Erlendar

Fréttamynd

Ólafur Örn skoraði sigurmark Brann

Ólafur Örn Bjarnason og Kristján Örn Sigurðsson voru lykilmenn í liði Brann í kvöld þegar liðið lagði Tromsö 2-1 í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Ólafur Örn skoraði sigurmark Brann í kvöld og Kristján átti einni fínan leik í liði Brann.

Sport
Fréttamynd

Aðstoðardómaranum kippt út fyrir aulamistök

Norska aðstoðardómaranum Ole Hermann Borgan var tilkynnt það nú fyrir stundu að hann yrði ekki á hliðarlínunni í úrslitaleik meistaradeildarinnar annað kvöld eins og til stóð, eftir að mynd birtist af honum í Barcelona-treyju í norsku dagblaði í gær.

Sport
Fréttamynd

Flugeldasýning í Sevilla

Leikur Sevilla og Real Madrid í lokaumferð spænsku deildarinnar í kvöld hefur svo sannarlega staðið undir væntingum, en sex mörk eru þegar komin í fyrri hálfleik. Leikurinn er sýndur beint á Sýn.

Sport
Fréttamynd

Sevilla - Real Madrid í beinni

Nú er ný hafinn leikur Sevilla og Real Madrid í lokaumferð spænsku deildarinnar og er hann í beinni útsendingu á Sýn. Real Madrid verður að vinna í kvöld til að tryggja sér annað sætið í deildinni og þar með öruggt sæti í meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.

Sport
Fréttamynd

Owen í lagi eftir æfingu

Enski landsliðsframherjinn Michael Owen komst áfallalaust í gegn um æfingu hjá enska landsliðinu í dag og er landsliðsþjálfarinn Sven-Göran Eriksson ekki í nokkrum vafa um að Owen verði búinn að ná sér þegar HM hefst í næsta mánuði.

Sport
Fréttamynd

Peter Taylor eftirmaður Curbishley?

Forráðamenn Hull City hafa gefið úrvalsdeildarliðinu Charlton Athletic leyfi til að ræða við knattspyrnustjórann Peter Taylor með það fyrir augum að gera hann að eftirmanni Alan Curbishley. Breskir fjölmiðlar hallast að því að Taylor muni verða sá sem fær starfið hjá Charlton, en hann er einnig þjálfari U-21 árs liðs Englendinga.

Sport
Fréttamynd

Leikmenn Tottenham fengu ekki matareitrun

Nú er ljóst að leikmenn Tottenham sem veiktust fyrir lokaleik liðsins í ensku úrvalsdeildinni á dögunum veiktust ekki af matareitrun eins og talið var í fyrstu, eftir að ítarleg rannsókn hefur leitt í ljós að ekkert athugavert var við matvæli eða hreinlætisaðbúnað á hótelinu þar sem liðið snæddi kvöldið fyrir leik.

Sport
Fréttamynd

Ég vil spila með Henry

Samuel Eto´o, framherji Barcelona, segist ólmur vilja spila með Thierry Henry í framlínu liðsins ef svo færi að sá franski gengi í raðir Barcelona í sumar og segir þá tvo vera góða vini.

Sport
Fréttamynd

Collazo heimtar annan bardaga

Bandaríkjamaðurinn Luis Collazo hefur farið fram á annan bardaga við Ricky Hatton, en sá síðarnefndi sigraði í titilbardaga þeirra í Boston um liðna helgi. Don King, umboðsmaður Collazo, segir að Hatton skuldi stuðningsmönnum sínum í Bretlandi og Bandaríkjunum annan bardaga.

Sport
Fréttamynd

Aðstoðardómarinn myndaður í Barcelona-treyju

Nokkuð fjaðrafok hefur myndast í enskum fjölmiðlum í dag eftir að norska dagblaðið Drammen Tidende birti mynd af öðrum aðstoðardómaranna í úrslitaleik meistaradeildarinnar í Barcelona-treyju í gær.

Sport
Fréttamynd

Rooney á ekki að fara tæpur á HM

Sir Alex Ferguson hefur enn og aftur tjáð sig um að sér finnist það ekki góð hugmynd að fara með Wayne Rooney á HM þegar útlit er fyrir að hann verði alls ekki búinn að ná sér af fótbrotinu á dögunum.

Sport
Fréttamynd

Roader ráðinn stjóri Newcastle

Forráðamenn Newcastle tilkynntu í dag að félagið hefði gert tveggja ára samning við knattspyrnustjórann Glenn Roader og þá var Alan Shearer skipaður sérstakur útsendari félagsins. Roader sagði að með ráðningunni hefði gamall draumur verið að rætast hjá sér.

Sport
Fréttamynd

Meistararnir í vondum málum

Meistarar San Antonio eru komnir í mjög vond mál í einvígi sínu við Dallas í undanúrslitum Vesturdeildarinnar eftir að Dallas vann sigur í fjórða leik liðanna í Dallas í nótt 123-118 eftir framlengingu. Dallas leiðir nú 3-1 í einvíginu og getur klárað dæmið í San Antonio í næsta leik eftir þrjá sigra í röð.

Sport
Fréttamynd

Spámaðurinn hafði loks rangt fyrir sér

LeBron James og félagar í Cleveland Cavaliers hafa ekki sagt sitt síðasta orð í úrslitakeppni Austurdeildarinnar í NBA og í nótt varð Cleveland fyrst allra liða til að láta spámanninn Rasheed Wallace hafa rangt fyrir sér með 74-72 sigri á heimavelli sínum í fjórða leiknum við Detroit.

Sport
Fréttamynd

Prinsinn áfrýjar

Fyrrum heimsemeistarinn Prince Naseem Hamed ætlar að áfrýja 15 mánaða fangelsisdómnum sem hann fékk fyrir glæfraakstur á dögunum. Lögmaður hans segir áfrýjunina beinast að lengd fangelsisdómsins og orðum sem dómarinn lét út úr sér þegar hann kvað upp dóm í málinu.

Sport
Fréttamynd

Tap hjá Halmstad

Halmstad tapaði 2-1 fyrir Kalmar í leik kvöldsins í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Gunnar Heiðar Þorvaldsson var að venju í liði Halmstad, en náði ekki að skora. Lið Halmstad hefur ekki náð sér á strik það sem af er leiktíðinni og er í ellefta sæti deildarinnar þegar níu umferðum er lokið.

Sport
Fréttamynd

Tók viðtal við sjálfan sig í dag

Hinn sérlundaði Jose Mourinho kom blaðamönnum í opna skjöldu í dag þegar tilkynnt var um komu Michael Ballack til Chelsea, þegar hann spurði sjálfan sig spurninga um nýja leikmanninn og svaraði þeim áður en fjölmiðlamenn komust að.

Sport
Fréttamynd

Seinna markið var algjör heppni hjá mér

Steven Gerrard hefur viðurkennt að draumamark hans í úrslitaleik enska bikarsins gegn West Ham um helgina hafi verið byggt á mikilli heppni, því hann hafi ekki miðað knettinum þangað sem hann á endanum söng í netmöskvunum. Hvað sem því líður er nokkuð víst að enginn á eftir að gleyma þessum sögulega þrumufleyg fyrirliðans.

Sport
Fréttamynd

Cleveland - Detroit í beinni á NBA TV

Fjórði leikur Cleveland Cavaliers og Detroit Pistons verður sýndur beint á NBA TV klukkan 23 í kvöld. Detroit hefur yfir 2-1 í einvíginu eftir að hafa tapað síðasta leik og LeBron James og félagar munu því tjalda öllu til að jafna metin á heimavelli sínum í kvöld.

Sport
Fréttamynd

Totti aftur í ítalska hópinn

Francesco Totti var í dag valinn í leikmannahóp Ítala fyrir HM í sumar, en hann er ný stiginn upp úr meiðslum. Gianluigi Buffon, markvörður Juventus, var einnig valinn í hópinn þrátt fyrir að vera viðriðinn knattspyrnuhneykslið sem nú tröllríður öllu á Ítaíu.

Sport
Fréttamynd

Scumacher gerir lítið úr tapinu

Michael Schumacher neitar að gera of mikið úr því að Fernando Alonso hafi tekið hann í bakaríið í Spánarkappakstrinum um helgina og segir nóg eftir af mótinu.

Sport
Fréttamynd

Væri til í að fá Wright-Phillips aftur

Stuart Pearce segir að Manchester City væri meira en til í að fá vængmanninn Shaun Wright-Phillips aftur í sínar raðir frá Englandsmeisturum Chelsea, en segir jafnframt að líklega hafi City ekki efni á því. Pearce er hissa á að Phillips skuli ekki hafa verið valinn í enska landsliðið fyrir HM.

Sport
Fréttamynd

Valdi Chelsea fram yfir United

Michael Ballack hefur gefið það upp að þó Manchester United hafi sett sig í samband við hann nokkuð fyrr en Chelsea, hafi hann ákveðið að ganga til liðs við Lundúnaliðið af því hann teldi það sterkara en Manchester United.

Sport
Fréttamynd

Semur við nýja styrktaraðila

Úrvalsdeildarlið Tottenham hefur gert nýjan fjögurra ára auglýsingasamning við veðbankann Mansion upp á 34 milljónir punda og mun merki fyrirtækisins verða framan á búiningum liðsins á næstu leiktíð. Þá mun félagið einni skipta um íþróttavöruframleiðanda og klæðist liðið Puma-búiningum á næstu leiktíð í stað Kappa áður.

Sport
Fréttamynd

Landsliðshópur Brassa klár

Carlos Alberto Parreira, landsliðsþjálfari Brasilíu, hefur nú tilkynnt leikmannahóp sinn fyrir HM í Þýskalandi í sumar, en hann hefur þegar tilkynnt hvaða leikmenn verði í byrjunarliðinu í opnunarleiknum. Fátt kemur á óvart í hóp Parreira, en varnarmaðurinn Roque Junior er ekki í liðinu vegna meiðsla og Gilberto Silva er eini leikmaðurinn í hópnum sem spilar á Englandi.

Sport
Fréttamynd

Úrslitaleikurinn skiptir öllu máli

Arsene Wenger viðurkennir að hann hafi nokkrar áhyggjur af því hvað muni gerast í leikmannamálum hjá félaginu í sumar en menn eins og Ashley Cole og Thierry Henry hafa mikið verið orðaðir við stóru félögin á Spáni. Wenger segir þó að í dag sé enginn að hugsa um neitt annað en að sigra í úrslitaleik meistaradeildarinnar á miðvikudag.

Sport
Fréttamynd

Einn nýliði í landsliðshópi Klinsmann

Jurgen Klinsmann hefur valið 23 manna landsliðshóp sinn fyrir heimsmeistaramótið í knattspyrnu í sumar. Einn nýliði er í hópnum að þessu sinni, hinn ungi miðjumaður David Odonkor frá Borussia Dortmund. Þá fær framherjinn Kevin Kuranyi ekki sæti í hópnum.

Sport
Fréttamynd

Morientes ekki í spænska hópnum

Framherjinn Fernando Morientes hjá Liverpool er ekki í spænska landsliðshópnum fyrir HM sem tilkynntur var í dag. Morientes var í fyrsta hópi Aragones þjálfara, en var einn fjögurra sem misstu af lestinni þegar 23 manna hópur liðsins var staðfestur í dag.

Sport
Fréttamynd

Ballack kominn til Chelsea

Þýski landsliðsmaðurinn Michael Ballack gekk í dag í raðir enska úrvalsdeildarliðsins Chelsea á frjálsri sölu frá Bayern Munchen. Ballack vann þrjá Þýskalandsmeistaratitla með Bayern á fjórum árum, en kemur nú til með að mynda ógnarsterkt miðjupar með Frank Lampard hjá Chelsea.

Sport
Fréttamynd

Sam Cassell kláraði Phoenix

Sam Cassell skoraði tvær stórar þriggja stiga körfur í lokin og tryggði LA Clippers mikilvægan sigur á Phoenix Suns í nótt 114-107, en staðan í einvígi liðanna í undanúrslitum Vesturdeildarinnar er þar með orðin jöfn 2-2.

Sport