Erlendar

Fréttamynd

Dreymdi um að skora svona mark

Brasilíski snillingurinn Ronaldinho hjá Barcelona segir að hann hafi dreymt um að skora mark eins og það sem hann skoraði gegn Villarreal í gær allar götur frá því hann var barn. Áhorfendur á Nou Camp stóðu á fætur og hylltu Ronaldinho eftir markið stórkostlega í gærkvöld og fengu áhorfendur Sýnar að sjá herlegheitin í beinni útsendingu. Markið má sjá í íþróttafréttum klukkan 12 á VefTV hér á Vísi.

Fótbolti
Fréttamynd

Dallas með níunda sigurinn í röð

Dallas vann í nótt sinn níunda leik í röð í NBA deildinni þegar liðið skellti New Orleans á heimavelli sínum, en Utah Jazz tapaði loks eftir átta leikja sigurgöngu þegar liðið tapaði fyrir Golden State á útivelli.

Körfubolti
Fréttamynd

Maldini tryggði Milan sigur

Gamla brýnið Paolo Maldini var hetja AC Milan í dag þegar hann skoraði sigurmark liðsins í 1-0 sigri á Messina í ítölsku A-deildinni. Milan hafði ekki unnið sigur í fjórum síðustu leikjum sínum í deildinni og því má segja að mark fyrirliðans hafi verið gulls ígildi. Hann var raunar nálægt því að skora öðru sinni í leiknum en skalli hans hafnaði í slánni á marki Messina.

Fótbolti
Fréttamynd

Kiel og Flensburg á toppnum

Nokkrir leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Kiel og Flensburg eru efst og jöfn eftir leiki kvöldsins en þau unnu bæði leiki sína nokkuð örugglega.

Handbolti
Fréttamynd

Eiður á skotskónum í frábærum knattspyrnuleik

Eiður Smári Guðjohnsen skoraði eitt mark og fiskaði vítaspyrnu þegar Barcelona lagði Villarreal 4-0 í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Það var hinsvegar snillingurinn Ronaldinho sem stal senunni eins og svo oft áður, en hann skoraði tvö marka Barca og það síðara var hreint út sagt stórkostlegt.

Fótbolti
Fréttamynd

Tevez rauk heim eftir að vera skipt af velli

Argentínski framherjinn Carlos Tevez hjá West Ham á yfir höfði sér sekt eftir að hann rauk beint til síns heima eftir að honum var skipt af velli í sigri liðsins á Sheffield United. Alan Pardew knattspyrnustjóri liðsins var ekki sáttur við framkomu leikmannsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Bolton lagði Arsenal

Bolton lagði Arsenal 3-1 í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þar sem franski framherjinn Nicolas Anelka stal senunni og skoraði tvö mörk.

Enski boltinn
Fréttamynd

Barcelona - Villarreal í beinni á Sýn

Nú er að hefjast leikur Barcelona og Villarreal í spænska boltanum og er hann sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn. Eiður Smári Guðjohnsen er í byrjunarliði Barcelona. Klukkan 20:50 verður svo leikur Atletico Madrid og Real Sociedad sýndur beint.

Fótbolti
Fréttamynd

Rooney framlengir samning sinn við United

Framherjinn Wayne Rooney hefur skrifað undir sex ára framlengingu á samningi sínum við Manchester United og er því samningsbundinn félaginu til ársins 2012. Rooney gekk í raðir United fyrir 27 milljónir punda frá Everton fyrir tveimur árum og segist hlakka til þess að vinna titla með félaginu á komandi árum.

Enski boltinn
Fréttamynd

Gummersbach mætir Ciudad í úrslitum

Gummersbach lagði Lemgo 34-33 í undanúrslitum ofurbikarsins í dag þar sem fjögur af bestu liðum Evrópu leiða saman hesta sína. Guðjón Valur Sigurðsson og Róbert Gunnarsson soruðu 5 mörk hvor fyrir Gummersbach. Í hinum undanúrslitaleiknum skoraði Ólafur Stefánsson 5 mörk fyrir Ciudad Real sem lagði rússneska liðið Medwedi 37-34. Ciudad og Gummersbach mætast í úrslitum keppninnar á morgun.

Handbolti
Fréttamynd

Gerrard bjargaði Liverpool

Fyrirliðinn Steven Gerrard kom sínum mönnum í Liverpool til bjargar í dag þegar hann skoraði sigurmark liðsins gegn Manchester City í ensku úrvalsdeildinni, en þetta var fyrsta mark kappans í deildinni í vetur.

Enski boltinn
Fréttamynd

West Ham lagði Sheffield United

Enska úrvalsdeildarfélagið West Ham hóf nýjan kafla í sögu sinni með 1-0 sigri á Sheffield United í dag. Hayden Mullins skoraði sigurmark liðsins á 36. mínútu og hlaut lof í lófa frá Eggerti Magnússyni og félögum í stúkunni. Ekki er hægt að segja að sigur West Ham hafi verið sérlega glæsilegur, en þar á bæ taka menn hverju stigi feginshendi þessa dagana.

Enski boltinn
Fréttamynd

Ég er betri en Thierry Henry

Didier Drogba, leikmaður Chelsea, segist eiga skilið að njóta meiri virðingar á knattspyrnuvellinum og heldur því fram að hann sé betri leikmaður en Thierry Henry hjá Arsenal.

Enski boltinn
Fréttamynd

Charlton og Everton skildu jöfn

Botnilið Charlton gerði 1-1 jafntefli við Everton í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Hermann Hreiðarsson var að venju í liði Charlton, en hann varð fyrir því óláni að koma gestunum yfir með sjálfsmarki. Írski landsliðsmaðurinn Andy Reid náði þó að jafna metin fyrir Charlton og þar við sat.

Enski boltinn
Fréttamynd

Dallas og Utah með 8 sigra í röð

Utah og Dallas eru án efa heitustu liðin í NBA deildinni um þessar mundir en í nótt unnu bæði lið sinn áttunda leik í röð í deildinni. Dallas lagði San Antonio á útivelli og Utah skellti LA Lakers og er enn með bestan árangur allra liða í deildinni.

Körfubolti
Fréttamynd

Látum United ekki taka okkur í bólinu aftur

Frank Lampard, leikmaður Chelsea, segir að Englandsmeistararnir verði að mæta eins og öskrandi ljón inn á völlinn þegar þeir mæta Manchester United á sunnudaginn. Hann segir leikmenn Chelsea hafa fylgst vel með gangi mála hjá United í vetur, en þrjú stig skilja toppliðin að og verður því hart barist um helgina.

Enski boltinn
Fréttamynd

Indiana - Cleveland í beinni í nótt

Það verður mikið um dýrðir í NBA deildinni í nótt þar sem ekkert var leikið í gærkvöld vegna þakkagjörðarhátíðarinnar í Bandaríkjunum. Nokkrir mjög athyglisverðir leikir verða í nótt og NBA TV sjónvarpsstöðin á Fjölvarpinu sýnir leik Indiana og Cleveland beint klukkan eitt eftir miðnættið.

Körfubolti
Fréttamynd

West Ham gerir tilboð í Wright-Phillips

Enska úrvalsdeildarfélagið West Ham hefur gert Chelsea formlega fyrirspurn í kantmanninn Shaun Wright-Phillips. Forráðamenn Chelsea staðfestu þetta við breska sjónavarpið og talið er að West Ham sé tilbúið að greiða allt að 10 milljónir punda fyrir Phillips, sem gekk í raðir Chelsea frá Manchester City fyrir 21 milljón punda árið 2005 og verða það að teljast einhver glórulausustu kaup í sögu enskrar knattspyrnu.

Enski boltinn
Fréttamynd

Upphitun fyrir enska boltann um helgina

Það verður mikið fjör í ensku úrvalsdeildinni um helgina þar sem hápunkturinn verður viðureign Manchester United og Chelsea á sunnudag. Hér fyrir neðan eru nokkrir punktar um leiki helgarinnar.

Enski boltinn
Fréttamynd

Baulið eins og þið viljið

Framherjinn El Hadji-Diouf hjá Bolton segist fastlega búast við því að stuðningsmenn Arsenal muni baula á sig þegar Lundúnaliðið sækir Bolton heim í úrvalsdeildinni á morgun. Hann segist fagna því að baulað sé á sig, því stuðningsmenn bauli ekki á lélega leikmenn.

Enski boltinn
Fréttamynd

Henry verður ekki með gegn Bolton

Franski sóknarmaðurinn Thierry Henry hjá Arsenal verður ekki með liði sínu gegn Bolton í ensku úrvalsdeildinni á morgun vegna meiðsla á hálsi. Arsene Wenger á þó von á að fyrirliðinn verði orðinn klár í slaginn gegn Fulham á miðvikudag. Henry mun einnig missa af leik Arsenal og Porto eftir tvær vikur, en þá verður kappinn í leikbanni.

Enski boltinn
Fréttamynd

Sálfræðistríðið hafið

Sálfræðistríðið fyrir leik Manchester United og Chelsea er nú komið vel af stað og Alex Ferguson svaraði í dag ummælum Peter Kenyon þess efnis að Chelsea myndi taka fram úr United fljótlega og verða stærsti klúbburinn á Englandi.

Enski boltinn
Fréttamynd

Enski boltinn aftur á Sýn

365 hafði betur í keppni við Skjásport í baráttu um sýningarrétt frá ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu tímabilinu 2007 til 2010. Ari Edwald, forstjóri 365, staðfesti þetta við fréttastofu NFS rétt í þessu. Skjár einn og Skjásport hafa haft réttinn síðastliðin þrjú ár en þar áður hafði Sýn sýningarréttinn.

Enski boltinn
Fréttamynd

Stuðningsmaður skotinn til bana í Frakklandi

Stuðningsmaður franska liðsins Paris St Germain var skotinn til bana og annar særðist þegar ólæti brutust út eftir tapleik liðsins gegn Hapoel Tel Aviv í Evrópukeppni félagsliða í gær. Óeinkennisklæddur lögreglumaður þurfti þar að grípa til vopna eftir að sauð uppúr eftir leikinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Lewis Hamilton ekur fyrir McLaren

Hinn 21 árs gamli Lewis Hamilton verður liðsfélagi heimsmeistarans Fernando Alonso hjá keppnisliði McLaren á næsta ári. Þetta var tilkynnt í dag og er Bretinn fyrsti þeldökki ökumaðurinn sem keppir í Formúlu 1. Hamilton hefur verið hjá McLaren til reynslu frá árinu 1998.

Formúla 1
Fréttamynd

Enn fellur Michelle Wie úr keppni

Bandaríska undrabarnið Michelle Wie náði sér ekki á strik á Casino World Open mótinu í japan sem nú stendur yfir og komst ekki í gegn um niðurskurð á mótinu. Wie lék fyrstu tvo hringina á 17 höggum yfir pari og endaði í næst síðasta sæti. Hún hefur því fallið úr keppni á 11 af 12 karlamótum sem hún hefur tekið þátt í. Wie er aðeins 17 ára gömul en er staðráðin í að halda áfram að reyna sig með körlunum þrátt fyrir mótlætið.

Golf
Fréttamynd

Newcastle og Blackburn áfram

Ensku úrvalsdeildarliðin Newcastle og Blackburn tryggðu sér bæði sæti í 32-liða úrslitum Evrópumóts félagsliða í kvöld. Newcastle sigraði spænska liðið Celta Vigo 2-1 á heimavelli með mörkum Antoine Sibierski og Steven Taylor eftir að spænska liðið hafði náð forystu í leiknum. Blackburn gerði markalaust jafntefli við hollenska liðið Feyenoord á útivelli.

Fótbolti
Fréttamynd

Tottenham með fullt hús stiga

Enska úrvalsdeildarliðið Tottenham er með fullt hús stiga í riðli sínum í Evrópukeppni félagsliða eftir góðan 1-0 útisigur á Bayer Leverkusen í kvöld og er liðið fyrir vikið öruggt með sæti í 32-liða úrslitum. Það var fyrrum leikmaður Leverkusen, Dimitar Berbatov, sem gerði sigurmark enska liðsins í fyrri hálfleik. Bæði lið fengu fjölda marktækifæra og fóru þeir Robbie Keane og Berbatov til að mynda oftar en einu sinni mjög illa með dauðafæri.

Fótbolti
Fréttamynd

Wayne Bridge framlengir við Chelsea

Enski varnarmaðurinn Wayne Bridge hefur framlengt samning sinn við Englandsmeistara Chelsea um fjögur ár. Bridge er 23 ára gamall og gekk í raðir Chelsea frá Southampton árið 2003. Hann nýtti sér meiðsli Asley Cole til hins ítrasta í haust og hefur staðið sig ágætlega í þeim sjö deildarleikjum sem hann hefur spilað á leiktíðinni. Bridge eignaðist lítinn dreng með unnustu sinni fyrir aðeins nokkrum dögum.

Enski boltinn
Fréttamynd

Tottenham leiðir í hálfleik

Tottenham hefur yfir 1-0 gegn Bayer Leverkusen þegar flautað hefur verið til hálfleiks í viðureign liðanna í Evrópukeppni félagsliða í Þýskalandi. Það var fyrrum leikmaður Leverkusen, Búlgarinn Dimitar Berbatov, sem skoraði mark gestanna skömmu fyrir leikhlé. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn og á VefTV hér á Vísi.

Fótbolti