Erlendar

Fréttamynd

Man. Utd. eykur forskotið í Englandi

Manchester United vann 3-2 sigur á Reading í ensku úrvalsdeildinni í dag á meðan Chelsea tapaði stigum á heimavelli gegn Fulham. Forysta Man. Utd. á toppnum hefur því aukist enn frekar og er nú sex stig.

Enski boltinn
Fréttamynd

Sér ekki eftir að hafa farið frá Barca

Luis Garcia hjá Liverpool segist alls ekki sjá eftir því að hafa yfirgefið herbúðir Barcelona á sínum tíma til að ganga til liðs við þá rauðklæddu. Það eina sem angri hann í Bítlaborginni sé veðrið. Liverpool og Barcelona, Evrópumeistarar síðustu tveggja ára, mætast í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í febrúar.

Fótbolti
Fréttamynd

Ferguson: Meiðsli Terry eru ofmetin

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, telur að áhrifin sem fjarvera John Terry hafi á Chelsea séu stórlega ofmetin. Ferguson bender á að án Terry hafi Chelsea tapað tveimur stigum í fjórum leikjum og að liðið sé raunverulega í betri stöðu en það var áður en fyrirliðinn meiddist.

Enski boltinn
Fréttamynd

Ívar og Brynjar Björn í byrjunarliðinu

Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson eru báðir í byrjunarliði Reading sem sækir topplið Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í dag. Heiðar Helguson er hins vegar í leikbanni og spilar því ekki með Fulham gegn Chelsea.

Enski boltinn
Fréttamynd

Dýrmætur sigur Charlton

Bryan Hughes var hetja Charlton gegn Aston Villa í hádegisrimmu enska boltans, en heil umferð fer fram í dag. Hughes skoraði sigurmarkið í 2-1 sigri þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma. Hermann Hreiðarsson lék allan leikinn fyrir Charlton.

Enski boltinn
Fréttamynd

Querioz: Ronaldo verður bestur

Carlos Querioz, aðstoðarþjálfari Manchester United, telur að það sé aðeins tímaspursmál hvenær Cristiano Ronaldo verði besti leikmaður heims. Querioz telur hann vera besta leikmann ensku úrvalsdeildarinnar í dag og á öðrum stalli en aðrir.

Enski boltinn
Fréttamynd

Enskukennarar hjá félögum í Englandi

Mörg félög í ensku úrvalsdeildinni hafa enskukennara í vinnu sem hjálpa erlendum leikmönnum liðanna að ná tökum á tungumálinu í Englandi og hvað mikilvægustu orðin í fótboltanum þýða. Þetta segir Kevin Nolan, fyrirliði Bolton, í pistli á heimasíðu BBC.

Enski boltinn
Fréttamynd

58 stig Kobe dugðu ekki til

Kobe Bryant átti stórleik og skoraði alls 58 stig fyrir LA Lakers í leik liðsins gegn Charlotte í NBA-deildinni í nótt. Frammistaðan var hins vegar ekki nóg til að skila Lakers sigri því að Charlotte sigraði eftir þrjár framlengingar, 133-124.

Körfubolti
Fréttamynd

Fratello rekinn frá Memphis

Mike Fratello var á fimmtudag rekinn úr starfi sínu sem þjálfari Memphis Grizzlies í NBA-deildinni í körfubolta. Það var gamla kempan Jerry West, núverandi forseti Memphis, sem lét Fratello fjúka.

Körfubolti
Fréttamynd

Tomasson vill komast burt frá Stuttgart

Levante í spænsku úrvalsdeildinni er á höttunum á eftir danska landsliðsmanninum Jon Dahl Tomasson, sem er ekki lengur byrjunarliðsmaður hjá liði sínu Stuttgart og hugar sér því til hreyfings.

Fótbolti
Fréttamynd

Ívar segir leikmenn Reading fulla sjálfstraust

Ívar Ingimarsson segir leikmenn Reading mæta fullir sjálfstraust á Old Trafford á morgun þar sem nýliðarnir mæta efsta liðið deildarinnar. Ívar segir að jafnteflið sem liðið náði gegn Chelsea fyrir nokkrum dögum sýni að það hefur burði til að stríða Man. Utd.

Enski boltinn
Fréttamynd

Ekki langt í endurkomu Henry

Að sögn Arsene Wenger, stjóra Arsenal, er ekki langt til að fyrirliði liðsins, framherjinn Thierry Henry, geti spilað að nýju. Henry hefur misst af síðustu sjö leikjum vegna álagsmeiðsla og er stefnt á að hann taki þátt í bikarleiknum gegn Liverpool þann 6. janúar næstkomandi.

Enski boltinn
Fréttamynd

Dallas vann stórleik næturinnar

Dallas hafði betur gegn Pheonix í uppgjöri tveggja heitustu liða NBA-deildarinnar í nótt, 101-99, í æsispennandi og skemmtilegum leik. Dirk Nowitzki skoraði sigurkörfuna rúmri sekúndu fyrir leikslok en Dallas hefur nú unnið átta leiki í röð.

Körfubolti
Fréttamynd

Ming hefur fengið flest atkvæði

Yao Ming hjá Houston og LeBron James hjá Cleveland hafa fengið langflest atkvæði fyrir hinn árlega stjörnuleik NBA-deildarinnar í körfubolta sem fram fer í febrúar. Það eru áhorfendur og áhugamenn um NBA út um alla veröld sem sjá um að velja byrjunarliðin í leiknum með því að senda sitt atkvæði með einföldu sms-skilaboði.

Körfubolti
Fréttamynd

Wade ómeiddur en Riley æfur

Dwayne Wade, stjörnuleikmaður Miami í NBA-deildinni í körfubolta, er ekki alvarlega meiddur á hendi eftir að hafa lent í samstuði við Kirk Hinrich hjá Chicago í viðureign liðanna í fyrradag. Þetta leiddu niðurstöður röngtenmyndatöku í ljós. Pat Reily, þjálfari Miami, er þó allt annað en sáttur við framkomu Hinrich.

Körfubolti
Fréttamynd

Lehmann: Ég á nóg eftir

Þýski markvörðurinn Jens Lehmann hjá Arsenal vill meina að hann eigi nóg eftir í boltanum og hann sé ekki einu sinni byrjaður að velta því fyrir sér að leggja hanskana á hilluna. Lehmann verður 38 ára gamall á næsta ári.

Enski boltinn
Fréttamynd

Suður- og Norður-Kórea saman á ÓL?

Íþróttayfirvöld í Suður- og Norður-Kóreu segjast ekki hafa náð samkomulagi um að senda sameiginlegt keppnislið til leiks á Ólympíuleikana í Peking sumarið 2008. Þau vilja þó ekki neita að verið sé að skoða þann möguleika.

Sport
Fréttamynd

Milan staðfestir áhuga á Cassano

AC Milan á Ítalíu hefur boðist til þess að fá ítalska sóknarmanninn Antonio Cassano að láni frá Real Madrid fram á vor, með hugsanleg kaup í huga eftir tímabilið. Samkvæmt ítölskum fjölmiðlum eru forráðamenn Real jákvæðir fyrir slíkum samningi.

Fótbolti
Fréttamynd

Hughes hæstaánægður með Tugay

Tyrkneski miðjumaðurinn Tugay hjá Blackburn er í miklum metum hjá stjóra sínum Mark Hughes, ef eitthvað er að marka ummæli framherjans fyrrverandi í dag. Hughes segir Tugay nægilega góðan til að vera hjá Barcelona.

Enski boltinn
Fréttamynd

Terry fór í aðgerð

John Terry, fyrirliði Englandsmeistara Chelsea í ensku úrvalsdeildinni, gekk síðdegis í dag undir aðgerð á baki. Samkvæmt tilkynningu frá Chelsea segir að aðgerðin hafi gengið að óskum.

Enski boltinn
Fréttamynd

Lescott einbeitir sér að Everton

Joleon Lescott, varnarmaður Everton, er með báða fætur á jörðinni þrátt fyrir að vera sterklega orðaður við enska landsliðið eftir frábæra frammistöðu með liði sínu í vetur. Lescott kom til Everton frá Wolves í sumar og hefur slegið í gegn á Goodison Park.

Enski boltinn
Fréttamynd

Mascherano til Liverpool?

Rafael Benitez er sagður sjá leik á borði í málum Javier Mascherano hjá West Ham og er jafnvel talið að spænski stjórinn hjá Liverpool muni bjóða í Argentínumanninn þegar leikmannaglugginn opnast að nýju í janúar.

Enski boltinn
Fréttamynd

Totti vill hvergi annarstaðar vera

Francesco Totti, fyrirliði Roma á Ítalíu, er svo ánægður í herbúðum félagsins að hann vill helst enda ferilinn hjá því. Þetta sagði Totti í samtali við ítalska fjölmiðla í morgun.

Fótbolti
Fréttamynd

Platini vill breytingar í Meistaradeildinni

Michael Platini, fyrrum landsliðsfyrirliði Frakka og núverandi stjórnarmaður UEFA, hefur gefið í skyn að hann muni breyta fyrirkomulaginu í Meistaradeild Evrópu fari svo að hann vinni forsetakosningar UEFA í næsta mánuði. Þar etur Platini kappi gegn Lennart Johansson, núverandi formanni.

Fótbolti
Fréttamynd

Myndi láta Drogba í vörnina ef ég gæti

Didier Drogba yrði settur í öftustu varnarlínu Chelsea ef það væru til fleiri heilir sóknarmenn hjá liðinu, að sögn stjórans Jose Mourinho. Drogba lék framan af sínum ferli sem bakvörður og hefur líkamlega burði til að vera miðvörður í ensku úrvalsdeildinni. Hann fær hins vegar ekki tækifæri til þess.

Enski boltinn
Fréttamynd

New York sigraði í maraþon leik

New York sigraði Detroit í þríframlengdum maraþon leik í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Lokatölur urðu 151-145 og dugðu 51 stig frá Richard Hamilton ekki til fyrir Detroit. Hjá New York skoraði Stephan Marbury 41 stig.

Körfubolti
Fréttamynd

Chelsea hefur ekki spurt um Richards

Stuart Pearce, stjóri Manchester City, segir að Chelsea hafi ekki verið í neinu sambandi við sig varðandi varnarmanninn unga Micah Richards. Hinn ungi enski landsliðsmaður hefur vakið mikla athygli í vetur og Chelsea er sagt vera að undirbúa risatilboð í leikmanninn.

Enski boltinn
Fréttamynd

Mourinho: Varnarleikurinn veldur áhyggjum

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, segir að hann hafi áhyggjur af varnarleik Chelsea sem hefur fengið á sig sex mörk í síðustu þremur deildarleikjum. Hann segir að fjarvera Petr Cech markvarðar og fyrirliðans John Terry sé liðinu dýrkeypt.

Enski boltinn
Fréttamynd

Mourinho býst við konunlegum móttökum

Jose Mourinho skortir ekki sjálfstraustið frekar en fyrri daginn. Nú hefur hann lýst því yfir að hann búist við konunglegum móttökum þegar hann heimsækir Porto í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í febrúar. Mourinho gerði Porto að Evrópumeisturum fyrir rúmum tveimur árum.

Fótbolti
Fréttamynd

Góður sigur hjá Gummersbach

Guðjón Valur Sigurðsson lét fara óvenju lítið fyrir sér þegar Gummerbach bar sigurorð af Dusseldorf í þýska handboltanum á útivelli í kvöld, 28-27. Guðjón Valur skoraði þrjú mörk og Sverre Jacobsen eitt. Róbert Gunnarsson og Guðlaugur Arnarson skoruðu ekki. Fjölmargir leikir fóru fram í Þýskalandi í kvöld.

Handbolti