ekki lengur að kveikja á fréttum til að fylgjast með afdrifum geimfara í geimskutlunni Atlantis sem nú er tengd Alþjóðlegum geimstöðinni. Hún þarf bara að kveikja á barnapíutækinu sínu. Erlent 15.6.2007 12:17
Hamas-liðar með Gaza-svæðið á sínu valdi Hamas-liðar hafa lagt allt Gaza-svæðið undir sig eftir blóðuga, vikulanga baráttu við liðsmenn Fatah-hreyfingar Abbas, forseta Palestínumanna. Forsetahöllin í Gaza-borg var hertekin í nótt. Ró hefur að mestu færst yfir svæðið í morgun þó loftið sé enn lævi blandið. Erlent 15.6.2007 12:04
Óbreyttir stýrivextir í Japan Japanski seðlabankinn ákvað á vaxtaákvörðunarfundi sínum í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í 0,5 prósentum. Toshihiko Fukui, seðlabankastjóri, sagðist reikna með hóflegum hagvexti á árinu en gaf ekki í skyn hvort vextirnir verði hækkaðir frekar á árinu. Viðskipti erlent 15.6.2007 11:25
Níu létu lífið í sprengingu á Filippseyjum Að minnsta kosti níu manns létu lífið í sprengingu í strætisvagni á suðurhluta Filippseyja í morgun. Ekki er vitað hveru margir særðust. Sprengjan sprakk í strætisvagni sem var fullur af fólki í bænum Bansalan klukkan tíu í morgun. Enn hefur enginn sagst bera ábyrgð á árásinni en verið er að rannsaka hvort að múslimskir vígamenn eða glæpahópar hafi staðið á bak við hana. Erlent 15.6.2007 11:25
Ebay slítur viðskiptum við Google Stjórnendur bandaríska uppboðsvefjarins Ebay hafa ákveðið að hætta að auglýsa þjónustu sína á leitarvél Google. Ástæðan er óánægja með ákvörðun Google að fagna nýju netgreiðslukerfi fyrirtækisins á sama tíma og Ebay hélt árlega viðskiptaráðstefnu sína þar sem Google. Viðskipti erlent 15.6.2007 10:52
Arabar komnir með fjórðung í Sainsbury Konungsfjölskyldan í arabaríkinu Katar hefur hefur aukið við hlut sinn í bresku stórmarkaðakeðjunni og fer nú með rétt rúman fjórðung hlutabréfa í þessari þriðju stærstu verslankeðju Bretlands. Viðskipti erlent 15.6.2007 09:16
John Howard hittir Dalai Lama Forsætisráðherra Ástralíu, John Howard, mun í dag funda með Dalai Lama þrátt fyrir mótbárur frá Kína. Hinn 71 árs trúarleiðtogi er á ellefu daga ferðalagi um Ástralíu um þessar mundir. Heimsókn hans hefur reynt á tengsl Ástralíu við Kína en löndin tvö eru tengd sterkum efnahagslegum böndum. Kínversk stjórnvöld segir Dalai Lama vera pólitískan útlaga sem vill kljúfa Tíbet frá Kína. Erlent 15.6.2007 08:53
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent