Erlent Rússar fá ekki Norðurpólinn átakalaust Kanadamenn ætla ekki að láta Rússa komast upp með að helga sér Norðurpólinn. Stephen Harper, forsætisráðherra Kanada tilkynnti í gær að þeir muni reisa tvær herstöðvar í norðursvæði landsins til þess að leggja áherslu á sinn rétt til þess að nýta það sem er að finna undir ísnum. Rússneskur kafbátur setti í síðustu viku rússneska fánann á hafsbotninn undir pólnum. Erlent 11.8.2007 11:44 Óttast um geimferjuna Endeavour Erlent 11.8.2007 11:26 Banna samfarir á timburfleka Lögreglan í Kaupmannahöfn segir að hún muni stöðva samfarir manns og konu á timburfleka í höfn höfuðborgarinnar í kvöld, ef til þeirra komi. Samfarirnar voru boðaðar til þess að draga fleiri gesti á Copenhagen Fashion Week, sem nú stendur yfir. Taus Abilgard, einn af aðstandendum sýningarinnar segir að þetta hafi verið tillaga frá nokkrum gestanna og maðurinn og konan hafi lýst sig fús til ásta. Erlent 11.8.2007 11:02 Klippir snigla í tvennt Spánarsniglarnir alræmdu hafa gert Dönum lífið leitt í sumar. Þeir éta allt sem að kjafti kemur og hafa gert garyrkjumenn gráhærða. Skaðvaldur segir ein dönsk kona og klippir skriðdýrin í sundur. Sniglar þessir hafa numið land á Íslandi en þurrkarnir hér hafa verið þeim erfiðir í sumar. Erlent 10.8.2007 18:34 Verksviði SÞ í Írak breytt Verksvið Sameinuðu þjóðanna í Írak hefur verið víkkað að tillögu Breta og Bandaríkjamanna. Starfsmenn Sameinuðu þjóðanna eru andvígir því að þurfa að snúa aftur til Íraks en þaðan voru þeir flestir kallaðir eftir mannskæða sprengjuárás 2003. Erlent 10.8.2007 18:25 Óttast að alheimskreppa skelli á Sérfræðingar á alþjóðlegum fjármálamarkaði óttast alheimskreppu ef niðursveifla á mörkuðum í gær og í dag heldur áfram. Forsætisráðherra segir enn sem komið er enga ástæðu fyrir ríkisstjórnina að grípa til aðgerða. Erlent 10.8.2007 18:07 Áfram lækkun á bandarískum hlutabréfamarkaði Lækkun hélt áfram þegar opnað var fyrir viðskipti á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag. Dow Jones-vísitalan hefur lækkað um rúm 0,7 prósent, Standard & Poor um 0,8 prósent og Nasdaq-vísitalan um rúmt prósent. Lækkun hefur verið víða á hlutabréfamarkaði víða um heim. Seðlabankar í Bandaríkjunum og Evrópu hafa brugðist við með því að opna sjóði sína og veita fjármálafyrirtækjum vilyrði fyrir lánum á góðum kjörum til að koma í veg fyrir lausafjárskort. Viðskipti erlent 10.8.2007 14:01 Enn þrengir að bandarískum lánafyrirtækjum Gengi bréfa í bandaríska fjármálafyrirtækinu Countrywide Financial Corporation féll um 17,5 prósent í Bandaríkjunum í dag. Markaðir vestanhafs opna senn og bíða fjárfestar eftir því hvort lækkun á hlutabréfamarkaði þar í landi haldi áfram. Gengi bréfa í fyrirtækinu hefur lækkað um rúm 30 prósent síðan á vordögum. Viðskipti erlent 10.8.2007 12:50 Íraksstríðið illa skipulagt Forsætisráðherra Danmerkur segir Íraksstríðið hafa verið illa skipulagt og ástandið í landinu nú langt frá því að vera viðunandi. Hann er þó enn þeirrar skoðunar að rétt hafi verið að fara með hervaldi gegn Saddam Hússein. Erlent 10.8.2007 12:12 Ókyrrð á mörkuðum um allan heim Úrvalsvísitalan lækkaði um 3% þegar opnað var fyrir viðskipti í Kauphöllinni í morgun. Krónan hefur veikst um rúm 2%. Þetta er í takt við lækkanir á alþjóðlegum mörkuðum en mikil ókyrrð ríkir um allan heim vegna vandræða á bandarískum húsnæðislánamarkaði. Erlent 10.8.2007 12:00 Bátur lenti undir fallandi ísjaka Átján ferðamenn slösuðust þegar skipstjóri á útsýnisbáti hætti sér of nærri Hornbreen jökli á Svalbarða í dag. Gríðarlegur jaki klofnaði frá jöklinum og féll í sjóinn. Báturinn steypti stömpum í öldurótinu og fólkið þeyttist til og frá eins og tuskudúkkur. Fregnum ber ekki saman um hvort einhver hluti jakans lenti á bátnum. Erlent 9.8.2007 16:05 Olíuverð á niðurleið Heimsmarkaðsverð á hráolíu hefur lækkað um rúman bandaríkjadal í dag samhliða hræringum á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum og horfum á minnkandi eftirspurn eftir eldsneyti í Bandaríkjunum í sumarlok. Viðskipti erlent 9.8.2007 16:00 Evrópski seðlabankinn býr til stuðpúða Evrópski seðlabankinn hefur opnað pyngjur sínar og boðist til að lána evrópskum fjármálastofnunum allt að 95 milljarða evra, jafnvirði um 8.300 milljarða íslenskra króna, til að mýkja áhrifin af harðri lendingu vegna samdráttar á bandarískum fasteignalánamarkaði og koma í veg fyrir að þeirra gæti í Evrópu. Mörg lánafyrirtæki sem hafa haldið úti starfsemi í Bandaríkjunum hafa orðið illa úti vegna samdráttarins. Viðskipti erlent 9.8.2007 13:58 Rússar hefja aftur kalda-stríðs herflug sitt Rússneski flugherinn er aftur farinn að senda sprengjuflugvélar sínar í langar eftirlitsferðir til svæða þar sem Bandaríkin og NATO halda uppi eftirliti. Gera má því skóna að rússneskar sprengjuflugvélar fari aftur að sjást í grennd við Ísland. Rússar stefna ákveðnir að því að endurheimta sinni fyrri sess og sýna hervald sitt langt útfyrir eigin landamæri. Reuters fréttastofan orðar þetta á þá leið að Rússar hafi tekið upp kalda-stríðs flug sitt á nýjan leik. Erlent 9.8.2007 11:28 Fjölmargir Norðurlandabúar unnu fyrir Stasi Sænski rannsóknarblaðamaðurinn Björn Cederberg segir að fjölmargir Norðurlandabúar hafi unnið fyrir Stasi, hina illræmdu leyniþjónustu Austur-Þýskalands. Cederberg hefur verið að rannsaka skjalasafn leyniþjónustunnar undanfarin fimm ár. Íslensk stjórnvöld létu á sínum tíma rannsaka hugsanleg tengsl nokkurra Íslendinga við Stasi. Cederberg hefur ekki enn nafngreint þá Norðurlandabúa sem hann telur hafa unnið fyrir Austur-Þjóðverja. Erlent 9.8.2007 11:01 Afkoma Danske Bank undir væntingum Hagnaður Danske Bank fyrir skatta á fyrstu sex mánuðum ársins nam rúmum 10 milljörðum danskra króna, jafnvirði rúmra 118 milljarða íslenskra króna. Þrátt fyrir að vera 18 prósenta hækkun frá sama tíma í fyrra en þetta lítillega undir væntingum. Viðskipti erlent 9.8.2007 10:39 Hellti bensíni yfir konuna og brann inni Erlent 9.8.2007 09:54 Hagnaður Murdochs eykst milli ára News Corporation, afþreyinga- og fjölmiðlaveldi ástralskættaða milljarðamæringsins Ruperts Murdoch, skilaði hagnaði upp á 890 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði um 56,5 milljarða íslenskra króna, á síðasta ársfjórðungi, sem var fjórði fjórðungurinn í bókum samstæðunnar. Þetta er 4,5 prósenta aukning á milli ára. Viðskipti erlent 9.8.2007 09:21 Frakkar búast við árásum á járnbrautarlestar Yfirvöld í Frakklandi hafa hert mjög eftirlit með lestarkerfinu í austurhluta landsins, eftir að hafa fengið vísbendingar um mögulega hryðjuverkaárás. Lögreglumenn og starfsmenn járnbrautanna skoðuðu sérstaklega nokkrar lestar sem voru á leið til og koma frá Luxembourg. Erlent 8.8.2007 16:52 Sér grefur gröf Starfsmaður kirkjugarðs á Skáni í Svíþjóð lét lífið þegar gröf sem hann var að taka hrundi yfir hann. Tveir menn voru að taka gröfina og höfðu mokað jarðveginum upp í kassa sem stóðu á grafarbarminum. Annar mannanna var ofan í gröfinni þegar hlið í einum kassanum gaf sig. Erlent 8.8.2007 15:39 Pliva dregur úr hagnaði Barr Hagnaður bandaríska lyfjafyrirtækisins Barr nam 45,3 milljónum bandaríkjadala, rúmlega 2,9 milljörðum króna, á öðrum ársfjórðungi. Þetta er 41 prósents samdráttur frá sama tíma í fyrra og skrifast að mestu leyti á kostnað við yfirtöku á króatíska samheitalyfjafyrirtækinu Pliva síðasta haust. Afkoman er talsvert undir væntingum greinenda. Viðskipti erlent 8.8.2007 14:54 Þriggja mánaða látlausir bardagar í Líbanon Þrátt fyrir tólf vikna bardaga hefur líbanska hernum ekki tekist að vinna sigur á liðsmönnum Fatah al-Islam samtakanna sem hafa víggirt sig í flóttamannabúðum Palestínumanna skammt frá Trípólí. Fatah al-Islam segjast aðhyllast hugmyndafræði Al Kæda, en ekki hafa nein bein tengsl við hryðjuverkasamtökin. Hátt á þriðja hundrað manns hafa fallið í átökunum hingaðtil, þar af yfir 40 óbreyttir borgarar. Erlent 8.8.2007 14:24 Handtekinn fyrir að þýða Harry Potter Sextán ára franskur skólapiltur hefur verið handtekinn fyrir að þýða kafla úr nýjustu bókinni um Harry Potter og setja á netið. Hin opinbera franska útgáfa kemur ekki í bókaverslanir fyrr en 26. október. Erlent 8.8.2007 13:36 Rússneska þotan var á flótta frá Georgíu Yfirvöld í Georgíu segja að rússneskri eldflaug sem lenti þar í landi fyrr í vikunni hafi ekki verið skotið frá rússneskri orrustuþotu, heldur hafi henni verið sleppt. Þessvegna hafi hún ekki sprungið þegar hún lenti. Þetta atvik hefur enn aukið á spennu milli landanna. Erlent 8.8.2007 11:35 Stýrivaxtahækkun líkleg í Bretlandi Englandsbanki gaf í skyn í dag að stýrivaxtahækkun liggi í loftinu. Bankinn var undir miklum þrýstingi á fyrri hluta árs að hækka stýrivexti til að ná verðbólgu niður. Hann brást við með stýrivaxtahækkunum á árinu og standa vextirnir í Bretlandi nú í 5,75 prósentum. Stýrivaxtahækkanir fara fyrir brjóstið á verslanaeigendum. Viðskipti erlent 8.8.2007 11:03 Hundur skaut eigandann í bakið Hundurinn King George er afskaplega ljúfur og vingjarnlegur og tekur vel á móti gestum sem koma til húsbónda hans í Memphis í Tennessee. King George er sjötíu kílóa risi af tegundinni Great Dane. Það gekk því mikið á hjá honum þegar dyrabjöllunni var hringt um daginn og eigandinn fór til dyra. King George þeyttist í gegnum íbúðina til þess að taka líka á móti gestunum. Erlent 8.8.2007 10:50 Vill banna Kóraninn í Hollandi Hollenski þingmaðurinn Geert Wilders vill láta banna Kóraninn í Hollandi. Hann kallar Kóraninn fasistarit og líkir honum við bók Hitlers, Mein Kampf. Í grein í hollensku dagblaði í dag segir Wilders; Bönnum þessa ömurlegu bók eins og Mein Kampf er bönnuð. Sendum múslimum þau skilaboð að Kóraninn verður ekki notaður til að æsa til ofbeldis í þessu landi." Erlent 8.8.2007 10:19 Carlsberg yfir væntingum Hagnaður danska bjórframleiðandans Carlsberg nam rétt rúmum einum milljarði danskra króna, jafnvirði 11,8 milljörðum íslenskra króna, á öðrum fjórðungi ársins. Þrátt fyrir samdrátt upp á 18 prósent á milli ára er afkoman yfir væntingum markaðsaðila. Viðskipti erlent 8.8.2007 10:04 Felur eistun fyrir lögreglunni Lögreglan í Minnesota í Bandaríkjunum leitar nú logandi ljósi að eistunum af Russell Daniel Angusi. Þau eru horfin og Russell Daniel Angus neitar að upplýsa hvar þau eru niðurkomin. Málið hófst með því að Russell leitaði til lækna til þess að láta fjarlægja eistun. Hann hélt því fram að þau yllu sér miklum kvölum. Russell er 62 ára gamall. Erlent 8.8.2007 09:35 Kínverjar horfa til Hollands Kínverski tölvuframleiðandinn Lenovo er sagður vera að íhuga að leggja fram kauptilboð í hollenska keppinautinn Packard Bell. Verðmiðinn er talinn hlaupa á um 800 milljónum bandaríkjadala, jafnvirði 51 milljarðs íslenskra króna. Viðskipti erlent 8.8.2007 09:15 « ‹ 67 68 69 70 71 72 73 74 75 … 334 ›
Rússar fá ekki Norðurpólinn átakalaust Kanadamenn ætla ekki að láta Rússa komast upp með að helga sér Norðurpólinn. Stephen Harper, forsætisráðherra Kanada tilkynnti í gær að þeir muni reisa tvær herstöðvar í norðursvæði landsins til þess að leggja áherslu á sinn rétt til þess að nýta það sem er að finna undir ísnum. Rússneskur kafbátur setti í síðustu viku rússneska fánann á hafsbotninn undir pólnum. Erlent 11.8.2007 11:44
Banna samfarir á timburfleka Lögreglan í Kaupmannahöfn segir að hún muni stöðva samfarir manns og konu á timburfleka í höfn höfuðborgarinnar í kvöld, ef til þeirra komi. Samfarirnar voru boðaðar til þess að draga fleiri gesti á Copenhagen Fashion Week, sem nú stendur yfir. Taus Abilgard, einn af aðstandendum sýningarinnar segir að þetta hafi verið tillaga frá nokkrum gestanna og maðurinn og konan hafi lýst sig fús til ásta. Erlent 11.8.2007 11:02
Klippir snigla í tvennt Spánarsniglarnir alræmdu hafa gert Dönum lífið leitt í sumar. Þeir éta allt sem að kjafti kemur og hafa gert garyrkjumenn gráhærða. Skaðvaldur segir ein dönsk kona og klippir skriðdýrin í sundur. Sniglar þessir hafa numið land á Íslandi en þurrkarnir hér hafa verið þeim erfiðir í sumar. Erlent 10.8.2007 18:34
Verksviði SÞ í Írak breytt Verksvið Sameinuðu þjóðanna í Írak hefur verið víkkað að tillögu Breta og Bandaríkjamanna. Starfsmenn Sameinuðu þjóðanna eru andvígir því að þurfa að snúa aftur til Íraks en þaðan voru þeir flestir kallaðir eftir mannskæða sprengjuárás 2003. Erlent 10.8.2007 18:25
Óttast að alheimskreppa skelli á Sérfræðingar á alþjóðlegum fjármálamarkaði óttast alheimskreppu ef niðursveifla á mörkuðum í gær og í dag heldur áfram. Forsætisráðherra segir enn sem komið er enga ástæðu fyrir ríkisstjórnina að grípa til aðgerða. Erlent 10.8.2007 18:07
Áfram lækkun á bandarískum hlutabréfamarkaði Lækkun hélt áfram þegar opnað var fyrir viðskipti á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag. Dow Jones-vísitalan hefur lækkað um rúm 0,7 prósent, Standard & Poor um 0,8 prósent og Nasdaq-vísitalan um rúmt prósent. Lækkun hefur verið víða á hlutabréfamarkaði víða um heim. Seðlabankar í Bandaríkjunum og Evrópu hafa brugðist við með því að opna sjóði sína og veita fjármálafyrirtækjum vilyrði fyrir lánum á góðum kjörum til að koma í veg fyrir lausafjárskort. Viðskipti erlent 10.8.2007 14:01
Enn þrengir að bandarískum lánafyrirtækjum Gengi bréfa í bandaríska fjármálafyrirtækinu Countrywide Financial Corporation féll um 17,5 prósent í Bandaríkjunum í dag. Markaðir vestanhafs opna senn og bíða fjárfestar eftir því hvort lækkun á hlutabréfamarkaði þar í landi haldi áfram. Gengi bréfa í fyrirtækinu hefur lækkað um rúm 30 prósent síðan á vordögum. Viðskipti erlent 10.8.2007 12:50
Íraksstríðið illa skipulagt Forsætisráðherra Danmerkur segir Íraksstríðið hafa verið illa skipulagt og ástandið í landinu nú langt frá því að vera viðunandi. Hann er þó enn þeirrar skoðunar að rétt hafi verið að fara með hervaldi gegn Saddam Hússein. Erlent 10.8.2007 12:12
Ókyrrð á mörkuðum um allan heim Úrvalsvísitalan lækkaði um 3% þegar opnað var fyrir viðskipti í Kauphöllinni í morgun. Krónan hefur veikst um rúm 2%. Þetta er í takt við lækkanir á alþjóðlegum mörkuðum en mikil ókyrrð ríkir um allan heim vegna vandræða á bandarískum húsnæðislánamarkaði. Erlent 10.8.2007 12:00
Bátur lenti undir fallandi ísjaka Átján ferðamenn slösuðust þegar skipstjóri á útsýnisbáti hætti sér of nærri Hornbreen jökli á Svalbarða í dag. Gríðarlegur jaki klofnaði frá jöklinum og féll í sjóinn. Báturinn steypti stömpum í öldurótinu og fólkið þeyttist til og frá eins og tuskudúkkur. Fregnum ber ekki saman um hvort einhver hluti jakans lenti á bátnum. Erlent 9.8.2007 16:05
Olíuverð á niðurleið Heimsmarkaðsverð á hráolíu hefur lækkað um rúman bandaríkjadal í dag samhliða hræringum á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum og horfum á minnkandi eftirspurn eftir eldsneyti í Bandaríkjunum í sumarlok. Viðskipti erlent 9.8.2007 16:00
Evrópski seðlabankinn býr til stuðpúða Evrópski seðlabankinn hefur opnað pyngjur sínar og boðist til að lána evrópskum fjármálastofnunum allt að 95 milljarða evra, jafnvirði um 8.300 milljarða íslenskra króna, til að mýkja áhrifin af harðri lendingu vegna samdráttar á bandarískum fasteignalánamarkaði og koma í veg fyrir að þeirra gæti í Evrópu. Mörg lánafyrirtæki sem hafa haldið úti starfsemi í Bandaríkjunum hafa orðið illa úti vegna samdráttarins. Viðskipti erlent 9.8.2007 13:58
Rússar hefja aftur kalda-stríðs herflug sitt Rússneski flugherinn er aftur farinn að senda sprengjuflugvélar sínar í langar eftirlitsferðir til svæða þar sem Bandaríkin og NATO halda uppi eftirliti. Gera má því skóna að rússneskar sprengjuflugvélar fari aftur að sjást í grennd við Ísland. Rússar stefna ákveðnir að því að endurheimta sinni fyrri sess og sýna hervald sitt langt útfyrir eigin landamæri. Reuters fréttastofan orðar þetta á þá leið að Rússar hafi tekið upp kalda-stríðs flug sitt á nýjan leik. Erlent 9.8.2007 11:28
Fjölmargir Norðurlandabúar unnu fyrir Stasi Sænski rannsóknarblaðamaðurinn Björn Cederberg segir að fjölmargir Norðurlandabúar hafi unnið fyrir Stasi, hina illræmdu leyniþjónustu Austur-Þýskalands. Cederberg hefur verið að rannsaka skjalasafn leyniþjónustunnar undanfarin fimm ár. Íslensk stjórnvöld létu á sínum tíma rannsaka hugsanleg tengsl nokkurra Íslendinga við Stasi. Cederberg hefur ekki enn nafngreint þá Norðurlandabúa sem hann telur hafa unnið fyrir Austur-Þjóðverja. Erlent 9.8.2007 11:01
Afkoma Danske Bank undir væntingum Hagnaður Danske Bank fyrir skatta á fyrstu sex mánuðum ársins nam rúmum 10 milljörðum danskra króna, jafnvirði rúmra 118 milljarða íslenskra króna. Þrátt fyrir að vera 18 prósenta hækkun frá sama tíma í fyrra en þetta lítillega undir væntingum. Viðskipti erlent 9.8.2007 10:39
Hagnaður Murdochs eykst milli ára News Corporation, afþreyinga- og fjölmiðlaveldi ástralskættaða milljarðamæringsins Ruperts Murdoch, skilaði hagnaði upp á 890 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði um 56,5 milljarða íslenskra króna, á síðasta ársfjórðungi, sem var fjórði fjórðungurinn í bókum samstæðunnar. Þetta er 4,5 prósenta aukning á milli ára. Viðskipti erlent 9.8.2007 09:21
Frakkar búast við árásum á járnbrautarlestar Yfirvöld í Frakklandi hafa hert mjög eftirlit með lestarkerfinu í austurhluta landsins, eftir að hafa fengið vísbendingar um mögulega hryðjuverkaárás. Lögreglumenn og starfsmenn járnbrautanna skoðuðu sérstaklega nokkrar lestar sem voru á leið til og koma frá Luxembourg. Erlent 8.8.2007 16:52
Sér grefur gröf Starfsmaður kirkjugarðs á Skáni í Svíþjóð lét lífið þegar gröf sem hann var að taka hrundi yfir hann. Tveir menn voru að taka gröfina og höfðu mokað jarðveginum upp í kassa sem stóðu á grafarbarminum. Annar mannanna var ofan í gröfinni þegar hlið í einum kassanum gaf sig. Erlent 8.8.2007 15:39
Pliva dregur úr hagnaði Barr Hagnaður bandaríska lyfjafyrirtækisins Barr nam 45,3 milljónum bandaríkjadala, rúmlega 2,9 milljörðum króna, á öðrum ársfjórðungi. Þetta er 41 prósents samdráttur frá sama tíma í fyrra og skrifast að mestu leyti á kostnað við yfirtöku á króatíska samheitalyfjafyrirtækinu Pliva síðasta haust. Afkoman er talsvert undir væntingum greinenda. Viðskipti erlent 8.8.2007 14:54
Þriggja mánaða látlausir bardagar í Líbanon Þrátt fyrir tólf vikna bardaga hefur líbanska hernum ekki tekist að vinna sigur á liðsmönnum Fatah al-Islam samtakanna sem hafa víggirt sig í flóttamannabúðum Palestínumanna skammt frá Trípólí. Fatah al-Islam segjast aðhyllast hugmyndafræði Al Kæda, en ekki hafa nein bein tengsl við hryðjuverkasamtökin. Hátt á þriðja hundrað manns hafa fallið í átökunum hingaðtil, þar af yfir 40 óbreyttir borgarar. Erlent 8.8.2007 14:24
Handtekinn fyrir að þýða Harry Potter Sextán ára franskur skólapiltur hefur verið handtekinn fyrir að þýða kafla úr nýjustu bókinni um Harry Potter og setja á netið. Hin opinbera franska útgáfa kemur ekki í bókaverslanir fyrr en 26. október. Erlent 8.8.2007 13:36
Rússneska þotan var á flótta frá Georgíu Yfirvöld í Georgíu segja að rússneskri eldflaug sem lenti þar í landi fyrr í vikunni hafi ekki verið skotið frá rússneskri orrustuþotu, heldur hafi henni verið sleppt. Þessvegna hafi hún ekki sprungið þegar hún lenti. Þetta atvik hefur enn aukið á spennu milli landanna. Erlent 8.8.2007 11:35
Stýrivaxtahækkun líkleg í Bretlandi Englandsbanki gaf í skyn í dag að stýrivaxtahækkun liggi í loftinu. Bankinn var undir miklum þrýstingi á fyrri hluta árs að hækka stýrivexti til að ná verðbólgu niður. Hann brást við með stýrivaxtahækkunum á árinu og standa vextirnir í Bretlandi nú í 5,75 prósentum. Stýrivaxtahækkanir fara fyrir brjóstið á verslanaeigendum. Viðskipti erlent 8.8.2007 11:03
Hundur skaut eigandann í bakið Hundurinn King George er afskaplega ljúfur og vingjarnlegur og tekur vel á móti gestum sem koma til húsbónda hans í Memphis í Tennessee. King George er sjötíu kílóa risi af tegundinni Great Dane. Það gekk því mikið á hjá honum þegar dyrabjöllunni var hringt um daginn og eigandinn fór til dyra. King George þeyttist í gegnum íbúðina til þess að taka líka á móti gestunum. Erlent 8.8.2007 10:50
Vill banna Kóraninn í Hollandi Hollenski þingmaðurinn Geert Wilders vill láta banna Kóraninn í Hollandi. Hann kallar Kóraninn fasistarit og líkir honum við bók Hitlers, Mein Kampf. Í grein í hollensku dagblaði í dag segir Wilders; Bönnum þessa ömurlegu bók eins og Mein Kampf er bönnuð. Sendum múslimum þau skilaboð að Kóraninn verður ekki notaður til að æsa til ofbeldis í þessu landi." Erlent 8.8.2007 10:19
Carlsberg yfir væntingum Hagnaður danska bjórframleiðandans Carlsberg nam rétt rúmum einum milljarði danskra króna, jafnvirði 11,8 milljörðum íslenskra króna, á öðrum fjórðungi ársins. Þrátt fyrir samdrátt upp á 18 prósent á milli ára er afkoman yfir væntingum markaðsaðila. Viðskipti erlent 8.8.2007 10:04
Felur eistun fyrir lögreglunni Lögreglan í Minnesota í Bandaríkjunum leitar nú logandi ljósi að eistunum af Russell Daniel Angusi. Þau eru horfin og Russell Daniel Angus neitar að upplýsa hvar þau eru niðurkomin. Málið hófst með því að Russell leitaði til lækna til þess að láta fjarlægja eistun. Hann hélt því fram að þau yllu sér miklum kvölum. Russell er 62 ára gamall. Erlent 8.8.2007 09:35
Kínverjar horfa til Hollands Kínverski tölvuframleiðandinn Lenovo er sagður vera að íhuga að leggja fram kauptilboð í hollenska keppinautinn Packard Bell. Verðmiðinn er talinn hlaupa á um 800 milljónum bandaríkjadala, jafnvirði 51 milljarðs íslenskra króna. Viðskipti erlent 8.8.2007 09:15
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent