Erlendar Fær 100 þúsund pund í skaðabætur Knattspyrnumaðurinn Wayne Rooney og unnusta hans höfðu í dag betur í málssókn á hendur bresku blöðunum The Sun og News of the World fyrir að birta fréttir af því að Rooney hafi lagt hendur á unnustu sína á næturklúbbi fyrir um ári síðan. Útgáfunni var gert að greiða Rooney 100.000 pund í skaðabætur, en framherjinn ungi ákvað að láta hverja einustu krónu renna til góðgerðarmála. Sport 12.4.2006 16:48 Stórleikur Detroit og Cleveland í beinni Það verður sannkallaður stórleikur í beinni útsendingu úr NBA körfuboltanum á Sýn í kvöld þar sem efsta lið deildarinnar Detroit Pistons tekur á móti LeBron James og félögum í Cleveland Cavaliers. Leikurinn er merkilegur fyrir þær sakir að sigur í kvöld þýðir að Detroit setur félagsmet yfir flesta sigra á einu tímabili, en sigur fer líka mjög langt með að tryggja liðinu heimavallarréttin alla leið í úrslitakeppninni sem hefst fljótlega. Sport 12.4.2006 06:29 Maradona er besti knattspyrnumaður allra tíma Franski knattspyrnumaðurinn Eric Cantona sem sló í gegn með Manchester United á sínum tíma, segir að Diego Maradona sé bestir knattspyrnumaður allra tíma - betri en sjálfur Pele. Sport 12.4.2006 08:46 Gert að hvíla í þrjá mánuði Austurríska bakverðinum Emmanuel Pogatetz hjá Middlesbrough hefur verið sagt að taka sér hlé frá knattspyrnuiðkun í þrjá mánuði eftir að hann lenti í ljótu samstuði í leik í Evrópukeppninni á dögunum þar sem hann nefbrotnaði og brákaði kinnbein. Læknar hafa ráðlagt honum að hvíla í þennan tíma, ella geti hann átt á hættu að missa sjónina. Sport 12.4.2006 15:33 Espanyol - Zaragoza í beinni á Sýn Extra Úrslitaleikurinn í spænska bikarnum verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn Extra klukkan 18:30 í kvöld, en það verður viðureign Real Zaragoza og Espanyol. Leikurinn verður svo sýndur á Sýn um leið og bikarleik Middlesbrough og Charlton lýkur. Þjálfarar liðanna eru litlir vinir og hafa sent hvor öðrum sterk skot í fjölmiðlum undanfarna daga. Sport 12.4.2006 12:33 Middlesbrough - Charlton í beinni á Sýn Síðari leikur Middlesbrough og Charlton í átta liða úrslitum enska bikarsins verður sýndur í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn í kvöld og hefst útsending klukkan 18:55. Liðin skildu jöfn í fyrri viðureigninni á The Valley, en í kvöld verður leikið til þrautar og sigurvegarinn mætir liði West Ham í undanúrslitum keppninnar á Villa Park þann 23. apríl. Sport 12.4.2006 06:24 Vill Campbell í landsliðið Arsene Wenger segir að þó hann hafi um nóg annað að hugsa en enska landsliðið, voni hann sannarlega að varnarmaðurinn Sol Campbell komist í hópinn og spili með Englendingum á HM. Landsliðsþjálfarinn Sven-Göran Eriksson hefur þegar lofað Campbell sæti í hópnum ef hann nær að vinna sér sæti í byrjunarliði Arsene Wenger áður en leiktíðinni lýkur á Englandi og nú er útlit fyrir að Campbell verði í byrjunarliðinu þegar Arsenal mætir Portsmouth á Fratton Park í kvöld. Sport 12.4.2006 06:43 Bygging nýja vallarins staðfest Borgaryfirvöld í Liverpool hafa nú staðfest á ný upphafleg áform knattspyrnufélagsins Liverpool um byggingu á nýjum leikvangi á Stanley Park sem er í næsta nágrenni Anfield, núverandi völl félagsins. Nýja mannvirkið mun taka um 60.000 manns í sæti og reiknað er með að það muni kosta um 160 milljónir punda. Unnið er að því að fjármagna byggingu vallarins sem á að vera lokið innan fjögurra ára. Sport 12.4.2006 06:57 Býr sig undir að Curbishley hætti Peter Varney, framkvæmdastjóri Charlton, segir að félagið neyðist til að taka mið af því í sumar að Alan Curbishley knattspyrnustjóri verði ráðinn landsliðsþjálfari Englands og láti af störfum hjá Charlton, þar sem hann hefur starfað í hvorki meira né minna en 15 ár. Sport 12.4.2006 11:28 Slökkvilið kallað út vegna bruna á Old Trafford Slökkviliðið í Manchester var í dag kallað á heimavöll knattspyrnuliðsins Manchester United þar sem eldur hafði kviknað í norð-austurhluta stúkunnar. Vel gekk að slökkva eldinn og var málið úr sögunni á 40 mínútum. Eldurinn kom upp þar sem verkamenn höfðu unnið að endurbótum í stúkunni en ekki hefur verið greint frá því hvernig stóð á því að eldurinn kom upp. Sport 12.4.2006 13:05 Bjartsýnn á að Keane verði áfram Gordon Strachan, stjóri Glasgow Celtic, segist bjartsýnn á að miðjumaðurinn Roy Keane spili með liðinu á næstu leiktíð í stað þess að leggja skóna á hilluna vegna meiðsla. Sport 12.4.2006 12:54 Við höfum þaggað niður í gagnrýnendum okkar Sir Alex Ferguson er í skýjunum yfir árangri Manchester United á síðustu misserum og segir að gengi liðsins síðan það vann deildarbikarinn á dögunum hafi sannarlega nægt til að þagga niður í gagnrýnisröddunum sem gengu svo langt að vilja reka Ferguson á sínum tíma. Sport 12.4.2006 08:08 Chelsea-leikmenn í meirihluta Sex knattspyrnumenn hafa nú verið tilnefndir sem knattspyrnumenn ársins á Englandi af samtökum atvinnuknattspyrnumanna þar í landi, en þrír af leikmönnunum sex leika með Englandsmeisturum Chelsea. Þetta eru þeir Frank Lampard, Joe Cole og handhafi verðlaunanna, John Terry. Þá eru Wayne Rooney hjá Manchester United og Steven Gerrard hjá Liverpool einnig tilnefndir og Thierry Henry hjá Arsenal er eini útlendingurinn á listanum. Sport 12.4.2006 12:09 Áfall ef McClaren fer frá Middlesbrough Colin Cooper, fyrrum leikmaður Middlesbrough segir að það yrði gríðarlegt áfall fyrir félagið ef Steve McClaren verður ráðinn til að taka við enska landsliðinu af Sven-Göran Eriksson, en reiknar fastlega með því að forráðamenn Boro séu með varaáætlun ef af því verður. Sport 12.4.2006 11:16 Tiger Woods er heimskur Íþróttakonan Tanni Grey Thompson frá Wales vandar Tiger Woods ekki kveðjurnar í viðtali við BBC í dag, þar sem hún fordæmir orð sem Woods lét falla þegar hann lýsti lélegum púttum sínum á Masters um helgina og kallaði þau "spastísk." Thompson segir að Woods sé heimskingi að láta annað eins út úr sér og er ekkert á þeim buxunum að fyrirgefa kylfingnum knáa þó hann hafi strax beðist afsökunar á orðum sínum. Sport 12.4.2006 07:10 Meistararnir halda sínu striki San Antonio Spurs lagði Seattle Supersonics 104-95 á heimavelli sínum í nótt og er í lykilstöðu með að ná efsta sætinu í Vesturdeildinni fyrir úrslitakeppnina. Á meðan Tim Duncan er enn að ná sér eftir flensu, var Tony Parker besti maður Spurs í nótt og skoraði 27 stig og átti 9 stoðsendingar þó hann segðist sjálfur vera búinn að smitast af þessari sömu flensu. Sport 12.4.2006 05:52 Brynjar hefur verið frábær Yfirmaður knattspyrnumála hjá Reading, Nick Hammond, hrósar Brynjari Birni Gunnarssyni í hástert fyrir frammistöðu sína með liðinu í vetur. Reading er búið að vinna 1. deildina á Englandi og spilar því á meðal þeirra bestu á næsta tímabili. Sport 11.4.2006 20:13 Gunnar lenti í kröppum dansi Gunnar Þór Gunnarsson hefur vakið verðskuldaða athygli í Svíðþjóð eftir að hann gekk til liðs við Hammarby á dögunum. Gunnar fór beint í byrjunarliðið og spilaði á mánudaginn í stærsta leik Hammarby á tímabilinu, í Stokkhólmsslagnum gegn Djurgarden. "Leikurinn og allt í kringum hann var svakaleg upplifun sem verður mér lengi í minni. Umfangið í kringum leikinn er stórt og mikið, bæði hjá leikmönnum og stuðningsmönnunum," sagði Gunnar við Fréttablaðið í gær. Sport 11.4.2006 20:14 Ronaldo frá í þrjár vikur Brasilíski markaskorarinn Ronaldo verður líklega frá keppni í að minnsta kosti þrjár vikur eftir að hann reif vöðva á hægra læri. Ronaldo haltraði af velli í leik gegn Zaragoza um helgina þar sem hann skoraði sitt 100. mark fyrir félagið. Það er því ljóst að Real þarf að vera án síns markahæsta manns í baráttunni um annað sætið í spænsku deildinni. Sport 11.4.2006 19:29 Fordæmir árásir á leikmenn Inter Úkraínumaðurinn Andriy Shevchenko hjá AC Milan segir að stuðningsmenn liðanna í ítölsku deildinni verði að fara að hugsa sinn gang eftir að stuðningsmenn Inter Milan réðust að tveimur leikmönnum liðsins á dögunum eftir að þeim þótti gengi liðsins ekki viðunandi. Sport 11.4.2006 19:09 Engir samningar í höfn Umboðsmaður miðjumannsins sterka Mahamadou Diarra hjá Lyon í Frakklandi vísar fregnum úr spænska blaðinu Marca alfarið á bug, en spænska blaðið heldur því fram að leikmaðurinn sé þegar búinn að samþykkja að ganga til liðs við Manchester United í sumar og bendir á að Real Madrid sé einnig á höttunum eftir honum. Sport 11.4.2006 18:58 Inter í úrslitin Inter Milan komst í dag í úrslitaleikinn í ítalska bikarnum þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Udinese á útvielli og er því komið áfram samanlangt 3-2. Santiago Solari og David Pizarro skoruðu mörk Inter í leiknum, en liðið hefur titil að verja frá í fyrra. Inter mætir annað hvort Roma eða Palermo í úrslitunum, en þessi lið eigast við öðru sinni á morgun og þar hefur Palermo 2-1 forystu eftir fyrri leikinn. Sport 11.4.2006 19:21 Laun hafa hækkað um 65% síðan árið 2000 Nýleg bresk könnun sýnir að laun knattspyrnumanna í ensku úrvaldeildinni hafa hækkað um 65% síðan árið 2000 og hafa aldrei verið hærri en þau eru í dag. Meðallaun leikmanna í deildinni eru um 676.000 pund í grunnlaun á ári, eða tæpar 88 milljónir króna. Sport 11.4.2006 18:35 Koeman ekki á leið til Newcastle Umboðsmaður Hollendingsins Ronald Koeman hefur neitað orðrómi sem verið hefur á kreiki um að Koeman verði næsti knattspyrnustjóri Newcastle. Koeman hefur verið gagnrýndur nokkuð fyrir störf sín með lið Benfica í portúgölsku deildinni, en hann náði engu að síður frábærum árangri með liðið í Meistaradeildinni. Koeman hefur fyrir vikið verið orðaður við nokkur lið á Spáni þar sem hann spilaði sjálfur með Barcelona á sínum tíma. Sport 11.4.2006 09:44 Ballack fer til Chelsea vegna peninganna Uli Hoeness hjá Bayern Munchen segir að ef Michael Ballack kjósi að ganga til liðs við Chelsea í sumar eins og allt útlit er fyrir, sé það aðeins vegna þess að hann sé að eltast við peninga. Sport 11.4.2006 17:49 Glazer-feðgarnir hlusta á okkur David Gill segir að nýju eigendur Manchester United, hinir bandarísku Glazer-feðgar, hafi farið að ráðum sínum og þeirra sem fyrir voru hjá félaginu og því ákveðið að breyta nokkuð fyrirætlunum sínum varðandi reksturinn. Sport 11.4.2006 09:34 Fowler þarf að bæta sig Rafa Benitez hefur gefið ákveðnar vísbendingar um að hann muni ekki framlengja samninginn við framherjann Robbie Fowler þrátt fyrir að hann hafi skorað mark í þremur síðustu leikjunum sem hann hefur verið í byrjunarliði Liverpool. Sport 11.4.2006 09:12 Drogba gagnrýnir félaga sína Framherjinn Didier Drogba segir að lið Chelsea í ár sé ekki eins hungrað í ár og það var í fyrra og segir að nýjustu leikmenn liðsins séu ekki jafn einbeittir og aðrir sem hafa farið frá félaginu. Drogba nefnir engin nöfn í þessu sambandi, en var til að mynda afar ósáttur við að liðið félli úr keppni í Meistaradeildinni. Sport 11.4.2006 09:26 Vill ljúka ferlinum í Bandaríkjunum David Beckham segist vilja ljúka knattspyrnuferlinum í Bandaríkjunum þegar hann hættir að spila með spænska liðinu Real Madrid. Hann segist hafa heillast mikið af ástríðu Bandaríkjamanna og langar því að spila í bandarísku úrvalsdeildinni áður en hann leggur skóna á hilluna. Sport 11.4.2006 08:51 Yao Ming fótbrotinn Óheppni NBA-liðs Houston Rockets hefur ekki riðið við einteyming í vetur og í nótt fótbrotnaði kínverski risinn Yao Ming í leik gegn Utah Jazz. Framherjinn Andrei Kirilenko steig ofan á fótinn á Ming með þeim afleiðingum að bein brákaðist í vinstri fæti hans og er hann því úr leik það sem eftir lifir tímabils. Þetta kórónar mikið meiðslatímabil hjá liðinu, því burðarásar liðsins Ming og Tracy McGrady hafa verið meiddir meira og minna í allan vetur og liðið fjarri því að komast í úrslitakeppnina. Sport 11.4.2006 08:40 « ‹ 184 185 186 187 188 189 190 191 192 … 264 ›
Fær 100 þúsund pund í skaðabætur Knattspyrnumaðurinn Wayne Rooney og unnusta hans höfðu í dag betur í málssókn á hendur bresku blöðunum The Sun og News of the World fyrir að birta fréttir af því að Rooney hafi lagt hendur á unnustu sína á næturklúbbi fyrir um ári síðan. Útgáfunni var gert að greiða Rooney 100.000 pund í skaðabætur, en framherjinn ungi ákvað að láta hverja einustu krónu renna til góðgerðarmála. Sport 12.4.2006 16:48
Stórleikur Detroit og Cleveland í beinni Það verður sannkallaður stórleikur í beinni útsendingu úr NBA körfuboltanum á Sýn í kvöld þar sem efsta lið deildarinnar Detroit Pistons tekur á móti LeBron James og félögum í Cleveland Cavaliers. Leikurinn er merkilegur fyrir þær sakir að sigur í kvöld þýðir að Detroit setur félagsmet yfir flesta sigra á einu tímabili, en sigur fer líka mjög langt með að tryggja liðinu heimavallarréttin alla leið í úrslitakeppninni sem hefst fljótlega. Sport 12.4.2006 06:29
Maradona er besti knattspyrnumaður allra tíma Franski knattspyrnumaðurinn Eric Cantona sem sló í gegn með Manchester United á sínum tíma, segir að Diego Maradona sé bestir knattspyrnumaður allra tíma - betri en sjálfur Pele. Sport 12.4.2006 08:46
Gert að hvíla í þrjá mánuði Austurríska bakverðinum Emmanuel Pogatetz hjá Middlesbrough hefur verið sagt að taka sér hlé frá knattspyrnuiðkun í þrjá mánuði eftir að hann lenti í ljótu samstuði í leik í Evrópukeppninni á dögunum þar sem hann nefbrotnaði og brákaði kinnbein. Læknar hafa ráðlagt honum að hvíla í þennan tíma, ella geti hann átt á hættu að missa sjónina. Sport 12.4.2006 15:33
Espanyol - Zaragoza í beinni á Sýn Extra Úrslitaleikurinn í spænska bikarnum verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn Extra klukkan 18:30 í kvöld, en það verður viðureign Real Zaragoza og Espanyol. Leikurinn verður svo sýndur á Sýn um leið og bikarleik Middlesbrough og Charlton lýkur. Þjálfarar liðanna eru litlir vinir og hafa sent hvor öðrum sterk skot í fjölmiðlum undanfarna daga. Sport 12.4.2006 12:33
Middlesbrough - Charlton í beinni á Sýn Síðari leikur Middlesbrough og Charlton í átta liða úrslitum enska bikarsins verður sýndur í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn í kvöld og hefst útsending klukkan 18:55. Liðin skildu jöfn í fyrri viðureigninni á The Valley, en í kvöld verður leikið til þrautar og sigurvegarinn mætir liði West Ham í undanúrslitum keppninnar á Villa Park þann 23. apríl. Sport 12.4.2006 06:24
Vill Campbell í landsliðið Arsene Wenger segir að þó hann hafi um nóg annað að hugsa en enska landsliðið, voni hann sannarlega að varnarmaðurinn Sol Campbell komist í hópinn og spili með Englendingum á HM. Landsliðsþjálfarinn Sven-Göran Eriksson hefur þegar lofað Campbell sæti í hópnum ef hann nær að vinna sér sæti í byrjunarliði Arsene Wenger áður en leiktíðinni lýkur á Englandi og nú er útlit fyrir að Campbell verði í byrjunarliðinu þegar Arsenal mætir Portsmouth á Fratton Park í kvöld. Sport 12.4.2006 06:43
Bygging nýja vallarins staðfest Borgaryfirvöld í Liverpool hafa nú staðfest á ný upphafleg áform knattspyrnufélagsins Liverpool um byggingu á nýjum leikvangi á Stanley Park sem er í næsta nágrenni Anfield, núverandi völl félagsins. Nýja mannvirkið mun taka um 60.000 manns í sæti og reiknað er með að það muni kosta um 160 milljónir punda. Unnið er að því að fjármagna byggingu vallarins sem á að vera lokið innan fjögurra ára. Sport 12.4.2006 06:57
Býr sig undir að Curbishley hætti Peter Varney, framkvæmdastjóri Charlton, segir að félagið neyðist til að taka mið af því í sumar að Alan Curbishley knattspyrnustjóri verði ráðinn landsliðsþjálfari Englands og láti af störfum hjá Charlton, þar sem hann hefur starfað í hvorki meira né minna en 15 ár. Sport 12.4.2006 11:28
Slökkvilið kallað út vegna bruna á Old Trafford Slökkviliðið í Manchester var í dag kallað á heimavöll knattspyrnuliðsins Manchester United þar sem eldur hafði kviknað í norð-austurhluta stúkunnar. Vel gekk að slökkva eldinn og var málið úr sögunni á 40 mínútum. Eldurinn kom upp þar sem verkamenn höfðu unnið að endurbótum í stúkunni en ekki hefur verið greint frá því hvernig stóð á því að eldurinn kom upp. Sport 12.4.2006 13:05
Bjartsýnn á að Keane verði áfram Gordon Strachan, stjóri Glasgow Celtic, segist bjartsýnn á að miðjumaðurinn Roy Keane spili með liðinu á næstu leiktíð í stað þess að leggja skóna á hilluna vegna meiðsla. Sport 12.4.2006 12:54
Við höfum þaggað niður í gagnrýnendum okkar Sir Alex Ferguson er í skýjunum yfir árangri Manchester United á síðustu misserum og segir að gengi liðsins síðan það vann deildarbikarinn á dögunum hafi sannarlega nægt til að þagga niður í gagnrýnisröddunum sem gengu svo langt að vilja reka Ferguson á sínum tíma. Sport 12.4.2006 08:08
Chelsea-leikmenn í meirihluta Sex knattspyrnumenn hafa nú verið tilnefndir sem knattspyrnumenn ársins á Englandi af samtökum atvinnuknattspyrnumanna þar í landi, en þrír af leikmönnunum sex leika með Englandsmeisturum Chelsea. Þetta eru þeir Frank Lampard, Joe Cole og handhafi verðlaunanna, John Terry. Þá eru Wayne Rooney hjá Manchester United og Steven Gerrard hjá Liverpool einnig tilnefndir og Thierry Henry hjá Arsenal er eini útlendingurinn á listanum. Sport 12.4.2006 12:09
Áfall ef McClaren fer frá Middlesbrough Colin Cooper, fyrrum leikmaður Middlesbrough segir að það yrði gríðarlegt áfall fyrir félagið ef Steve McClaren verður ráðinn til að taka við enska landsliðinu af Sven-Göran Eriksson, en reiknar fastlega með því að forráðamenn Boro séu með varaáætlun ef af því verður. Sport 12.4.2006 11:16
Tiger Woods er heimskur Íþróttakonan Tanni Grey Thompson frá Wales vandar Tiger Woods ekki kveðjurnar í viðtali við BBC í dag, þar sem hún fordæmir orð sem Woods lét falla þegar hann lýsti lélegum púttum sínum á Masters um helgina og kallaði þau "spastísk." Thompson segir að Woods sé heimskingi að láta annað eins út úr sér og er ekkert á þeim buxunum að fyrirgefa kylfingnum knáa þó hann hafi strax beðist afsökunar á orðum sínum. Sport 12.4.2006 07:10
Meistararnir halda sínu striki San Antonio Spurs lagði Seattle Supersonics 104-95 á heimavelli sínum í nótt og er í lykilstöðu með að ná efsta sætinu í Vesturdeildinni fyrir úrslitakeppnina. Á meðan Tim Duncan er enn að ná sér eftir flensu, var Tony Parker besti maður Spurs í nótt og skoraði 27 stig og átti 9 stoðsendingar þó hann segðist sjálfur vera búinn að smitast af þessari sömu flensu. Sport 12.4.2006 05:52
Brynjar hefur verið frábær Yfirmaður knattspyrnumála hjá Reading, Nick Hammond, hrósar Brynjari Birni Gunnarssyni í hástert fyrir frammistöðu sína með liðinu í vetur. Reading er búið að vinna 1. deildina á Englandi og spilar því á meðal þeirra bestu á næsta tímabili. Sport 11.4.2006 20:13
Gunnar lenti í kröppum dansi Gunnar Þór Gunnarsson hefur vakið verðskuldaða athygli í Svíðþjóð eftir að hann gekk til liðs við Hammarby á dögunum. Gunnar fór beint í byrjunarliðið og spilaði á mánudaginn í stærsta leik Hammarby á tímabilinu, í Stokkhólmsslagnum gegn Djurgarden. "Leikurinn og allt í kringum hann var svakaleg upplifun sem verður mér lengi í minni. Umfangið í kringum leikinn er stórt og mikið, bæði hjá leikmönnum og stuðningsmönnunum," sagði Gunnar við Fréttablaðið í gær. Sport 11.4.2006 20:14
Ronaldo frá í þrjár vikur Brasilíski markaskorarinn Ronaldo verður líklega frá keppni í að minnsta kosti þrjár vikur eftir að hann reif vöðva á hægra læri. Ronaldo haltraði af velli í leik gegn Zaragoza um helgina þar sem hann skoraði sitt 100. mark fyrir félagið. Það er því ljóst að Real þarf að vera án síns markahæsta manns í baráttunni um annað sætið í spænsku deildinni. Sport 11.4.2006 19:29
Fordæmir árásir á leikmenn Inter Úkraínumaðurinn Andriy Shevchenko hjá AC Milan segir að stuðningsmenn liðanna í ítölsku deildinni verði að fara að hugsa sinn gang eftir að stuðningsmenn Inter Milan réðust að tveimur leikmönnum liðsins á dögunum eftir að þeim þótti gengi liðsins ekki viðunandi. Sport 11.4.2006 19:09
Engir samningar í höfn Umboðsmaður miðjumannsins sterka Mahamadou Diarra hjá Lyon í Frakklandi vísar fregnum úr spænska blaðinu Marca alfarið á bug, en spænska blaðið heldur því fram að leikmaðurinn sé þegar búinn að samþykkja að ganga til liðs við Manchester United í sumar og bendir á að Real Madrid sé einnig á höttunum eftir honum. Sport 11.4.2006 18:58
Inter í úrslitin Inter Milan komst í dag í úrslitaleikinn í ítalska bikarnum þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Udinese á útvielli og er því komið áfram samanlangt 3-2. Santiago Solari og David Pizarro skoruðu mörk Inter í leiknum, en liðið hefur titil að verja frá í fyrra. Inter mætir annað hvort Roma eða Palermo í úrslitunum, en þessi lið eigast við öðru sinni á morgun og þar hefur Palermo 2-1 forystu eftir fyrri leikinn. Sport 11.4.2006 19:21
Laun hafa hækkað um 65% síðan árið 2000 Nýleg bresk könnun sýnir að laun knattspyrnumanna í ensku úrvaldeildinni hafa hækkað um 65% síðan árið 2000 og hafa aldrei verið hærri en þau eru í dag. Meðallaun leikmanna í deildinni eru um 676.000 pund í grunnlaun á ári, eða tæpar 88 milljónir króna. Sport 11.4.2006 18:35
Koeman ekki á leið til Newcastle Umboðsmaður Hollendingsins Ronald Koeman hefur neitað orðrómi sem verið hefur á kreiki um að Koeman verði næsti knattspyrnustjóri Newcastle. Koeman hefur verið gagnrýndur nokkuð fyrir störf sín með lið Benfica í portúgölsku deildinni, en hann náði engu að síður frábærum árangri með liðið í Meistaradeildinni. Koeman hefur fyrir vikið verið orðaður við nokkur lið á Spáni þar sem hann spilaði sjálfur með Barcelona á sínum tíma. Sport 11.4.2006 09:44
Ballack fer til Chelsea vegna peninganna Uli Hoeness hjá Bayern Munchen segir að ef Michael Ballack kjósi að ganga til liðs við Chelsea í sumar eins og allt útlit er fyrir, sé það aðeins vegna þess að hann sé að eltast við peninga. Sport 11.4.2006 17:49
Glazer-feðgarnir hlusta á okkur David Gill segir að nýju eigendur Manchester United, hinir bandarísku Glazer-feðgar, hafi farið að ráðum sínum og þeirra sem fyrir voru hjá félaginu og því ákveðið að breyta nokkuð fyrirætlunum sínum varðandi reksturinn. Sport 11.4.2006 09:34
Fowler þarf að bæta sig Rafa Benitez hefur gefið ákveðnar vísbendingar um að hann muni ekki framlengja samninginn við framherjann Robbie Fowler þrátt fyrir að hann hafi skorað mark í þremur síðustu leikjunum sem hann hefur verið í byrjunarliði Liverpool. Sport 11.4.2006 09:12
Drogba gagnrýnir félaga sína Framherjinn Didier Drogba segir að lið Chelsea í ár sé ekki eins hungrað í ár og það var í fyrra og segir að nýjustu leikmenn liðsins séu ekki jafn einbeittir og aðrir sem hafa farið frá félaginu. Drogba nefnir engin nöfn í þessu sambandi, en var til að mynda afar ósáttur við að liðið félli úr keppni í Meistaradeildinni. Sport 11.4.2006 09:26
Vill ljúka ferlinum í Bandaríkjunum David Beckham segist vilja ljúka knattspyrnuferlinum í Bandaríkjunum þegar hann hættir að spila með spænska liðinu Real Madrid. Hann segist hafa heillast mikið af ástríðu Bandaríkjamanna og langar því að spila í bandarísku úrvalsdeildinni áður en hann leggur skóna á hilluna. Sport 11.4.2006 08:51
Yao Ming fótbrotinn Óheppni NBA-liðs Houston Rockets hefur ekki riðið við einteyming í vetur og í nótt fótbrotnaði kínverski risinn Yao Ming í leik gegn Utah Jazz. Framherjinn Andrei Kirilenko steig ofan á fótinn á Ming með þeim afleiðingum að bein brákaðist í vinstri fæti hans og er hann því úr leik það sem eftir lifir tímabils. Þetta kórónar mikið meiðslatímabil hjá liðinu, því burðarásar liðsins Ming og Tracy McGrady hafa verið meiddir meira og minna í allan vetur og liðið fjarri því að komast í úrslitakeppnina. Sport 11.4.2006 08:40