Erlent Leikstjórinn Robert Altman allur Bandarískir leikstjórinn Robert Altman lést í gærkvöld á sjúkrahúsi í Los Angeles 81 árs að aldri. Frá þessu greindi framleiðslufyrirtæki hans í dag. Altman skipar sér á bekk með fremstu leikstjórum síðustu aldar. Meðal mynda sem hann leikstýrði voru Leikmaðurinn, Nashville og Gosford Park auk MASH, eða Spítalalífs, en þættir með sama nafni eru Íslendingum að góðu kunnir. Erlent 21.11.2006 17:00 Hugsanlegt að Litvinenko hafi verið byrlað geislavirkt eitur Hugsanlegt er að Alexander Litvinenko, fyrrverandi njósnari hjá KGB og rússnesku leyniþjónustunni, hafi verið byrlað geislavirkt eitur. Breska ríkisútvarpið hefur eftir eiturefnasérfræðingi að sjúkdómseinkenni Litvinenko bendi til þess að honum hafi ekki verið byrlað hundrað prósent hreint talíum heldur hafi það hugsanlega verið geislavirkt. Erlent 21.11.2006 15:51 Segir Sýrlendinga standa á bak við morðið á Gemayel Saad Hariri, þingforseti í Líbanon og sonur Rafiks Hairis, sem myrtur var í Beirút fyrir tæpum tveimur árum, sakar sýrlensk stjórnvöld um að standa á bak við morðið á Pierre Gemayel, iðnaðarráðherra Líbanons. Byssumenn skutu Gemayel til bana í árás á bílalest hans í úthverfi kristinna manna í Beirút fyrr í dag. Erlent 21.11.2006 15:34 Lagði bíl sínum á golfflöt á Vík í Mýrdal Lögreglan í Vík í Mýrdal fékk heldur óvenjulega tilkynningu á sunnudaginn var en þar var greint frá því að bifreið stæði á einni af flötunum á golfvellinum í Vík. Þegar lögreglan fór að athuga málið kom í ljós að erlendur ferðamaður á bílaleigubifreið hafði komið sér fyrir á miðri flöt á fjórðu holu vallarins og var að dást að útsýninu út á hafið. Innlent 21.11.2006 14:56 Iðnaðarráðherra Líbanons myrtur í Beirút Iðnaðarráðherra Líbanons, Pierre Gemayel, var myrtur í höfuðborginni Beirút í dag. Þetta hefur Reuters-fréttastofan eftir talsmönnum öryggismála í landinu. Byssumenn munu hafa skotið á bílalest ráðherrans sem var á ferð um Sin el-Fil hverfið í Beirút í dag. Erlent 21.11.2006 14:23 Eggert kominnn á Upton Park Eggert Magnússon kom nú fyrir stundu á Upton Park, heimavöll West Ham United, og skoðaði hann ásamt Alan Pardew, knattspyrnustjóra félagins. Þeir gengu svo út á grasið og fengu báðir trefla með merki og nafni liðsins og leyfðu ljósmyndurum að taka myndir af tímamótunum. Erlent 21.11.2006 10:08 Þýska kauphöll sögð íhuga kaup á spænsku kauphöllinni Þýska kauphöllin í Frankfurt, Deutsche Börse, er sögð íhuga að gera yfirtökutilboð í Kauphöll Spánar, Bolsa Y Mercados Espanoles. Ekki er nákvæmlega tilgreint hversu hátt tilboð Deutsche Börse er að öðru leyti en því að það hljóðar upp á 33 evrur á hlut. Viðskipti erlent 21.11.2006 09:49 Berlusconi fyrir rétt Fyrrum forsætisráðherra Ítalíu, Silvio Berlusconi, fer fyrir rétt á morgun vegna ásakana um að hann hafi haft rangt við í viðskiptum. Berlusconi, sem hefur haft hægt um sig síðan hann tapaði í kosningum fyrir Romano Prodi fyrr á árinu, neitar öllum ásökunum og segir þetta pólitískar ofsóknir. Erlent 20.11.2006 23:42 Egypska lögreglan finnur tvö og hálft tonn af sprengiefnum Egypska lögreglan sagði frá því í kvöld að hún hefði fundið tvö og hálft tonn af sprengiefnum og mikið magn af vopnum í Sinai. Einn yfirmaður, sem talaði undir nafnleynd, sagði að þetta hefði fundist á tveimur felustöðum í Libni-fjöllunum á Sinai svæðinu. Ekki er vitað hvort að vopnin hafi átt að fara til palenstínsku svæðanna. Erlent 20.11.2006 23:30 Simpansar velja sér eldri maka Ný rannsókn á mökunarferli simpansa gefur í skyn að karlkyns simpansar sækist eftir sem elstum maka og að það skemmi ekki fyrir ef hún eigi afkvæmi fyrir. Rannsóknin var gerð til þess að athuga hvort að simpansar hegðuðu sér eins og frændur sínir mannfólkið og vildu frekar vera með yngri kvenkyns simpönsum. Erlent 20.11.2006 23:20 Bandaríkin hóta aðgerðum gegn Súdan Sérstakur erindreki Bandaríkjanna í Súdan, Andrew Natsios, sagði í dag að ríkisstjórnin í Súdan yrði að ná árangri í Darfur-héraði fyrir fyrsta janúar næstkomandi og ef það hefði ekki gerst myndu Bandaríkin og aðrir aðilar grípa til aðgerða. Erlent 20.11.2006 22:25 Hrói Höttur kominn til New York Þrír Bretar, allir klæddir sem sögupersónan Hrói Höttur, voru að gefa peninga í New York í dag. Mennirnir hentu peningum út í loftið og sögðust einfaldlega vera að hvetja fólk til þess að gefa eitthvað til baka í samfélagið og reyna að stuðla að meiri kurteisi fólks. Erlent 20.11.2006 21:30 Hætt við útgáfu á bók O.J. Simpson Fyrirtækið News Corp. hefur hætt við útgáfu á bók O.J. Simpsons "If I did it", sem útleggst á hinu ylhýra sem "Ef ég hefði gert það" og fjallaði um hvernig hann hefði myrt fyrrum konu sína Nicole Brown Simpson og vin hennar Ron Goldman. Einnig hefur verið hætt við að sýna sjónvarpsviðtal við O.J. um bókina en það átti að sýna í næstu viku. Erlent 20.11.2006 21:18 Kína hugsanlega í samstarf við Pakistan Búist er við því að Kínverjar eigi eftir að tilkynna um samstarfssamning við Pakistan í kjarnorkumálum í næstu viku. Talið er að það sé vegna síaukinna tengsla Bandaríkjanna og Indlands og væntanlegs kjarnorkusamstarfs þeirra á næstu árum. Erlent 20.11.2006 21:07 Baráttan gegn fátækt í heiminum mikilvægust Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði í viðtali í dag að hans mesta afrek í starfi væri að hafa sýnt þjóðum heims nauðsynina á því að berjast gegn fátækt í heiminum. Erlent 20.11.2006 20:47 Tony Blair í Afganistan Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands var í heimsókn í Afganistan í dag. Þar sagði hann að öryggi heimsins á komandi tímum myndi ráðast í bardögum við uppreisnarmenn Talibana í eyðimörkinni í Afganistan. Erlent 20.11.2006 20:11 Ísraelar sprengja á Gaza Ísraelski herinn hefur skotið flugskeyti á bíl í Gazaborg. Öryggissveitir í Palestínu skýrðu frá þessu. Sem stendur er enn ekki vitað hversu margir eða hvort einhverjir hafi látist eða slasast. Íraelski herinn vildi ekkert segja um árásina að svo stöddu. Erlent 20.11.2006 19:51 Tveir forsetar í Mexíkó Hinn vinstri sinnaði forsetaframbjóðandi í Mexíkó, Andres Manuel Obrador, ætlar í dag að láta sverja sig í embætti forseta Mexíkó. Það er ekki í frásögur færandi nema að hann tapaði í forsetakosningunum sem fram fóru í júlí síðastliðnum. Erlent 20.11.2006 19:28 Nágrannarnir aðstoða Íraskir ráðamenn eiga í viðræðum við nágranna sína í Sýrlandi og Íran um hvernig ráða megi bug á ofbeldinu í landinu. Erlent 20.11.2006 18:56 Nasdaq fer í óvinveitta yfirtöku á LSE Stjórn bandaríska hlutabréfamarkaðarins Nasdaq ákvað í dag að gera óvinveitt yfirtökutilboð í kauphöllina í Lundúnum í Bretlandi (LSE) eftir að stjórn LSE ákvað að taka ekki yfirtökutilboði markaðarins fyrr í dag. Viðskipti erlent 20.11.2006 18:55 Rússnesk stjórnvöld neita aðild Líðan rússneska njósnarans Alexanders Litvinenko fer hrakandi en eitrað var fyrir hann á veitingastað í Lundúnum á dögunum. Nánir vinir hans telja fullvíst að stjórnvöld í Moskvu hafi staðið á bak við tilræðið. Erlent 20.11.2006 18:13 Lestir sprengdar í Indlandi Sprengingar urðu í tveimur farþegalestum í austurhluta Indlands í dag. Sex létust og talið er að um 53 hafi særst. Ekki er vitað hvers vegna sprengingarnar urðu og vildi lögreglan lítið segja um málið. Talsmaður lestarfyrirtækisins sagði hinsvegar að sprengjum hefði verið komið fyrir í lestunum. Erlent 20.11.2006 18:06 Trichet varar við aukinni verðbólgu Jean-Claude Trichet, bankastjóri evrópska seðlabankans, varaði við því á fundi seðlabankastjóra 10 stærstu iðnríkja heims í Ástralíu í dag að verðbólga geti farið úr böndunum á næsta ári þrátt fyrir lækkun á eldsneytisverði. Hann sagði bankann fylgjast grannt með þróun mála í Evrópu. Viðskipti erlent 20.11.2006 17:51 Byssumaður fannst látinn Byssumaður sem réðist inn í skóla í Þýskalandi í morgun fannst látinn þar þegar að lögregla réðist til inngöngu í skólann í dag. Maðurinn hafði ráðist inn í skólann fyrr um morguninn og hafið skothríð á nemendur og starfsfólk og særði einhverja en sem betur fer lést enginn. Innlent 20.11.2006 17:47 Serbneskur stríðsglæpamaður handtekinn í Noregi Serneskur strísglæpamaður sem eftirlýstur hefur verið um allan heim var handtekinn í Noregi í síðasta mánuði. Þetta hafa yfirvöld í Serbíu staðfest við AP-fréttastofuna. Maðurinn, Damir Sireta, mun hafa verið í felum í Noregi en hann var eftirlýstur fyrir að hafa tekið þátt í aftöku á 200 króatískum stríðsföngum nærri bænum Vukovar í Króatíu í nóvember árið 1991. Erlent 20.11.2006 17:17 Forseti Írans býður til viðræðna Forsetinn í Íran, Mahmoud Ahmadinejad, hefur boðið forsetum Íraks og Sýrlands til viðræðna varðandi það sívaxandi vandamál sem ofbeldið í Írak er. Forseti Íraks, Jalal Talabani, hefur þegar þekkst boðið og mun fara til Írans á laugardaginn kemur. Erlent 20.11.2006 17:11 Ástæður árásar í Vestfold enn ókunnar Lögregla í Vestfold í Noregi vinnur enn að rannsókn á því hvers vegna maður á fertugsaldri myrti þrjá og særði tvo alvarlega í fylkinu á laugardag. Málið hefur vakið mikinn óhug í Noregi en maðurinn myrti föður sinn og kærustu fyrst og stakk svo son sinn, sem var fjórtán ára, til bana og særði tvo aðra alvarlega áður en hann svipti sig lífi. Erlent 20.11.2006 16:54 Myrti hátt í þrjátíu sjúklinga á sjúkrahúsi í Þýskalandi Þýskur hjúkrunarfræðingur var í dag dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa myrt nærri 30 sjúklinga á sjúkrahúsi í bænum Sonthofen í suðurhluta Þýskalands. Stephan Letter hóf störf á spítalanum í febrúar árið 2003 og talið er að hann hafi myrt fyrsta sjúklinginn innan við mánuði síðar. Erlent 20.11.2006 15:56 Neðanjarðarlestarkerfi Beijing verður heimsins stærsta Neðanjarðarlestarkerfi Beijing í Kína verður orðið hið stærsta í heimi eftir nokkur ár. Ætlun Kínverja er að stækka lstarkerfið úr 115 kílómetrum í 273 km fyrir árið 2010 og upp í 561 km árið 2020. þá yrði það orðið stærar en neðanjarðarlestarkerfi Lundúnaborgar sem nú er hið stærsta í heimi. Erlent 20.11.2006 15:45 Ætlar að slá lengsta golfhögg sögunnar Míkhaíl Tjúrín, geimfari í alþjóðlegu geimstöðinni, hyggst á miðvikudag reyna að skrá nafn sitt í sögubækurnar með því að slá lengsta högg í golfsögunni. Höggið slær hann í geimgöngu á stöðinni og á kúlan að fljúga í átt til jarðar. Erlent 20.11.2006 15:25 « ‹ 220 221 222 223 224 225 226 227 228 … 334 ›
Leikstjórinn Robert Altman allur Bandarískir leikstjórinn Robert Altman lést í gærkvöld á sjúkrahúsi í Los Angeles 81 árs að aldri. Frá þessu greindi framleiðslufyrirtæki hans í dag. Altman skipar sér á bekk með fremstu leikstjórum síðustu aldar. Meðal mynda sem hann leikstýrði voru Leikmaðurinn, Nashville og Gosford Park auk MASH, eða Spítalalífs, en þættir með sama nafni eru Íslendingum að góðu kunnir. Erlent 21.11.2006 17:00
Hugsanlegt að Litvinenko hafi verið byrlað geislavirkt eitur Hugsanlegt er að Alexander Litvinenko, fyrrverandi njósnari hjá KGB og rússnesku leyniþjónustunni, hafi verið byrlað geislavirkt eitur. Breska ríkisútvarpið hefur eftir eiturefnasérfræðingi að sjúkdómseinkenni Litvinenko bendi til þess að honum hafi ekki verið byrlað hundrað prósent hreint talíum heldur hafi það hugsanlega verið geislavirkt. Erlent 21.11.2006 15:51
Segir Sýrlendinga standa á bak við morðið á Gemayel Saad Hariri, þingforseti í Líbanon og sonur Rafiks Hairis, sem myrtur var í Beirút fyrir tæpum tveimur árum, sakar sýrlensk stjórnvöld um að standa á bak við morðið á Pierre Gemayel, iðnaðarráðherra Líbanons. Byssumenn skutu Gemayel til bana í árás á bílalest hans í úthverfi kristinna manna í Beirút fyrr í dag. Erlent 21.11.2006 15:34
Lagði bíl sínum á golfflöt á Vík í Mýrdal Lögreglan í Vík í Mýrdal fékk heldur óvenjulega tilkynningu á sunnudaginn var en þar var greint frá því að bifreið stæði á einni af flötunum á golfvellinum í Vík. Þegar lögreglan fór að athuga málið kom í ljós að erlendur ferðamaður á bílaleigubifreið hafði komið sér fyrir á miðri flöt á fjórðu holu vallarins og var að dást að útsýninu út á hafið. Innlent 21.11.2006 14:56
Iðnaðarráðherra Líbanons myrtur í Beirút Iðnaðarráðherra Líbanons, Pierre Gemayel, var myrtur í höfuðborginni Beirút í dag. Þetta hefur Reuters-fréttastofan eftir talsmönnum öryggismála í landinu. Byssumenn munu hafa skotið á bílalest ráðherrans sem var á ferð um Sin el-Fil hverfið í Beirút í dag. Erlent 21.11.2006 14:23
Eggert kominnn á Upton Park Eggert Magnússon kom nú fyrir stundu á Upton Park, heimavöll West Ham United, og skoðaði hann ásamt Alan Pardew, knattspyrnustjóra félagins. Þeir gengu svo út á grasið og fengu báðir trefla með merki og nafni liðsins og leyfðu ljósmyndurum að taka myndir af tímamótunum. Erlent 21.11.2006 10:08
Þýska kauphöll sögð íhuga kaup á spænsku kauphöllinni Þýska kauphöllin í Frankfurt, Deutsche Börse, er sögð íhuga að gera yfirtökutilboð í Kauphöll Spánar, Bolsa Y Mercados Espanoles. Ekki er nákvæmlega tilgreint hversu hátt tilboð Deutsche Börse er að öðru leyti en því að það hljóðar upp á 33 evrur á hlut. Viðskipti erlent 21.11.2006 09:49
Berlusconi fyrir rétt Fyrrum forsætisráðherra Ítalíu, Silvio Berlusconi, fer fyrir rétt á morgun vegna ásakana um að hann hafi haft rangt við í viðskiptum. Berlusconi, sem hefur haft hægt um sig síðan hann tapaði í kosningum fyrir Romano Prodi fyrr á árinu, neitar öllum ásökunum og segir þetta pólitískar ofsóknir. Erlent 20.11.2006 23:42
Egypska lögreglan finnur tvö og hálft tonn af sprengiefnum Egypska lögreglan sagði frá því í kvöld að hún hefði fundið tvö og hálft tonn af sprengiefnum og mikið magn af vopnum í Sinai. Einn yfirmaður, sem talaði undir nafnleynd, sagði að þetta hefði fundist á tveimur felustöðum í Libni-fjöllunum á Sinai svæðinu. Ekki er vitað hvort að vopnin hafi átt að fara til palenstínsku svæðanna. Erlent 20.11.2006 23:30
Simpansar velja sér eldri maka Ný rannsókn á mökunarferli simpansa gefur í skyn að karlkyns simpansar sækist eftir sem elstum maka og að það skemmi ekki fyrir ef hún eigi afkvæmi fyrir. Rannsóknin var gerð til þess að athuga hvort að simpansar hegðuðu sér eins og frændur sínir mannfólkið og vildu frekar vera með yngri kvenkyns simpönsum. Erlent 20.11.2006 23:20
Bandaríkin hóta aðgerðum gegn Súdan Sérstakur erindreki Bandaríkjanna í Súdan, Andrew Natsios, sagði í dag að ríkisstjórnin í Súdan yrði að ná árangri í Darfur-héraði fyrir fyrsta janúar næstkomandi og ef það hefði ekki gerst myndu Bandaríkin og aðrir aðilar grípa til aðgerða. Erlent 20.11.2006 22:25
Hrói Höttur kominn til New York Þrír Bretar, allir klæddir sem sögupersónan Hrói Höttur, voru að gefa peninga í New York í dag. Mennirnir hentu peningum út í loftið og sögðust einfaldlega vera að hvetja fólk til þess að gefa eitthvað til baka í samfélagið og reyna að stuðla að meiri kurteisi fólks. Erlent 20.11.2006 21:30
Hætt við útgáfu á bók O.J. Simpson Fyrirtækið News Corp. hefur hætt við útgáfu á bók O.J. Simpsons "If I did it", sem útleggst á hinu ylhýra sem "Ef ég hefði gert það" og fjallaði um hvernig hann hefði myrt fyrrum konu sína Nicole Brown Simpson og vin hennar Ron Goldman. Einnig hefur verið hætt við að sýna sjónvarpsviðtal við O.J. um bókina en það átti að sýna í næstu viku. Erlent 20.11.2006 21:18
Kína hugsanlega í samstarf við Pakistan Búist er við því að Kínverjar eigi eftir að tilkynna um samstarfssamning við Pakistan í kjarnorkumálum í næstu viku. Talið er að það sé vegna síaukinna tengsla Bandaríkjanna og Indlands og væntanlegs kjarnorkusamstarfs þeirra á næstu árum. Erlent 20.11.2006 21:07
Baráttan gegn fátækt í heiminum mikilvægust Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði í viðtali í dag að hans mesta afrek í starfi væri að hafa sýnt þjóðum heims nauðsynina á því að berjast gegn fátækt í heiminum. Erlent 20.11.2006 20:47
Tony Blair í Afganistan Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands var í heimsókn í Afganistan í dag. Þar sagði hann að öryggi heimsins á komandi tímum myndi ráðast í bardögum við uppreisnarmenn Talibana í eyðimörkinni í Afganistan. Erlent 20.11.2006 20:11
Ísraelar sprengja á Gaza Ísraelski herinn hefur skotið flugskeyti á bíl í Gazaborg. Öryggissveitir í Palestínu skýrðu frá þessu. Sem stendur er enn ekki vitað hversu margir eða hvort einhverjir hafi látist eða slasast. Íraelski herinn vildi ekkert segja um árásina að svo stöddu. Erlent 20.11.2006 19:51
Tveir forsetar í Mexíkó Hinn vinstri sinnaði forsetaframbjóðandi í Mexíkó, Andres Manuel Obrador, ætlar í dag að láta sverja sig í embætti forseta Mexíkó. Það er ekki í frásögur færandi nema að hann tapaði í forsetakosningunum sem fram fóru í júlí síðastliðnum. Erlent 20.11.2006 19:28
Nágrannarnir aðstoða Íraskir ráðamenn eiga í viðræðum við nágranna sína í Sýrlandi og Íran um hvernig ráða megi bug á ofbeldinu í landinu. Erlent 20.11.2006 18:56
Nasdaq fer í óvinveitta yfirtöku á LSE Stjórn bandaríska hlutabréfamarkaðarins Nasdaq ákvað í dag að gera óvinveitt yfirtökutilboð í kauphöllina í Lundúnum í Bretlandi (LSE) eftir að stjórn LSE ákvað að taka ekki yfirtökutilboði markaðarins fyrr í dag. Viðskipti erlent 20.11.2006 18:55
Rússnesk stjórnvöld neita aðild Líðan rússneska njósnarans Alexanders Litvinenko fer hrakandi en eitrað var fyrir hann á veitingastað í Lundúnum á dögunum. Nánir vinir hans telja fullvíst að stjórnvöld í Moskvu hafi staðið á bak við tilræðið. Erlent 20.11.2006 18:13
Lestir sprengdar í Indlandi Sprengingar urðu í tveimur farþegalestum í austurhluta Indlands í dag. Sex létust og talið er að um 53 hafi særst. Ekki er vitað hvers vegna sprengingarnar urðu og vildi lögreglan lítið segja um málið. Talsmaður lestarfyrirtækisins sagði hinsvegar að sprengjum hefði verið komið fyrir í lestunum. Erlent 20.11.2006 18:06
Trichet varar við aukinni verðbólgu Jean-Claude Trichet, bankastjóri evrópska seðlabankans, varaði við því á fundi seðlabankastjóra 10 stærstu iðnríkja heims í Ástralíu í dag að verðbólga geti farið úr böndunum á næsta ári þrátt fyrir lækkun á eldsneytisverði. Hann sagði bankann fylgjast grannt með þróun mála í Evrópu. Viðskipti erlent 20.11.2006 17:51
Byssumaður fannst látinn Byssumaður sem réðist inn í skóla í Þýskalandi í morgun fannst látinn þar þegar að lögregla réðist til inngöngu í skólann í dag. Maðurinn hafði ráðist inn í skólann fyrr um morguninn og hafið skothríð á nemendur og starfsfólk og særði einhverja en sem betur fer lést enginn. Innlent 20.11.2006 17:47
Serbneskur stríðsglæpamaður handtekinn í Noregi Serneskur strísglæpamaður sem eftirlýstur hefur verið um allan heim var handtekinn í Noregi í síðasta mánuði. Þetta hafa yfirvöld í Serbíu staðfest við AP-fréttastofuna. Maðurinn, Damir Sireta, mun hafa verið í felum í Noregi en hann var eftirlýstur fyrir að hafa tekið þátt í aftöku á 200 króatískum stríðsföngum nærri bænum Vukovar í Króatíu í nóvember árið 1991. Erlent 20.11.2006 17:17
Forseti Írans býður til viðræðna Forsetinn í Íran, Mahmoud Ahmadinejad, hefur boðið forsetum Íraks og Sýrlands til viðræðna varðandi það sívaxandi vandamál sem ofbeldið í Írak er. Forseti Íraks, Jalal Talabani, hefur þegar þekkst boðið og mun fara til Írans á laugardaginn kemur. Erlent 20.11.2006 17:11
Ástæður árásar í Vestfold enn ókunnar Lögregla í Vestfold í Noregi vinnur enn að rannsókn á því hvers vegna maður á fertugsaldri myrti þrjá og særði tvo alvarlega í fylkinu á laugardag. Málið hefur vakið mikinn óhug í Noregi en maðurinn myrti föður sinn og kærustu fyrst og stakk svo son sinn, sem var fjórtán ára, til bana og særði tvo aðra alvarlega áður en hann svipti sig lífi. Erlent 20.11.2006 16:54
Myrti hátt í þrjátíu sjúklinga á sjúkrahúsi í Þýskalandi Þýskur hjúkrunarfræðingur var í dag dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa myrt nærri 30 sjúklinga á sjúkrahúsi í bænum Sonthofen í suðurhluta Þýskalands. Stephan Letter hóf störf á spítalanum í febrúar árið 2003 og talið er að hann hafi myrt fyrsta sjúklinginn innan við mánuði síðar. Erlent 20.11.2006 15:56
Neðanjarðarlestarkerfi Beijing verður heimsins stærsta Neðanjarðarlestarkerfi Beijing í Kína verður orðið hið stærsta í heimi eftir nokkur ár. Ætlun Kínverja er að stækka lstarkerfið úr 115 kílómetrum í 273 km fyrir árið 2010 og upp í 561 km árið 2020. þá yrði það orðið stærar en neðanjarðarlestarkerfi Lundúnaborgar sem nú er hið stærsta í heimi. Erlent 20.11.2006 15:45
Ætlar að slá lengsta golfhögg sögunnar Míkhaíl Tjúrín, geimfari í alþjóðlegu geimstöðinni, hyggst á miðvikudag reyna að skrá nafn sitt í sögubækurnar með því að slá lengsta högg í golfsögunni. Höggið slær hann í geimgöngu á stöðinni og á kúlan að fljúga í átt til jarðar. Erlent 20.11.2006 15:25