Erlendar Red Auerbach allur Red Auerbach, forseti Boston Celtics í NBA deildinni og fyrrum þjálfari, lést á laugardaginn 89 ára að aldri. Auerbach er einn þekktasti og sigursælasti þjálfari í sögu körfuknattleiksins en undir hans stjórn vann lið Boston átta meistaratitla í röð og níu alls á sjötta og sjöunda áratugnum. Körfubolti 29.10.2006 14:48 Besta frammistaða okkar í deildinni til þessa Rafa Benitez sagði að frammistaða Liverpool í fyrri hálfleiknum í 3-1 sigri á Aston Villa í dag hefði verið besti leikkafli liðsins á leiktíðinni í úrvalsdeildinni. Liverpool gerði út um leikinn í fyrri hálfleiknum með þremur mörkum. Enski boltinn 28.10.2006 18:16 Gagnrýnir Steve McClaren Sol Campbell, varmarnaður Portsmouth og fyrrum landsliðsmaður, segir að Steve McClaren hafi ekki staðið vel að því þegar hann tilkynnti sér að hann ætti ekki lengur sæti í landsliðinu. Enski boltinn 28.10.2006 15:23 Hrósaði Wayne Rooney Sam Allardyce átti ekki til orð yfir frammistöðu framherjans Wayne Rooney í dag þegar Manchester United rassskellti Bolton á útivelli 4-0. Rooney skoraði þrennu í leiknum og Allardyce viðurkenndi að sínir menn hefðu ekki átt möguleika á að stöðva hann. Enski boltinn 28.10.2006 18:10 Charlton enn á botninum Hermann Hreiðarsson og félagar í Charlton verma enn botnsætið í ensku úrvalsdeildinni eftir markalaust jafntefli við Newcastle á útivelli í lokaleik dagsins. Hermann var í hjarta varnarinnar hjá Charlton að venju, en liðið hefur aðeins hlotið fimm stig í fyrstu 10 leikjum sínum í deildinni. Enski boltinn 28.10.2006 18:21 Barclona - Recreativo í beinni Leikur Barcelona og Recreativo í spænsku úrvalsdeildinni verður sýndur beint á Sýn í dag og hefst útsending klukkan 17:50. Það verður Hörður Magnússon sem lýsir leiknum beint og þá er rétt að minna á beina útsendingu Sýnar frá Íslandsmótinu í Ice Fitness sem hefst klukkan 20 í kvöld. Fótbolti 28.10.2006 17:25 Grönholm á enn veika von Finnski ökuþórinn Marcus Grönholm á enn veika von um að verða heimsmeistari í rallakstri eftir að þessi magnaði ökumaður vann sig upp í 7. sæti á öðrum keppnisdegi Ástralíurallsins í dag með því að vinna fimm sérleiðir. Sport 28.10.2006 16:39 Rooney skoraði þrennu í stórsigri United Manchester United er komið aftur á toppinn í ensku úrvalsdeildinni eftir frábæran 4-0 útisigur á Bolton í dag þar sem Wayne Rooney undirstrikaði endurkomu sína með þrennu. Liverpool vann 3-1 sigur á Aston Villa og Arsenal varð að gera sér að góðu jafntefli við Everton á heimavelli sínum. Enski boltinn 28.10.2006 15:48 Með annað augað á leiknum við Barcelona Jose Mourinho viðurkenndi að hann hefði verið ánægður með sigurinn á Sheffield United í dag í ljósi þess að hann hefði gert nokkrar breytingar á liði sínu vegna leiksins við Barcelona í Meistaradeildinni í næstu viku. Enski boltinn 28.10.2006 15:31 Chelsea á toppinn Chelsea vann 2-0 útisigur á nýliðum Sheffield United í dag og skaust þar með á topp ensku úrvalsdeildarinnar. Danny Webber misnotaði vítaspyrnu í fyrri hálfleik og það reyndist heimamönnum dýrt, því Frank Lampard og Michael Ballack tryggðu meisturunum sigur með mörkum sitt hvoru megin við hálfleikinn. Enski boltinn 28.10.2006 14:11 Hammarby ræður þjálfara til starfa Sænska úrvalsdeildarliðið Hammarby réð í gær hinn 33 ára gamla Tony Gustavsson sem nýjan aðalþjálfara liðsins. Hann tekur við starfinu að tímabilinu loknu en tvær umferðir eru eftir af deildarkeppninni. Tveir Íslendingar eru hjá liðinu, þeir Pétur Marteinsson og Gunnar Þór Gunnarsson. Fótbolti 28.10.2006 14:16 Loksins mark hjá Rooney Nú er kominn hálfleikur í viðureignunum sex sem standa yfir í ensku úrvalsdeildinni. Manchester United hefur yfir 2-0 gegn Bolton á útivelli þar sem gestirnir hafa verið með frumkvæðið lengst af leik og þar er Wayne Rooney loksins kominn á blað fyrir United. Liverpool er að bursta Aston Villa og Everton hefur yfir gegn Arsenal á útivelli. Enski boltinn 28.10.2006 14:47 Æfingatímabilinu lauk í nótt Síðustu leikirnir á æfingatímabilinu í NBA fóru fram í nótt en deildarkeppnin hefst með látum næsta þriðjudagskvöld. Í sjónvarpsleiknum á NBA TV í nótt vann San Antonio öruggan sigur á Dallas 100-79, en þessi lið mætast einmitt á þriðjudagskvöldið í fyrsta deildarleik sínum. Körfubolti 28.10.2006 14:55 Dómurinn enn mildaður Refsing þriggja ítalskra knattspyrnufélaga sem gert var að sæta refsingu fyrir hlut sinn í knattspyrnuskandalnum þar í landi í sumar var í kvöld mildaður enn einu sinni. Átta stiga refsing AC Milan mun standa áfram, en Lazio, Juventus og Fiorentina fá refsingar sínar mildaðar og er þessu ljóta máli nú formlega lokið þar sem ekki verður um frekari áfrýjun að ræða. Nánari upplýsinga er að vænta innan skamms. Fótbolti 27.10.2006 21:05 Lotina tekinn við Real Sociedad Spænska knattspyrnufélagið Real Sociedad gekk í dag frá ráðningu Miguel Angel Lotina sem taka mun við starfi þjálfara liðsins í kjölfar þess að Jose Mari Bakero var látinn taka pokann sinn í gær. Hinum 49 ára gamla Baska verður falið það erfiða verkefni að rétta við skútuna hjá Sociedad, en hann verður fjórði þjálfari liðsins á síðustu 14 mánuðum. Fótbolti 27.10.2006 19:29 Fá 150 milljónir evra í tekjur frá Nike Forráðamenn Barcelona tilkynntu í dag að nýr samningur félagsins við ameríska íþróttavöruframleiðandann Nike ætti eftir að skila félaginu um 150 milljónum evra í tekjur á næstu fimm árum. Barcelona hefur spilað í treyjum Nike frá árinu 1998 og verður núverandi samningur framlengdur til ársins 2013. Fótbolti 27.10.2006 18:50 Henrik Stenson í forystu Sænski kylfingurinn Henrik Stenson hefur eins högg forskot þegar tveimur hringjum er lokið á Volvo Masters mótinu sem fram fer í Valderrama á Spáni. Stenson er á fjórum höggum undir pari eftir að hafa leikið á 68 höggum í dag og er höggi á undan Lee Westwood. Sjónvarpsstöðin Sýn verður með beinar útsendingar frá mótinu á morgun og sunnudag. Golf 27.10.2006 18:13 Segir stjóra öfunda Sam Allardyce Sir Alex Ferguson segir að þeir stjórar sem gagnrýni leikstíl Sam Allardyce og Bolton liðsins séu einfaldlega öfundsjúkir og bitrir af því þeim takist sjaldan að vinna sigur á Bolton. Rafa Benitez hjá Liverpool er einn þeirra sem hefur verið hvað duglegastur við að gagnrýna Allardyce. Enski boltinn 27.10.2006 17:12 Enn meiðist Kieron Dyer Óheppni miðjumannsins Kieron Dyer ríður ekki við einteyming og í dag tilkynnti Glenn Roeder knattspyrnustjóri Newcastle að leikmaðurinn yrði frá í tvær vikur vegna óhapps sem Dyer varð fyrir á æfingasvæði liðsins. Hann ku vera meiddur á auga en ekki hefur verið greint frá því hvað kom fyrir hann. Enski boltinn 27.10.2006 16:34 Romanov hótar að selja leikmenn ef þeir tapa Mikil ólga ríkir nú í herbúðum skoska liðsins Hearts eftir að meirihlutaeigandi félagsins, Vladimir Romanov, hótaði að setja alla leikmenn liðsins á sölulista ef þeir vinna ekki sigur á Dunfermilne um helgina. Þessi skilaboð hafa skiljanlega vakið hörð viðbrögð leikmanna, sem segja upplausnarástand í herbúðum liðsins. Enski boltinn 27.10.2006 16:15 Kirkland semur við Wigan Enska úrvalsdeildarfélagið Wigan hefur nú formlega fest kaup á markverðinum Chris Kirkland frá Liverpool, en leikmaðurinn gekk í raðir Wigan sem lánsmaður í sumar. Þessi 25 ára gamli markvörður hefur staðið sig vel með Wigan það sem af er leiktíðinni og hefur átt fast sæti í liðinu. Hann hefur nú skrifað undir þriggja ára samning. Enski boltinn 27.10.2006 15:31 Denver skellti LA Lakers Denver lagði LA Lakers örugglega 126-108 í æfingaleik liðanna í nótt sem sýndur var beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni. Carmelo Anthony skoraði 32 stig á aðeins 31 mínútu fyrir Denver og Andre Miller skoraði 14 stig, gaf 11 stoðsendingar og hirti 8 fráköst, en Andrew Bynum skoraði 23 stig og hirti 7 fráköst fyrir Lakers. Kobe Bryant var ekki með liði Lakers og er enn tæpur að ná fyrsta deildarleik liðsins eftir helgina. Körfubolti 27.10.2006 14:58 Titilvonir Grönholm úr sögunni? Finnski ökuþórinn Marcus Grönholm á nú litlar vonir um að ná heimsmeistaranum Sebastien Loeb að stigum á heimsmeistaramótinu í rallakstri eftir að Finninn velti bíl sínum í dag. Sport 27.10.2006 14:44 Mutombo ósáttur við kynþáttafordóma Miðherjinn Dikembe Mutombo hjá Houston Rockets lenti í orðaskaki við einn stuðningsmanna Orlando Magic í æfingaleik liðanna í NBA í fyrrakvöld eftir að hafa orðið fyrir kynþáttaníð í lok þriðja leikhlutans. Körfubolti 27.10.2006 03:18 Silkeborg rekur þjálfarann Viggo Jensen hefur verið rekinn úr starfi þjálfara hjá danska úrvalsdeildarliðinu Silkeborg. Með liðinu leika þrír Íslendingar; þeir Bjarni Ólafur Eiríksson, Hólmar Örn Rúnarsson og Hörður Sveinsson. Fótbolti 26.10.2006 21:40 LA Lakers - Denver í beinni í nótt Leikur LA Lakers og Denver Nuggets á undirbúningstímabilinu í NBA verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni á Digital Ísland klukkan tvö eftir miðnætti í nótt. Kobe Bryant á enn við meiðsli að stríða og óljóst er hvort hann verður klár í byrjun tímabils eftir helgina. Sport 26.10.2006 21:13 Lerner hafði ekki áhuga á Newcastle eða Everton Doug Ellis, fyrrum aðaleigandi enska úrvalsdeildarfélagsins Aston Villa, segir að eftirmanni sínum, ameríska milljarðamæringnum Randy Lerner, hafi verið gert tilboð um að kaupa hlut í Everton og Newcastle. Ellis segir Lerner hafa hafnað þessum tilboðum vegna skulda félaganna. Enski boltinn 26.10.2006 20:30 Pressan er öll á Milan Framherjinn Hernan Crespo segir að pressan sé öll á liði AC Milan fyrir risaslag grannliðanna AC og Inter í ítölsku A-deildinni á laugardaginn. Inter er á toppi deildarinnar með 18 stig úr 8 leikjum, en AC er þar 11 stigum á eftir í 12. sæti og þá á eftir að reikna með stigarefsinguna úr skandalnum í sumar. Fótbolti 26.10.2006 17:56 Stern vill að leikmenn gangi um óvopnaðir David Stern, forseti NBA deildarinnar í körfubolta, hefur nú farið þess á leit við leikmenn í deildinni að þeir skilji skotvopn sín eftir heima hjá sér og gangi ekki með þau á sér úti á götu og á keppnisferðalögum. Körfubolti 26.10.2006 18:11 Varnarmaður Wisla Krakow í fimm leikja bann Aganefnd evrópska knattspyrnusambandsins dæmdi varnarmanninn Nikola Mijailovic hjá pólska liðinu Wisla Krakow í fimm leikja bann fyrir kynþáttaníð í garð Benni McCarthy hjá Blackburn í leik liðanna á dögunum. Fótbolti 26.10.2006 17:27 « ‹ 94 95 96 97 98 99 100 101 102 … 264 ›
Red Auerbach allur Red Auerbach, forseti Boston Celtics í NBA deildinni og fyrrum þjálfari, lést á laugardaginn 89 ára að aldri. Auerbach er einn þekktasti og sigursælasti þjálfari í sögu körfuknattleiksins en undir hans stjórn vann lið Boston átta meistaratitla í röð og níu alls á sjötta og sjöunda áratugnum. Körfubolti 29.10.2006 14:48
Besta frammistaða okkar í deildinni til þessa Rafa Benitez sagði að frammistaða Liverpool í fyrri hálfleiknum í 3-1 sigri á Aston Villa í dag hefði verið besti leikkafli liðsins á leiktíðinni í úrvalsdeildinni. Liverpool gerði út um leikinn í fyrri hálfleiknum með þremur mörkum. Enski boltinn 28.10.2006 18:16
Gagnrýnir Steve McClaren Sol Campbell, varmarnaður Portsmouth og fyrrum landsliðsmaður, segir að Steve McClaren hafi ekki staðið vel að því þegar hann tilkynnti sér að hann ætti ekki lengur sæti í landsliðinu. Enski boltinn 28.10.2006 15:23
Hrósaði Wayne Rooney Sam Allardyce átti ekki til orð yfir frammistöðu framherjans Wayne Rooney í dag þegar Manchester United rassskellti Bolton á útivelli 4-0. Rooney skoraði þrennu í leiknum og Allardyce viðurkenndi að sínir menn hefðu ekki átt möguleika á að stöðva hann. Enski boltinn 28.10.2006 18:10
Charlton enn á botninum Hermann Hreiðarsson og félagar í Charlton verma enn botnsætið í ensku úrvalsdeildinni eftir markalaust jafntefli við Newcastle á útivelli í lokaleik dagsins. Hermann var í hjarta varnarinnar hjá Charlton að venju, en liðið hefur aðeins hlotið fimm stig í fyrstu 10 leikjum sínum í deildinni. Enski boltinn 28.10.2006 18:21
Barclona - Recreativo í beinni Leikur Barcelona og Recreativo í spænsku úrvalsdeildinni verður sýndur beint á Sýn í dag og hefst útsending klukkan 17:50. Það verður Hörður Magnússon sem lýsir leiknum beint og þá er rétt að minna á beina útsendingu Sýnar frá Íslandsmótinu í Ice Fitness sem hefst klukkan 20 í kvöld. Fótbolti 28.10.2006 17:25
Grönholm á enn veika von Finnski ökuþórinn Marcus Grönholm á enn veika von um að verða heimsmeistari í rallakstri eftir að þessi magnaði ökumaður vann sig upp í 7. sæti á öðrum keppnisdegi Ástralíurallsins í dag með því að vinna fimm sérleiðir. Sport 28.10.2006 16:39
Rooney skoraði þrennu í stórsigri United Manchester United er komið aftur á toppinn í ensku úrvalsdeildinni eftir frábæran 4-0 útisigur á Bolton í dag þar sem Wayne Rooney undirstrikaði endurkomu sína með þrennu. Liverpool vann 3-1 sigur á Aston Villa og Arsenal varð að gera sér að góðu jafntefli við Everton á heimavelli sínum. Enski boltinn 28.10.2006 15:48
Með annað augað á leiknum við Barcelona Jose Mourinho viðurkenndi að hann hefði verið ánægður með sigurinn á Sheffield United í dag í ljósi þess að hann hefði gert nokkrar breytingar á liði sínu vegna leiksins við Barcelona í Meistaradeildinni í næstu viku. Enski boltinn 28.10.2006 15:31
Chelsea á toppinn Chelsea vann 2-0 útisigur á nýliðum Sheffield United í dag og skaust þar með á topp ensku úrvalsdeildarinnar. Danny Webber misnotaði vítaspyrnu í fyrri hálfleik og það reyndist heimamönnum dýrt, því Frank Lampard og Michael Ballack tryggðu meisturunum sigur með mörkum sitt hvoru megin við hálfleikinn. Enski boltinn 28.10.2006 14:11
Hammarby ræður þjálfara til starfa Sænska úrvalsdeildarliðið Hammarby réð í gær hinn 33 ára gamla Tony Gustavsson sem nýjan aðalþjálfara liðsins. Hann tekur við starfinu að tímabilinu loknu en tvær umferðir eru eftir af deildarkeppninni. Tveir Íslendingar eru hjá liðinu, þeir Pétur Marteinsson og Gunnar Þór Gunnarsson. Fótbolti 28.10.2006 14:16
Loksins mark hjá Rooney Nú er kominn hálfleikur í viðureignunum sex sem standa yfir í ensku úrvalsdeildinni. Manchester United hefur yfir 2-0 gegn Bolton á útivelli þar sem gestirnir hafa verið með frumkvæðið lengst af leik og þar er Wayne Rooney loksins kominn á blað fyrir United. Liverpool er að bursta Aston Villa og Everton hefur yfir gegn Arsenal á útivelli. Enski boltinn 28.10.2006 14:47
Æfingatímabilinu lauk í nótt Síðustu leikirnir á æfingatímabilinu í NBA fóru fram í nótt en deildarkeppnin hefst með látum næsta þriðjudagskvöld. Í sjónvarpsleiknum á NBA TV í nótt vann San Antonio öruggan sigur á Dallas 100-79, en þessi lið mætast einmitt á þriðjudagskvöldið í fyrsta deildarleik sínum. Körfubolti 28.10.2006 14:55
Dómurinn enn mildaður Refsing þriggja ítalskra knattspyrnufélaga sem gert var að sæta refsingu fyrir hlut sinn í knattspyrnuskandalnum þar í landi í sumar var í kvöld mildaður enn einu sinni. Átta stiga refsing AC Milan mun standa áfram, en Lazio, Juventus og Fiorentina fá refsingar sínar mildaðar og er þessu ljóta máli nú formlega lokið þar sem ekki verður um frekari áfrýjun að ræða. Nánari upplýsinga er að vænta innan skamms. Fótbolti 27.10.2006 21:05
Lotina tekinn við Real Sociedad Spænska knattspyrnufélagið Real Sociedad gekk í dag frá ráðningu Miguel Angel Lotina sem taka mun við starfi þjálfara liðsins í kjölfar þess að Jose Mari Bakero var látinn taka pokann sinn í gær. Hinum 49 ára gamla Baska verður falið það erfiða verkefni að rétta við skútuna hjá Sociedad, en hann verður fjórði þjálfari liðsins á síðustu 14 mánuðum. Fótbolti 27.10.2006 19:29
Fá 150 milljónir evra í tekjur frá Nike Forráðamenn Barcelona tilkynntu í dag að nýr samningur félagsins við ameríska íþróttavöruframleiðandann Nike ætti eftir að skila félaginu um 150 milljónum evra í tekjur á næstu fimm árum. Barcelona hefur spilað í treyjum Nike frá árinu 1998 og verður núverandi samningur framlengdur til ársins 2013. Fótbolti 27.10.2006 18:50
Henrik Stenson í forystu Sænski kylfingurinn Henrik Stenson hefur eins högg forskot þegar tveimur hringjum er lokið á Volvo Masters mótinu sem fram fer í Valderrama á Spáni. Stenson er á fjórum höggum undir pari eftir að hafa leikið á 68 höggum í dag og er höggi á undan Lee Westwood. Sjónvarpsstöðin Sýn verður með beinar útsendingar frá mótinu á morgun og sunnudag. Golf 27.10.2006 18:13
Segir stjóra öfunda Sam Allardyce Sir Alex Ferguson segir að þeir stjórar sem gagnrýni leikstíl Sam Allardyce og Bolton liðsins séu einfaldlega öfundsjúkir og bitrir af því þeim takist sjaldan að vinna sigur á Bolton. Rafa Benitez hjá Liverpool er einn þeirra sem hefur verið hvað duglegastur við að gagnrýna Allardyce. Enski boltinn 27.10.2006 17:12
Enn meiðist Kieron Dyer Óheppni miðjumannsins Kieron Dyer ríður ekki við einteyming og í dag tilkynnti Glenn Roeder knattspyrnustjóri Newcastle að leikmaðurinn yrði frá í tvær vikur vegna óhapps sem Dyer varð fyrir á æfingasvæði liðsins. Hann ku vera meiddur á auga en ekki hefur verið greint frá því hvað kom fyrir hann. Enski boltinn 27.10.2006 16:34
Romanov hótar að selja leikmenn ef þeir tapa Mikil ólga ríkir nú í herbúðum skoska liðsins Hearts eftir að meirihlutaeigandi félagsins, Vladimir Romanov, hótaði að setja alla leikmenn liðsins á sölulista ef þeir vinna ekki sigur á Dunfermilne um helgina. Þessi skilaboð hafa skiljanlega vakið hörð viðbrögð leikmanna, sem segja upplausnarástand í herbúðum liðsins. Enski boltinn 27.10.2006 16:15
Kirkland semur við Wigan Enska úrvalsdeildarfélagið Wigan hefur nú formlega fest kaup á markverðinum Chris Kirkland frá Liverpool, en leikmaðurinn gekk í raðir Wigan sem lánsmaður í sumar. Þessi 25 ára gamli markvörður hefur staðið sig vel með Wigan það sem af er leiktíðinni og hefur átt fast sæti í liðinu. Hann hefur nú skrifað undir þriggja ára samning. Enski boltinn 27.10.2006 15:31
Denver skellti LA Lakers Denver lagði LA Lakers örugglega 126-108 í æfingaleik liðanna í nótt sem sýndur var beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni. Carmelo Anthony skoraði 32 stig á aðeins 31 mínútu fyrir Denver og Andre Miller skoraði 14 stig, gaf 11 stoðsendingar og hirti 8 fráköst, en Andrew Bynum skoraði 23 stig og hirti 7 fráköst fyrir Lakers. Kobe Bryant var ekki með liði Lakers og er enn tæpur að ná fyrsta deildarleik liðsins eftir helgina. Körfubolti 27.10.2006 14:58
Titilvonir Grönholm úr sögunni? Finnski ökuþórinn Marcus Grönholm á nú litlar vonir um að ná heimsmeistaranum Sebastien Loeb að stigum á heimsmeistaramótinu í rallakstri eftir að Finninn velti bíl sínum í dag. Sport 27.10.2006 14:44
Mutombo ósáttur við kynþáttafordóma Miðherjinn Dikembe Mutombo hjá Houston Rockets lenti í orðaskaki við einn stuðningsmanna Orlando Magic í æfingaleik liðanna í NBA í fyrrakvöld eftir að hafa orðið fyrir kynþáttaníð í lok þriðja leikhlutans. Körfubolti 27.10.2006 03:18
Silkeborg rekur þjálfarann Viggo Jensen hefur verið rekinn úr starfi þjálfara hjá danska úrvalsdeildarliðinu Silkeborg. Með liðinu leika þrír Íslendingar; þeir Bjarni Ólafur Eiríksson, Hólmar Örn Rúnarsson og Hörður Sveinsson. Fótbolti 26.10.2006 21:40
LA Lakers - Denver í beinni í nótt Leikur LA Lakers og Denver Nuggets á undirbúningstímabilinu í NBA verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni á Digital Ísland klukkan tvö eftir miðnætti í nótt. Kobe Bryant á enn við meiðsli að stríða og óljóst er hvort hann verður klár í byrjun tímabils eftir helgina. Sport 26.10.2006 21:13
Lerner hafði ekki áhuga á Newcastle eða Everton Doug Ellis, fyrrum aðaleigandi enska úrvalsdeildarfélagsins Aston Villa, segir að eftirmanni sínum, ameríska milljarðamæringnum Randy Lerner, hafi verið gert tilboð um að kaupa hlut í Everton og Newcastle. Ellis segir Lerner hafa hafnað þessum tilboðum vegna skulda félaganna. Enski boltinn 26.10.2006 20:30
Pressan er öll á Milan Framherjinn Hernan Crespo segir að pressan sé öll á liði AC Milan fyrir risaslag grannliðanna AC og Inter í ítölsku A-deildinni á laugardaginn. Inter er á toppi deildarinnar með 18 stig úr 8 leikjum, en AC er þar 11 stigum á eftir í 12. sæti og þá á eftir að reikna með stigarefsinguna úr skandalnum í sumar. Fótbolti 26.10.2006 17:56
Stern vill að leikmenn gangi um óvopnaðir David Stern, forseti NBA deildarinnar í körfubolta, hefur nú farið þess á leit við leikmenn í deildinni að þeir skilji skotvopn sín eftir heima hjá sér og gangi ekki með þau á sér úti á götu og á keppnisferðalögum. Körfubolti 26.10.2006 18:11
Varnarmaður Wisla Krakow í fimm leikja bann Aganefnd evrópska knattspyrnusambandsins dæmdi varnarmanninn Nikola Mijailovic hjá pólska liðinu Wisla Krakow í fimm leikja bann fyrir kynþáttaníð í garð Benni McCarthy hjá Blackburn í leik liðanna á dögunum. Fótbolti 26.10.2006 17:27
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent