Erlent

Fréttamynd

Apple frestar birtingu ársuppgjörs

Bandaríski tölvuframleiðandinn Apple greindi frá því í dag að fyrirtækið hefði frestað því að senda ársskýrslu sína til bandarískra fjármálayfirvalda. Ástæðan mun vera rannsókn yfirvalda á kaupréttarákvæðum stjórnenda hjá fyrirtækinu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Í værum svefni

Breskur kaupsýslumaður hefur verið dæmdur til 180 klukkustunda samfélagsþjónustu og til að greiða sjötíu og fimm þúsund króna sekt fyrir að tefja lestarsamgöngur í grennd við borgina Epsom í suðurhluta landsins.

Erlent
Fréttamynd

Veiðiþjófur skotinn

Þjóðgarðsverðir í Kenya skutu í gær til bana illræmdan veiðiþjóf frá Sómalíu, sem vitað er að hafði drepið sautján fíla og níu nashyrninga á síðustu fimm árum. Það er ekki óalgengt í Afríku að þjóðgarðisverðir lendi í skotbardögum við veiðiþjófa.

Innlent
Fréttamynd

Svaf vært á teinunum

Breskur maður á yfir höfði sér allt að sex mánaða fangelsisdóm eftir að hann sofnaði á lestarteinum fyrr á þessu ári.

Erlent
Fréttamynd

Auglýsa með nafni eftir manni vegna morða á vændiskonum

Breska lögreglan hefur auglýst, með nafni, eftir eiganda BMW bifreiðar, í tengslum við morðin á fimm vændiskonum í Ipswich. Maðurinn er einn af þúsundum farandverkamanna frá Austur-Evrópu sem koma til Suffolk ár hvert til þess að vinna í landbúnaði. Hann hefur ekki sést síðan á miðvikudag.

Erlent
Fréttamynd

Óttast grímulaust stríð milli Hamas og Fatah

Palestínumenn úr Hamas og Fatah samtökunum hafa í morgun barist bæði á Gaza ströndinni og Vesturbakkanum. Hamas sakar Fatah um að hafa í gær reynt að myrða Ismail Haniyeh, forsætisráðherra palestinsku ríkisstjórnarinnar. Einn lífvarða hans féll í átökunum.

Erlent
Fréttamynd

Gengi BAE Systems hækkaði mikið

Gengi hlutabréfa í breska fyrirtækinu BAE Systems hækkaði snarlega, eða um 5,1 prósent, þegar viðskipti hófust á markaði í Lundúnum í morgun eftir að yfirvöld í Bretlandi greindu frá því í gær að þau hefðu fellt niður rannsókn á fyrirtækinu vegna vafasamra viðskipta þess við Sádi-Arabíu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Kona nýr neytendaráðherra Danmerkur

Nýr ráðherra fjölskyldu- og neytendamála, í Danmörku, verður hin 34 ára gamla Carin Christensen, sem kemur úr röðum íhaldsmanna. Christensen er sögð í miklu uppáhaldi hjá flokksforystunni, og eiga góðan frama fyrir sér í stjórnmálum.

Erlent
Fréttamynd

Bandaríkjamenn og Kínverjar ná sáttum

Stjórnvöld í Kína hafa sæst á að breyta gengisstefnu sinni, m.a. til að að færa það nær gengi bandaríkjadals með það fyrir augum að minnka viðskiptahalla Bandaríkjanna. Þetta var niðurstaðan að loknum fundi bandarískrar sendinefndar sem fór áleiðis til Kína í vikunni til fundar við ráðamenn.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Fé leitar þangað sem fjölmiðlar eru

Janfvirði 1200 milljarða íslenskra króna var veitt til hjálparstarfs víða um heim í fyrra, samkvæmt nýrri hamfaraskýrslu Alþjóða Rauða krossins. Fénu er misskipt, að mati skýrsluhöfunda. Sem dæmi hafi ekki nægilega miklu fé verið veitt til hjálparstarfs í Malaví og segir íslenskur sendifulltrúi matvælaverkefnis Rauða krossins þar að fé leiti þangað sem fjölmiðlar séu.

Erlent
Fréttamynd

Haniyeh fær ekki að koma heim með peninga

Ísraelsk yfirvöld hafa lokað landamærum Gaza að Egyptalandi og þannig komið í veg fyrir að Ismail Haniyeh, forsætisráðherra Palestínumanna, komist heim. Hann mun hafa í fórum sínum margar milljónir bandaríkjadala sem á að nota til að rétta af fjárhag heimastjórnarinnar. Það vilja Ísraelar ekki.

Erlent
Fréttamynd

Líklega myrtar í bíl

Breska lögreglan hefur upplýst að lík vændiskvennanna fimm, sem þegar hafa fundist, hafi öll verið nakin, að frátöldum skartgripum þeirra. Talið er líklegast að þær hafi verið kæfðar eða kyrktar. Greinileg merki um kyrkingu fundust á hálsi að minnsta kosti einnar stúlku.

Erlent
Fréttamynd

Forsætisráðherrann fær ekki að hafa með sér peninga

Ísraelar ætla ekki að hleypa Ismail Haniyev, forsætisráðherra Palestínumanna, aftur inn í landið, með milljarða króna fjárhagsaðstoð sem hann hefur safnað erlendis, á undanförnum vikum. Til að hindra endurkomu hans hafa þeir lokað Rafha landamærastöðinni á landamærum Gaza og Egyptalands.

Erlent
Fréttamynd

Eyrarsundsbrúin annar ekki umferð

Umferð um Eyrarsundsbrúna milli Danmerkur og Svíþjóðar er svo miklu meiri en gert var ráð fyrir að það horfir til vandræða. Svíar vilja skipa nýja Eyrarsundsnefnd til þess að taka á málinu. Danir hafa þegar ákveðið að bæta við vögnum sín megin frá.

Erlent
Fréttamynd

Ekki víst hvort Ryanair hækkar yfirtökutilboð

Michael O'Leary, forstjóri írska lággjaldaflugfélagsins Ryanair, hefur hvorki viljað segja af né á hvort flugfélagið ætli að hækka yfirtökutilboð sitt í írska flugfélagið Aer Lingus. Yfirtökutilboðið hljóðar upp á 1,48 milljarða evrur eða um 136 milljarða krónur en hluthafar hafa fram til morgundags til að ákveða hvort þeir taki því.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Demokratar að missa meirihluta í öldungadeildinni

Demokratar í Bandaríkjunum bíða nú með öndina í hálsinum eftir að sjá hvort þeir missa meirihluta sinn í öldungadeild þingsins, á nýjan leik. Tim Johnson, öldungadeildarþingmaður, liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi eftir skurðaðgerð á heila.

Erlent
Fréttamynd

Forsætisráðherra stöðvaður á landamærunum

Ismail Haniyeh, forsætisráðherra Palestínumanna, var ekki hleypt inn á Gaza svæðið, í dag, þegar hann kom úr nokkurra vikna heimsókn erlendis frá. Búist er við að hann hafi með sér milljónir dollara í fjárhagsaðstoð við ríkisstjórn sína. Óljóst er hvort Ísraelar hleypa honum inn í landið, með peningana.

Erlent
Fréttamynd

Tony Blair í yfirheyrslu hjá Scotland Yard

Breska lögreglan Scotland Yard hefur yfirheyrt Tony Blair, forsætisráðherra, við rannsókn á hneykslismáli sem snýst um mútugreiðslur fyrir aðalstitla. Talsmaður Blairs segir að hann hafi verið kallaður sem vitni, en ekki haft réttarstöðu sakbornings.

Erlent
Fréttamynd

Olíuverð hækkaði um rúman dal

Heimsmarkaðsverð á hráolíu tók kipp í dag í kjölfar þess að aðildarríki OPEC, samtaka olíuútflutningsríkja, ákváðu að minnka olíuframleiðslu ríkjanna um allt að hálfa milljón olíutunna á dag frá og með febrúar á næsta ári. Heildarsamdrátturinn á árinu nemur 1,7 milljónum tunna á dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tuttugu trúarbragðaglæpir á mánuði í Danmörku

Danska lögreglan segir að þar í landi séu framin tuttugu afbrot í mánuði, sem eru trúarlegs eðlis, allt frá heiðursmorðum til ýmiskonar þvingana. Óttast er að ungar konur séu neyddar til þess að fremja sjálfsmorð. Danir hafa af þessu áhyggjur, en tölurnar koma ekki á óvart.

Erlent
Fréttamynd

Eiturlyfjafíkn var óttanum yfirsterkari

Þótt mikill ótti ríki meðal vændiskvenna í Ipswich, eftir morðin á fimm starfssystrum þeirra, halda þær áfram að falbjóða sig á götum úti. Lögreglan hefur aukið eftirlit í hverfi þeirra, en virðist ekki geta komið í veg fyrir að þær haldi áfram starfi sínu.

Erlent
Fréttamynd

Er morðinginn á bláum BMW?

Breska lögreglan leitar nú að feitlögnum manni á bláum BMW sem er sagður hafa tekið eina af myrtu vændiskonunum í Ipswich upp í bílinn hjá sér og ekið með hana á brott. Lögreglan segist hafa býsnin öll af upplýsingum til þess að vinna úr.

Erlent
Fréttamynd

Olíuverð hækkaði fyrir fund OPEC-ríkja

Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði lítillega á helstu fjármálamörkuðum í dag. Ástæðan er fundur OPEC, samtaka olíuútflutningsríkja, síðar í dag en þar verður tekin ákvörðun um það hvort dregið verði úr olíuframleiðslu aðildarríkjanna til að sporna gegn verðlækkunum á hráolíu. Þá dró úr olíubirgðum í Bandaríkjunum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Tilboði tekið í Qantas

Ástralska flugfélagið Qantas hefur tekið yfirtökutilboði ástralska fjárfestingabankans Macquarie, bandaríska sjóðsins Texas Pacific og annarra fjárfesta. Tilboðið hljóðar upp á 11,1 milljarð bandaríkjadal eða ríflega 771 milljarð íslenskra króna. Þetta er einhver stærstu fyrirtækjakaup í flugheiminum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

30 manns rænt í Sadr-hverfi

Byssumenn rændu á bilinu 20 til 30 Írökum í höfuðborginni, Bagdad, í morgun. Að sögn vitna óku mennirnir í tíu lögreglubílum að fólkinu, sem var statt í iðnaðarhverfi í miðborginni, og höfðu það á brott með sér. Flestir þeirra sem rænt var eru búðareigendur sem reka iðnaðarvöruverslanir í hverfinu.

Erlent
Fréttamynd

Sprakk í höndum sprengjusérfræðinga

Tveir íraskir sprengjusérfræðingar týndu lífi þegar sprengja, sem þeir voru að reyna að aftengja, sprakk í höndunum á þeim í Sadr-hverfi Bagdadborgar í morgun. Fjórir almennir borgarar særðust þegar sprengjan sprakk. Öðrum hópi sprengjusérfræðinga tókst að aftengja aðra sprengju í næsta nágrenni.

Erlent