Erlent Pútin lýsir yfir nýju vígbúnaðarkapphlaupi Vladimir Putin forseti Rússlands lýsti í dag yfir nýju vígbúnaðarkapphlaupi sem hann sakar Bandaríkin um að hafa hrundið af stað. Putin sagði að tilraunaskot með langdrægri kjarnorkueldflaug í gær hafi verið svar við vígbúnaði Bandaríkjanna. Hann sagði einnig að Rússar myndu mæta Bandaríkjamönnum eldflaug fyrir eldflaug, til þess að viðhalda hernaðarjafnvægi í heiminum. Erlent 31.5.2007 13:04 Dvergurinn og mannránið Lögreglan í Bremen í norðurhluta Þýskalands setti af stað meiriháttar aðgerð þegar kona tilkynnti um mannrán. Hún varð vitni að því þegar „ungur drengur“ var læstur í skotti bíls sem ekið var af stað. Lögreglan setti þegar upp vegatálma og sendi út eftirlitsbíla. Þegar bíllinn fannst kom í ljós að um var að ræða dverg sem var bifvélavirki. Erlent 31.5.2007 11:43 Hargreaves kominn til Manchester United Manchester United staðfesti í dag að Owen Hargreaves, leikmaður Bayern Munich, muni ganga til liðs við þá þann 1. júlí næstkomandi. Enn hefur ekki verið sagt frá því hversu hátt kaupverðið var en talið er að það sé í kringum 17 milljónir punda. Erlent 31.5.2007 11:41 Hvað er hægt að leggjast lágt ? Breskir lögreglumenn eru öskureiðir út í innbrotsþjóf sem stal trúlofunarhring af hendi 103 ára gamallar konu. Þeir kalla framferði hans fyrirlitlegan heigulshátt. Þeir vona að jafnvel glæpalýð landsins þyki þarna of langt gengið, og komi kauða undir manna hendur. Erlent 31.5.2007 11:07 Dauðdagi Fjörutíu og fimm ára fjölskyldufaðir í Danmörku lét lífið þegar hann varð fyrir garðsláttuvél. Ritzau fréttastofan segir að hann hafi verið bæjarstarfsmaður og verið að slá gras í almenningsgarði þegar slysið varð. Erlent 31.5.2007 10:40 Flaug í 9 tíma með slasaða farþega Japanska samgönguráðuneytið hefur fyrirskipað rannsókn á því af hverju breiðþotu hollenska flugfélagsins KLM var ekki snúið við eftir að níu farþegar slösuðust í mikilli ókyrrð. Fimm þeirra voru fluttir á sjúkrahús eftir að vélin lenti í Osaka. Erlent 31.5.2007 10:02 Nýr forstjóri hjá BHP Billiton Marius Klopper hefur verið ráðinn forstjóri ástralska náma- og álfyrirtækisins BHP Billiton. Hann tekur við af Chop Goodyear, fráfarandi forstjóra, 1. október næstkomandi. Markaðsaðilar telja líkur á að með nýjum forstjóra muni BHP fara í viðamikil fyrirtækjakaup. Viðskipti erlent 31.5.2007 09:54 Norskar konur drykkfelldari en aðrar Norskar konur eru drykkfelldari en aðrar konur á Vesturlöndum. Þar er meðal annars kennt um að jafnrétti hefur aukist milli karla og kvenna í Noregi, og norskar konur taka nú meiri þátt í atvinnulífinu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu norsku lýðheilsustöðvarinnar. Erlent 31.5.2007 09:51 Uppsagnir hjá Motorola Bandaríski farsímaframleiðandinn Motorola ætlar að segja upp 4.000 starfsmönnum á árinu í hagræðingarskyni. Greinendur segja þetta ekki góðar fréttir hjá fyrirtækinu, sem er annar stærsti farsímaframleiðandi í heimi. Uppsagnir á 3.500 manns stendur nú yfir en með viðbótinni jafngildir það að 11 prósentum starfsmanna Motorola verði sagt upp. Viðskipti erlent 31.5.2007 09:30 Vísindaveiðar Japana fordæmdar Alþjóðahvalveiðiráðið samþykkti í morgun tillögu sem fordæmir vísindahvalveiðar Japana. Japanar veiða nærri 1.000 hvali á ári hverju í vísindaskyni. Miklar og hatrammar umræður urðu um málið á þinginu. Stór hluti meðlima neitaði að greiða atkvæði og sagði atkvæðagreiðsluna ólöglega. Ísland var þar á meðal. Erlent 31.5.2007 08:50 Lugovoi segir Litvinenko hafa unnið fyrir bresku leyniþjónustuna Andrei Lugovoi, maðurinn sem er grunaður um að hafa myrt fyrrum KGB njósnarann Alexander Litvinenko, sagði morgun að Litvinenko hefði verið að vinna með bresku leyniþjónustunni þegar hann var myrtur. Hann segist jafnframt hafa sannanir fyrir því breska leyniþjónustan eigi þátt í dauða Litvinenko. Þetta kom fram á fréttamannafundi sem nú stendur yfir í Moskvu. Erlent 31.5.2007 07:33 Forseti Bólivíu í götufótbolta Forseti Bólivíu, Evo Morales, tók þátt í götufótbolta í gær til þess að mótmæla banni FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins, við því að spila knattspyrnuleiki hátt yfir sjávarmáli. Morales sagði að ef hann og ráðherrar hans gætu spilað 2.500 metra yfir sjávarmáli ættu bestu leikmenn heims einnig að geta það. Erlent 31.5.2007 07:20 Hart tekist á í Alþjóðahvalveiðiráðinu Tillaga um alþjóðlegt griðasvæði í Suður-Atlantshafinu handa hvölum var felld í Alþjóðahvalveiðiráðinu í gær. Lönd frá Suður-Ameríku báru tillöguna fram en hún hefði stækkað núverandi griðasvæði þeirra. Á fundi hvalveiðiráðsins er líka tekist harkalega á um frumbyggjaveiðar. Hvalveiðar Íslendinga voru ekkert nefndar á fundinum. Erlent 31.5.2007 07:18 Spánverjar vilja fjársjóðsgull Spánverjar hófu í gærkvöldi málarekstur gegn bandarísku fyrirtæki sem nýverið fann sokkinn spænskan fjársjóð undan ströndum Englands. Skipið sem fjársjóðurinn fannst í er talið vera spænskt og vera frá sautjándu öld. Bandaríska fyrirtækið Odyssey hefur þegar náð sautján tonnum af silfur- og gullpeningum úr skipsflakinu. Erlent 31.5.2007 07:15 Thai Rak Thai mótmæla banni Leiðtogar taílenska stjórnmálaflokksins Thai Rak Thai, sem stjórnarskrárdómstóll bannaði í gær, sögðu ákvörðunina ósanngjarna. Samtímis því að banna flokkinn hefur fjölmörgum flokkmönnum verið bannað að koma nálægt stjórnmálum næstu fjögur árin. Erlent 31.5.2007 07:12 Eldur í timburstafla við Ölduselsskóla Eldur blossaði upp í timburstafla, sem stóð við nýbyggingu við Ölduselsskóla í Breiðholti, um klukkan hálf fimm í nótt, og barst í vinnuskúr verktaka á svæðinu. Slökkviliðið réði niðurlögum eldsins og voru nálægar byggingar ekki í hættu. Talið er fullvíst að kveikt hafi verið í en sá sem þar var að verki er ófundinn. Innlent 31.5.2007 07:10 Öryggisráðið myndar sérstakan dómstól í máli Hariri Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gær að mynda sérstakan dómstól til þess að dæma í máli þeirra sem myrtu fyrrum forsætisráðherra Líbanon. Erlent 31.5.2007 06:58 Banvæn vanskil Ógreiddir orkureikningar urðu til þess að slökkt var á öndunarvél nýsjálenskrar konu í vikunni með þeim afleiðingum að hún andaðist. Konan hafði verið rúmliggjandi á heimili sínu frá því í febrúar vegna hjarta- og lungnasjúkdóma. Vegna veikindanna hafði safnast um tíu þúsund króna skuld hjá orkuveitu í borginni Auckland Erlent 30.5.2007 19:08 Át hund í mótmælaskyni Nýjasti gjörningur breska listamannsins Mark McGowans hefur vakið upp hörð viðbrögð í heimalandi hans. Hann snæddi hund af eftirlætiskyni Elísabetar Bretadrottningar í mótmælaskyni við refaveiðar eiginmanns hennar. Erlent 30.5.2007 19:03 Chavez hótar Globovision Hugo Chavez, forseti Venesúela, hótaði í gær að loka annarri sjónvarpsstöð sem gagnrýnt hefur störf hans. Fjórða daginn í röð kom til átaka á milli lögreglu og fólks sem mótmælti lokun RCTV-sjónvarpsstöðvarinnar í síðustu viku. Erlent 30.5.2007 19:01 Putin sýnir klærnar Rússneski ríkissaksóknarinn hefur sent helsta stjórnarandstöðuflokki landsins opinbera viðvörun vegna þess sem kallað er öfga-aðgerðir. Þessar öfga-aðgerðir felast í því að Yablonko flokkurinn hjálpaði þekktum pólitískum fréttaskýranda að gefa út bók þar sem Vladimir Putin forseti er harðlega gagnrýndur. Erlent 30.5.2007 16:51 Þið munið gleyma 11. september Bandarískur talsmaður al-Kæda hefur hótað Bandaríkjunum verri árás en gerð var 9/11, ef Bush forseti kalli ekki bandarískar hersveitir heim frá öllum ríkjum múslima. Adam Gadahn hefur komið fram á mörgum myndböndum sem talin eru komin frá al-Kæda síðan árið 2005. Hann er Bandaríkjamaður af Gyðingaættum sem snerist til múslimatrúar. Hann hefur þegar verið ákærður fyrir föðurlandssvik og fer huldu höfði. Erlent 30.5.2007 16:21 Vilja taka barnaníðinga af lífi Þeirri hugmynd að taka barnaníðinga af lífi jafnvel þótt þeir myrði ekki fórnarlömb sín vex fylgi í Bandaríkjunum. Hæstiréttur í Lousianaríki staðfesti í síðustu viku slíkan dauðadóm. Fimm ríki Bandaríkjanna hafa þegar sett lög sem geta leitt til dauðadóms yfir mönnum Erlent 30.5.2007 15:34 Fasteignaverð lækkar í Bandaríkjunum Verð á fasteignum lækkaði um 1,4 prósent á fyrstu þremur mánuðum ársins í Bandaríkjunum miðað við sama tíma í fyrra. Þetta er fyrsta verðlækkunin á almennum fasteignamarkaði vestanhafs í 16 ár. Viðskipti erlent 30.5.2007 15:15 Vegabréf Eichmanns fundið Falsað vegabréf sem nazistaforinginn Adolf Eichmann notaði til þess að flýja til Argentínu hefur fundist í Buenos Aires. Eichmann hafði yfirumsjón með helförinni gegn Gyðingum í síðari heimsstyrjöldinni. Hann lagði meðal annars til breytingar á gasklefunum til þess að þar væri hægt að myrða fleira fólk á skemmri tíma. Erlent 30.5.2007 14:05 Pyntingahandbók al-Kæda Hryðjuverkasamtökin al-Kæda nota meðal annars logsuðutæki, straujárn, rafmagnsbora og kjötkróka við að pynta fanga sína. Bandarískir hermenn fundu fyrir nokkru handbók al-Kæda um pyntingar. Handbókin er með teiknuðum skýringarmyndum. Bókin fannst þegar hermennirnir réðust inn í hús í Bagdad til þess að frelsa fimm Íraka sem þar voru í haldi. Þeir höfðu allir verið pyntaðir. Erlent 30.5.2007 13:06 Framleiðsluvísitalan lækkar í Japan Framleiðsluvísitalan í Japan lækkaði óvænt um 0,1 prósentustig á milli mánaða í apríl, einkum vegna minni eftirspurnar eftir bílum á innlandsmarkaði og í Bandaríkjunum. Þetta er þvert á væntingar greinenda sem höfðu gert ráð fyrir aukningu upp á hálft prósentustig. Viðskipti erlent 30.5.2007 11:21 Yoko Ono hámaði í sig hund Yoko Ono hámaði í gær í sig hund, ásamt þekktum breskum listamanni. Þetta fór fram í beinni útsendingu á útvarpsþætti. Og það var enginn venjulegur hundur sem þau átu heldur eðalhundur af Corgi kyni, en það er uppáhalds hundakyn Elísabetar drottningar. Yoko Ono og Mark McGowan voru að mótmæla því að Filipus prins eiginmaður drottningarinnar skaut ref fyrr á þessu ári. Erlent 30.5.2007 10:58 Maður úrskurðaður í sóttkví vegna berkla Bandarískir embættismenn úrskurðuðu mann með sjaldgæft og hættulegt afbrigði af berklum í sóttkví í gær. Þetta er í fyrsta skiptið í 44 ár sem heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum gefa út skipun um sóttkví. Maðurinn ferðaðist frá Atlanta í Bandaríkjunum til Parísar, þaðan til Prag og áfram til Montreal í Kanada. Erlent 30.5.2007 07:50 Lækkun á kínverskum hlutabréfamarkaði Aðalvísitalan á kínverska markaðnum lækkaði um 6,5 prósent í morgun eftir að stjórnvöld í Peking þrefölduðu skatta á viðskipti með hlutabréf. Markmið þeirra er að koma í veg fyrir að markaðurinn ofhitni. Engu að síður segja fjármálasérfræðingar að líklegt sé að lækkunin sé aðeins tímabundin. Erlent 30.5.2007 07:40 « ‹ 101 102 103 104 105 106 107 108 109 … 334 ›
Pútin lýsir yfir nýju vígbúnaðarkapphlaupi Vladimir Putin forseti Rússlands lýsti í dag yfir nýju vígbúnaðarkapphlaupi sem hann sakar Bandaríkin um að hafa hrundið af stað. Putin sagði að tilraunaskot með langdrægri kjarnorkueldflaug í gær hafi verið svar við vígbúnaði Bandaríkjanna. Hann sagði einnig að Rússar myndu mæta Bandaríkjamönnum eldflaug fyrir eldflaug, til þess að viðhalda hernaðarjafnvægi í heiminum. Erlent 31.5.2007 13:04
Dvergurinn og mannránið Lögreglan í Bremen í norðurhluta Þýskalands setti af stað meiriháttar aðgerð þegar kona tilkynnti um mannrán. Hún varð vitni að því þegar „ungur drengur“ var læstur í skotti bíls sem ekið var af stað. Lögreglan setti þegar upp vegatálma og sendi út eftirlitsbíla. Þegar bíllinn fannst kom í ljós að um var að ræða dverg sem var bifvélavirki. Erlent 31.5.2007 11:43
Hargreaves kominn til Manchester United Manchester United staðfesti í dag að Owen Hargreaves, leikmaður Bayern Munich, muni ganga til liðs við þá þann 1. júlí næstkomandi. Enn hefur ekki verið sagt frá því hversu hátt kaupverðið var en talið er að það sé í kringum 17 milljónir punda. Erlent 31.5.2007 11:41
Hvað er hægt að leggjast lágt ? Breskir lögreglumenn eru öskureiðir út í innbrotsþjóf sem stal trúlofunarhring af hendi 103 ára gamallar konu. Þeir kalla framferði hans fyrirlitlegan heigulshátt. Þeir vona að jafnvel glæpalýð landsins þyki þarna of langt gengið, og komi kauða undir manna hendur. Erlent 31.5.2007 11:07
Dauðdagi Fjörutíu og fimm ára fjölskyldufaðir í Danmörku lét lífið þegar hann varð fyrir garðsláttuvél. Ritzau fréttastofan segir að hann hafi verið bæjarstarfsmaður og verið að slá gras í almenningsgarði þegar slysið varð. Erlent 31.5.2007 10:40
Flaug í 9 tíma með slasaða farþega Japanska samgönguráðuneytið hefur fyrirskipað rannsókn á því af hverju breiðþotu hollenska flugfélagsins KLM var ekki snúið við eftir að níu farþegar slösuðust í mikilli ókyrrð. Fimm þeirra voru fluttir á sjúkrahús eftir að vélin lenti í Osaka. Erlent 31.5.2007 10:02
Nýr forstjóri hjá BHP Billiton Marius Klopper hefur verið ráðinn forstjóri ástralska náma- og álfyrirtækisins BHP Billiton. Hann tekur við af Chop Goodyear, fráfarandi forstjóra, 1. október næstkomandi. Markaðsaðilar telja líkur á að með nýjum forstjóra muni BHP fara í viðamikil fyrirtækjakaup. Viðskipti erlent 31.5.2007 09:54
Norskar konur drykkfelldari en aðrar Norskar konur eru drykkfelldari en aðrar konur á Vesturlöndum. Þar er meðal annars kennt um að jafnrétti hefur aukist milli karla og kvenna í Noregi, og norskar konur taka nú meiri þátt í atvinnulífinu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu norsku lýðheilsustöðvarinnar. Erlent 31.5.2007 09:51
Uppsagnir hjá Motorola Bandaríski farsímaframleiðandinn Motorola ætlar að segja upp 4.000 starfsmönnum á árinu í hagræðingarskyni. Greinendur segja þetta ekki góðar fréttir hjá fyrirtækinu, sem er annar stærsti farsímaframleiðandi í heimi. Uppsagnir á 3.500 manns stendur nú yfir en með viðbótinni jafngildir það að 11 prósentum starfsmanna Motorola verði sagt upp. Viðskipti erlent 31.5.2007 09:30
Vísindaveiðar Japana fordæmdar Alþjóðahvalveiðiráðið samþykkti í morgun tillögu sem fordæmir vísindahvalveiðar Japana. Japanar veiða nærri 1.000 hvali á ári hverju í vísindaskyni. Miklar og hatrammar umræður urðu um málið á þinginu. Stór hluti meðlima neitaði að greiða atkvæði og sagði atkvæðagreiðsluna ólöglega. Ísland var þar á meðal. Erlent 31.5.2007 08:50
Lugovoi segir Litvinenko hafa unnið fyrir bresku leyniþjónustuna Andrei Lugovoi, maðurinn sem er grunaður um að hafa myrt fyrrum KGB njósnarann Alexander Litvinenko, sagði morgun að Litvinenko hefði verið að vinna með bresku leyniþjónustunni þegar hann var myrtur. Hann segist jafnframt hafa sannanir fyrir því breska leyniþjónustan eigi þátt í dauða Litvinenko. Þetta kom fram á fréttamannafundi sem nú stendur yfir í Moskvu. Erlent 31.5.2007 07:33
Forseti Bólivíu í götufótbolta Forseti Bólivíu, Evo Morales, tók þátt í götufótbolta í gær til þess að mótmæla banni FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins, við því að spila knattspyrnuleiki hátt yfir sjávarmáli. Morales sagði að ef hann og ráðherrar hans gætu spilað 2.500 metra yfir sjávarmáli ættu bestu leikmenn heims einnig að geta það. Erlent 31.5.2007 07:20
Hart tekist á í Alþjóðahvalveiðiráðinu Tillaga um alþjóðlegt griðasvæði í Suður-Atlantshafinu handa hvölum var felld í Alþjóðahvalveiðiráðinu í gær. Lönd frá Suður-Ameríku báru tillöguna fram en hún hefði stækkað núverandi griðasvæði þeirra. Á fundi hvalveiðiráðsins er líka tekist harkalega á um frumbyggjaveiðar. Hvalveiðar Íslendinga voru ekkert nefndar á fundinum. Erlent 31.5.2007 07:18
Spánverjar vilja fjársjóðsgull Spánverjar hófu í gærkvöldi málarekstur gegn bandarísku fyrirtæki sem nýverið fann sokkinn spænskan fjársjóð undan ströndum Englands. Skipið sem fjársjóðurinn fannst í er talið vera spænskt og vera frá sautjándu öld. Bandaríska fyrirtækið Odyssey hefur þegar náð sautján tonnum af silfur- og gullpeningum úr skipsflakinu. Erlent 31.5.2007 07:15
Thai Rak Thai mótmæla banni Leiðtogar taílenska stjórnmálaflokksins Thai Rak Thai, sem stjórnarskrárdómstóll bannaði í gær, sögðu ákvörðunina ósanngjarna. Samtímis því að banna flokkinn hefur fjölmörgum flokkmönnum verið bannað að koma nálægt stjórnmálum næstu fjögur árin. Erlent 31.5.2007 07:12
Eldur í timburstafla við Ölduselsskóla Eldur blossaði upp í timburstafla, sem stóð við nýbyggingu við Ölduselsskóla í Breiðholti, um klukkan hálf fimm í nótt, og barst í vinnuskúr verktaka á svæðinu. Slökkviliðið réði niðurlögum eldsins og voru nálægar byggingar ekki í hættu. Talið er fullvíst að kveikt hafi verið í en sá sem þar var að verki er ófundinn. Innlent 31.5.2007 07:10
Öryggisráðið myndar sérstakan dómstól í máli Hariri Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gær að mynda sérstakan dómstól til þess að dæma í máli þeirra sem myrtu fyrrum forsætisráðherra Líbanon. Erlent 31.5.2007 06:58
Banvæn vanskil Ógreiddir orkureikningar urðu til þess að slökkt var á öndunarvél nýsjálenskrar konu í vikunni með þeim afleiðingum að hún andaðist. Konan hafði verið rúmliggjandi á heimili sínu frá því í febrúar vegna hjarta- og lungnasjúkdóma. Vegna veikindanna hafði safnast um tíu þúsund króna skuld hjá orkuveitu í borginni Auckland Erlent 30.5.2007 19:08
Át hund í mótmælaskyni Nýjasti gjörningur breska listamannsins Mark McGowans hefur vakið upp hörð viðbrögð í heimalandi hans. Hann snæddi hund af eftirlætiskyni Elísabetar Bretadrottningar í mótmælaskyni við refaveiðar eiginmanns hennar. Erlent 30.5.2007 19:03
Chavez hótar Globovision Hugo Chavez, forseti Venesúela, hótaði í gær að loka annarri sjónvarpsstöð sem gagnrýnt hefur störf hans. Fjórða daginn í röð kom til átaka á milli lögreglu og fólks sem mótmælti lokun RCTV-sjónvarpsstöðvarinnar í síðustu viku. Erlent 30.5.2007 19:01
Putin sýnir klærnar Rússneski ríkissaksóknarinn hefur sent helsta stjórnarandstöðuflokki landsins opinbera viðvörun vegna þess sem kallað er öfga-aðgerðir. Þessar öfga-aðgerðir felast í því að Yablonko flokkurinn hjálpaði þekktum pólitískum fréttaskýranda að gefa út bók þar sem Vladimir Putin forseti er harðlega gagnrýndur. Erlent 30.5.2007 16:51
Þið munið gleyma 11. september Bandarískur talsmaður al-Kæda hefur hótað Bandaríkjunum verri árás en gerð var 9/11, ef Bush forseti kalli ekki bandarískar hersveitir heim frá öllum ríkjum múslima. Adam Gadahn hefur komið fram á mörgum myndböndum sem talin eru komin frá al-Kæda síðan árið 2005. Hann er Bandaríkjamaður af Gyðingaættum sem snerist til múslimatrúar. Hann hefur þegar verið ákærður fyrir föðurlandssvik og fer huldu höfði. Erlent 30.5.2007 16:21
Vilja taka barnaníðinga af lífi Þeirri hugmynd að taka barnaníðinga af lífi jafnvel þótt þeir myrði ekki fórnarlömb sín vex fylgi í Bandaríkjunum. Hæstiréttur í Lousianaríki staðfesti í síðustu viku slíkan dauðadóm. Fimm ríki Bandaríkjanna hafa þegar sett lög sem geta leitt til dauðadóms yfir mönnum Erlent 30.5.2007 15:34
Fasteignaverð lækkar í Bandaríkjunum Verð á fasteignum lækkaði um 1,4 prósent á fyrstu þremur mánuðum ársins í Bandaríkjunum miðað við sama tíma í fyrra. Þetta er fyrsta verðlækkunin á almennum fasteignamarkaði vestanhafs í 16 ár. Viðskipti erlent 30.5.2007 15:15
Vegabréf Eichmanns fundið Falsað vegabréf sem nazistaforinginn Adolf Eichmann notaði til þess að flýja til Argentínu hefur fundist í Buenos Aires. Eichmann hafði yfirumsjón með helförinni gegn Gyðingum í síðari heimsstyrjöldinni. Hann lagði meðal annars til breytingar á gasklefunum til þess að þar væri hægt að myrða fleira fólk á skemmri tíma. Erlent 30.5.2007 14:05
Pyntingahandbók al-Kæda Hryðjuverkasamtökin al-Kæda nota meðal annars logsuðutæki, straujárn, rafmagnsbora og kjötkróka við að pynta fanga sína. Bandarískir hermenn fundu fyrir nokkru handbók al-Kæda um pyntingar. Handbókin er með teiknuðum skýringarmyndum. Bókin fannst þegar hermennirnir réðust inn í hús í Bagdad til þess að frelsa fimm Íraka sem þar voru í haldi. Þeir höfðu allir verið pyntaðir. Erlent 30.5.2007 13:06
Framleiðsluvísitalan lækkar í Japan Framleiðsluvísitalan í Japan lækkaði óvænt um 0,1 prósentustig á milli mánaða í apríl, einkum vegna minni eftirspurnar eftir bílum á innlandsmarkaði og í Bandaríkjunum. Þetta er þvert á væntingar greinenda sem höfðu gert ráð fyrir aukningu upp á hálft prósentustig. Viðskipti erlent 30.5.2007 11:21
Yoko Ono hámaði í sig hund Yoko Ono hámaði í gær í sig hund, ásamt þekktum breskum listamanni. Þetta fór fram í beinni útsendingu á útvarpsþætti. Og það var enginn venjulegur hundur sem þau átu heldur eðalhundur af Corgi kyni, en það er uppáhalds hundakyn Elísabetar drottningar. Yoko Ono og Mark McGowan voru að mótmæla því að Filipus prins eiginmaður drottningarinnar skaut ref fyrr á þessu ári. Erlent 30.5.2007 10:58
Maður úrskurðaður í sóttkví vegna berkla Bandarískir embættismenn úrskurðuðu mann með sjaldgæft og hættulegt afbrigði af berklum í sóttkví í gær. Þetta er í fyrsta skiptið í 44 ár sem heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum gefa út skipun um sóttkví. Maðurinn ferðaðist frá Atlanta í Bandaríkjunum til Parísar, þaðan til Prag og áfram til Montreal í Kanada. Erlent 30.5.2007 07:50
Lækkun á kínverskum hlutabréfamarkaði Aðalvísitalan á kínverska markaðnum lækkaði um 6,5 prósent í morgun eftir að stjórnvöld í Peking þrefölduðu skatta á viðskipti með hlutabréf. Markmið þeirra er að koma í veg fyrir að markaðurinn ofhitni. Engu að síður segja fjármálasérfræðingar að líklegt sé að lækkunin sé aðeins tímabundin. Erlent 30.5.2007 07:40
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti