Erlendar

Fréttamynd

Allir byrja með hreint borð hjá Curbishley

Alan Curbishley, nýráðinn knattspyrnustjóri West Ham, segir að allir leikmenn liðsins fái að byrja með hreint borð undir sinni stjórn og fái tækfæri til að sanna að þeir eigi skilið sæti í liðinu. West Ham fær það erfiða verkefni að mæta Manchester United í fyrsta leik Curbishley við stjórnvölinn.

Enski boltinn
Fréttamynd

Tottenham - Dinamo Búkarest í beinni í kvöld

Sjónvarpsstöðin Sýn verður með beina útsendingu frá leik Tottenham og Dinamo Búkarest í Evrópukeppni félagsliða í kvöld og hefst útsending klukkan 19:40. Tottenham nægir jafntefli á heimavelli sínum til að tryggja sér efsta sætið í riðlinum og losnar þar með við að mæta liði sem féll úr riðlakeppni Meistaradeildar í 32-liða úrslitum.

Fótbolti
Fréttamynd

Gríðarleg meiðsli hjá Newcastle

Charles N´Zogbia verður keppni um óákveðin tíma hjá enska úrvalsdeildarliðinu Newcastle eftir að hann meiddist á hné í leiknum við Chelsea í gærkvöld. Antonie Sibierski meiddist líka á hásin og verða þau meiðsli skoðuð betur á næstu dögum. Glenn Roeder er með 12 menn úr liði sínu á meiðslalista.

Enski boltinn
Fréttamynd

Deschamps hefur áhuga á Masherano

Didier Deschamps, þjálfari ítalska liðsins Juventus, hefur viðurkennt að hann hafi mikinn áhuga á að fá til sín leikmann á borð við Javier Mascherano hjá West Ham, en þrálátur orðrómur er á kreiki um að Argentínumennirnir Masherano og Carlos Tevez verði seldir frá enska félaginu í janúar.

Fótbolti
Fréttamynd

Wenger fær sekt og aðvörun

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, hefur verið sektaður um 10.000 pund og fékk sterka áminningu um að gæta hegðunar sinnar í framtíðinni eftir að hann réðst að Alan Pardew, þáverandi knattspyrnustjóra West Ham, í leik í byrjun nóvember. Pardew á enn yfir höfði sér refsingu fyrir sinn þátt í málinu.

Enski boltinn
Fréttamynd

Auðveldur sigur Barcelona á America

Barcelona er komið í úrslitin á HM félagsliða sem fram fer í Japan eftir 4-0 sigur á America frá Úrúgvæ í morgun. Eiður Smári Guðjohnsen, Deco, Ronaldinho og Marquez skoruðu mörk Barcelona sem mætir Internacional frá Brasilíu í úrslitaleik mótsins á sunnudag. Sjónvarpsstöðin Sýn er með beinar útsendingar frá mótinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Tólf sigrar í röð hjá Phoenix

Phoenix Suns vann í nótt 12. sigurinn í röð í NBA deildinni þegar liðið vann sigur á meisturum Miami Heat á útivelli 99-89. Þetta er næst lengsta sigurhrina Phoenix í sögu félagsins og lauk það fimm leikja ferðalagi sínu um austurströndina með glæsibrag. Shaquille O´Neal og Dwyane Wade léku ekki með Miami í nótt.

Körfubolti
Fréttamynd

Áttum ekki skilið að tapa þessum leik

Paul Jewell, stjóri Wigan, var ósáttur við að tapa 1-0 fyrir Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í kvöld, en hans menn fengu ágætis færi í leiknum og hefðu með smá heppni geta náð í stig. Arsene Wenger talaði um þreytu í liði sínu eins og við var að búast.

Enski boltinn
Fréttamynd

Höfðum ekki efni á að tapa stigum í kvöld

Jose Mourinho hrósaði Didier Drogba í hástert í kvöld þegar Chelsea vann baráttusigur á Newcastle í ensku úrvalsdeildinni og minnkaði fyrir vikið forskot Man Utd niður í fimm stig á toppi deildarinnar. Mourinho sagði að sínir menn hefðu landað stigunum með baráttu sinni og engu öðru.

Enski boltinn
Fréttamynd

LA Clippers - Utah í beinni í nótt

Þrettán leikir eru á dagskrá í NBA deildinni í kvöld og verður leikur LA Clippers og Utah Jazz sýndur beint á NBA TV á Fjölvarpinu klukkan 3:30 í nótt. Þá bíður meistara Miami það verðuga verkefni að stöðva 11 leikja sigurgöngu Phoenix Suns og verða meistararnir án Dwyane Wade sem missir af leiknum eftir harkalega heimsókn til tannlæknis.

Körfubolti
Fréttamynd

Paul Arizin látinn

Bandaríska körfuboltagoðsögnin Paul Arizin sem fyrir nokkrum árum var útnefndur einn af 50 bestu leikmönnum í sögu NBA deildarinnar, lést á heimili sínu í Philadelphia gærkvöldi, 78 ára að aldri. Arizin var kosinn besti leikmaður deildarinnar árið 1952 og var einn fyrsti maðurinn til að notast við stökkskotið á sínum tíma, en það er nú undirstöðuatriði allra körfuboltaiðkenda.

Körfubolti
Fréttamynd

Barthez tekur fram hanskana á ný

Franski markvörðurinn Fabien Barthez hafði hanska sína ekki lengi á hillunni ef marka má yfirlýsingu frá lögfræðingi markvarðarins í kvöld, en hann greindi frá því að Barthez væri nú við það að undirrita 6 mánaða samning við 1. deildarlið Nantes í heimalandi sínu. Nantes er í miklum vandræðum þessa dagana og er liðið í næst neðsta sæti deildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Naumur sigur Chelsea á Newcastle

Chelsea minnkaði forskot Manchester United niður í fimm stig á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld þegar liðið vann nauman 1-0 sigur á Newcastle á heimavelli sínum. Arsenal vann sömuleiðis 1-0 útisigur í Wigan í baráttuleik.

Enski boltinn
Fréttamynd

Markalaust í hálfleik á Englandi

Ekkert mark er enn komið í leikjunum tveimur sem standa yfir í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Chelsea tekur á móti Newcastle, þar sem bæði Didier Drogba og Andriy Shevchenko sitja á varamannabekknum og þá tekur Wigan á móti Arsenal. Þá fara fram átta leikir í UEFA keppninni og þar er markalaust í hálfleik hjá Blackburn og franska liðinu Nancy.

Enski boltinn
Fréttamynd

Ole Gunnar ekki á leið til Sunderland

Roy Keane, knattspyrnustjóri Sunderland og fyrrum samherji framherjans Ole Gunnar Solskjær hjá Manchester United, segist ekki vera á höttunum eftir norska framherjanum í janúar eins og breskir fjölmiðlar hafa ritað í dag og í gær.

Enski boltinn
Fréttamynd

Deisler meiddur enn og aftur

Miðjumaðurinn Sebastian Deisler hjá Bayern Munchen spilar ekki meira með liðinu fyrr en eftir vetrarhlé í deildinni eftir að hann reif vöðva í læri á æfingu í dag. Landsliðsmaðurinn hefur aldrei náð sér almennilega á strik með liðinu og hefur þurft í fimm uppskurði á hné vegna þrálátra meiðsla.

Fótbolti
Fréttamynd

Sýn hefur beinar útsendingar frá þýska handboltanum

Sjónvarpsstöðin Sýn hefur tryggt sér sýningarréttinn frá leikjum í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Sýnt verður beint frá öllum helstu leikjunum í þessari sterkustu deildarkeppni í heimi og verður þar kastljósinu beint sérstaklega að Íslendingaliðunum, sem orðin eru ófá.

Handbolti
Fréttamynd

Brassar sækja formlega um HM 2014

Brasilíska knattspyrnusambandið sótti formlega um að halda HM í knattspyrnu þar í landi árið 2014, en það yrði í fyrsta sinn síðan árið 1950 sem keppnin yrði haldin í Brasilíu. Næsta keppni verður haldin í Suður-Afríku árið 2010, en Brassar þykja líklegir til að halda mótið þar á eftir því tilboð granna þeirra í Suður-Ameríku þóttu ekki standast kröfur FIFA. Það kemur svo í ljós í nóvember á næsta ári hver hreppir hnossið.

Fótbolti
Fréttamynd

Reo-Coker hefur áhyggjur af framtíðinni

Nigel Reo-Coker, fyrirliði West Ham, sagðist í morgun óttast mjög að verða látinn fara frá félaginu í janúar í kjölfar mikillar gagnrýni sem hann hefur orðið fyrir í vetur. Coker sló í gegn á síðustu leiktíð en hefur ekki náð sér á strik nú og hann óttast að brotthvarf Alan Pardew gæti orðið síðasti naglinn í kistu sína.

Enski boltinn
Fréttamynd

Titus Bramble laus af sjúkrahúsi

Varnarmaðurinn Titus Bramble er nú laus af sjúkrahúsi eftir að hafa legið rúmfastur í sjö daga vegna mikillar bólgu í öðrum fætinum. Bramble meiddist í Evrópuleik Newcastle og Frankfurt á dögunum og í kjölfarið stækkaði kálfi hans tvöfalt vegna dullarfullrar bólgu. Óvíst er talið að Bramble geti spilað á ný fyrr en í janúar vegna þessa.

Enski boltinn
Fréttamynd

Curbishley tekinn við West Ham

Alan Curbishley var í dag ráðinn knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins West Ham og tekur við starfi Alan Pardew sem rekinn var á dögunum. "Það er frábært að fá mann eins og Alan til starfa hjá félaginu, en hann er maður sem hefur sannað sig sem stjóri og elskar það síðan hann lék með því á árum áður," sagði Eggert Magnússon stjórnarformaður í samtali við breska sjónvarpið.

Enski boltinn
Fréttamynd

Lakers lagði Houston

LA Lakers vann góðan útisigur á Houston Rockets í NBA deildinni í nótt 102-94, en bæði lið voru án lykilmanna. Houston var án Tracy McGrady sem verður frá um óákveðinn tíma vegna bakmeiðsla, en Lamar Odom meiddist á hné hjá Lakers og verður líklega frá í um mánuð. Kobe Bryant skoraði 23 stig fyrir Lakers en Yao Ming var með 26 fyrir Houston.

Körfubolti
Fréttamynd

Iverson sagði nei við Charlotte

Kapphlaupið um Allen Iverson er nú komið á fullt í NBA deildinni og heimildir frá Bandaríkjunum herma að nú sé eitt félag formlega út úr myndinni í þeim efnum. Philadelphia er sagt hafa samþykkt tilboð frá Charlotte Bobcats í leikmanninn, en þangað vildi hann ekki fara og því varð ekkert af þeim viðskiptum.

Körfubolti
Fréttamynd

Paul Pierce brotlenti á fæti Wayne Rooney

Framherjinn Paul Pierce hjá Boston Celtics var nálægt því að komast í heimsfréttirnar í gær þegar hann kastaði sér á eftir bolta inn í áhorfendastæðin á leik New York og Boston í NBA deildinni, en þá lenti hann á ristinni á knattspyrnumanninum Wayne Rooney sem sat ásamt unnustu sinni og horfði á leikinn.

Körfubolti
Fréttamynd

Vilja að Raikkönen skáli fyrir luktum dyrum

Jean Todt, yfirmaður Ferrari liðsins í Formúlu 1, segist ekki hafa neinar áhyggjur af drykkjuvenjum finnska ökuþórsins Kimi Raikkönen sem gengur í raðir liðsins - svo fremi sem hann skáli fyrir luktum dyrum.

Formúla 1
Fréttamynd

Renault ætlar ekki að sleppa Alonso

Flavio Briatore, liðsstjóri Renault í Formúlu 1, segir ekki koma til greina að liðið leyfi heimsmeistaranum Fernando Alonso að losna undan samningi sínum við liðið fyrr en um leið og hann rennur út um áramótin. Litlir kærleikar eru milli forráðamanna Renault og McLaren, en Alonso gengur til liðs við McLaren um áramót.

Formúla 1
Fréttamynd

Sloan kominn í úrvalshóp þjálfara

Jerry Sloan, þjálfari Utah Jazz í NBA deildinni, komst í gær í sannkallaðan úrvalshóp þjálfara þegar lið hans burstaði Dallas á heimavelli sínum í Salt Lake City. Þetta var þúsundasti sigurleikur Sloan á ferlinum en aðeins fjórir aðrir þjálfarar hafa náð þeim áfanga.

Körfubolti
Fréttamynd

Kóreumenn æfir yfir dómgæslu

Fimmfaldir Asíumeistarar í handbolta, Suður-Kóreumenn, eru æfir yfir dómgæslunni í handboltakeppninni á leikunum að þessu sinni og náði gremja þeirra hámarki þegar liðið tapaði 40-28 fyrir Katar í undanúrslitum mótsins. Kóreumenn vilja meina að brögð séu í tafli.

Handbolti
Fréttamynd

Magdeburg skuldar Arnóri rúmar þrjár milljónir

Landsliðsmaðurinn í handbolta, Arnór Atlason, markahæsti leikmaðurinn í dönsku úrvalsdeildinni, segir að fyrrverandi félag hans, Magdeburg í Þýskalandi, skuldi honum þrjár og hálfa milljón króna samkvæmt starfslokasamningi en þýska félagið neitar að borga.

Handbolti
Fréttamynd

Curbishley sagður taka við West Ham

Heimildarmenn breska sjónvarpssins fullyrða að forráðamenn West Ham muni ganga frá ráðningu Alan Curbishley í starf knattspyrnustjóra á morgun eða fimmtudag. Curbishley hefur þegar lýst yfir áhuga sínum á að taka við starfinu og staðfest hefur verið að hann hafi fundað með Eggerti Magnússyni stjórnarformanni, þar sem sagt er að viðræður hafi gengið vel.

Enski boltinn