Erlent

Fréttamynd

Ekki einhugur innan Englandsbanka

Einhugur virðist ekki hafa verið í peningamálanefnd Englandsbanka á síðasta vaxtaákvörðunarfundi hennar en bankinn ákvað fyrir hálfum mánuði að halda stýrivöxtum óbreyttum í 5,25 prósentum. Í gær var greint frá því að tveir af níu nefndarmönnum hafi verið fylgjandi 25 punkta hækkun.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Íhuga að flytja sendiráð sitt

Bandaríkjamenn eru að huga að því að flytja sendiráð sitt í Lundúnum á öruggari stað. Það hefur verið á Grosvenor Square, í Mayfair hverfi, í hjarta borgarinnar, síðan 1938. Húsið er ein stærsta sendiráðsbygging í heimi. Þar eru yfir 600 herbergi á níu hæðum sem hýsa 750 manns starfslið. Það er hryðjuverkaógnin sem veldur því að til athugunar er að flytja sendiráðið.

Erlent
Fréttamynd

Við erum tilbúnir

Íraska ríkisstjórnin segir að öryggissveitir hennar séu tilbúnar til þess að taka við löggæslu í suðurhluta landsins, þegar Bretar fækka um sextán hundruð manns í herliði sínu þar. Stjórnin segir þó að áfram verði þörf fyrir aðstoð þeirra bresku hermanna sem þar verða eftir. Það verða um 5500 hermenn, sem munu leggja mesta áherslu á að þjálfa írösku sveitirnar.

Erlent
Fréttamynd

EMI opnar dyrnar fyrir Warner

Breski tónlistarrisinn EMI ákvað í gærkvöldi að gera bandaríska útgáfufyrirtækinu Warner Music kleift að leggja fram yfirtökutilboð í samsteypuna. EMI, sem er með stórstjörnur á borð við Íslandsvinina í Coldplay og Robbie Williams á sínum snærum, mun hafa sagt forsvarrsmönnum Warner að tilboðið verði að vera ásættanlegt auk þess sem yfirvöld verði að samþykkja það áður en gengið verði frá kaupum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Forseti Íraks ánægður með brotthvarf Breta

Forseti Íraks, Jalal Talabani, hefur lýst yfir ánægju sinni með brotthvarf breskra hermanna frá Írak. Talsmaður forsetans sagði að þessi ákvörðun Blairs myndi hvetja íraskar hersveitir til þess að taka ábyrgð á öryggisgæslu í landinu.

Erlent
Fréttamynd

Neyðarviðræður stjórnvalda á Ítalíu

Forseti Ítalíu, Giorgio Napolitano, mun brátt hefja viðræður við Romano Prodi, forsætisráðherra landsins, en hann lagði fram afsögn sína í gær. Forsetinn hefur þó ekki enn samþykkt afsögn Prodis.

Erlent
Fréttamynd

Harry Prins til Íraks

Harry prins hefur fengið skipun um að fara til Íraks. Búist er við því að opinber tilkynning þess efnis verði birt í dag. Harry er hluti af herdeildinni Hinir bláu og konunglegu. Ekkert hefur fengist uppgefið um skyldur Harrys en líklegt er talið að hann verði við landamæravörslu á landamærum Íraks og Írans.

Erlent
Fréttamynd

Sex manns láta lífið í ferjuslysi

Sex manns, þar af tvö börn, létu lífið í eldsvoða í ferju rétt utan við strönd Jakarta, höfuðborgar Indónesíu, í gærkvöldi. Alls voru um 250 farþegar í ferjunni þegar eldurinn braust út. Herskip og flugvélar voru sendar á staðinn til þess að aðstoða við að koma farþegum af ferjunni.

Erlent
Fréttamynd

Fimmburar fæddust í Gaza-borg

Uppi varð fótur og fit á sjúkrahúsi í Gaza-borg í dag þegar palestínsk kona ól þar fimmbura. Von var á fjórum börnum í heiminn og það fimmta kom því í kaupbæti.

Erlent
Fréttamynd

Bretar og Danir kalla hermenn heim frá Írak

Danir ætla að kalla alla hermenn sína frá Írak áður en ágústmánuður gengur í garð. Þetta tilkynnti forsætisráðherra Danmerkur í dag. Á sama tíma greindi starfsbróðir hans í Bretlandi frá því að 1.600 breskir hermenn yrðu kallaðir heim á næstu mánuðum.

Erlent
Fréttamynd

Ítalska stjórnin riðar til falls

Ítalska ríkisstjórnin hefur verið kölluð saman til fundar, í kvöld, og ekki er talið ólíklegt að hún segi af sér eftir að hafa beðið ósigur í atkvæðagreiðslu um utanríkismál, á þinginu í dag. Stjórnarandstaðan hefur krafist þess að vinstri stjórn Romanos Prodis segi af sér. Lagalega séð þarf ríkisstjórnin ekki að fara, en einn af flokksmönnum Prodis segir að hún "hafi tilhneigingu til að segja af sér."

Erlent
Fréttamynd

Egyptar handtaka tilræðismann

Tuttugu og þrír menn hafa verið handteknir í Egyptalandi eftir að palestinskur maður með sprengjubelti var handtekinn þar, en hann hafði komið þangað um jarðgöng frá Gaza ströndinni. Maðurinn ætlaði að fara í baðstrandarbæ á Sinai skaga, sem ísraelskir ferðamenn sækja mikið. Þar ætlaði hann að sprengja sig í loft upp og drepa eins marga Gyðinga og hann gæti.

Erlent
Fréttamynd

Flugher Írans engin fyrirstaða

Bandaríska blaðið The New York Times skýrði frá því að það hefði komist yfir leynilegar áætlanir um árás Bandaríkjanna á Íran, að uppfylltum vissum forsendum. Stjórnvöld hafa marglýst því yfir að engin slík árás sé í undirbúningi, en hafa ekki viljað útiloka að gripið verði til vopna, ef allt annað þrýtur.

Erlent
Fréttamynd

Mugabe gefur afmælisgjöf

Robert Mugabe, forseti Zimbabwe hélt upp á 83 ára afmæli sitt í dag með því að banna allar pólitískar samkomur í þrjá mánuði. Hann lýsti því jafnframt yfir að hann hefði alls ekki í hyggju að fara frá völdum í bráð. Kjörtímabil hans rennur út í mars á næsta ári, en forsetinn útilokaði ekki að hann byði sig fram aftur.

Erlent
Fréttamynd

Íran: Óttast ekki árás Bandaríkjamanna

Ali Larijani, aðalsamningamaður Írana í kjarnorkudeilu þeirra við vesturveldin, segir stjórnvöld í Teheran ekki óttast árás Bandaríkjamanna. Vesturveldin komi ekki til með að beita hörku í deilunni. Frestur sá sem Sameinuðu þjóðirnar gáfu Írönum til að hætta auðgun úrans rennur út í dag.

Erlent
Fréttamynd

Bretar fækka um 1.500 hermenn í Írak

Tony Blair, forsætisráðherra Breta, tilkynnti rétt í þessu að breskum hermönnum yrði fækkað um 1.600 á næstu mánuðum. Sem stendur eru 7.100 breskir hermenn í Írak.

Erlent
Fréttamynd

Istanbúl: Íbúðarhús hrundi

Minnst 2 týndu lífi og hátt í 30 slösuðust þegar 5 hæða íbúðarhús hrundi í Istanbúl í Tyrklandi í morgun. Yfirvöld í borginni segja lélegum frágangi við bygginguna um að kenna en engar frekari skýringar hafa fengist á því af hverju húsið hrundi. Talið er að allir sem voru í húsinu og lifðu hafi verið fluttir á sjúkrahús og enga sé að finna í rústunum.

Erlent
Fréttamynd

Græddu HIV-smituð líffæri í sjúklinga

Ítalskir læknar græddu óvart líffæri úr eyðnismituðum líffæragjafa í heilbrigt fólk. Alls fengu þrír sjúklingar líffæri úr konunni. Um tvö nýru og lifur var að ræða. Læknar segja miklar líkur á því að líffæraþegarnir eigi eftir að smitast af HIV.

Erlent
Fréttamynd

Heimkvaðning hermanna undirbúin

Búist er við að Danir og Bretar tilkynni í dag um heimkvaðningu hermanna frá Írak. Áætlað er að Blair forsætisráðherra tilkynni að brottflutningur breskra hermanna hefjist innan örfárra vikna og að forsætisráðherra Dana útlisti áætlun sína á blaðamannafundi síðdegis.

Erlent
Fréttamynd

Hagnaður Lego þrefaldast

Danski leikfangaframleiðandinn Lego skilaði hagnaði upp á 1,4 milljarða danskra króna fyrir skatt í fyrra. Þetta svarar til ríflega 16 milljarða íslenskra króna, sem er þrisvar sinnum betri afkoma en árið 2005. Forstjóri Lego segir árið verða erfitt fyrir fyrirtækið og gerir ráð fyrir minni hagnaði á þessu ári.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Geta skotið kjarnasprengjum á Japan og S-Kóreu

Norður-Kórea getur framleitt kjarnorkusprengjur sem hægt er að setja á eldflaugar sem ná bæði til Kóreu og Japans, samkvæmt skýrslu bandarískra sérfræðinga, sem Reuters fréttastofan hefur komið yfir. Bandaríkjamennirnir heimsóttu kjarnorkuver Norður-Kóreu norðan við höfuðborgina Pyongyang, og segja að norðamenn hafi framleitt nóg plútóníum fyrir fimm til tólf kjarnorkusprengjur.

Erlent
Fréttamynd

Blair brýnir Abbas

Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna mun í dag eiga fund með Tony Blair, í Lundúnum, þar sem breski forsætisráðherrann mun leggja áherslu á að hin nýmyndaða þjóðstjórn Palestínumanna verði að fara að kröfum Miðausturlanda-kvartettsins svokallaða um að viðurkenna Ísraelsríki og láta af ofbeldisverkum. Abbas er á ferð um Evrópu til þess að afla stjórninni fylgis.

Erlent
Fréttamynd

Danskir hermenn heim frá Írak

Búist er við að forsætisráðherra Danmerkur, Anders Fogh Rasmussen, tillkynnti í dag að Danir muni fara að dæmi Breta og kalla heim einhvern hluta hermanna sinna frá Írak. Danska fréttastofan Ritzau segir ekki hversu margir hermenn verði kvaddir heim, eða hvenær.

Erlent
Fréttamynd

Stýrivextir hækka í Japan

Seðlabanki Japans hækkaði stýrivexti um fjórðung úr prósenti í dag og standa stýrivextir landsins nú í 0,50 prósentum. Þetta er önnur stýrivaxtahækkun seðlabankans á sex árum. Vextirnir voru núllstilltir fram á síðasta ár en þá hækkaði bankinn þá um fjórðung úr prósenti.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Viðgerð að ljúka á hvalveiðiskipi

Viðgerðum er að ljúka á móðurskipi japanska hvalveiðiflotans sem hefur rekið vélarvana á Suður-Íshafinu eftir mikinn eldsvoða síðastliðinn fimmtudag. Einn skipverji fórst í eldinum. Skipstjóri hvalveiðiskipsins hafnaði aðstoð frá skipi Grænfriðunga sem buðust til að draga það til hafnar. Skip Grænfriðunga var á þessu svæði til þess að trufla hvalveiðar Japana.

Erlent
Fréttamynd

Britney farin í meðferð

Britney spears er farin í meðferð. Hún skráði sig sjálfviljug í meðferð í gær eftir að fjölskyldumeðlimir biðluðu til hennar að breyta um lífsstíl. Hin 25 ára poppstjarna hefur lifað viltu líferni síðan hún skildi við eiginmann sinn, Kevin Federline. Hörð forræðisbarátta hefur verið á milli þeirra og svo virðist sem það hafi tekið toll sinn á Britney.

Erlent
Fréttamynd

Mugabe ætlar ekki að segja af sér

Robert Mugabe, forseti Zimbabwe, hefur þvertekið fyrir að hann ætli að segja af sér. Mugabe, sem er orðinn 83 ára gamall, hefur verið gagnrýndur vegna óðaverðbólgu sem nú er í landinu. Í síðustu viku náði hún sextán hundruð prósentum.

Erlent
Fréttamynd

Íranar segja samninga einu leiðina

Aðalsamningamaður Írana, Ali Larijani, segir að Íranar hafi ekki áhyggjur af því að vesturlönd eigi eftir að beita hörðu í kjarnorkudeilunni. Eftir fund með Alþjóðakjarnorkumálastofnuninni í gær sagði Larjani að eina leiðin til þess að leysa deiluna væri samningaleiðin. Frestur sem Sameinuðu þjóðirnar gáfu Írönum til þess að hætta auðgun úrans rennur út eftir nokkrar klukkustundir og búist er við því að refsiaðgerðir hefjist þá þegar.

Erlent
Fréttamynd

Bretar og Danir kalla hermenn heim frá Írak

Búist er við að Tony Blair forsætisráðherra Bretlands tilkynni í dag að flutningur herliðs Breta frá Írak hefjist innan nokkurra vikna. Samkvæmt áætlun Blairs munu fyrstu 1.500 hermennirnir úr 7.100 manna liði þeirra í Írak snúi heim á næstu vikum. Danir tilkynna líklega eftir hádegið um viðlíka heimkvaðningu danskra hermanna.

Erlent