Erlendar

Fréttamynd

Mannætan á leið til Chelsea

Englandsmeistarar Chelsea hafa fengið tilboð sitt í hollenska landsliðsvarnarmanninn Khalid Boulahrouz hjá HSV í Þýskalandi samþykkt og því á leikmaðurinn aðeins eftir að gangast undir læknisskoðun hjá enska félaginu. Boulahrouz var áberandi með hollenska landsliðinu á HM og er sagður geta spilað allar fjórar varnarstöðurnar.

Sport
Fréttamynd

Stenson tekur forystu

Sænski kylfingurinn Henrik Stenson hefur eins höggs forystu eftir tvær umferðir á USPGA mótinu sem nú stendur yfir á Medinah vellinum í Chicago. Stenson lék annan hringinn á 68 höggum eða 4 höggum undir pari og er því einu höggi á undan Davis Lowe III sem vann sigur á mótinu árið 1997. Bein útsending verður frá mótinu á Sýn í kvöld.

Golf
Fréttamynd

Forráðamenn Espanyol kæra Barcelona

Forráðamenn spænska knattspyrnufélagsins Espanyol sendu spænska knattspyrnusambandinu kærubréf skömmu fyrir fyrri leik liðsins gegn Barcelona í meistarakeppninni í gær, því þeir segja granna sína hafa brotið reglur FIFA þegar þeir tefldu þeim Xavi og Carles Puyol fram í leiknum.

Fótbolti
Fréttamynd

Ósáttur við vinnubrögð Real Madrid

Arsene Wenger er lítt hrifinn af vinnubrögðum stjórnar spænska knattspyrnufélagsins Real Madrid og segir endalausar yfirlýsingar félagsins um leikmannakaup koma sér afar illa fyrir leikmenn annara liða.

Fótbolti
Fréttamynd

Tony Parker fingurbrotinn og missir af HM

Leikstjórnandinn Tony Parker getur ekki leikið með Frökkum á HM í körfubolta sem hefst í Japan á morgun eftir að í ljós kom að hann er fingurbrotinn. Þetta er gríðarlegt áfall fyrir franska landsliðið sem mætir gríðarlega sterku liði Argentínu strax í fyrsta leik sínum á morgun. Parker hefur þegar verið beðinn um að snúa aftur í herbúðir San Antonio Spurs í Bandaríkjunum, þar sem hann mun fá læknismeðferð.

Körfubolti
Fréttamynd

Beiðni Juventus vísað frá

Ítalska knattspyrnufélagið Juventus hafði ekki erindi sem erfiði í dag þegar forráðamenn þess áttu lokafund með ítalska knattspyrnusambandinu þar sem þeir reyndu að fá dóm félagsins mildaðan. Juventus þarf því að hefja leik í B-deildinni þar í landi með 17 sig í mínus eins og staðfest var fyrir dómi á dögunum.

Fótbolti
Fréttamynd

James, Wade og Anthony fyrirliðar

Mike Krzyzewski, þjálfari körfuboltalandsliðs Bandaríkjanna, hefur útnefnt þá LeBron James, Dwyane Wade og Carmelo Anthony sem fyrirliða liðsins á HM sem hefst í Japan á morgun. Þremenningarnir komu allir inn í NBA deildina árið 2003 og eru stigahæstu leikmenn bandaríska liðsins í þeim fimm undirbúningsleikjum sem það hefur spilað að undanförnu.

Körfubolti
Fréttamynd

Holyfield ætlar að keppa aftur

Fyrrum heimsmeistarinn í þungavigt, Evander Holyfield, hefur enn ekki sagt sitt síðasta í hringnum og ætlar að bjóða upp á eina endurkomuna enn. Holyfield hefur ekki barist síðan árið 2004, en þá tapaði hann svo illa að hnefaleikaleyfið var tekið af honum í New York.

Sport
Fréttamynd

Villenueve ræðst hart að Schumacher

Fyrrum heimsmeistarinn í Formúlu 1, Kanadamaðurinn Jacques Villenueve, er harðorður í garð Michael Schumacher hjá Ferrari og kallar hann lygara og bragðaref sem aldrei muni ná að festa sig í sessi sem goðsögn í íþróttinni vegna þessa.

Formúla 1
Fréttamynd

Spilum aldrei aftur á Amsterdam mótinu

Sir Alex Ferguson segir að það komi ekki til greina að lið Manchester United spili aftur á árlegu æfingamóti í Amsterdam eftir að þeir Paul Scholes og Wayne Rooney uppskáru þriggja leikja bann í ensku úrvalsdeildinni fyrir að láta reka sig af velli í leik gegn Porto á mótinu á dögunum.

Sport
Fréttamynd

Emerton framlengir við Blackburn

Ástralski landsliðsmaðurinn Brett Emerton hefur skrifað undir nýjan fjögurra ára samning við enska úrvalsdeildarfélagið Blackburn. Emerton gekk í raðir Blackburn frá hollenska liðinu Feyenoord árið 2003 fyrir 2,2 milljónir punda og er sjötti leikmaðurinn á skömmum tíma sem framlengir samning sinn við félagið, sem náði frábærum árangri í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.

Sport
Fréttamynd

Grönholm í forystu

Heimamaðurinn Marcus Grönholm hefur nauma forystu á heimsmeistarann Sebastien Loeb þegar eknar hafa verið 6 fyrstu leiðirnar í Finnlandsrallinu. Loeb hefur verið gjörsamlega óstöðvandi það sem af er tímabili rétt eins og undanfarin ár, en Grönholm er til alls líklegur á heimavelli sínum.

Sport
Fréttamynd

Við viljum fá Hargreaves

Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur staðfest að félagið hafi mikinn hug á að fá enska landsliðsmanninn Owen Hargreaves í sínar raðir frá Þýskalandsmeisturum Bayern Munchen.

Sport
Fréttamynd

Dirk Kuyt stóðst læknisskoðun

Hollenski landsliðsframherjinn Dirk Kuyt hefur staðist læknisskoðun hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Liverpool og er því formlega genginn í raðir félagsins frá Feyenoord. Kaupverðið er talið vera um 10 milljónir punda.

Sport
Fréttamynd

Verður ekki með um helgina

Varnarmaðurinn Ashley Cole hjá Arsenal verður ekki í leikmannahópi liðsins um helgina þegar það mætir Aston Villa í opnunarleik sínum í úrvalsdeildinni, þó hann sé heill heilsu og vilji spila. Þetta er vegna þeirrar miklu óvissu sem ríkir um framtíð hans hjá félaginu, en Cole hefur lengi verið orðaður við Englandsmeistara Chelsea.

Sport
Fréttamynd

Ég smellpassa inn í Norrköping

Sóknarmaðurinn Garðar Gunnlaugsson gekk í raðir sænska liðsins Norrköping fyrir skömmu og er að koma sér fyrir þar ytra. Hann hefur farið vel af stað í sænska boltanum og skorað tvö mörk í þeim þremur leikjum sem hann hefur leikið til þessa. Hann var ekki lengi að finna fjölina og segist smellpassa inn í liðið.

Fótbolti
Fréttamynd

Barcelona lagði Espanyol

Barcelona er í ágætum málum í meistarakeppninni á Spáni eftir 1-0 sigur á grönnum sínum í Espanyol í fyrri viðureign liðanna í kvöld, en leikurinn fór fram á heimavelli Espanyol. Ludovic Giuly skoraði sigurmark Barca rétt áður en flautað var til leikhlés eftir frábæran undirbúning Ronaldinho, en Eiður Smári Guðjohnsen fékk ekki tækifæri með liðinu að þessu sinni. Liðin eigast við öðru sinni á Nou Camp á sunnudag og verður sá leikur einnig sýndur beint á Sýn.

Fótbolti
Fréttamynd

Chelsea kærir fyrrum eiganda

Forráðamenn Englandsmeistara Chelsea hafa sent enska knattspyrnusambandinu formlega kvörtun vegna niðrandi ummæla og ásakana fyrrum eiganda félagsins Ken Bates í sinn garð. Bates er í dag eigandi Leeds United sem leikur í fyrstu deild.

Sport
Fréttamynd

Kanu til Portsmouth

Enska úrvalsdeildarfélagið Portsmouth hefur gengið frá eins árs samningi við Nígeríumanninn Kanu, sem áður lék til að mynda með Arsenal og West Brom. Kanu er 31 árs gamall og er fimmti leikmaðurinn sem Harry Redknapp kaupir í sumar. Redknapp er í miklum vandræðum með meiðsli framherja sinna og því ætti Kanu að reynast honum happafengur nú rétt fyrir upphaf leiktíðar á Englandi.

Sport
Fréttamynd

Barcelona yfir í hálfleik

Barcelona hefur yfir 1-0 gegn Espanyol þegar flautað hefur verið til leikhlés í viðureign liðanna um meistarabikarinn á Spáni. Það var Ludovic Giuly sem skoraði mark Börsunga á 43. mínútu eftir glæsilegan undirbúning Brasilíumannsins Ronaldinho. Eiður Smári Guðjohnsen er á varamannabekk Barcelona og kemur vonandi við sögu í síðari hálfleik. Leikur kvöldsins er sýndur beint á Sýn, líkt og síðari leikur liðanna á heimavelli Barcelona á sunnudaginn.

Fótbolti
Fréttamynd

Samningar í höfn við Indanapolis

Nú er ljóst að Formúla 1 verður áfram í boði í Bandaríkjunum, í það minnsta í eitt ár í viðbót, eftir að forráðamenn Indianapolis-kappakstursins náðu samkomulagi við Bernie Ecclestone um mótshald þar á næsta ári.

Formúla 1
Fréttamynd

Eiður Smári á bekknum

Eiður Smári Guðjohnsen er á varamannabekk Barcelona í kvöld þegar liðið mætir Espanyol í meistarakeppninni á Spáni sem er árleg viðureign Spánar- og bikarmeistaranna. Leikurinn er sýndur í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn.

Fótbolti
Fréttamynd

Chimbonda verður áfram hjá Wigan

Franski landsliðsbakvörðurinn Pascal Chimbonda segist muni verða áfram í herbúðum enska úrvalsdeildarliðsins Wigan, en hann fór fram á að verða seldur frá félaginu eftir síðasta leik liðsins í vor. Leikmaðurinn hefur verið orðaður við Tottenham í allt sumar, en staðfesti í samtali við Sky-sjónvarpsstöðina í dag að hann færi hvergi.

Sport
Fréttamynd

Fluttur á sjúkrahús í gær

Jens Lehmann var fluttur á sjúkrahús í Schalke í gærkvöld eftir að hann var nálægt því að falla í yfirlið þegar hann snæddi kvöldverð með félögum sínum í landsliðinu að loknum æfingaleik við Svía. Lehmann reyndist vera með of lágan blóðsykur og fékk að fara heim að lokinni læknisskoðun. Hann kom til Englands í dag þar sem hann mun gangast undir frekari skoðun áður en hann byrjar að æfa með Arsenal á ný.

Sport
Fréttamynd

Eiður Smári í leikmannahópi Barcelona

Eiður Smári Guðjohnsen verður í leikmannahópi Spánar- og Evrópumeistara Barcelona í kvöld þegar liðið tekur á móti Espanyol í meistarakeppninni sem markar upphaf keppnistímabilsins þar í landi. Þeir Gianluca Zambrotta og Lilian Thuram eru einnig í leikmannahópi Barcelona, en þeir komu til félagsins fyrir skömmu líkt og Eiður Smári.

Fótbolti
Fréttamynd

PGA-mótið í beinni á Sýn í kvöld

PGA-meistaramótið í golfi sem fram fer á Medinah-vellinum í Illinois hefst í kvöld og hest bein útsending frá mótinu klukkan 21:50. Það er Phil Mickelson sem á titil að verja á mótinu síðan í fyrra, en auk hans eru skráðir til leiks flestir af sterkustu kylfingum heims. Þetta er síðasta risamót sumarsins á PGA-mótaröðinni og Sýn verður með beinar útsendingar frá mótinu alla fjóra keppnisdagana.

Golf
Fréttamynd

Barcelona - Espanyol í beinni í kvöld

Fyrsti alvöruleikur Eiðs Smára Guðjohnsen með Evrópumeisturum Barcelona verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn í kvöld klukkan 20. Hér er á ferðinni viðureign Spánar- og bikarmeistara Barcelona og Espanyol. Það verður hinn óviðjafnanlegi Guðjón Guðmundsson sem lýsir leiknum og hefst útsendingin klukkan 19:50.

Fótbolti
Fréttamynd

Diarra er efstur á óskalistanum

Ramon Calderon, forseti spænska knattspyrnufélagsins Real Madrid, segir það algjört forgangsatriði fyrir félagið að landa afríska miðjumanninum Mahamadou Diarra frá franska liðinu Lyon. Real hefur einnig mikinn áhuga á að fá Jose Reyes frá Arsenal, en þó komi það ekki til greina nema Arsenal samþykki að selja hann á hóflega upphæð.

Fótbolti
Fréttamynd

Spilaði meiddur á HM

Jens Lehmann hefur gefið það upp að hann hafi spilað meiddur í hverjum einasta leik sínum fyrir hönd Þjóðverja á HM í sumar, því takkaskórnir frá Adidas sem þýsku leikmönnunum hafi verið skipað að spila í, hafi meitt sig.

Sport
Fréttamynd

Nýr samningur í sjónmáli fyrir Beckham

Forráðamenn Real Madrid segja stutt í að samningur David Beckham verði framlengdur við félagið og gæti nýr samningur náð allt fram til ársins 2009. Beckham gekk í raðir Real árið 2003 og líkar lífið vel á Spáni með fjölskyldu sinni. Hann mætti raunar of seint á æfingu liðsins í gærkvöldi eftir að hafa verið í heimalandi sínu að fylgjast með leik Englendinga og Grikkja og gæti átt yfir höfði sér sekt vegna þessa.

Fótbolti