Erlent Ekkert óeðlilegt við dauðdaga Önnu Nicole Ekkert kom í ljós í krufningu Önnu Nicole Smith sem bendir til þess að eitthvað óeðlilegt hafi verið við dauðdaga hennar. Enn hefur ekki verið staðfest hvers vegna hún lét lífið. Lögreglustjórinn á Dania Beach, Charlie Tiger, sagði á fréttamannafundi í kvöld að það myndi taka þrjár til fimm vikur að rannsaka gögnin úr krufningunni. Anna Nicole Smith lést í gærkvöldi á hóteli við Dania Beach. Hún var 39 ára þegar hún lést og lætur eftir sig 5 mánaða dóttur. Erlent 9.2.2007 20:52 Fóstureyðingar brátt leyfilegar í Portúgal Fimm skoðanakannanir sem birtar voru í Portúgal í dag gefa til kynna að landsmenn muni aflétta banni við fóstureyðingum í þjóðaratkvæðagreiðslu sem fer fram á sunnudaginn kemur. Samkvæmt könnunum segja 52 til 58 prósent landsmanna að þeir ætli að segja já við tillögum ríkisstjórnarinnar sem munu leyfa fóstureyðingu allt til tíundu viku meðgöngu. Erlent 9.2.2007 20:37 Kona verður forseti Harvard Elsti háskóli Bandaríkjanna, Harvard, mun um helgina tilnefna Drew Gilpin Faust sem forseta skólans. Hún verður fyrsta konan sem gegnir þessari stöðu í 371 ára sögu skólans. Þetta þýðir stefnubreytingu á málum skólans en fyrrum forseti skólans, Lawrence Summers, þurfti að segja af sér vegna athugasemda um konur. Þær þóttu vera litaðar af kvenfyrirlitningu. Erlent 9.2.2007 20:18 Eldflaug skotið á hótel í Mogadishu Eldflaug var skotið á hótel í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, í dag. Enginn lést í árásinni en fjöldi manns slasaðist. Einnig voru mótmæli í borginni vegna nærveru afrískra friðargæsluliða og hótuðu mótmælendur að ráðast gegn þeim. Erlent 9.2.2007 19:57 FL Group flytur hugsanlega frá Danmörku Forstjóri fjárfestingafyrirtækisins FL Group segir að til greina komi að flytja starfsemi fyrirtækisins í Kaupmannahöfn frá Danmörku, verði nýjar skattatillögur dönsku ríkisstjórnarinnar að veruleika. Þetta kom fram á ráðstefnu um íslenska viðskiptalífið í Kaupmannahöfn í dag, þar sem forseti Íslands hrósaði íslensku bönkunum fyrir góðan árangur. Erlent 9.2.2007 18:34 Máli olíuforstjóranna vísað frá dómi Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í dag frá máli ákæruvaldsins gegn olíuforstjórunum þremur í samráðsmálinu. Frávísun Héraðsdóms er óvanalega harðorð en samkvæmt henni er verknaðarlýsing óljós og því erfitt að verjast ákæru. Innlent 9.2.2007 18:46 Átök við al-Aqsa moskuna Viðbrögð við samkomulagi stríðandi fylkinga í Palestínu, um myndun þjóðstjórnar, hafa verið varfærin enda er tilveruréttur Ísraelsríkis ekki viðurkenndur þar sérstaklega. Til heiftarlegra átaka kom á milli ísraelskra lögreglusveita og íslamskra mótmælenda við al-Aqsa-moskuna í Jerúsalem í dag. Erlent 9.2.2007 18:25 Forsögulegt faðmlag Ótrúleg sjón blasti við ítölskum fornleifafræðingum í vikunni þegar þeir opnuðu gröf nærri borginni Mantúa, sem er skammt frá Veróna, sögusviði leikritisins um Rómeó og Júlíu. Erlent 9.2.2007 18:28 Beið bana í eldsvoða Íslenskur maður lét lífið í bruna í geymslu við veitingahús í Stokkhólmi í fyrrinótt. Orsakir slyssins eru óljósar en Stokkhólmslögreglan vinnur að rannsókn þess. Erlent 9.2.2007 18:17 Branson vill bjarga heiminum Sir Richard Branson, auðkýfingur og ævintýramaður, tilkynnti í dag að hann myndi halda keppni um það hver gæti fundið bestu leiðina til þess að minnka og binda koltvísýring í andrúmsloftinu. Verðlaunin verða í kringum tíu milljón pund, sem eru um 1,3 milljarðar íslenskra króna. Erlent 9.2.2007 17:59 Norðmenn byggja fræhvelfingu Norðmenn sögðu frá því í dag að þeir ætli sér að smíða geymslu fyrir öll fræ heimsins. Geymslan verður staðsett á svalbarða og á að sjá til þess að mannkynið geti lifað af ef til náttúruhörmunga kæmi. Erlent 9.2.2007 17:32 Skefjalaus skelfing Bandarískur kaupsýslumaður er að kanna hvort hann geti farið í mál við rússneskt flugfélag sem hann segir að hafi valdið sér svo mikilli skelfingu að hann hafi þurft að leita til sálfræðings um áfallahjálp. Vélin var í innanlandsflugi í Rússlandi, og var að aka út á flugbrautina, þegar hún skyndilega stoppaði og ók aftur upp að flugstöðinni. Erlent 9.2.2007 16:46 Hamas söm við sig Hamas samtökin hvöttu í dag vesturlönd til þess að samþykkja nýja þjóðstjórn Palestínumanna, en sögðu um leið að þau muni aldrei viðurkenna Ísraelsríki, né hlíta friðarsamningum sem þegar hafi verið gerðir. Einn leiðtoga Hamas sagði að þeir gætu ekki viðurkennt Ísraelsríki vegna þess að það væri ekkert til sem héti Ísraelsríki. Erlent 9.2.2007 16:20 Barðist í hálftíma við kyrkislöngu um dóttursoninn Sextíu og sex ára gamall brasiliskur maður barðist í rúma hálfa klukkustund við fimm metra langa kyrkislöngu sem hafði vafið sig utan um átta ára gamlan dótturson hans. Drengurinn var að leika sér í gili, rétt hjá búgarði afans, sem er í Cosorama héraði um 500 kílómetra vestan við Sao Paulo. Joaquim Pereira var að aka heim að búgarðinum, þegar hann heyrði ópin í barnabarninu. Erlent 9.2.2007 14:37 Viðsnúningur hjá MasterCard Alþjóðlega kreditkortafyrirtækið MasterCard Inc. skilaði 41 milljóna bandaríkjadala hagnaði á fjórða ársfjórðungi nýliðins árs. Þetta jafngildir tæpum 2,8 milljörðum íslenskra króna sem er nokkuð betri afkoma en greinendur höfðu gert ráð fyrir. Þá er niðurstaðan talsvert betri en í fyrra þegar fyrirtækið tapaði 53 milljónum dala, jafnvirði tæpra 3,6 milljarða íslenskra króna. Viðskipti erlent 9.2.2007 14:33 Stóri bróðir til sölu Hollenska fyrirtækið Endemol, fyrirtækið sem framleiðir hina geysivinsælu raunveruleikaþætti Big Brother og Fear-Factor, verður sett í formlegt söluferli á næstu dögum. Viðskipti erlent 9.2.2007 09:26 Drög að samkomulagi gerð á morgun Búist er við því að Sexveldin svokölluðu fari að leggja drög að nýju samkomulagi varðandi kjarnorkuafvopnun Norður-Kóreu strax á morgun. Kínverskir embættismenn hafa þegar gert uppkast með þeim grunnpunktum sem Norður-Kórea hefur samþykkt. Erlent 8.2.2007 23:20 Íranir segjast tilbúnir að svara árásum Íran og Bandaríkin halda áfram að elda grátt silfur saman. Ayatollah Ali Khamenei sagði í dag að Íran myndi svara öllum árásum Bandaríkjanna með því að gera árásir á bandaríska þegna um allan heim. Einnig ef Bandaríkjamenn ráðist gegn kjarnorkuverum þeirra. Erlent 8.2.2007 23:13 Evrópusambandið mun opna atvinnumiðstöðvar í Afríku Evrópusambandið ætlar sér að setja upp atvinnumiðstöð í Malí fyrir Afríkubúa sem vilja fá vinnu í Evrópu. Helst verður boðið upp á iðnaðarstörf sem krefjast ekki mikillar þekkingar eða reynslu. Frakkar og Spánverjar hafa þegar lofað að þeir muni auglýsa störf í miðstöðinni. Erlent 8.2.2007 22:55 Castro farinn að borða á ný Fidel Castro, leiðtogi Kúbu, er byrjaður að borða á ný. Castro hefur átt í miklum heilsufarsvandræðum síðasta hálfa árið og hefur ekki verið við völd þann tíma. Læknir hans, Ali rodriguez, sagði þó í dag að heilsa hans væri að batna hratt. Hann bætti þó við að Kúbverjar vissu að Castro myndi ekki lifa að eilífu. Erlent 8.2.2007 22:41 Sex látnir eftir sprengingu í Ramallah Sprenging á bensínstöð í borginni Ramallah á Vesturbakkanum svokallaða í dag varð sex manns að bana og slasaði að minnsta kosti 20. Sprengingin varð vegna þess að neistar frá tækjum iðnaðarmanna sem voru við vinnu sína á stöðinni komust í bensín. Erlent 8.2.2007 22:25 KKK að stækka á ný Bandarísku kynþáttahöturunum í Kú Klúx Klan vex nú ásmegin vegna vandamála með ólöglega innflytjendur þar í landi. Meðlimafjöldi er í fyrsta sinn í langan tíma farinn að aukast á ný. KKK minnkaði mikið eftir upphaf sjöunda áratugarins en fyrir það gengu þeir um í hvítu sloppunum sínum, brenndu krossa og myrtu saklaust fólk. Erlent 8.2.2007 22:17 Fagnað í Gaza Gríðarleg fagnaðarlæti brutust út í Gaza þegar ljóst var að Hamas og Fatah höfðu náð samkomulagi um þjóðstjórn í Palestínu. Þúsundir manna fóru út á götur borgarinnar og fögnuðu saman. Palestínumenn vonast til þess að samkomulagið sem var undirritað í Mekka í dag verði til þess að vestræn stjórnvöld dragi úr refsiaðgerðum gegn þarlendum stjórnvöldum. Erlent 8.2.2007 21:37 Anna Nicole Smith látin Fyrrum Playboy módelið Anna Nicole Smith, sem varð fræg þegar hún giftist háöldruðum auðkýfingi seint á tíunda áratug síðustu aldar, er látin. Hún var stödd á Hard Rock hótelinu og spilavítinu í Flórída þegar hún missti meðvitund. Sjúkraliðar á staðnum beittu hjartahnoði og þurftu að barkaþræða hana. Farið var með hana í miklum flýti á Memorial Regional sjúkrahúsið en þar lést hún. Lögfræðingur hennar staðfesti þetta rétt í þessu. Erlent 8.2.2007 21:09 Bíll frumsýndur í tölvuleik Toyota frumsýndi í dag tvær útgáfur af Scion bifreið þeirra. Það merkilega er að fréttamannafundirnir og kynningarnar voru haldnar í tveimur heimum samtímis. Annars vegar í raunveruleikanum og hins vegar í tilbúnum veruleikaheimi sem kallast „Annað Líf“ eða „Second Life“ á frummálinu. Erlent 8.2.2007 20:53 Prófa nýtt bóluefni gegn alnæmi Suður-Afríka, sem glímir við einn stærsta alnæmisfaraldur í heimi, kynnti í dag áætlun um prófanir á nýju bóluefni gegn alnæmi. Verkefnið er það stærsta sem sem landið hefur tekið þátt í. Verkefnið er styrkt af stjórnvöldum í Suður-Afríku en þau héldu því lengi vel fram að bestu varnirnar gegn alnæmi væru hvítlaukur og rauðrófur. Erlent 8.2.2007 20:23 Snjóþungt víða um Evrópu Vetur konungur hefur farið hamförum víða um Evrópu í dag. Snjóað hefur ótæpilega í Belgíu, Bretlandi og Hollandi og hefur það haft áhrif á samgöngur í löndunum, en ekki síður til þeirra og frá. Erlent 8.2.2007 19:26 Hamas og Fatah undirrita samkomulag um þjóðstjórn Leiðtogar Hamas og Fatah hreyfinganna skrifuðu rétt í þessu undir samkomulag um myndun þjóðstjórnar í Palestínu. Samkomulaginu er ætlað að binda enda á átökin í Palestínu en yfir 90 manns hafa látið lífið í átökunum síðan í desember. Hamas mun þó ekki viðurkenna tilverurétt Ísraels Erlent 8.2.2007 19:14 Dæmdur til dauða fyrir morð á fóstri Kviðdómur í Texas ríki í Bandaríkjunum dæmdi í gær fyrrum æskulýðsprest til dauða fyrir hafa myrt táningsstúlku og ófætt barn hennar. Þetta er í fyrsta sinn í Texas sem einhver er dæmdur til dauða fyrir að myrða fóstur. Erlent 8.2.2007 16:56 Nyhedsavisen kaupir út danska póstinn Danski pósturinn er hættur þáttöku í dreifingu fríblaðsins Nyhedsavisen, og aðstandendur blaðsins fagna því. Sérstakt fyrirtæki, "Morgundreifingin" var stofnuð um dreifingu blaðsins og átti danski pósturinn þar 49 prósent. Restina átti fyrirtækið 365 Media Skandinavia. Danska Samkeppniseftirlitið hafði ýmislegt við þetta að athuga og lagði hömlur á starfsemina. Erlent 8.2.2007 16:49 « ‹ 165 166 167 168 169 170 171 172 173 … 334 ›
Ekkert óeðlilegt við dauðdaga Önnu Nicole Ekkert kom í ljós í krufningu Önnu Nicole Smith sem bendir til þess að eitthvað óeðlilegt hafi verið við dauðdaga hennar. Enn hefur ekki verið staðfest hvers vegna hún lét lífið. Lögreglustjórinn á Dania Beach, Charlie Tiger, sagði á fréttamannafundi í kvöld að það myndi taka þrjár til fimm vikur að rannsaka gögnin úr krufningunni. Anna Nicole Smith lést í gærkvöldi á hóteli við Dania Beach. Hún var 39 ára þegar hún lést og lætur eftir sig 5 mánaða dóttur. Erlent 9.2.2007 20:52
Fóstureyðingar brátt leyfilegar í Portúgal Fimm skoðanakannanir sem birtar voru í Portúgal í dag gefa til kynna að landsmenn muni aflétta banni við fóstureyðingum í þjóðaratkvæðagreiðslu sem fer fram á sunnudaginn kemur. Samkvæmt könnunum segja 52 til 58 prósent landsmanna að þeir ætli að segja já við tillögum ríkisstjórnarinnar sem munu leyfa fóstureyðingu allt til tíundu viku meðgöngu. Erlent 9.2.2007 20:37
Kona verður forseti Harvard Elsti háskóli Bandaríkjanna, Harvard, mun um helgina tilnefna Drew Gilpin Faust sem forseta skólans. Hún verður fyrsta konan sem gegnir þessari stöðu í 371 ára sögu skólans. Þetta þýðir stefnubreytingu á málum skólans en fyrrum forseti skólans, Lawrence Summers, þurfti að segja af sér vegna athugasemda um konur. Þær þóttu vera litaðar af kvenfyrirlitningu. Erlent 9.2.2007 20:18
Eldflaug skotið á hótel í Mogadishu Eldflaug var skotið á hótel í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, í dag. Enginn lést í árásinni en fjöldi manns slasaðist. Einnig voru mótmæli í borginni vegna nærveru afrískra friðargæsluliða og hótuðu mótmælendur að ráðast gegn þeim. Erlent 9.2.2007 19:57
FL Group flytur hugsanlega frá Danmörku Forstjóri fjárfestingafyrirtækisins FL Group segir að til greina komi að flytja starfsemi fyrirtækisins í Kaupmannahöfn frá Danmörku, verði nýjar skattatillögur dönsku ríkisstjórnarinnar að veruleika. Þetta kom fram á ráðstefnu um íslenska viðskiptalífið í Kaupmannahöfn í dag, þar sem forseti Íslands hrósaði íslensku bönkunum fyrir góðan árangur. Erlent 9.2.2007 18:34
Máli olíuforstjóranna vísað frá dómi Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í dag frá máli ákæruvaldsins gegn olíuforstjórunum þremur í samráðsmálinu. Frávísun Héraðsdóms er óvanalega harðorð en samkvæmt henni er verknaðarlýsing óljós og því erfitt að verjast ákæru. Innlent 9.2.2007 18:46
Átök við al-Aqsa moskuna Viðbrögð við samkomulagi stríðandi fylkinga í Palestínu, um myndun þjóðstjórnar, hafa verið varfærin enda er tilveruréttur Ísraelsríkis ekki viðurkenndur þar sérstaklega. Til heiftarlegra átaka kom á milli ísraelskra lögreglusveita og íslamskra mótmælenda við al-Aqsa-moskuna í Jerúsalem í dag. Erlent 9.2.2007 18:25
Forsögulegt faðmlag Ótrúleg sjón blasti við ítölskum fornleifafræðingum í vikunni þegar þeir opnuðu gröf nærri borginni Mantúa, sem er skammt frá Veróna, sögusviði leikritisins um Rómeó og Júlíu. Erlent 9.2.2007 18:28
Beið bana í eldsvoða Íslenskur maður lét lífið í bruna í geymslu við veitingahús í Stokkhólmi í fyrrinótt. Orsakir slyssins eru óljósar en Stokkhólmslögreglan vinnur að rannsókn þess. Erlent 9.2.2007 18:17
Branson vill bjarga heiminum Sir Richard Branson, auðkýfingur og ævintýramaður, tilkynnti í dag að hann myndi halda keppni um það hver gæti fundið bestu leiðina til þess að minnka og binda koltvísýring í andrúmsloftinu. Verðlaunin verða í kringum tíu milljón pund, sem eru um 1,3 milljarðar íslenskra króna. Erlent 9.2.2007 17:59
Norðmenn byggja fræhvelfingu Norðmenn sögðu frá því í dag að þeir ætli sér að smíða geymslu fyrir öll fræ heimsins. Geymslan verður staðsett á svalbarða og á að sjá til þess að mannkynið geti lifað af ef til náttúruhörmunga kæmi. Erlent 9.2.2007 17:32
Skefjalaus skelfing Bandarískur kaupsýslumaður er að kanna hvort hann geti farið í mál við rússneskt flugfélag sem hann segir að hafi valdið sér svo mikilli skelfingu að hann hafi þurft að leita til sálfræðings um áfallahjálp. Vélin var í innanlandsflugi í Rússlandi, og var að aka út á flugbrautina, þegar hún skyndilega stoppaði og ók aftur upp að flugstöðinni. Erlent 9.2.2007 16:46
Hamas söm við sig Hamas samtökin hvöttu í dag vesturlönd til þess að samþykkja nýja þjóðstjórn Palestínumanna, en sögðu um leið að þau muni aldrei viðurkenna Ísraelsríki, né hlíta friðarsamningum sem þegar hafi verið gerðir. Einn leiðtoga Hamas sagði að þeir gætu ekki viðurkennt Ísraelsríki vegna þess að það væri ekkert til sem héti Ísraelsríki. Erlent 9.2.2007 16:20
Barðist í hálftíma við kyrkislöngu um dóttursoninn Sextíu og sex ára gamall brasiliskur maður barðist í rúma hálfa klukkustund við fimm metra langa kyrkislöngu sem hafði vafið sig utan um átta ára gamlan dótturson hans. Drengurinn var að leika sér í gili, rétt hjá búgarði afans, sem er í Cosorama héraði um 500 kílómetra vestan við Sao Paulo. Joaquim Pereira var að aka heim að búgarðinum, þegar hann heyrði ópin í barnabarninu. Erlent 9.2.2007 14:37
Viðsnúningur hjá MasterCard Alþjóðlega kreditkortafyrirtækið MasterCard Inc. skilaði 41 milljóna bandaríkjadala hagnaði á fjórða ársfjórðungi nýliðins árs. Þetta jafngildir tæpum 2,8 milljörðum íslenskra króna sem er nokkuð betri afkoma en greinendur höfðu gert ráð fyrir. Þá er niðurstaðan talsvert betri en í fyrra þegar fyrirtækið tapaði 53 milljónum dala, jafnvirði tæpra 3,6 milljarða íslenskra króna. Viðskipti erlent 9.2.2007 14:33
Stóri bróðir til sölu Hollenska fyrirtækið Endemol, fyrirtækið sem framleiðir hina geysivinsælu raunveruleikaþætti Big Brother og Fear-Factor, verður sett í formlegt söluferli á næstu dögum. Viðskipti erlent 9.2.2007 09:26
Drög að samkomulagi gerð á morgun Búist er við því að Sexveldin svokölluðu fari að leggja drög að nýju samkomulagi varðandi kjarnorkuafvopnun Norður-Kóreu strax á morgun. Kínverskir embættismenn hafa þegar gert uppkast með þeim grunnpunktum sem Norður-Kórea hefur samþykkt. Erlent 8.2.2007 23:20
Íranir segjast tilbúnir að svara árásum Íran og Bandaríkin halda áfram að elda grátt silfur saman. Ayatollah Ali Khamenei sagði í dag að Íran myndi svara öllum árásum Bandaríkjanna með því að gera árásir á bandaríska þegna um allan heim. Einnig ef Bandaríkjamenn ráðist gegn kjarnorkuverum þeirra. Erlent 8.2.2007 23:13
Evrópusambandið mun opna atvinnumiðstöðvar í Afríku Evrópusambandið ætlar sér að setja upp atvinnumiðstöð í Malí fyrir Afríkubúa sem vilja fá vinnu í Evrópu. Helst verður boðið upp á iðnaðarstörf sem krefjast ekki mikillar þekkingar eða reynslu. Frakkar og Spánverjar hafa þegar lofað að þeir muni auglýsa störf í miðstöðinni. Erlent 8.2.2007 22:55
Castro farinn að borða á ný Fidel Castro, leiðtogi Kúbu, er byrjaður að borða á ný. Castro hefur átt í miklum heilsufarsvandræðum síðasta hálfa árið og hefur ekki verið við völd þann tíma. Læknir hans, Ali rodriguez, sagði þó í dag að heilsa hans væri að batna hratt. Hann bætti þó við að Kúbverjar vissu að Castro myndi ekki lifa að eilífu. Erlent 8.2.2007 22:41
Sex látnir eftir sprengingu í Ramallah Sprenging á bensínstöð í borginni Ramallah á Vesturbakkanum svokallaða í dag varð sex manns að bana og slasaði að minnsta kosti 20. Sprengingin varð vegna þess að neistar frá tækjum iðnaðarmanna sem voru við vinnu sína á stöðinni komust í bensín. Erlent 8.2.2007 22:25
KKK að stækka á ný Bandarísku kynþáttahöturunum í Kú Klúx Klan vex nú ásmegin vegna vandamála með ólöglega innflytjendur þar í landi. Meðlimafjöldi er í fyrsta sinn í langan tíma farinn að aukast á ný. KKK minnkaði mikið eftir upphaf sjöunda áratugarins en fyrir það gengu þeir um í hvítu sloppunum sínum, brenndu krossa og myrtu saklaust fólk. Erlent 8.2.2007 22:17
Fagnað í Gaza Gríðarleg fagnaðarlæti brutust út í Gaza þegar ljóst var að Hamas og Fatah höfðu náð samkomulagi um þjóðstjórn í Palestínu. Þúsundir manna fóru út á götur borgarinnar og fögnuðu saman. Palestínumenn vonast til þess að samkomulagið sem var undirritað í Mekka í dag verði til þess að vestræn stjórnvöld dragi úr refsiaðgerðum gegn þarlendum stjórnvöldum. Erlent 8.2.2007 21:37
Anna Nicole Smith látin Fyrrum Playboy módelið Anna Nicole Smith, sem varð fræg þegar hún giftist háöldruðum auðkýfingi seint á tíunda áratug síðustu aldar, er látin. Hún var stödd á Hard Rock hótelinu og spilavítinu í Flórída þegar hún missti meðvitund. Sjúkraliðar á staðnum beittu hjartahnoði og þurftu að barkaþræða hana. Farið var með hana í miklum flýti á Memorial Regional sjúkrahúsið en þar lést hún. Lögfræðingur hennar staðfesti þetta rétt í þessu. Erlent 8.2.2007 21:09
Bíll frumsýndur í tölvuleik Toyota frumsýndi í dag tvær útgáfur af Scion bifreið þeirra. Það merkilega er að fréttamannafundirnir og kynningarnar voru haldnar í tveimur heimum samtímis. Annars vegar í raunveruleikanum og hins vegar í tilbúnum veruleikaheimi sem kallast „Annað Líf“ eða „Second Life“ á frummálinu. Erlent 8.2.2007 20:53
Prófa nýtt bóluefni gegn alnæmi Suður-Afríka, sem glímir við einn stærsta alnæmisfaraldur í heimi, kynnti í dag áætlun um prófanir á nýju bóluefni gegn alnæmi. Verkefnið er það stærsta sem sem landið hefur tekið þátt í. Verkefnið er styrkt af stjórnvöldum í Suður-Afríku en þau héldu því lengi vel fram að bestu varnirnar gegn alnæmi væru hvítlaukur og rauðrófur. Erlent 8.2.2007 20:23
Snjóþungt víða um Evrópu Vetur konungur hefur farið hamförum víða um Evrópu í dag. Snjóað hefur ótæpilega í Belgíu, Bretlandi og Hollandi og hefur það haft áhrif á samgöngur í löndunum, en ekki síður til þeirra og frá. Erlent 8.2.2007 19:26
Hamas og Fatah undirrita samkomulag um þjóðstjórn Leiðtogar Hamas og Fatah hreyfinganna skrifuðu rétt í þessu undir samkomulag um myndun þjóðstjórnar í Palestínu. Samkomulaginu er ætlað að binda enda á átökin í Palestínu en yfir 90 manns hafa látið lífið í átökunum síðan í desember. Hamas mun þó ekki viðurkenna tilverurétt Ísraels Erlent 8.2.2007 19:14
Dæmdur til dauða fyrir morð á fóstri Kviðdómur í Texas ríki í Bandaríkjunum dæmdi í gær fyrrum æskulýðsprest til dauða fyrir hafa myrt táningsstúlku og ófætt barn hennar. Þetta er í fyrsta sinn í Texas sem einhver er dæmdur til dauða fyrir að myrða fóstur. Erlent 8.2.2007 16:56
Nyhedsavisen kaupir út danska póstinn Danski pósturinn er hættur þáttöku í dreifingu fríblaðsins Nyhedsavisen, og aðstandendur blaðsins fagna því. Sérstakt fyrirtæki, "Morgundreifingin" var stofnuð um dreifingu blaðsins og átti danski pósturinn þar 49 prósent. Restina átti fyrirtækið 365 Media Skandinavia. Danska Samkeppniseftirlitið hafði ýmislegt við þetta að athuga og lagði hömlur á starfsemina. Erlent 8.2.2007 16:49