Erlent

John Howard hittir Dalai Lama

Forsætisráðherra Ástralíu, John Howard, mun í dag funda með Dalai Lama þrátt fyrir mótbárur frá Kína. Hinn 71 árs trúarleiðtogi er á ellefu daga ferðalagi um Ástralíu um þessar mundir. Heimsókn hans hefur reynt á tengsl Ástralíu við Kína en löndin tvö eru tengd sterkum efnahagslegum böndum. Kínversk stjórnvöld segir Dalai Lama vera pólitískan útlaga sem vill kljúfa Tíbet frá Kína.

Með því að hitta Dalai Lama ögrar Howard kínverskum stjórnvöldum á tíma þegar samskipti landanna hafa aldrei verið nánari. Ástralía hagnast mikið gríðarlegri orkuþörf Kína með því að selja þeim kol. Stjórnvöld í Ástralíu segja að landið sé boðberi frelsis og lýðræðis og því eigi fundurinn sér stað. Engu að síður tóku þau fram að Dalai Lama væri ekki að reyna að nýta Ástralíuferð sína til þess að hvetja til sjálfstæðis Tíbets. Þess í stað hefur Dalai Lama hvatt til aukinnar sjálfsstjórnar innan svæðisins.  

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×