Erlendar Seljum ekki fleiri leikmenn Didier Deschamps, nýráðinn þjálfari Juventus á Ítalíu, segir að ekki komi til greina að selja fleiri leikmenn frá félaginu þó það leiki í B-deildinni á næstu leiktíð. Félagið hefur þegar selt fjóra mjög sterka leikmenn og er markvörðurinn Gianluigi Buffon sá sem líklegastur þykir til að yfirgefa félagið af þeim sem eftir eru. Fótbolti 27.7.2006 14:05 Framtíð Milan í meistaradeild ræðst fljótlega Knattspyrnusamband Evrópu mun taka ákvörðun um framtíð AC Milan í meistaradeildinni þann 2. ágúst nk, en þá verður gefið endanlegt svar um það hvort liðið fær að taka þátt í keppninni. Þangaði til annað kemur í ljós verða það því Milan, Inter, Chievo og Roma sem verða fulltrúar Ítala í keppninni. Fótbolti 27.7.2006 14:00 Marseille hefur áhuga á Sol Campbell Forseti franska liðsins Marseille segir félagið hafa augastað á fjölda leikmanna sem styrkt gætu hópinn fyrir komandi leiktíð og segir varnarjaxlinn Sol Campbell hjá Arsenal í þeim hópi. Campbell hefur gefið það út að hann vilji spila á meginlandinu á næstunni. Sport 27.7.2006 13:01 Sagður í hópi fjárfesta sem hafa áhuga á Aston Villa Athole Still, umboðsmaður sænska þjálfarans Sven-Göran Eriksson, er sagður vera í samstarfi við hóp fjárfesta sem íhuga nú að gera kauptilboð í enska úrvalsdeildarliðið Aston Villa. Kaupsýslumaðurinn Michael Neville gerði formlegt tilboð í félagið í gær, en sagt er að ameríski auðkýfingurinn Randy Lerner sé hættur við að gera tilboð. Sport 27.7.2006 12:46 United lagði Celtic Paul Scholes skoraði tvö mörk í kvöld þegar lið Manchester United vann nokkuð fyrirhafnarlítinn 3-0 á Glasgow Celtic í æfingaleik liðanna í Skotlandi. Varnarmaðurinn Jonathan Evans kom enska liðinu á bragðið í upphafi leiks og gamla kempan Paul Scholes sá um rest. Skosku meistararnir hafa aðeins fagnað sigri í einum af sjö æfingaleikjum sínum og aðeins nokkrir dagar eru í að deildarkeppnin hefjist þar í landi. Sport 26.7.2006 21:22 Íhugar framboð Hinn litríki Charles Barkley, sem var einn besti leikmaður NBA deildarinnar á síðasta áratug, íhugar nú að fara í framboð til ríkisstjóra í heimafylki sínu Alabama í Bandaríkjunum. "Ég er kannski ríkur eins og repúblikani, en það þýðir ekki að ég sé hægrimaður," sagði Barkley og bætti við að Alabama þyrfti á aðstoð sinni að halda í framtíðinni. Sport 26.7.2006 19:26 Gæti ekki verið sáttari Landsliðsmaðurinn Logi Geirsson hefur framlengt samning sinn við þýska liðið Lemgo til ársins 2010. Logi hefur verið óheppinn með meiðsli á síðustu misserum, en er nú að ná fullum styrk og er yfir sig ánægður með lífið og tilveruna eins og hans er von og vísa. Sport 26.7.2006 20:57 Inter er meistari 2006 Inter Milan hefur verið sæmt ítalska meistaratitlinum árið 2006 vegna þáttar AC Milan og Juventus í spillingarmálinu fræga. Juventust, Lazio og Fiorentina ætla öll að áfrýja nýjasta úrskurði dómstóla og una ekki niðurstöðunni þó hún hafi verið milduð umtalsvert frá því sem upphaflega stóð til. Fótbolti 26.7.2006 18:43 Súrt tap FH fyrir Legia Varsjá Íslandsmeistarar FH töpuðu fyrri leik sínum gegn pólska liðinu Legia Varsjá 1-0 í Kaplakrika í kvöld. Markið skoraði Brasilíumaðurinn Elton undir lok leiksins og því bíður Hafnfirðinga afar erfitt verkefni úti í Póllandi eftir viku þegar liðin spila síðari leik sinn í annari umferð forkeppni meistaradeildarinnar. Bæði lið fengu raunar fín marktækifæri í kvöld en aðeins einstaklingsframtak varamanns Pólverjanna skildi að í lokin. Fótbolti 26.7.2006 20:34 Smith gæti orðið klár í slaginn fljótlega Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, útilokar ekki að framherjinn Alan Smith gæti jafnvel verið orðinn klár í slaginn í fyrsta leik liðsins í ensku úrvalsdeildinni, sem er útileikur gegn Fulham þann 20. ágúst. Smith tvífótbrotnaði í bikarleik gegn Liverpool í vor og var talið að hann yrði mjög lengi frá eftir þessi alvarlegu meiðsli. Sport 26.7.2006 19:38 Allen Iverson verður áfram hjá Philadelphia Mikið hefur verið rætt um framtíð stigaskorarans mikla Allen Iverson hjá Philadelphia 76ers í sumar og margir töldu nú eða aldrei fyrir leikmanninn að skipta um lið. Eftir tveggja stunda langan fund með eiganda 76ers í gær hefur leikmaðurinn hinsvegar gefið það út að hann muni ekki fara frá félaginu og eigandi þess segist ekki ætla að reyna að skipta honum í burtu. Sport 26.7.2006 19:32 Markalaust í hálfleik í Kaplakrika Staðan í leik FH og Legia Varsjá í forkeppni meistaradeildarinnar er markalaus 0-0 þegar flautað hefur verið til hálfleiks. Bæði lið hafa fengið nokkur góð færi og fékk Tryggvi Guðmundsson besta færi Hafnfirðinga undir lok hálfleiksins. Pólska liðið er vel stutt af fjölda landa sinna sem mættir eru í stemminguna í Kaplakrika. Leikurinn er sýndur beint á Sýn. Fótbolti 26.7.2006 19:15 Celtic - Man Utd á Sýn í kvöld Skoska liðið Glasgow Celtic og enska liðið Manchester United mætast í æfingaleik í Glasgow í kvöld og verður leikurinn sýndur á Sýn klukkan 20:25 að loknum leik FH og Legia Varsjá. Mikið og gott samstarf hefur verið á milli Celtic og United í gegn um árin, en ekki er langt síðan liðin mættust á knattspyrnuvellinum þegar Roy Keane spilaði sinn síðasta leik á ferlinum. Sport 26.7.2006 18:07 FH - Legia Varsjá í beinni á Sýn Nú styttist í að fyrri leikur FH og pólska liðsins Legia Varsjá í annari umferð forkeppni meistaradeildar Evrópu hefjist á Kaplakrikavelli og verður leikurinn sýndur beint á Sýn. Útsending hefst klukkan 18:15. Búist er við gríðarlegri stemmingu á vellinum og fregnir herma að miðasala hafi gengið vonum framar. Búist er við hundruðum Pólverja á leikinn í kvöld, en eins og flestir vita er fjöldi Pólverja búsettur hérlendis og því má eiga von á líflegri stemmingu á pöllunum. Fótbolti 26.7.2006 17:52 Ánægður með hugarfar Nistelrooy Sir Alex Ferguson gaf sér í dag tíma til að hrósa hollenska framherjanum Ruud Van Nistelrooy fyrir hugarfar sitt og frammstöðu á æfingum með Manchester United undanfarna daga, en talið er öruggt að leikmaðurinn yfirgefi herbúðir liðsins á næstunni. Sport 26.7.2006 16:44 Pennant til Liverpool Vængmaðurinn Jermaine Pennant hefur skrifað undir fjögurra ára samning við enska úrvalsdeildarliðið Liverpool en hann var áður hjá 1.deildarliði Birmingham. Kaupverðið er talið vera um 6,2 milljónir punda og mun gamla félagið hans Arsenal fá um 25% af kaupverðinu sem skilyrði fyrir sölu hans á sínum tíma. Sport 26.7.2006 16:34 Michael Neville gerir kauptilboð í Aston Villa Hópur fjárfesta undir forystu Aston Villa-stuðningsmannsins Michael Neville hefur lagt fram kauptilboð í félagið upp á 64 milljónir punda. Hópurinn sýndi áhuga í fyrra þegar Doug Ellis auglýsti félagið fyrst til sölu, en þá varð ekkert úr málinu. Ameríski milljarðamæringurinn Randy Lerner hefur einnig sýnt félaginu áhuga, en hefur enn ekki gert formlegt tilboð. Sport 26.7.2006 14:34 Gæti misst af upphafi leiktíðar Sænski miðjumaðurinn Freddy Ljungberg gæti misst af fyrstu leikjum Arsenal í ensku úrvalsdeildinni, en hann á við ökklameiðsli að stríða. Talsmaður Arsenal segir hann vera mjög bólginn á ökklanum og segir leikmanninn hafa fengið sprautur við þessu, sem ekki hafi skilað tilsettum árangri. Arsenal mætir Aston Villa í fyrsta leik sínum í úrvalsdeildinni þann 19. ágúst. Sport 26.7.2006 14:30 Ashley Cole gæti farið frá Arsenal í sumar Arsene Wenger hefur nú í fyrsta sinn viðurkennt að bakvörðurinn Ashley Cole gæti verið á förum frá félaginu, en Cole hefur verið orðaður við Englandsmeistara Chelsea að undanförnu. Sport 26.7.2006 14:16 Arca til Boro Gareth Southgate, stjóri Middlesbrough, keypti í dag fyrsta leikmanninn síðan hann tók við stjórnartaumunum af Steve McClaren. Hér er um að ræða miðjumanninn Julio Arca sem áður lék með liði Sunderland. Arca er 25 ára gamall Argentínumaður og hafði verið hjá Sunderland í fimm ár. Kaupverðið er 1,75 milljón punda. Sport 26.7.2006 14:03 Real Madrid gerir nýtt tilboð Real Madrid hefur nú gert nýtt kauptilboð í hollenska framherjann Ruud Van Nistelrooy hjá Manchester United og hljóðar nýja tilboðið upp á 10,3 milljónir punda. Það er þó enn nokkuð frá uppsettu verði enska félagsins sem vill fá 15 milljónir fyrir kappann, sem einnig er orðaður við Bayern Munchen í Þýskalandi. Sport 26.7.2006 13:32 Fortune kominn í Bolton Suður-Afríski leikmaðurinn Quinton Fortune er genginn í raðir enska úrvalsdeildarfélagsins Bolton og hefur undirritað eins árs samning við félagið. Fortune var áður hjá Manchester United en var látinn fara þaðan eftir erfiða baráttu við meiðsli. Sam Allardyce, stjóri Bolton, sagði í samtali við BBC í dag að hann hefði miklar mætur á Fortune sem leikmanni, því hann hefði mikla reynslu og gæti spilað nokkrar stöður á vellinum. Sport 26.7.2006 13:30 Powell náði frábærum tíma í Svíþjóð Spretthlauparinn Asafa Powell kom fyrstur í mark í 100 metra hlaupi á sterku móti í Stokkhólmi í kvöld, þegar hann hljóp á tímanum 9,86 og setti glæsilegt mótsmet. Hann fékk að launum demant að verðmæti 10.000 punda. Jamaíkumaðurinn á sem kunnugt er heimsmetið í greininni með Bandaríkjamanninum Justin Gatlin, en það er 9,77 sekúndur. Sport 25.7.2006 18:50 Lazio og Fiorentina áfram í A-deild - AC Milan í meistaradeild Lazio og Fiorentina halda sæti sínu í ítölsku A-deildinni í knattspyrnu, en Juventus verður áfram í B-deildinni. Þetta var úrskurður áfrýjunardómstóls á Ítalíu sem tilkynnti þessa niðurstöðu í kvöld. Juventus fær þó örlítið mildari refsingu en á dögunum, því dregin verða 17 stig af liðinu í upphafi leiktíðar í stað 30. Stig verða einnig dregin af Lazio og Fiorentina í A-deildinni. Fótbolti 25.7.2006 19:09 Pennant á leið til Liverpool? Breska sjónvarpið hefur eftir heimildamanni sínum hjá Birmingham að félagið hafi samþykkt 6,2 milljón punda tilboð Liverpool í vængmanninn Jermaine Pennant. Birmingham neitaði nýverið 3,5 milljóna tilboði þeirra rauðu, en nú herma fregnir að Pennant sé þegar kominn í viðræður við Liverpool. Sport 25.7.2006 18:40 Niðurstöðu að vænta í kvöld Síðar í kvöld er að vænta niðurstöðu áfrýjunar liðanna fjögurra sem fengu refsingu í knattspyrnuskandalnum á Ítalíu á dögunum, en Reuters-fréttastofan telur sig hafa heimildir fyrir því að refsingar liðanna verði mildaðar umtalsvert. Ekki er búist við að niðurstaðan í kvöld verði fyllilega rökstudd fyrr en síðar, en ljóst er að vænta má áhugaverðra tíðinda í kvöld. Nánar verður greint frá niðurstöðum hér á Vísi um leið og fréttir berast. Fótbolti 25.7.2006 15:31 Bygging valla verður lyftistöng fyrir atvinnulífið Framkvæmdir er nú senn að hefjast í Suður-Afríku þar sem HM í knattspyrnu verður haldið árið 2010. Áætlað er að byggingar nýrra leikvanga muni kosta yfir 60 milljarða króna og skipulagsnefnd mótsins þegar farin að vinna á fullu við undirbúning. Suður-Afríka er með stærsta efnahagskerfi allra Afríkulanda, en þó er atvinnuleysi í landinu metið yfir 25% og því er von manna að mótshaldið verði vítamínssprauta fyrir atvinnulífið í landinu. Sport 25.7.2006 14:57 Ullrich ætlar að snúa sér annað Þýski hjólreiðakappinn Jan Ullrich ætlar ekki að aðhafast frekar í máli sínu gegn liði T-mobile sem rak hann úr hópnum á dögunum vegna tengsla hans við rannsókn á lyfjamisnotkun. Ullrich, sem sigraði í Frakklandshjólreiðunum árið 1997 og hefur fimm sinnum hafnað í öðru sæti, segist þess í stað ætla að finna sér nýtt lið til að hjóla fyrir og stefnir á að vinna Frakklandshjólreiðarnar einu sinni enn áður en hann hættir. Sport 25.7.2006 15:14 Dunga ráðinn landsliðsþjálfari Brasilíska knattspyrnusambandið hefur nú fetað í fótspor þess þýska og réði í gærkvöld fyrrum fyrirliða landsliðsins, Dunga, sem næsta landsliðsþjálfara. Dunga hefur litla sem enga reynslu af þjálfun, en var fyrirliði Brassa þegar liðið varð heimsmeistari árið 1994 í fyrsta sinn í 24 ár. Fyrsti landsleikur hans við stjórnvölinn verður æfingaleikur við Norðmenn þann 16. ágúst næstkomandi. Sport 25.7.2006 14:44 Bilic ráðinn landsliðsþjálfari Fyrrum landsliðsmaðurinn Slaven Bilic hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari Króata í knattspyrnu, en hann tekur við af Zlatko Kranjcar sem var rekinn eftir dapurt gengi Króata á HM. Bilic er 37 ára gamall og var í króatíska liðinu sem náði þriðja sætinu á HM 1998. Hann stýrði síðast U-21 árs liði Króata en sem leikmaður spilaði hann meðal annars með West Ham og Everton á Englandi. Sport 25.7.2006 14:36 « ‹ 134 135 136 137 138 139 140 141 142 … 264 ›
Seljum ekki fleiri leikmenn Didier Deschamps, nýráðinn þjálfari Juventus á Ítalíu, segir að ekki komi til greina að selja fleiri leikmenn frá félaginu þó það leiki í B-deildinni á næstu leiktíð. Félagið hefur þegar selt fjóra mjög sterka leikmenn og er markvörðurinn Gianluigi Buffon sá sem líklegastur þykir til að yfirgefa félagið af þeim sem eftir eru. Fótbolti 27.7.2006 14:05
Framtíð Milan í meistaradeild ræðst fljótlega Knattspyrnusamband Evrópu mun taka ákvörðun um framtíð AC Milan í meistaradeildinni þann 2. ágúst nk, en þá verður gefið endanlegt svar um það hvort liðið fær að taka þátt í keppninni. Þangaði til annað kemur í ljós verða það því Milan, Inter, Chievo og Roma sem verða fulltrúar Ítala í keppninni. Fótbolti 27.7.2006 14:00
Marseille hefur áhuga á Sol Campbell Forseti franska liðsins Marseille segir félagið hafa augastað á fjölda leikmanna sem styrkt gætu hópinn fyrir komandi leiktíð og segir varnarjaxlinn Sol Campbell hjá Arsenal í þeim hópi. Campbell hefur gefið það út að hann vilji spila á meginlandinu á næstunni. Sport 27.7.2006 13:01
Sagður í hópi fjárfesta sem hafa áhuga á Aston Villa Athole Still, umboðsmaður sænska þjálfarans Sven-Göran Eriksson, er sagður vera í samstarfi við hóp fjárfesta sem íhuga nú að gera kauptilboð í enska úrvalsdeildarliðið Aston Villa. Kaupsýslumaðurinn Michael Neville gerði formlegt tilboð í félagið í gær, en sagt er að ameríski auðkýfingurinn Randy Lerner sé hættur við að gera tilboð. Sport 27.7.2006 12:46
United lagði Celtic Paul Scholes skoraði tvö mörk í kvöld þegar lið Manchester United vann nokkuð fyrirhafnarlítinn 3-0 á Glasgow Celtic í æfingaleik liðanna í Skotlandi. Varnarmaðurinn Jonathan Evans kom enska liðinu á bragðið í upphafi leiks og gamla kempan Paul Scholes sá um rest. Skosku meistararnir hafa aðeins fagnað sigri í einum af sjö æfingaleikjum sínum og aðeins nokkrir dagar eru í að deildarkeppnin hefjist þar í landi. Sport 26.7.2006 21:22
Íhugar framboð Hinn litríki Charles Barkley, sem var einn besti leikmaður NBA deildarinnar á síðasta áratug, íhugar nú að fara í framboð til ríkisstjóra í heimafylki sínu Alabama í Bandaríkjunum. "Ég er kannski ríkur eins og repúblikani, en það þýðir ekki að ég sé hægrimaður," sagði Barkley og bætti við að Alabama þyrfti á aðstoð sinni að halda í framtíðinni. Sport 26.7.2006 19:26
Gæti ekki verið sáttari Landsliðsmaðurinn Logi Geirsson hefur framlengt samning sinn við þýska liðið Lemgo til ársins 2010. Logi hefur verið óheppinn með meiðsli á síðustu misserum, en er nú að ná fullum styrk og er yfir sig ánægður með lífið og tilveruna eins og hans er von og vísa. Sport 26.7.2006 20:57
Inter er meistari 2006 Inter Milan hefur verið sæmt ítalska meistaratitlinum árið 2006 vegna þáttar AC Milan og Juventus í spillingarmálinu fræga. Juventust, Lazio og Fiorentina ætla öll að áfrýja nýjasta úrskurði dómstóla og una ekki niðurstöðunni þó hún hafi verið milduð umtalsvert frá því sem upphaflega stóð til. Fótbolti 26.7.2006 18:43
Súrt tap FH fyrir Legia Varsjá Íslandsmeistarar FH töpuðu fyrri leik sínum gegn pólska liðinu Legia Varsjá 1-0 í Kaplakrika í kvöld. Markið skoraði Brasilíumaðurinn Elton undir lok leiksins og því bíður Hafnfirðinga afar erfitt verkefni úti í Póllandi eftir viku þegar liðin spila síðari leik sinn í annari umferð forkeppni meistaradeildarinnar. Bæði lið fengu raunar fín marktækifæri í kvöld en aðeins einstaklingsframtak varamanns Pólverjanna skildi að í lokin. Fótbolti 26.7.2006 20:34
Smith gæti orðið klár í slaginn fljótlega Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, útilokar ekki að framherjinn Alan Smith gæti jafnvel verið orðinn klár í slaginn í fyrsta leik liðsins í ensku úrvalsdeildinni, sem er útileikur gegn Fulham þann 20. ágúst. Smith tvífótbrotnaði í bikarleik gegn Liverpool í vor og var talið að hann yrði mjög lengi frá eftir þessi alvarlegu meiðsli. Sport 26.7.2006 19:38
Allen Iverson verður áfram hjá Philadelphia Mikið hefur verið rætt um framtíð stigaskorarans mikla Allen Iverson hjá Philadelphia 76ers í sumar og margir töldu nú eða aldrei fyrir leikmanninn að skipta um lið. Eftir tveggja stunda langan fund með eiganda 76ers í gær hefur leikmaðurinn hinsvegar gefið það út að hann muni ekki fara frá félaginu og eigandi þess segist ekki ætla að reyna að skipta honum í burtu. Sport 26.7.2006 19:32
Markalaust í hálfleik í Kaplakrika Staðan í leik FH og Legia Varsjá í forkeppni meistaradeildarinnar er markalaus 0-0 þegar flautað hefur verið til hálfleiks. Bæði lið hafa fengið nokkur góð færi og fékk Tryggvi Guðmundsson besta færi Hafnfirðinga undir lok hálfleiksins. Pólska liðið er vel stutt af fjölda landa sinna sem mættir eru í stemminguna í Kaplakrika. Leikurinn er sýndur beint á Sýn. Fótbolti 26.7.2006 19:15
Celtic - Man Utd á Sýn í kvöld Skoska liðið Glasgow Celtic og enska liðið Manchester United mætast í æfingaleik í Glasgow í kvöld og verður leikurinn sýndur á Sýn klukkan 20:25 að loknum leik FH og Legia Varsjá. Mikið og gott samstarf hefur verið á milli Celtic og United í gegn um árin, en ekki er langt síðan liðin mættust á knattspyrnuvellinum þegar Roy Keane spilaði sinn síðasta leik á ferlinum. Sport 26.7.2006 18:07
FH - Legia Varsjá í beinni á Sýn Nú styttist í að fyrri leikur FH og pólska liðsins Legia Varsjá í annari umferð forkeppni meistaradeildar Evrópu hefjist á Kaplakrikavelli og verður leikurinn sýndur beint á Sýn. Útsending hefst klukkan 18:15. Búist er við gríðarlegri stemmingu á vellinum og fregnir herma að miðasala hafi gengið vonum framar. Búist er við hundruðum Pólverja á leikinn í kvöld, en eins og flestir vita er fjöldi Pólverja búsettur hérlendis og því má eiga von á líflegri stemmingu á pöllunum. Fótbolti 26.7.2006 17:52
Ánægður með hugarfar Nistelrooy Sir Alex Ferguson gaf sér í dag tíma til að hrósa hollenska framherjanum Ruud Van Nistelrooy fyrir hugarfar sitt og frammstöðu á æfingum með Manchester United undanfarna daga, en talið er öruggt að leikmaðurinn yfirgefi herbúðir liðsins á næstunni. Sport 26.7.2006 16:44
Pennant til Liverpool Vængmaðurinn Jermaine Pennant hefur skrifað undir fjögurra ára samning við enska úrvalsdeildarliðið Liverpool en hann var áður hjá 1.deildarliði Birmingham. Kaupverðið er talið vera um 6,2 milljónir punda og mun gamla félagið hans Arsenal fá um 25% af kaupverðinu sem skilyrði fyrir sölu hans á sínum tíma. Sport 26.7.2006 16:34
Michael Neville gerir kauptilboð í Aston Villa Hópur fjárfesta undir forystu Aston Villa-stuðningsmannsins Michael Neville hefur lagt fram kauptilboð í félagið upp á 64 milljónir punda. Hópurinn sýndi áhuga í fyrra þegar Doug Ellis auglýsti félagið fyrst til sölu, en þá varð ekkert úr málinu. Ameríski milljarðamæringurinn Randy Lerner hefur einnig sýnt félaginu áhuga, en hefur enn ekki gert formlegt tilboð. Sport 26.7.2006 14:34
Gæti misst af upphafi leiktíðar Sænski miðjumaðurinn Freddy Ljungberg gæti misst af fyrstu leikjum Arsenal í ensku úrvalsdeildinni, en hann á við ökklameiðsli að stríða. Talsmaður Arsenal segir hann vera mjög bólginn á ökklanum og segir leikmanninn hafa fengið sprautur við þessu, sem ekki hafi skilað tilsettum árangri. Arsenal mætir Aston Villa í fyrsta leik sínum í úrvalsdeildinni þann 19. ágúst. Sport 26.7.2006 14:30
Ashley Cole gæti farið frá Arsenal í sumar Arsene Wenger hefur nú í fyrsta sinn viðurkennt að bakvörðurinn Ashley Cole gæti verið á förum frá félaginu, en Cole hefur verið orðaður við Englandsmeistara Chelsea að undanförnu. Sport 26.7.2006 14:16
Arca til Boro Gareth Southgate, stjóri Middlesbrough, keypti í dag fyrsta leikmanninn síðan hann tók við stjórnartaumunum af Steve McClaren. Hér er um að ræða miðjumanninn Julio Arca sem áður lék með liði Sunderland. Arca er 25 ára gamall Argentínumaður og hafði verið hjá Sunderland í fimm ár. Kaupverðið er 1,75 milljón punda. Sport 26.7.2006 14:03
Real Madrid gerir nýtt tilboð Real Madrid hefur nú gert nýtt kauptilboð í hollenska framherjann Ruud Van Nistelrooy hjá Manchester United og hljóðar nýja tilboðið upp á 10,3 milljónir punda. Það er þó enn nokkuð frá uppsettu verði enska félagsins sem vill fá 15 milljónir fyrir kappann, sem einnig er orðaður við Bayern Munchen í Þýskalandi. Sport 26.7.2006 13:32
Fortune kominn í Bolton Suður-Afríski leikmaðurinn Quinton Fortune er genginn í raðir enska úrvalsdeildarfélagsins Bolton og hefur undirritað eins árs samning við félagið. Fortune var áður hjá Manchester United en var látinn fara þaðan eftir erfiða baráttu við meiðsli. Sam Allardyce, stjóri Bolton, sagði í samtali við BBC í dag að hann hefði miklar mætur á Fortune sem leikmanni, því hann hefði mikla reynslu og gæti spilað nokkrar stöður á vellinum. Sport 26.7.2006 13:30
Powell náði frábærum tíma í Svíþjóð Spretthlauparinn Asafa Powell kom fyrstur í mark í 100 metra hlaupi á sterku móti í Stokkhólmi í kvöld, þegar hann hljóp á tímanum 9,86 og setti glæsilegt mótsmet. Hann fékk að launum demant að verðmæti 10.000 punda. Jamaíkumaðurinn á sem kunnugt er heimsmetið í greininni með Bandaríkjamanninum Justin Gatlin, en það er 9,77 sekúndur. Sport 25.7.2006 18:50
Lazio og Fiorentina áfram í A-deild - AC Milan í meistaradeild Lazio og Fiorentina halda sæti sínu í ítölsku A-deildinni í knattspyrnu, en Juventus verður áfram í B-deildinni. Þetta var úrskurður áfrýjunardómstóls á Ítalíu sem tilkynnti þessa niðurstöðu í kvöld. Juventus fær þó örlítið mildari refsingu en á dögunum, því dregin verða 17 stig af liðinu í upphafi leiktíðar í stað 30. Stig verða einnig dregin af Lazio og Fiorentina í A-deildinni. Fótbolti 25.7.2006 19:09
Pennant á leið til Liverpool? Breska sjónvarpið hefur eftir heimildamanni sínum hjá Birmingham að félagið hafi samþykkt 6,2 milljón punda tilboð Liverpool í vængmanninn Jermaine Pennant. Birmingham neitaði nýverið 3,5 milljóna tilboði þeirra rauðu, en nú herma fregnir að Pennant sé þegar kominn í viðræður við Liverpool. Sport 25.7.2006 18:40
Niðurstöðu að vænta í kvöld Síðar í kvöld er að vænta niðurstöðu áfrýjunar liðanna fjögurra sem fengu refsingu í knattspyrnuskandalnum á Ítalíu á dögunum, en Reuters-fréttastofan telur sig hafa heimildir fyrir því að refsingar liðanna verði mildaðar umtalsvert. Ekki er búist við að niðurstaðan í kvöld verði fyllilega rökstudd fyrr en síðar, en ljóst er að vænta má áhugaverðra tíðinda í kvöld. Nánar verður greint frá niðurstöðum hér á Vísi um leið og fréttir berast. Fótbolti 25.7.2006 15:31
Bygging valla verður lyftistöng fyrir atvinnulífið Framkvæmdir er nú senn að hefjast í Suður-Afríku þar sem HM í knattspyrnu verður haldið árið 2010. Áætlað er að byggingar nýrra leikvanga muni kosta yfir 60 milljarða króna og skipulagsnefnd mótsins þegar farin að vinna á fullu við undirbúning. Suður-Afríka er með stærsta efnahagskerfi allra Afríkulanda, en þó er atvinnuleysi í landinu metið yfir 25% og því er von manna að mótshaldið verði vítamínssprauta fyrir atvinnulífið í landinu. Sport 25.7.2006 14:57
Ullrich ætlar að snúa sér annað Þýski hjólreiðakappinn Jan Ullrich ætlar ekki að aðhafast frekar í máli sínu gegn liði T-mobile sem rak hann úr hópnum á dögunum vegna tengsla hans við rannsókn á lyfjamisnotkun. Ullrich, sem sigraði í Frakklandshjólreiðunum árið 1997 og hefur fimm sinnum hafnað í öðru sæti, segist þess í stað ætla að finna sér nýtt lið til að hjóla fyrir og stefnir á að vinna Frakklandshjólreiðarnar einu sinni enn áður en hann hættir. Sport 25.7.2006 15:14
Dunga ráðinn landsliðsþjálfari Brasilíska knattspyrnusambandið hefur nú fetað í fótspor þess þýska og réði í gærkvöld fyrrum fyrirliða landsliðsins, Dunga, sem næsta landsliðsþjálfara. Dunga hefur litla sem enga reynslu af þjálfun, en var fyrirliði Brassa þegar liðið varð heimsmeistari árið 1994 í fyrsta sinn í 24 ár. Fyrsti landsleikur hans við stjórnvölinn verður æfingaleikur við Norðmenn þann 16. ágúst næstkomandi. Sport 25.7.2006 14:44
Bilic ráðinn landsliðsþjálfari Fyrrum landsliðsmaðurinn Slaven Bilic hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari Króata í knattspyrnu, en hann tekur við af Zlatko Kranjcar sem var rekinn eftir dapurt gengi Króata á HM. Bilic er 37 ára gamall og var í króatíska liðinu sem náði þriðja sætinu á HM 1998. Hann stýrði síðast U-21 árs liði Króata en sem leikmaður spilaði hann meðal annars með West Ham og Everton á Englandi. Sport 25.7.2006 14:36
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent