Erlendar

Fréttamynd

Drogba er besti framherji í heimi

Jose Mourinho hrósaði framherja sínum Didier Drogba í hástert í dag þegar hann skoraði þrennu og lagði upp eitt mark í 4-0 sigri Chelsea á Watford í ensku úrvalsdeildinni. Mourinho segir engan framherja í heiminum vera að spila betur en Drogba þessa dagana.

Enski boltinn
Fréttamynd

Fram lá fyrir Sandefjord

Framarar eru úr leik í Evrópukeppninni í handbolta eftir 31-28 tap fyrir norsku meisturunum í Sandefjord á heimavelli sínum í dag. Jóhann Gunnar Einarsson og Sigfús Sigfússon skoruðu 5 mörk hvor fyrir Fram, sem þýðir að Fram vermir botnsætið í riðli sínum án sigurs.

Handbolti
Fréttamynd

Jafnt í hálfleik

Staðan í leik Fram og Sandefjord í Meistaradeildinni í handbolta er jöfn 12-12 þegar flautað hefur verið til leikhlés. Markvörður norska liðsins hefur reynst Frömurum erfiður í fyrri hálfleiknum. Leikurinn er sýndur beint á Sýn.

Handbolti
Fréttamynd

Tveir leikir í beinni í kvöld

Tveir leikir verða sýndir beint úr spænska boltanum á Sýn í kvöld, en sjónvarpsstöðin er með sannkallaða íþróttaveislu í beinum útsendingum í dag og nótt. Leikur Atletico Madrid og Villarreal verður sýndur klukkan 18:50 og klukkan 20:50 tekur Valencia á móti Atletico Bilbao.

Fótbolti
Fréttamynd

Fram - Sandefjord í beinni á Sýn

Síðari leikur Fram og Sandefjord í Meistaradeild Evrópu í handbolta verður sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn klukkan 16:50 í dag. Fram bíður erfitt verkefni því norska liðið vann fyrri leikinn með tíu mörkum og leikurinn í dag ræður úrslitum um það hvort liðið kemst áfram upp úr riðlinum.

Handbolti
Fréttamynd

Drogba í stuði

Nú er kominn hálfleikur í leikjunum sex sem standa yfir í ensku úrvalsdeildinni. Didier Drogba er búinn að skora bæði mörk Chelsea sem hefur yfir 2-0 gegn Watford á heimavelli. Wigan hefur yfir gegn Charlton 2-0 og Aston Villa er yfir 1-0 á Goodison Park gegn Everton. Markaskorara í dag má sjá á Boltavaktinni hér á íþróttasíðunni.

Enski boltinn
Fréttamynd

Portland og Atlanta koma á óvart

Tíu leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt og ekki er hægt að segja annað en að deildarkeppnin fari forvitnilega af stað, því á meðan nokkur af bestu liðum deildarinnar hafa átt erfitt uppdráttar í byrjun - eru minni spámenn á borð við Portland og Atlanta að koma á óvart.

Körfubolti
Fréttamynd

Liverpool mætir Arsenal

Í dag var dregið í 8-liða úrslit enska deildarbikarsins í knattspyrnu. Þar ber hæst að Liverpool fékk heimaleik gegn Arsenal, Newcastle mætir Chelsea, Hermann Hreiðarsson og félagar í Charlton taka á móti Wycombe og þá tekur Tottenham á móti liði Southend í 1. deildinni sem óvænt sló Manchester United úr keppni á dögunum.

Enski boltinn
Fréttamynd

Jafnt hjá City og Newcastle

Manchester City og Newcastle skildu jöfn 0-0 í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað, en gestirnir frá Newcastle sýndu ekki lífsmark fyrr en á lokamínutum leiksins, þar sem þeir voru klaufar að tryggja sér ekki sigurinn.

Enski boltinn
Fréttamynd

Scholes og Ferguson bestir í október

Sir Alex Ferguson og Paul Scholes hjá Manchester United voru í dag útnefndir knattspyrnustjóri og leikmaður októbermánaðar í ensku úrvalsdeildinni. United vann alla fjóra leiki sína í mánuðinum og hefur þriggja stiga forskot á Chelsea á toppnum. Þetta er í 18 skipti sem Ferguson fær þessi verðlaun á ferlinum.

Enski boltinn
Fréttamynd

Vill verða alvöru heimsmeistari

Úkraínumaðurinn Wladimir Klitschko segir að enn sé nokkuð í það að hann geti kallað sig alvöru heimsmeistara í þungavigt, en hann mætir Bandaríkjamanninum Calvin Brock í beinni útsendingu á Sýn annað kvöld.

Sport
Fréttamynd

Gerir tilkall til sætis í byrjunarliði Real

David Beckham þótti senda þjálfara sínum Fabio Capello hjá Real Madrid ákveðin skilaboð í gær þegar hann skoraði mark og lék mjög vel í auðveldum sigri Real á Ecija í bikarkeppninni í gær. Beckham hefur ekki náð að vinna sér sæti í byrjunarliðinu það sem af er leiktíðinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Micah Richards í hópnum

Steve McClaren, landsliðsþjálfari Englendinga í knattspyrnu, hefur valið 28 manna hóp sinn sem mætir Hollendingum í vináttuleik á miðvikudag. Einn nýliði er í hópnum, hinn 18 ára gamli Micah Richards frá Manchester City, en hann hefur aðeins spilað þrjá U-21 árs landsleiki.

Fótbolti
Fréttamynd

Gremst að Mourinho skuli fá sérmeðferð

Sir Alex Ferguson er afar ósáttur við að Jose Mourinho, stjóra Chelsea, hafi verið veittur fundur með yfirmanni knattspyrnudómara á Englandi í kjölfar þess að stjórinn var ósáttur við dómgæslu Graham Poll í leik gegn Tottenham um síðustu helgi. Ferguson segir þetta algjört bull.

Enski boltinn
Fréttamynd

Fjölskyldan hefði afneitað mér fyrir leikaraskap

Dómarar í ensku knattspyrnunni hafa nú fengið stuðning úr ólíklegri átt, en harðjaxlinn Roy Keane lét hafa eftir sér í dag að þeir svartklæddu væru ekki öfundsverðir af því að dæma leiki nú á dögum vegna bellibragða og leikaraskapar knattspyrnumanna.

Enski boltinn
Fréttamynd

Laursen verður frá í þrjá mánuði

Danski varnarmaðurinn Martin Laursen hjá Aston Villa hefur fengið þær frættir að hann verði frá keppni í að minnsta kosti þrjá mánuði vegna hnémeiðsla. Laursen hefur lítið sem ekkert geta spilað með Villa vegna meiðsla síðan hann kom frá Milan árið 2004.

Enski boltinn
Fréttamynd

Real Madrid búið að kaupa arftaka Roberto Carlos

Real Madrid hefur gengið frá kaupum á vinstri bakverðinum Marcelo frá brasilíska liðinu Fluminense, samkvæmt spænskum blöðum. Kaupverðið er talið vera um sex milljónir evra, eða um 522 milljónir íslenskra króna. Sevilla var einnig með augastað á Marcelo en nú virðist Real Madrid hafa haft betur.

Fótbolti
Fréttamynd

Fær rúman milljarð

New York Knicks hefur samþykkt að greiða Larry Brown 1258 milljónir þar sem félagið rak hann þegar Brown áttui fjögur ár eftir af samningi sínum við félagið.

Körfubolti
Fréttamynd

Eggert var í slagtogi með Cottee en lét hann róa

Baráttaun um völdin í West Ham vekur mikla athygli í Bretlandi og fjölmiðlar þar í landi virðast á einu máli um að Eggert Magnússon og félagar leiði kapphlaupið um völdin í félaginu. Breska blaðið The Independent greinir frá því að líklegt sé að Eggert leggi fram formlegt tilboð í næstu viku þegar hans fólk verður búið að skoða bókhald félagsins.

Enski boltinn
Fréttamynd

Alfreð er einn besti þjálfari heims

Gengi Íslendingaliðsins Gummersbach í þýsku úrvalsdeildinni í vetur hefur vakið verðskuldaða athygli enda var ekki búist við sérstaklega miklu af liðinu fyrir tímabilið. Miklar mannabreytingar áttu sér stað hjá félaginu og Alfreð Gíslason þjálfari sagði í viðtali við Fréttablaðið á dögunum að hann væri sáttur tækist liðinu að ná þriðja sæti í deildinni.

Handbolti
Fréttamynd

Góðir menn eru keyptir og þeir eiga að sýna það

Birkir Ívar Guðmundssson, landsliðsmarkvörður Íslands í handbolta, kann vel við sig hjá þýska liðinu Lübbecke. Liðið hefur þó ekki farið vel af stað í þýsku deildinni í vetur og er í fallsæti eins og staðan er í dag.

Handbolti
Fréttamynd

Loksins sigur hjá Dallas

Þrír leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt en þar bar hæst viðureign Phoenix Suns og Dallas Mavericks. Báðum liðum hefur gengið afleitlega í upphafi leiktíðar en svo fór að lokum að Dallas nældi í fyrsta sigur sinn eftir fjögur töp í röð.

Körfubolti
Fréttamynd

Andy Bolton lyfti 1000 pundum

Breski kraftlyftingamaðurinn Andy Bolton varð um helgina fyrsti maðurinn í sögunni til að lyfta 1000 pundum, eða 455 kílóum, í réttstöðulyftu á móti í New York í Bandaríkjunum. Benedikt "Tarfur" Magnússon hirti af honum heimsmetið fyrir nokkrum mánuðum en nú hefur Bretinn lagt línurnar fyrir Tarfinn í frekari bætingar í framtíðinni.

Sport
Fréttamynd

Stórleikur í beinni í nótt

Það verður sannkallaður risaleikur í beinni útsendingu á NBA TV sjónvarpsstöðinni á Digital Ísland í kvöld þegar tvö af stórliðum Vesturdeildarinnar etja kappi. Phoenix tekur þar á móti Dallas Mavericks, en þessi frábæru lið hafa hikstað verulega í byrjun tímabils og því verður allt undir í kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

Nýjar reglur greiða leið ungra þjálfara

Forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar hafa samþykkt nýja reglugerð sem auðveldar yngri mönnum að taka við stöðu knattspyrnustjóra hjá félögum í deildinni, en reglur þessu tengdar hafa verið mikið í umræðunni vegna stjóra Middlesbrough og Newcastle.

Enski boltinn
Fréttamynd

Ecclestone veldur titringi á Silverstone

Formúlumógúlnum Bernie Ecclestone er ekkert heilagt þegar kemur að því að auka veg og virðingu íþróttarinnar og nú hefur hann valdið mótshöldurum breska kappakstursins á Silverstone hugarangri með framtíðaráformum sínum.

Formúla 1
Fréttamynd

Englendingar mæta Spánverjum í febrúar

Enska knattspyrnusambandið hefur staðfest að Englendingar og Spánverjar muni leika vináttulandsleik í knattspyrnu á Old Trafford í Manchester þann 7. febrúar á næsta ári. Þetta verður fyrsti leikur þjóðanna á Englandi síðan í febrúar árið 2001 en þar höfðu enskir 3-0 sigur í fyrsta leik Sven-Göran Eriksson sem landsliðsþjálfara.

Fótbolti