Erlendar

Fréttamynd

Quinn tekur við Sunderland

Gamli framherjinn Niall Quinn hefur tekið að sér að verða næsti knattspyrnustjóri 1.deildarliðs Sunderland, en hann lék lengst af ferlinum með liðinu. Quinn fer auk þess fyrir hópi fjárfesta sem hafa hug á að kaupa félagið og hefur gefið til kynna að tíð hans í stjórastólnum gæti orðið stutt, því ef góður stjóri verði á lausu fljótlega, muni hann stíga til hliðar.

Sport
Fréttamynd

Loksins framlengir Barton við City

Miðjumaðurinn Joey Barton hefur nú loksins framlengt samning sinn við enska úrvalsdeildarfélagið Manchester City. Samningaviðræður milli umboðsmanns hans og forráðamanna félagsins hafa staðið yfir í óratíma og á einum tímapunkti fór leikmaðurinn fram á að verða seldur.

Sport
Fréttamynd

Ég fer ekki frá Atletico Madrid

Framherjinn Fernando Torres hjá spænska liðinu Atletico Madrid gaf út sérstaka yfirlýsingu á blaðamannafundi í dag þar sem hann undirstrikaði að hann færi ekki frá félaginu. Þessi frábæri 22 ára gamli framherji hefur verið einhver eftirsóttasti og umtalaðasti leikmaður Evrópu á liðnum árum, en þó hann sé hvað eftir annað orðaður við lið eins og Manchester United, virðist hann ætla að klára ferilinn með uppeldisfélagi sínu.

Fótbolti
Fréttamynd

Útsendarar enskra liða fylgdust með Veigari

Norskir fjölmiðlar greina frá því í dag að útsendarar þriggja enskra úrvalsdeildarfélaga hafi fylgst með Veigari Páli Gunnarssyni í gærkvöld þegar hann skoraði eitt mark og lagði upp annað í 3-1 sigri Stabæk á Tromsö í norsku úrvalsdeildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Birmingham hafnar tilboði Liverpool í Pennant

Enska 1. deildarliðið Birmingham staðfesti í dag að það hefði hafnað 3,5 milljón punda tilboði Liverpool í vængmanninn Jermaine Pennant. Steve Bruce, stjóri Birmingham, segir að leikmaðurinn sé einfaldlega ekki falur fyrir svo lága upphæð. Pennant gekk í raðir Birmingham fyrir 3 milljónir punda frá Arsenal í fyrra.

Sport
Fréttamynd

Viðræður Bolton og Fortune á lokastigi

Nú virðist fátt því til fyrirstöðu að enska úrvalsdeildarfélagið Bolton gangi frá samingi við suður-afríska miðjumanninn Quinton Fortune í kvöld eða á morgun. Fortune var áður hjá Manchester United, en erfið barátta hans við meiðsli setti þar strik í reikninginn. Umboðsmaðuri Fortune segir æfingar hans með liðinu undanfarið hafa gengið mjög vel og að búið sé að ganga frá meginatriðum í samningi hans.

Sport
Fréttamynd

Íhugaði að fara til Newcastle

Framherjinn öflugi Wayne Rooney hjá Manchester United greinir frá því í æfisögu sinni sem kemur út fljótlega að hann hafi átt í miklum deilum við David Moyes, stjóra Everton, rétt áður en hann gekk í raðir Manchester United. Hann segir að um tíma hafi Newcastle verið eina liðið sem sýndi sér áhuga og segir að líklega hefði hann frekar farið þangað en að vera áfram hjá Everton.

Sport
Fréttamynd

Veigar á skotskónum í sigri Stabæk

Veigar Páll Gunnarsson skoraði síðasta mark norska liðsins Stabæk í 3-1 sigri þess á Tromsö í leik kvöldsins í norska boltanum. Veigar átti auk þess þátt í öðru marki liðsins og er markahæsti leikmaður deildarinnar um þessar mundir. Stabæk er í öðru sæti deildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Erum að reyna að kaupa Cristiano Ronaldo

Forseti spænska knattspyrnufélagsins Valencia segist ætla að gera allt sem í hans valdi stendur til að reyna að lokka portúgalska vængmanninn Cristiano Ronaldo til Spánar frá Manchester United.

Sport
Fréttamynd

Kynlíf og leikjatölvur ástæða daprar frammistöðu á HM

Breska slúðurblaðið The Sun hefur það eftir franskri unnustu brasilíska knattspyrnusnillingsins Ronaldinho að slaka frammistöðu hans á HM megi rekja til þess að hann eyddi mörgum nóttum í að stunda kynlíf og leika sér í tölvuleikjum á meðan á keppninni stóð.

Sport
Fréttamynd

Ætlar að vinna báða leikina gegn Chelsea

Jose Mourinho skartar nýrri klippingu þessa dagana og segir sá portúgalski að krúnuraksturinn tákni það að hann sé tilbúinn í stríðið sem enska úrvalsdeildin verður í vetur. Kollegi hans Sir Alex Ferguson er á sama hátt tilbúinn í slaginn og ætlar að vinna báða deildarleikina við þá bláu.

Sport
Fréttamynd

Vieira hefði aldrei átt að fara frá Arsenal

Framherjinn Dennis Bergkamp sem lék kveðjuleik sinn með Arsenal á nýja Emirates vellinum um síðustu helgi, sagði í samtali við breska blaðið Sun að Patrick Vieira hefði aldrei átt að fara frá Arsenal. Vieira er nú talinn vera á leið til Inter Milan, en Bergkamp segist hafa fundið fyrir því um helgina að sá franski ætti enn stóran hlut í hjörtum stuðningsmanna Arsenal.

Sport
Fréttamynd

Knapi til rannsóknar fyrir að skalla hest sinn

Breski knapinn Paul O´Neill á hefur verið kallaður inn á teppi hjá æðstu mönnum í hestaíþróttinni þar í landi eftir að myndir náðust af honum skalla hest sinn um helgina. Myndirnar hafa eðlilega vakið mikla reiði, en O´Neill brást svona við eftir að hafa dottið af baki við eina hindrunina.

Sport
Fréttamynd

Mjög ósáttur við ljósmyndara

Hinn dagfarsprúði sigurvegari Opna breska meistaramótsins, Tiger Woods, var fjarri því að vera sáttur með ágang ljósmyndara á meðan mótið stóð yfir um helgina. Þar átti hann ekki við atvinnuljósmyndarana, heldur áhugamenn sem tóku myndir af honum, sumir hverjir með farsímamyndavélum.

Golf
Fréttamynd

Liverpool með bestan árangur allra liða

Breska blaðið The Times birtir í dag úttekt á árangri liða í efstu deild frá því deildarkeppni hófst árið 1888. Þar kemur fram að Liverpool er sigursælasta liðið í sögu deildarinnar, nokkuð á undan erkifjendum sínum Manchester United. Arsenal vermir þriðja sætið.

Sport
Fréttamynd

Framtíð mín er á Anfield

Spænski miðjumaðurinn Xabi Alonso hjá Liverpool er nú kominn aftur til æfinga með liðinu eftir sumarfrí. Hann segir framtíð sína klárlega vera á Anfield og segist ekkert kippa sér upp við orðróm á borð við þann sem fór af stað fyrir nokkru um að hann væri á leið til Real Madrid í heimalandi sínu.

Sport
Fréttamynd

Mig langar að lyfta Englandsbikarnum

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, segist að mestu vera búinn að jafna sig á vonbrigðunum með Englendingum á HM og ætlar sér stóra hluti með liði Liverpool á komandi leiktíð.

Sport
Fréttamynd

Al Harrington sagður á leið til Indiana

Heimildarmaður ESPN-sjónvarpsstöðvarinnar í Bandaríkjunum segir að aðeins eigi eftir að ganga frá smáatriðum svo framherjinn sterki Al Harrington geti gengið í raðir Indiana Pacers. Harrington hefur leikið með Atlanta Hawks undanfarin ár, en virðist nú vera aftur á leið til liðsins sem tók hann í nýliðavalinu árið 1998.

Sport
Fréttamynd

Casiraghi og Zola ráðnir þjálfarar

Ítalska knattspyrnusambandið hefur ráðið gömlu kempurnar Pierluigi Casiraghi og Gianfranco Zola til starfa sem þjálfara U21 árs landsliðsins. Casiraghi lék síðast með liði Chelsea, en þurfti að hætta vegna meiðsla. Zola lagði skóna á hilluna í fyrra eftir glæsilegan feril þar sem hann lék einnig lengi með Chelsea.

Fótbolti
Fréttamynd

Íhugar að létta sig

Breski hnefaleikarinn Ricky Hatton, sem er orðinn áhorfendum Sýnar af góðu kunnur, íhugar nú að fara niður um þyngdarflokk í kjölfar þess að Kanadamaðurinn Arturo Gatti tapaði fyrir Carlos Baldomir um helgina. Hatton er í sama þyngdarflokki og Gatti, en sá var hugsaður sem næsti andstæðingur Bretans þangað til hann tapaði um helgina í bardaga sem sýndur var á Sýn.

Sport
Fréttamynd

Hefur ekki áhyggjur af áhlaupi Ferrari

Heimsmeistarinn Fernando Alonso í Formúlu 1 hefur ekki áhyggjur þó Michael Schumacher og Ferrari hafi unnið tvær síðustu keppnir og eigi þá næstu á heimavelli hans, Hockenheim-brautinni í Þýskalandi.

Formúla 1
Fréttamynd

Platini gefur formlega kost á sér til forseta

Franska knattspyrnugoðsögnin Michel Platini hefur nú formlega boðið sig fram á móti Lennart Johanson sem næsti forseti evrópska knattspyrnusambandsins og hefur franska knattspyrnusambandið skilað inn umsókn hans. Platini er eini mótframbjóðandi Svíans, sem hefur setið í valdastóli síðan árið 1990.

Sport
Fréttamynd

Vieira á leið til Inter

Franski landsliðsmaðurinn Patrick Vieira er sagður vera nálægt því að ganga í raðir Inter Milan fyrir um 9 milljónir punda. Roberto Mancini, þjálfari Inter, er mjög hrifinn af hinum þrítuga Vieira, en segir liðið væntanlega breyta nokkuð um stíl á næstu leiktíð ef af kaupum þessum verður. "Við missum væntanlega einhverja tækni og útsjónasemi þegar Veron fer, en í stað þess fáum við kraft og styrk í formi Vieira," sagði Mancini.

Fótbolti
Fréttamynd

Lee McCulloch framlengir við Wigan

Miðjumaðurinn Lee McCulloch hefur skrifað undir nýjan samning við enska úrvalsdeildarfélagið Wigan og gildir samningurinn til fjögurra ára. McCulloch er skoskur landsliðsmaður og hefur verið lykilmaður Wigan síðan hann kom frá liði Motherwell í heimalandinu árið 2001. Hann er einnig í miklum metum hjá Paul Jewell knattspyrnustjóra, sem segir leikmanninn endurspegla það sem lið Wigan stendur fyrir á vellinum.

Sport
Fréttamynd

Veit ekki hvort Carrick er falur fyrir 20 milljónir

Martin Jol, stjóri Tottenham, segist vera feginn að vera búinn að endurheimta miðjumanninn Michael Carrick úr sumarfríi og vonar að leikmaðurinn verði áfram hjá félaginu. Manchester United hefur þegar verið neitað um 10 milljón punda tilboð í leikmanninn og breskir fjölmiðlar leiða líkum að því að Alex Ferguson og félagar eigi eftir að hækka boð sitt.

Sport
Fréttamynd

Viggó Sigurðsson tekur við liði Flensburg

Viggó Sigurðsson hefur verið ráðinn þjálfari þýska úrvalsdeildarliðsins Flensburg til bráðabirgða í kjölfar þess að þjálfari liðsins, hinn sænski Kent-Harry Andreson þarf að fara í uppskurð. Viggó þjálfaði lið Wuppertal í Þýskalandi um miðjan síðasta áratug.

Sport
Fréttamynd

Ferillinn senn á enda

Króatíski framherjinn Dado Prso hjá Glasgow Rangers segist óttast að hann þurfi að leggja skóna á hilluna að loknu næsta tímabili, en samningur hans rennur út næsta vor. Prso lagði nýverið landsliðsskóna á hilluna og segist ekki eiga von á að geta leikið meira en eitt tímabil í viðbót vegna þrálátra hnémeiðsla. Prso er 32 ára gamall og spilaði með franska liðinu Mónakó áður en hann gekk í raðir Rangers.

Sport
Fréttamynd

Bayern herðir róðurinn

Þýskalandsmeistarar Bayern Munchen eru nú farnir að herða róðurinn í þeirri von að landa hollenska framherjanum Ruud Van Nistelrooy frá Manchester United. Enn ber nokkuð í milli peningatilboðs Bayern og þess verðs sem United vill fá fyrir hann, en Franz Beckenbauer segir þýska liðið ætla að losa annað hvort Claudio Pizarro eða Roy Makaay frá félaginu í staðinn.

Sport
Fréttamynd

Chelsea bíður eftir ásættanlegu tilboði í Crespo

Úrvalsdeildarfélagið Chelsea hefur gefið út yfirlýsingu þar sem það áréttar að argentínski framherjinn Hernan Crespo sé samningsbundinn félaginu næstu tvö ár og verði því ekki seldur nema fyrir ásættanlegt fé. Crespo tjaldar öllu til að fá að fara aftur til Ítalíu, en segist mjög þakklátur forráðamönnum og stuðningsmönnum Chelsea.

Sport
Fréttamynd

Duff kostaði 5 milljónir punda

Newcastle hefur nú formlega kynnt Damien Duff sem nýjan leikmann félagsins, en það kom mörgum á óvart í dag þegar kaupverðið var skráð aðeins 5 milljónir punda en ekki 10 eins og breskir miðlar hafa greint frá yfir helgina. Duff segist hafa fylgt hjartanu þegar hann ákvað að ganga í raðir Newcastle frekar en einhvers af hinum liðunum sem voru á eftir honum.

Sport