Erlent

Fréttamynd

Væntanlegar keppnisgreinar á Vetrarólympíuleikum sýndar

Ein af keppnisgreinum á vetrarólympíuleikunum árið 2008 verður vængflug svokallað (e. wingsuit flying). Keppendur eru þá í sérgerðum búningi sem gerir þeim mögulegt að svífa um loftin blá og ná allt að 100 kílómetra hraða. Önnur tiltölulega ný keppnisgrein er hraðbrun (e. speed skiing) og þá bruna keppendur niður brekkurnar með aðstoð fallhlífar. Greinarnar tvær voru sýndar á laugardaginn var.

Erlent
Fréttamynd

Með tvær köngulær í eyranu

Læknir í Bretlandi varð heldur hissa eftir að hafa skoðað níu ára dreng vegna eyrnaverks. Í ljós kom að tvær köngulær höfðu tekið sér bólfestu í öðru eyra drengsins.

Erlent
Fréttamynd

Fillon hugsanlega næsti forsætisráðherra Frakklands

Nicolas Sarkozy mun velja Francois Fillon, náinn aðstoðarmann sinn og fyrrum menntamálaráðherra, sem forsætisráðherra sinn. Með þeirri skipan ætlar hann sér að lægja öldurnar í Frakklandi en óeirðir brutust út í París þegar ljóst varð að Sarkozy yrði næsti forseti landsins.

Erlent
Fréttamynd

Myrtur með sprengju

Sprengja sprakk í bílastæðihúsi Luxor spilavítisins í Las Vegas í dag. Lögregluyfirvöld sögðu að starfsmaður hótelsins hefði látið lífið þegar hann tók hana ofan af bílþaki. Lögregla sagði að ekki hefði verið um hryðjuverk að ræða heldur morð með framandi vopni.

Erlent
Fréttamynd

Umdeildur verðandi forseti

Nicolas Sarkozy, nýr forseti Frakklands, er umdeildur og veit af því. Hann er þekktur fyrir harða afstöðu í innflytjendamálum og hefur viðrað þá skoðun að genasamsetning geti ráðið glæpahneigð fólks. Stjórnmálaskýrendur í Frakklandi segja áhugaverða tíma í vændum í frönskum stjórnmálum eftir úrslit forsetakosninganna í gær.

Erlent
Fréttamynd

Risi í álheiminum gangi kaup í gegn

Risi yrði til í álheiminum ef yfirtökutilboð Alcoa í álfélagið Alcan verður samþykkt. Tilboðið hljóðar upp á jafnvirði rúmlega tvö þúsund milljarða íslenskra króna. Nærri níu hundruð manns starfa nú hjá fyrirtækjunum tveimur hér á landi.

Erlent
Fréttamynd

Breska drottningin í Hvíta húsinu

Breska drottningin fór í heimsókn í Hvíta húsið í Bandaríkjunum í dag. Í ræðu sem hún hélt fyrir utan bústað forsetans sagði hún að vinátta Bretlands og Bandaríkjanna væri „náin og traust.“ George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, sagði við sama tækifæri að drottningin væri „góð persóna, sterkur leiðtogi og frábær bandamaður.“

Erlent
Fréttamynd

WHO harkalega gagnrýnd

Alþjóða heilbrigðisstofnunin WHO er harkalega gagnrýnd í breska tímaritinu The Lancet. The Lancet er málgagn bresku læknasamtakanna og eitt virtasta tímarit sinnar tegundar í heiminum. Í grein tímaritsins segir að WHO byggi ráðleggingar sínar oft á tíðum á litlum sem engum sönnunargögnumgögnum.

Erlent
Fréttamynd

Dow Jones í nýju meti

Dow Jones hlutabréfavísitalan sló enn eitt metið á fjármálamörkuðum í Bandaríkjunum í dag þegar hún hækkaði um 22,75 punkta, 0,17 prósent og fór í 13.287,37 stig. Helsta ástæðan fyrir hækkuninni er yfirtökutilboð álrisans Alcoa í Alcan, annan umsvifamesta álframleiðanda í heimi.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Í mál af því að hann dó ekki

Þegar læknar sögðu John Brandrick að hann væri með krabbamein í briskirtli og ætti aðeins sex mánuði eftir ólifað, brá honum auðvitað í brún. Læknar höfðu fundið sjö sentimeetra langt æxli í þessum sextíu og tveggja ára gamla breska afa. John ákvað þó að gera það besta úr öllu saman og lifa lífinu lifandi. Það er að segja því sem eftir væri af því.

Erlent
Fréttamynd

Tvöfalt morð í Svíþjóð

Sænska lögreglan leitar nú manns sem talið er að hafi myrt mann og konu í smábænum Hörby sem er rétt norðaustan við Malmö. Líkin voru mjög illa útleikin og skömmu áður en þau fundust sást blóðugur maður á hlaupum í grennd við bæinn.

Erlent
Fréttamynd

Trimmaðu skeggið Adolf

Tannbursta-yfirskegg Adolfs Hitlers er líklega best þekkta skegg sögunnar. Til þessa hefur verið talið að hann hafi bara verið að fylgja tískunni. Nú hefur hinsvegar fundist ritgerð sem rithöfundurinn Alexander Moritz Frey skrifaði. Þeir Hitler voru báðir óbreyttir hermenn í þýska hernum í fyrri heimsstyrjöldinni.

Erlent
Fréttamynd

Arabar kaupa þotur frá Airbus

Flugfélagið Emirates hefur pantað fjórar A80 risaþotur frá Airbus. Flugfélagið hafði áður lagt inn pöntun fyrir 43 risaþotur af þessari gerð. Risaþotan er sú stærsta í heimi og kemur á markað síðar á þessu ári. Emirates fær fyrstu vélarnar hins vegar ekki afhentar fyrr en á næsta ári.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Washington með öndina í hálsinum

Elísabet Englandsdrottning er í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum. Drottningin kom til Washington í dag þar sem Bush forseti fór fyrir 5000 manna móttökunefnd. Í Washington bíður fræga og fína fólkið með öndina í hálsinum eftir að sjá hverjir verða á gestalistanum þegar frú Elísabet mætir í kvöldverð í Hvíta húsinu.

Erlent
Fréttamynd

Morðingja synjað um náðun

Forseti Þýskalands hefur synjað Christian Clar um náðun. Klar var einn af morðingjum Rauðu herdeildanna svonefndu. Hann var dæmdur í sexfallt lífstíðarfangelsi árið 1983. Rauðu herdeildirnar voru hryðjuverkasamtök sem frömdu mörg ódæðisverk í Þýskalandi á sjöunda áratug síðustu aldar. Christian Klar er nú 54 ára gamall.

Erlent
Fréttamynd

Ekki talið að nokkur hafi komist lífs af

Nær útilokað er talið að nokkur innanborðs hafi lifað það af þegar farþegaflugvél hrapaði í skóglendi í Kamerún um helgina. Flak vélarinnar fannst í mýrlendi í suðurhluta landsins. 114 manns voru um borð.

Erlent
Fréttamynd

Sölu á LaSalle hafnað

ABN Amro Holding NV, rekstrarfélag eins stærsta banka Hollands, hafnaði í dag yfirtökutilboði þriggja banka í Evrópu í LaSalle, banka í eigu ABN Amro í Bandaríkjunum. Tilboðið hljóðaði upp á 24,5 milljarða dali, jafnvirði 1.557 milljarða íslenskra króna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Heitir því að sameina Frakka

Til átaka kom milli lögreglu og mótmælenda í nokkrum borgum Frakklands í nótt um leið og hægrimenn þar í landi fögnuðu sigri Nicolas Sarkozy í forsetakosningunum í gær. Nýr forseti heitir því að sameina Frakka eftir harðvítuga kosningabaráttu síðustu vikna.

Erlent
Fréttamynd

Bréf í Norsk Hydro taka stökkið

Gengi hlutabréfa í norska olíu- og álfélaginu Norsk Hydro fór í methæðir í norsku kauphöllinni í Osló eftir að álrisinn Alcoa hyggðist leggja fram yfirtökutilboð í álfyrirtækið Alcan á morgun. Gengi bréfa í kauphöllinni ruku upp í morgun en bréf í Norsk Hydro leiða hækkunina.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Gæludýrin reykja meira

Breskt tryggingafélag hefur varað við því að milljónum gæludýra sé stefnt í hættu með reykingabanninu sem tekur gildi á veitingastöðum fyrsta júlí næstkomandi. Bannið leiði til þess að fólk reyki meira heima hjá sér í stað þess að fara á pöbbinn og fá sér kollu og smók. Gæludýrin þurfi því að þola miklu meiri óbeinar reykingar en hingaðtil.

Erlent
Fréttamynd

Datt niður dauður

Roskinn saudar-abiskur karlmaður datt niður dauður þegar dómstóll í Mekka úrskurðaði að þrjár fullorðnar dætur hans mættu gifta sig, gegn vilja föðurins. Í undirrétti hafði dómur fallið manninum í vil. Í Saudi-Arabíu gildir sú meginregla að konur megi ekki gifta sig nema með leyfi höfuðs fjölskyldunnar.

Erlent
Fréttamynd

Ekkert svona

Kona sem var á reiðhjóli sínu á leið á milli Næstved og Karrebæksminde í Danmörku, varð aldeilis hneyksluð þegar hún hjólaði framá allsnakið par í villtum samförum á akri við veginn. Hún hringdi samstundis í pólitíið sem sendi vaska sveit á vettvang.

Erlent
Fréttamynd

Nýtt tilboð komið í ABN Amro

Þrír evrópskir bankar undir forystu Royal Bank of Scotland hafa gert 96,4 milljarða dala, 6.163 milljarða íslenskra króna, fjandsamlegt yfirtökutilboð í hollenska bankann ABN Amro. Inni í tilboðinu er tilboð í LaSalle, banka ABN Amro í Bandaríkjunum, sem breski bankinn Barclays gerði skilyrði um að yrði seldur í tilboði sínu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Bær í Kansas rústir einar eftir hvirfilbyl

Björgunarsveitir leita nú eftirlifenda í bænum Greensburg í Kansas fylki í Bandaríkjunum eftir að hvirfilbylur lagði bæinn í eyði í dag. Níu manns létu lífið í veðurhamnum, þar af átta í Greensburg.

Erlent
Fréttamynd

Arfaslök útkoma Verkmannaflokksins

Verkamannaflokkurinn tapaði miklu fylgi þegar kosið var til sveitastjórna á Bretlandi og þings í Skotlandi og Wales í gær. Tony Blair segir tækifæri engu að síður leynast í úrslitunum. Klúður einkenndi framkvæmd skosku kosninganna.

Erlent
Fréttamynd

Sarkozy talinn öruggur um sigur

Flest bendir til að Nicolas Sarkozy muni vinna nokkuð öruggan sigur á Segolene Royal í síðari umferð frönsku forsetakosninganna sem fram fer á sunnudaginn. Síðustu skoðanakannanir kosningabaráttunnar sýna að talsvert hefur dregið í sundur með þeim á lokasprettinum.

Erlent
Fréttamynd

Microsoft og Yahoo að sameinast?

Gengi bréfa í bandarísku netveitunni Yahoo ruku upp um 17 prósent á hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum í dag eftir að dagblaðið The New York Post birti fréttir þess efnis að í vændum væri samruni Yahoo við hugbúnaðarrisann Microsoft.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Sjakalinn aftur fyrir rétt

Hryðjuverkamaðurinn Carlos öðru nafni Sjakalinn verður aftur dreginn fyrir dóm í Frakklandi á næstunni. Í þetta skipti lúta ákærurnar að hryðjuverkum sem hann framdi í landinu á níunda áratugnum. Sjakalinn afplánar þegar lífstíðardóm í fangelsi fyrir ódæðisverk sín. Nafnið fékk hann eftir bók Fredericks Forsythe, Dagur sjakalans.

Erlent
Fréttamynd

Hvaða George?

Bæði páfinn, Borat, og Osama bin-Laden eru á lista bandaríska vikuritsins Time yfir 100 áhrifamestu menn heimsins. Það er hinsvegar ekki George Bush, forseti Bandaríkjanna. Meðal annarra sem taldir eru áhrifameiri en Bush eru poppsöngvarinn Justin Timberlake, fyrirsætan Kate Moss og fótboltakappinn Thierry Henry.

Erlent