Erlent

Dauðdagi

Óli Tynes skrifar

Fjörutíu og fimm ára fjölskyldufaðir í Danmörku lét lífið þegar hann varð fyrir garðsláttuvél. Ritzau fréttastofan segir að hann hafi verið bæjarstarfsmaður og verið að slá gras í almenningsgarði þegar slysið varð.

Sláttuvélin sem hann notaði var fjarstýrð. Maðurinn stóð fyrir neðan hana í brekku og virðist hafa ruglast eitthvað á fjarstýringunni. Allavega fór sláttuvélin yfir hann. Talsmaður lögreglunnar í Lyngby segir að hann hafi látist samstundis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×