Erlent

Gæludýrin reykja meira

Frændur þessara hunda eru taldir í hættu vegna reykingabanns í Bretlandi.
Frændur þessara hunda eru taldir í hættu vegna reykingabanns í Bretlandi.

Breskt tryggingafélag hefur varað við því að milljónum gæludýra sé stefnt í hættu með reykingabanninu sem tekur gildi á veitingastöðum fyrsta júlí næstkomandi. Bannið leiði til þess að fólk reyki meira heima hjá sér í stað þess að fara á pöbbinn og fá sér kollu og smók. Gæludýrin þurfi því að þola miklu meiri óbeinar reykingar en hingaðtil.

Væntanlega kemur þetta einnig niður á milljónnum barna, en Bretum hefur nú alltaf þótt sérstaklega vænt um gæludýrin sín. Melvin Everest, talsmaður tryggingafélagsins More Than, segir sorglegt að dýrin skuli þurfa að líða fyrir reykingabannið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×