Erlent Kasparov stýrir mótmælafundum Skákmeistarinn Garry Kasparov ætlar að efna til mótmælafunda í helstu borgum Rússlands í næsta mánuði, þrátt fyrir að lögreglan hafi ráðist með kylfum á þrjá síðustu fundi. Kasparov er leiðtogi samtakanna Hitt Rússland. Mótmælafundirnir verða í Moskvu og Sankti Pétursborg, um miðjan næsta mánuð. Erlent 30.3.2007 15:48 Arabar leita sátta Hvað á að gera við flóttamenn, er einn af alvarlegustu ásteytingarsteinunum í deilum Ísraela og Palestínumanna. Saudi-Arabar hafa lagt fram tillögu sem gæti leyst þann hnút. Hún er á þá leið að Palestinskir flóttamenn fái "réttláta lausn" á málum sínum, frekar en snúa aftur til fyrri heimkynna. Erlent 30.3.2007 13:52 Sjóliða fórnað fyrir stefnu Bush og Blair Þriðja bréfið frá sjóliðum í Íran hefur verið birt. Bréfið er frá Faye Turney eina kvenkyns sjóliðanum í 15 manna hópnum sem er í haldi Írana. Í því segir að henni hafi verið fórnað af stefnu Blair og Bush ríkisstjórnanna. Tími sé kominn til að óska þess að ríkisstjórnirnar breyti kúgunar- og afskiptatilþrifum sínum gagnvart öðrum ríkjum. Erlent 30.3.2007 12:52 Verðbólga 1,9 prósenta á evrusvæðinu Verðbólga mældist 1,9 prósent á evrusvæðinu í þessum mánuði, samkvæmt bráðabirgðaútreikningum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Þetta er 0,1 prósentustigi meira en í febrúar. Evrópski seðlabankinn hækkaði stýrivexti í byrjun mánaðar með það fyrir augum að halda aftur af verðbólguþrýstingi. Stýrivextir á evrusvæðinu hafa ekki verið hærri í fimm og hálft ár. Viðskipti erlent 30.3.2007 12:51 Segja liðssöfnun Breta ekki hjálplega Íranska sendiráðið í Bretlandi segir að tilraunir Breta til að fá þriðju aðila í lið með sér í sjóliðadeilunni, hjálpi ekki til við lausn hennar. Bretar séu í nánum samskiptum við írönsk stjórnvöld og vinni að því að leysa deiluna á "gagnkvæman og ásættanlegan" hátt. Málið ætti að leysa með tvíhliða samningum. Erlent 30.3.2007 12:21 Qantas stækkar flugflotann Ástralska lággjaldaflugfélagið Jetstar, dótturfélag ástralska flugfélagsins Qantas, hefur keypt níu farþegaflugvélar frá evrópska flugvélaframleiðandanum Airbus. Kaupverð er ekki gefið upp. Qantas horfir til þess að halda markaðsráðandi stöðu sinni með kaupunum. Viðskipti erlent 30.3.2007 12:13 Blair lýsir viðbjóði á meðferð sjóliða Tony Blair forsætisráðherra Breta lýsir viðbjóði sínum á meðferð sjóliðanna sem eru í haldi Írana. Íranska stjórnin segir sjóliðana hafa komið ólöglega inn í íranska landhelgi. Blair segir að eina lausnin í málinu sé að sjóliðarnir verði látnir lausir. Þá segir forsætisráðherrann myndskeið af sjóliðunum í írönsku sjónvarpi, ekki blekkja neinn. Tekið verði á málinu af festu en þolinmæði. Erlent 30.3.2007 11:40 Þyrla skotin niður í Mogadishu Uppreisnarmenn í Sómalíu skutu eþíópska þyrlu niður í Mogadishu í morgun. Þetta er annar dagur átaka í höfuðborginni eftir að herir Sómalíu og Eþíópíu réðust harkalega gegn íslamistum og ættbálkaherliðum. Yfir 30 manns hafa látist frá því í átakið hófst. Sprengjum rigndi yfir íbúahverfi og vitni sáu tvær eþíópískar þyrlur skjóta á virki uppreisnarmanna rétt áður en flugskeyti hitti aðra þyrluna. Erlent 30.3.2007 11:18 Skoða kaup Vodafone á Indlandi Fjármálayfirvöld á Indlandi hefur ákveðið að skoða nánar kaup breska farsímarisanum Vodafone á 67 prósenta hlut í Hutchison Essar, fjórða stærsta farsímafélagi Indlands, áður en þau gefa græna ljósið á viðskiptin. Kaupsamningur Vodafone hljóða upp á 11,1 milljarð dala, jafnvirði 736,6 milljarða íslenskra króna. Viðskipti erlent 30.3.2007 10:20 Játning sjóliða í írönsku sjónvarpi Írönsk sjónvarpsstöð sýndi í morgun myndband með þremur af bresku sjóliðunum sem eru í haldi Írana vegna sjóliðadeilunnar. Í því baðst einn sjóliðanna afsökunar á því að hafa farið inn í íranska lögsögu. Forseti Írans Mahmoud Ahmadinejad krefst þess að Bretar biðjist afsökunar á því sem Íranar kalla ólöglega innkomu sjóliðanna í íranska landhelgi. Erlent 30.3.2007 10:35 Endurkjör Mugabe forseta íhugað Leiðtogar í Zanu stjórnmálaflokknum sem er ráðandi í Zimbabwe íhuga í dag hvort þeir eigi að styðja Robert Mugabe forseta til endurkjörs á næsta ári. Mugabe hefur lýst yfir eindregnum áhuga á að halda áfram í embættinu. Hann er hins vegar undir miklum þrýstingi frá hópum innan flokksins að hætta og enda þannig stjórnmála- og efnahagskreppuna í landinu. Erlent 30.3.2007 10:17 Tchenguiz bætir enn við sig í Sainsbury R20, fjárfestingafélag Roberts Tchenguiz, breska fasteignamógúlsins, náins viðskiptafélaga Kaupþings og stjórnarmanns í Exista, hefur aukið enn frekar við hlut sinn í bresku matvörukeðjunni Sainsbury. Félag hans hefur aukið jafnt og þétt við hlut sinn og fer það nú með 4,6 prósenta hlut í þessari þriðju stærstu matvöruverslanakeðju Bretlands. Viðskipti erlent 30.3.2007 09:30 Upplýsingum af 45 milljónum kredikorta stolið Tölvuþrjótar hafa stolið upplýsingum af rúmlega 45 milljónum kreditkorta sem notuð voru í TJ Maxx verslununum í Bandaríkjunum. Í yfirlýsingu fyrirtækisins til yfirvalda segir að ekki sé enn fullljóst hversu viðamikill þjófnaðurinn er. TJ Maxx rekur 2.500 verslanir í Bandaríkjunum. Möguleiki er einnig á því að viðskiptavinir verslunarkeðjunnar í Bretlandi og á Írlandi hafi orðið fyrir barðinu á þjófunum. Erlent 30.3.2007 09:03 Íslamskir öfgamenn hengdir í Bangladesh Sex íslamskir öfgamenn voru hengdir fyrir sprengjuárásir í Bangladesh í morgun. Þeir voru dæmdir fyrir árásir víða um landið árið 2005. Að sögn lögreglu voru tveir mannanna forsprakkar andspyrnuhópa. Mennirnir sex voru ekki líflátnir á sama stað, heldur í fangelsum víða um landið. Erlent 30.3.2007 08:07 Bretar vilja Evrópulönd í lið með sér Bretar freista þess nú að fá Evrópulönd í lið með sér til að einangra Íran vegna sjóliðadeilunnar. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gær yfirlýsingu til Íranskra stjórnvalda þar sem lýst er yfir alvarlegum áhyggjum vegna handtöku sjóliðanna 15. Í yfirlýsingunni er þrýst á stjórnvöld í Teheran að leyfa Breska sendiherranum aðgang að fólkinu. Erlent 30.3.2007 08:00 Olíuverð heldur áfram að hækka Olíuverð hélt áfram að hækka á heimsmarkaði í gær vegna vaxandi spennu í Austurlöndum nær, sem rakin er til bresku gíslanna í Íran. Tunnan fór upp i 66 dollara á helstu mörkuðum í gær og hefur ekki verið jafn dýr um nokkurt skeið. Innlent 30.3.2007 07:14 Kaþólskur prestur dæmdur í fangelsi Kaþólskur prestur í víetnam hefur verið dæmdur til átta ára fangelsisvistar fyrir aðgerðir gegn stjórnvöldum í landinu. Presturinn hefur eytt rúmum áratug í fangelsi frá því snemma á níunda áratugnum, fyrir sömu sakir. Erlent 30.3.2007 07:10 Saka kirkjuna um að veikja stjórnina Innanríkisráðherra Ítalíu hefur sakað rómversk-kaþólsku kirkjuna um að skipta sér af stjórnarmálum og veikja stjórnina. Kirkjan bað nefnilega presta sína að beita sér fyrir því að ný lög, sem að veita ógiftu fólki í sambúð, gagn- og samkynhneigðu, réttindi á við gift fólk. Erlent 29.3.2007 23:27 Olmert fagnar friðaráætlun Forsætisráðherra Ísraels, Ehud Olmert, sagði á fundi með Kadima flokki sínum í kvöld að leiðtogafundur Arabaríkja hefði sýnt að þeir hefðu áttað sig á því að deilurnar við Ísrael væru ekki þeirra stærsta vandamál. Olmert sagði fundinn líka sýna að andrúmsloftið í Mið-Austurlöndum hefði breyst og að nú væri kominn sáttatónn sem hefði ekki verið til staðar áður. Erlent 29.3.2007 23:12 Segir Gonzales hafa tekið þátt Kyle Sampson, fyrrum starfsmannastjóri Alberto Gonzales, aðalsaksóknara Bandaríkjanna, sagði í dag að Gonzales hefði tekið þátt í ákvörðunum stjórnvalda um að reka átta saksóknara úr starfi. Þetta kom fram í vitnisburði hans fyrir þingnefnd í dag. Gonzaels hafði áður sagt að hann hefði ekki komið nálægt málinu. Erlent 29.3.2007 22:54 Íranar segja ályktun öryggisráðsins ekki hjálpa til Íranar hafa sent frá sér fréttatilkynningu þar sem þeir segja að ályktun Sameinuðu þjóðanna um áhyggjur vegna sjóliðamálsins hjálpi ekki til við að leysa deiluna. „Þetta mál er hægt að leysa og á að leysa með tvíhliða samskiptum. Ákvörðun Breta um að fara með málið fyrir öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hjálpar ekki til.“ sagði í tilkynningunni sem kom frá fastanefnd Írans hjá Sameinuðu þjóðunum. Erlent 29.3.2007 21:53 Að minnsta kosti 60 láta lífið í sjóslysi Að minnsta kosti sextíu manns létu lífið þegar að bát með 120 innanborðs hvolfdi rétt fyrir utan ströndum Gíneu í kvöld. Ríkissjónvarpið í Gíneu skýrði frá. Báturinn var opinn fiskibátur og 36 hafa fundist á lífi. Ríkissjónvarp Gíneu sýndi myndir af því þegar að verið var að koma með fólkið í land. Erlent 29.3.2007 21:40 Öryggisráðið lýsir yfir áhyggjum vegna sjóliða Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í kvöld ályktun þar sem það lýsir yfir áhyggjum af handtökum Írana á 15 breskum sjóliðum. Upphaflega átti ályktunin að krefjast þess að Íranar létu sjóliðana lausa tafarlaust en eftir langar viðræður Breta og Rússa var sæst á að krefjast þess að sjóliðunum yrði sleppt fljótlega. Erlent 29.3.2007 21:37 Tíu ára fangelsi fyrir að móðga kónginn Svissneskur maður var í dag dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir að móðga konung Taílands. Oliver Jufer, 57 ára, var dæmdur fyrir að hafa eyðilagt fimm myndir af konunginum með því að spreyja á þær. Jufer var fullur þegar hann móðgaði kónginn. Erlent 29.3.2007 21:19 Segja veru hersins í Írak löglega Bandaríkjamenn hafna þeirri fullyrðingu Sádi-Araba að vera bandaríska hersins í Írak sé ólögleg. Þeir segja að herinn sé þar í boði írösku stjórnarinnar og samkvæmt reglugerðum frá Sameinuðu þjóðunum. Konungur Sádi-Arabíu, Abdullah, lýsti þessari skoðun sinni á leiðtogafundi Arabaríkja í gær. Erlent 29.3.2007 20:52 Tyrkir biðja Írana að láta Turner lausa Forsætisráðherra Tyrklands, Tayyip Erdogan, hringdi í forseta Íran, Mahmoud Ahmadinejad, í dag og bað hann að láta Faye Turner lausa. Íranar ætluðu upphaflega að sleppa henni en skiptu svo um skoðun og sögðu viðbrögð Breta vera ástæðuna. Turner er eina konan í hópi sjóliðanna sem Íranar handtóku síðastliðinn föstudag. Ahmadinejad er víst að íhuga bón Erdogans um þessar mundir. Ríkissjónvarpið í Íran skýrði frá þessu í dag. Erlent 29.3.2007 19:54 Bretar hafni stjórnarskrá ESB Bretar taka ekki upp evruna og hafna stjórnarskrá Evrópusambandsins nái íhaldsmenn völdum í næstu kosningum. Þetta segir William Hague, fyrrverandi leiðtogi breska Íhaldsflokksins og núverandi talsmaður hans í utanríkismálum. Hann er vongóður um sigur flokks síns í næstu kosningum. Erlent 29.3.2007 18:12 Forseti Suður-Afríku að miðla málum í Zimbabwe Afrískir leiðtogar samþykktu í dag að forseti Suður-Afríku, Thabo Mbeki, muni reyna að miðla málum í Zimbabwe. Þetta var ákveðið á leiðtogafundi sem haldinn var í Dar Es Salaam í Tanzaníu. Þeir hvöttu vesturveldin einnig til þess að hætta refsiaðgerðum gegn landinu. Robert Mugabe, forseti Zimbabwe, hefur undanfarið sætt harðri gagnrýni alþjóðasamfélagsins fyrir meðferð sína á stjórnarandstöðu landsins. Erlent 29.3.2007 17:34 Arabaríkin bjóða Ísrael stjórnmálasamband Öll Arabaríkin samþykktu í dag að taka upp stjórnmálasamband og eðlileg samskipti við Ísrael, að uppfylltum vissum skilyrðum. Þau eru meðal annars að Ísrael hverfi aftur til landamæranna eins og þau voru fyrir sex daga stríðið árið 1967. Að stofnað verði sjálfstætt ríki Palestínumanna, og að fundinn verði réttlát lausn á málum þeirra araba sem flýðu heimili sín í hinum fjölmörgu stríðum sem Arabar og Gyðingar hafa háð. Erlent 29.3.2007 16:41 Öldungadeildin samþykkir heimflutning frá Írak Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í dag frumvarp um að hefja heimflutning herliðsins í Írak eftir fjóra mánuði og að reynt skuli að ljúka honum á einu ári. Fullvíst þykir að forsetinn beiti neitunarvaldi gegn þessu frumvarpi, sem var hengt aftan í annað frumvarp um fjárframlög til stríðsrekstrar í Írak og Afganistan. Erlent 29.3.2007 15:26 « ‹ 136 137 138 139 140 141 142 143 144 … 334 ›
Kasparov stýrir mótmælafundum Skákmeistarinn Garry Kasparov ætlar að efna til mótmælafunda í helstu borgum Rússlands í næsta mánuði, þrátt fyrir að lögreglan hafi ráðist með kylfum á þrjá síðustu fundi. Kasparov er leiðtogi samtakanna Hitt Rússland. Mótmælafundirnir verða í Moskvu og Sankti Pétursborg, um miðjan næsta mánuð. Erlent 30.3.2007 15:48
Arabar leita sátta Hvað á að gera við flóttamenn, er einn af alvarlegustu ásteytingarsteinunum í deilum Ísraela og Palestínumanna. Saudi-Arabar hafa lagt fram tillögu sem gæti leyst þann hnút. Hún er á þá leið að Palestinskir flóttamenn fái "réttláta lausn" á málum sínum, frekar en snúa aftur til fyrri heimkynna. Erlent 30.3.2007 13:52
Sjóliða fórnað fyrir stefnu Bush og Blair Þriðja bréfið frá sjóliðum í Íran hefur verið birt. Bréfið er frá Faye Turney eina kvenkyns sjóliðanum í 15 manna hópnum sem er í haldi Írana. Í því segir að henni hafi verið fórnað af stefnu Blair og Bush ríkisstjórnanna. Tími sé kominn til að óska þess að ríkisstjórnirnar breyti kúgunar- og afskiptatilþrifum sínum gagnvart öðrum ríkjum. Erlent 30.3.2007 12:52
Verðbólga 1,9 prósenta á evrusvæðinu Verðbólga mældist 1,9 prósent á evrusvæðinu í þessum mánuði, samkvæmt bráðabirgðaútreikningum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Þetta er 0,1 prósentustigi meira en í febrúar. Evrópski seðlabankinn hækkaði stýrivexti í byrjun mánaðar með það fyrir augum að halda aftur af verðbólguþrýstingi. Stýrivextir á evrusvæðinu hafa ekki verið hærri í fimm og hálft ár. Viðskipti erlent 30.3.2007 12:51
Segja liðssöfnun Breta ekki hjálplega Íranska sendiráðið í Bretlandi segir að tilraunir Breta til að fá þriðju aðila í lið með sér í sjóliðadeilunni, hjálpi ekki til við lausn hennar. Bretar séu í nánum samskiptum við írönsk stjórnvöld og vinni að því að leysa deiluna á "gagnkvæman og ásættanlegan" hátt. Málið ætti að leysa með tvíhliða samningum. Erlent 30.3.2007 12:21
Qantas stækkar flugflotann Ástralska lággjaldaflugfélagið Jetstar, dótturfélag ástralska flugfélagsins Qantas, hefur keypt níu farþegaflugvélar frá evrópska flugvélaframleiðandanum Airbus. Kaupverð er ekki gefið upp. Qantas horfir til þess að halda markaðsráðandi stöðu sinni með kaupunum. Viðskipti erlent 30.3.2007 12:13
Blair lýsir viðbjóði á meðferð sjóliða Tony Blair forsætisráðherra Breta lýsir viðbjóði sínum á meðferð sjóliðanna sem eru í haldi Írana. Íranska stjórnin segir sjóliðana hafa komið ólöglega inn í íranska landhelgi. Blair segir að eina lausnin í málinu sé að sjóliðarnir verði látnir lausir. Þá segir forsætisráðherrann myndskeið af sjóliðunum í írönsku sjónvarpi, ekki blekkja neinn. Tekið verði á málinu af festu en þolinmæði. Erlent 30.3.2007 11:40
Þyrla skotin niður í Mogadishu Uppreisnarmenn í Sómalíu skutu eþíópska þyrlu niður í Mogadishu í morgun. Þetta er annar dagur átaka í höfuðborginni eftir að herir Sómalíu og Eþíópíu réðust harkalega gegn íslamistum og ættbálkaherliðum. Yfir 30 manns hafa látist frá því í átakið hófst. Sprengjum rigndi yfir íbúahverfi og vitni sáu tvær eþíópískar þyrlur skjóta á virki uppreisnarmanna rétt áður en flugskeyti hitti aðra þyrluna. Erlent 30.3.2007 11:18
Skoða kaup Vodafone á Indlandi Fjármálayfirvöld á Indlandi hefur ákveðið að skoða nánar kaup breska farsímarisanum Vodafone á 67 prósenta hlut í Hutchison Essar, fjórða stærsta farsímafélagi Indlands, áður en þau gefa græna ljósið á viðskiptin. Kaupsamningur Vodafone hljóða upp á 11,1 milljarð dala, jafnvirði 736,6 milljarða íslenskra króna. Viðskipti erlent 30.3.2007 10:20
Játning sjóliða í írönsku sjónvarpi Írönsk sjónvarpsstöð sýndi í morgun myndband með þremur af bresku sjóliðunum sem eru í haldi Írana vegna sjóliðadeilunnar. Í því baðst einn sjóliðanna afsökunar á því að hafa farið inn í íranska lögsögu. Forseti Írans Mahmoud Ahmadinejad krefst þess að Bretar biðjist afsökunar á því sem Íranar kalla ólöglega innkomu sjóliðanna í íranska landhelgi. Erlent 30.3.2007 10:35
Endurkjör Mugabe forseta íhugað Leiðtogar í Zanu stjórnmálaflokknum sem er ráðandi í Zimbabwe íhuga í dag hvort þeir eigi að styðja Robert Mugabe forseta til endurkjörs á næsta ári. Mugabe hefur lýst yfir eindregnum áhuga á að halda áfram í embættinu. Hann er hins vegar undir miklum þrýstingi frá hópum innan flokksins að hætta og enda þannig stjórnmála- og efnahagskreppuna í landinu. Erlent 30.3.2007 10:17
Tchenguiz bætir enn við sig í Sainsbury R20, fjárfestingafélag Roberts Tchenguiz, breska fasteignamógúlsins, náins viðskiptafélaga Kaupþings og stjórnarmanns í Exista, hefur aukið enn frekar við hlut sinn í bresku matvörukeðjunni Sainsbury. Félag hans hefur aukið jafnt og þétt við hlut sinn og fer það nú með 4,6 prósenta hlut í þessari þriðju stærstu matvöruverslanakeðju Bretlands. Viðskipti erlent 30.3.2007 09:30
Upplýsingum af 45 milljónum kredikorta stolið Tölvuþrjótar hafa stolið upplýsingum af rúmlega 45 milljónum kreditkorta sem notuð voru í TJ Maxx verslununum í Bandaríkjunum. Í yfirlýsingu fyrirtækisins til yfirvalda segir að ekki sé enn fullljóst hversu viðamikill þjófnaðurinn er. TJ Maxx rekur 2.500 verslanir í Bandaríkjunum. Möguleiki er einnig á því að viðskiptavinir verslunarkeðjunnar í Bretlandi og á Írlandi hafi orðið fyrir barðinu á þjófunum. Erlent 30.3.2007 09:03
Íslamskir öfgamenn hengdir í Bangladesh Sex íslamskir öfgamenn voru hengdir fyrir sprengjuárásir í Bangladesh í morgun. Þeir voru dæmdir fyrir árásir víða um landið árið 2005. Að sögn lögreglu voru tveir mannanna forsprakkar andspyrnuhópa. Mennirnir sex voru ekki líflátnir á sama stað, heldur í fangelsum víða um landið. Erlent 30.3.2007 08:07
Bretar vilja Evrópulönd í lið með sér Bretar freista þess nú að fá Evrópulönd í lið með sér til að einangra Íran vegna sjóliðadeilunnar. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gær yfirlýsingu til Íranskra stjórnvalda þar sem lýst er yfir alvarlegum áhyggjum vegna handtöku sjóliðanna 15. Í yfirlýsingunni er þrýst á stjórnvöld í Teheran að leyfa Breska sendiherranum aðgang að fólkinu. Erlent 30.3.2007 08:00
Olíuverð heldur áfram að hækka Olíuverð hélt áfram að hækka á heimsmarkaði í gær vegna vaxandi spennu í Austurlöndum nær, sem rakin er til bresku gíslanna í Íran. Tunnan fór upp i 66 dollara á helstu mörkuðum í gær og hefur ekki verið jafn dýr um nokkurt skeið. Innlent 30.3.2007 07:14
Kaþólskur prestur dæmdur í fangelsi Kaþólskur prestur í víetnam hefur verið dæmdur til átta ára fangelsisvistar fyrir aðgerðir gegn stjórnvöldum í landinu. Presturinn hefur eytt rúmum áratug í fangelsi frá því snemma á níunda áratugnum, fyrir sömu sakir. Erlent 30.3.2007 07:10
Saka kirkjuna um að veikja stjórnina Innanríkisráðherra Ítalíu hefur sakað rómversk-kaþólsku kirkjuna um að skipta sér af stjórnarmálum og veikja stjórnina. Kirkjan bað nefnilega presta sína að beita sér fyrir því að ný lög, sem að veita ógiftu fólki í sambúð, gagn- og samkynhneigðu, réttindi á við gift fólk. Erlent 29.3.2007 23:27
Olmert fagnar friðaráætlun Forsætisráðherra Ísraels, Ehud Olmert, sagði á fundi með Kadima flokki sínum í kvöld að leiðtogafundur Arabaríkja hefði sýnt að þeir hefðu áttað sig á því að deilurnar við Ísrael væru ekki þeirra stærsta vandamál. Olmert sagði fundinn líka sýna að andrúmsloftið í Mið-Austurlöndum hefði breyst og að nú væri kominn sáttatónn sem hefði ekki verið til staðar áður. Erlent 29.3.2007 23:12
Segir Gonzales hafa tekið þátt Kyle Sampson, fyrrum starfsmannastjóri Alberto Gonzales, aðalsaksóknara Bandaríkjanna, sagði í dag að Gonzales hefði tekið þátt í ákvörðunum stjórnvalda um að reka átta saksóknara úr starfi. Þetta kom fram í vitnisburði hans fyrir þingnefnd í dag. Gonzaels hafði áður sagt að hann hefði ekki komið nálægt málinu. Erlent 29.3.2007 22:54
Íranar segja ályktun öryggisráðsins ekki hjálpa til Íranar hafa sent frá sér fréttatilkynningu þar sem þeir segja að ályktun Sameinuðu þjóðanna um áhyggjur vegna sjóliðamálsins hjálpi ekki til við að leysa deiluna. „Þetta mál er hægt að leysa og á að leysa með tvíhliða samskiptum. Ákvörðun Breta um að fara með málið fyrir öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hjálpar ekki til.“ sagði í tilkynningunni sem kom frá fastanefnd Írans hjá Sameinuðu þjóðunum. Erlent 29.3.2007 21:53
Að minnsta kosti 60 láta lífið í sjóslysi Að minnsta kosti sextíu manns létu lífið þegar að bát með 120 innanborðs hvolfdi rétt fyrir utan ströndum Gíneu í kvöld. Ríkissjónvarpið í Gíneu skýrði frá. Báturinn var opinn fiskibátur og 36 hafa fundist á lífi. Ríkissjónvarp Gíneu sýndi myndir af því þegar að verið var að koma með fólkið í land. Erlent 29.3.2007 21:40
Öryggisráðið lýsir yfir áhyggjum vegna sjóliða Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í kvöld ályktun þar sem það lýsir yfir áhyggjum af handtökum Írana á 15 breskum sjóliðum. Upphaflega átti ályktunin að krefjast þess að Íranar létu sjóliðana lausa tafarlaust en eftir langar viðræður Breta og Rússa var sæst á að krefjast þess að sjóliðunum yrði sleppt fljótlega. Erlent 29.3.2007 21:37
Tíu ára fangelsi fyrir að móðga kónginn Svissneskur maður var í dag dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir að móðga konung Taílands. Oliver Jufer, 57 ára, var dæmdur fyrir að hafa eyðilagt fimm myndir af konunginum með því að spreyja á þær. Jufer var fullur þegar hann móðgaði kónginn. Erlent 29.3.2007 21:19
Segja veru hersins í Írak löglega Bandaríkjamenn hafna þeirri fullyrðingu Sádi-Araba að vera bandaríska hersins í Írak sé ólögleg. Þeir segja að herinn sé þar í boði írösku stjórnarinnar og samkvæmt reglugerðum frá Sameinuðu þjóðunum. Konungur Sádi-Arabíu, Abdullah, lýsti þessari skoðun sinni á leiðtogafundi Arabaríkja í gær. Erlent 29.3.2007 20:52
Tyrkir biðja Írana að láta Turner lausa Forsætisráðherra Tyrklands, Tayyip Erdogan, hringdi í forseta Íran, Mahmoud Ahmadinejad, í dag og bað hann að láta Faye Turner lausa. Íranar ætluðu upphaflega að sleppa henni en skiptu svo um skoðun og sögðu viðbrögð Breta vera ástæðuna. Turner er eina konan í hópi sjóliðanna sem Íranar handtóku síðastliðinn föstudag. Ahmadinejad er víst að íhuga bón Erdogans um þessar mundir. Ríkissjónvarpið í Íran skýrði frá þessu í dag. Erlent 29.3.2007 19:54
Bretar hafni stjórnarskrá ESB Bretar taka ekki upp evruna og hafna stjórnarskrá Evrópusambandsins nái íhaldsmenn völdum í næstu kosningum. Þetta segir William Hague, fyrrverandi leiðtogi breska Íhaldsflokksins og núverandi talsmaður hans í utanríkismálum. Hann er vongóður um sigur flokks síns í næstu kosningum. Erlent 29.3.2007 18:12
Forseti Suður-Afríku að miðla málum í Zimbabwe Afrískir leiðtogar samþykktu í dag að forseti Suður-Afríku, Thabo Mbeki, muni reyna að miðla málum í Zimbabwe. Þetta var ákveðið á leiðtogafundi sem haldinn var í Dar Es Salaam í Tanzaníu. Þeir hvöttu vesturveldin einnig til þess að hætta refsiaðgerðum gegn landinu. Robert Mugabe, forseti Zimbabwe, hefur undanfarið sætt harðri gagnrýni alþjóðasamfélagsins fyrir meðferð sína á stjórnarandstöðu landsins. Erlent 29.3.2007 17:34
Arabaríkin bjóða Ísrael stjórnmálasamband Öll Arabaríkin samþykktu í dag að taka upp stjórnmálasamband og eðlileg samskipti við Ísrael, að uppfylltum vissum skilyrðum. Þau eru meðal annars að Ísrael hverfi aftur til landamæranna eins og þau voru fyrir sex daga stríðið árið 1967. Að stofnað verði sjálfstætt ríki Palestínumanna, og að fundinn verði réttlát lausn á málum þeirra araba sem flýðu heimili sín í hinum fjölmörgu stríðum sem Arabar og Gyðingar hafa háð. Erlent 29.3.2007 16:41
Öldungadeildin samþykkir heimflutning frá Írak Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í dag frumvarp um að hefja heimflutning herliðsins í Írak eftir fjóra mánuði og að reynt skuli að ljúka honum á einu ári. Fullvíst þykir að forsetinn beiti neitunarvaldi gegn þessu frumvarpi, sem var hengt aftan í annað frumvarp um fjárframlög til stríðsrekstrar í Írak og Afganistan. Erlent 29.3.2007 15:26
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent