Erlendar Boulahrouz kominn til Chelsea Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea gekk í dag formlega frá kaupum á hollenska varnarmanninum Khalid Boulahrouz frá þýska liðinu Hamburg. Leikmaðurinn er talinn hafa kostað Englandsmeistarana um 6 milljónir punda og hefur skrifað undir fjögurra ára samning. Hann er 24 ára gamall og hefur spilað 15 landsleiki fyrir Holland. Sport 21.8.2006 16:24 Breskir fjölmiðlar voru ósanngjarnir við Eriksson Tord Grip, fyrrum aðstoðarmaður landsliðsþjálfarans Sven-Göran Eriksson í starfstíð hans með enska landsliðið, segir að breskir fjölmiðlar hafi komið illa fram við Eriksson og bendir á að hann hafi ekki fengið það hrós sem hann átti skilið fyrir störf sín. Sport 21.8.2006 16:04 Segist vera á leið til Newcastle Framherjinn Obafemi Martins hjá Inter Milan á Ítalíu segir að samningaviðræður sínar við Newcastle séu að mestu í höfn og á von á að ganga til liðs við enska félagið á næstu dögum. Martins er ósáttur í herbúðum ítalska liðisins síðan það keypti til sín tvo sterka framherja á dögunum og vill ólmur komast til Englands. Fótbolti 21.8.2006 15:09 Spánverjar í góðum málum Spánverjar tryggðu sér í dag sæti í 16-liða úrslitunum á HM í körfubolta sem fram fer í Japan með öruggum 92-71 sigri á Þjóðverjum í dag. Spánverjar hafa unnið alla þrjá leiki sína á mótinu til þessa, en Þjóðverjar ættu að komast áfram þrátt fyrir tapið. Liðið hefur unnið tvo leiki og tapað einum. Körfubolti 21.8.2006 14:52 Hugleiddi að snúa aftur heim Hjálmar Þórarinsson, U21 landsliðsmaður Íslands, hefur fengið fá tækifæri með skoska úrvalsdeildarliðinu Hearts á þessu tímabili. Hjálmar er tvítugur og var hann í síðustu viku orðaður við 1. deildarliðið Hamilton í Skotlandi og var talað um það að félagið vildi fá hann að láni út þetta tímabil. Sport 20.8.2006 22:31 Ari fór beint í byrjunarliðið Valsmaðurinn Ari Freyr Skúlason var í byrjunarliði BK Häcken er liðið mætti Malmö FF í sænsku úrvalsdeildinni í gær. Ari gekk til liðs við félagið fyrir aðeins fáeinum vikum síðan og má því segja að hann hafi farið beint í byrjunarlið félagsins. Fótbolti 20.8.2006 22:31 Bayern eltist við Klose Bayern München hefur nú bæst í kapphlaupið um að tryggja sér þjónustu þýska landsliðsmannsins Miroslav Klose en leikmaðurinn er nú samningsbundinn Werder Bremen. Klose var nýlega valinn leikmaður ársins í Þýskalandi og sló þar að auki í gegn með Þýskalandi á HM í sumar. Fótbolti 20.8.2006 22:31 Glæsilegur sigur hjá Tiger Woods Tiger Woods sýndi fádæma öryggi í dag þegar hann sigraði með yfirburðum á PGA risamótinu á Medinah vellinum í Illinois. Woods lék lokahringinn í dag á 68 höggum og lauk keppni á 18 höggum undir pari eða fimm höggum á undan Shaun Micheel sem hafnaði í öðru sæti á 13 höggum undir pari. Þetta er 12. risatitill Woods á ferlinum og aðeins Jack Nicklaus (18) hefur unnið fleiri í sögunni. Golf 20.8.2006 22:48 Anelka vonast til að semja við Bolton Franski framherjinn Nicolas Anelka hjá tyrkneska liðinu Fenerbahce sagðist í samtali við franska fjölmiðla í dag vera að vonast eftir að geta gengið í raðir enska úrvalsdeildarliðsins Bolton á allra næstu dögum. Anelka er orðinn leiður á verunni í Tyrklandi og langar að snúa aftur í úrvalsdeildina þar sem hann hefur leikið með Arsenal, Liverpool og Manchester City. Sport 20.8.2006 21:24 Auðvelt hjá Evrópumeisturunum Evrópumeistarar Barcelona eru meistarar meistaranna á Spáni eftir öruggan 3-0 sigur á grönnum sínum í Espanyol í síðari leik liðanna í meistarakeppninni þar í landi. Deco skoraði tvö mörk í leiknum í kvöld, það síðara með glæsilegri hjólhestaspyrnu, og Xavi eitt. Eiður Smári Guðjohnsen spilaði síðari hálfleikinn með Barcelona, sem vann einvígið samanlagt 4-0. Fótbolti 20.8.2006 21:54 Bayern með fullt hús stiga Þýskalandsmeistarar Bayern Munchen eru með fullt hús stiga eftir tvær umferðir í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, en í dag vann liðið 2-1 sigur á nýliðum Bochum í tilþrifalitlum leik með mörkum frá Philip Lahm og Roy Makaay. Þá vann Stuttgart 3-2 sigur á Bielefeld þrátt fyrir að missa tvo menn af velli með rautt spjald. Bayern, Nurnberg og Werder Bremen erum með fullt hús stiga eftir tvær fyrstu umferðirnar. Fótbolti 20.8.2006 21:15 Eiður Smári spilar sinn fyrsta leik fyrir Barcelona Síðari hálfleikur í viðureign Barcelona og Espanyol er nú að hefjast og þar hefur dregið til tíðinda því Eiður Smári Guðjohnsen var að koma inná sem varamaður fyrir Samuel Eto´o og er þar með að spila sinn fyrsta alvöru leik fyrir Katalóníurisann. Leikurinn er sýndur beint á Sýn Extra. Fótbolti 20.8.2006 21:07 Woods í forystu Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods hefur forystu á PGA risamótinu í golfi sem nú stendur yfir á Medinah-vellinum í Illinois-fylki. Woods hefur náð þriggja högga forystu eftir fyrstu sex holurnar á lokahringnum, en næstur honum kemur David Weir. Sýn er með beina útsendingu frá mótinu. Golf 20.8.2006 20:52 Barcelona leiðir í hálfleik Barcelona hefur yfir 2-0 þegar flautað hefur verið til hálfleiks í síðari leik liðsins við Espanyol um titilinn meistarar meistaranna á Spáni. Xavi og Deco skoruðu mörk Barcelona í upphafi hálfleiksins og mikið má vera ef landsliðsfyrirliðinn Eiður Smári Guðjohnsen fær ekki tækifæri í þeim síðari, en Barcelona er svo gott sem búið að tryggja sér sigur í keppninni. Leikurinn er sýndur beint á Sýn Extra. Fótbolti 20.8.2006 20:50 Töfrabrögðin byrjuð á Nou Camp Síðari leikur Barcelona og Espanyol á Nývangi í Barcelona er nú nýhafinn, en þetta er síðari leikur liðanna í meistarakeppninni á Spáni. Það tók galdramanninn Ronaldinho ekki nema tæpar þrjár mínútur að leika uppi félaga sinn Xavi, sem skoraði með góðum skalla og kom Barca yfir. Eiður Smári Guðjohnsen er á varamannabekk Barcelona, sem þar með er komið yfir 2-0 samanlagt í einvíginu. Leikurinn er sýndur beint á Sýn Extra. Fótbolti 20.8.2006 20:08 Larsson kærður fyrir líkamsárás? Framherjinn knái, Henrik Larsson hjá sænska liðinu Helsingborg, gæti átt yfir höfði sér lögreglukæru fyrir líkamsárás eftir að sannað þykir að hann hafi kýlt mótherja sinn í magann í bikarleik Helsingborg og Elfsborg í gær. Leikmaðurinn sem varð fyrir högginu þurfti að fara meiddur af velli í kjölfarið. Fótbolti 20.8.2006 18:29 Við spiluðum eins vel og ég þorði að vona Jose Mourinho var mjög ánægður með frammistöðu sinna manna í Chelsea í dag eftir að liðið vann nokkuð öruggan 3-0 sigur á Manchester City. Hann segir sína menn hafa spilað eins vel og hann þorði að vona fyrir leikinn. Sport 20.8.2006 18:05 Auðvelt hjá meisturunum Englandsmeistarar Chelsea hefja titilvörnina með stæl í ensku úrvalsdeidinni og í dag vann liðið auðveldan sigur á Manchester City 3-0 á Stamford Bridge. John Terry og Frank Lampard komu Chelsea í 2-0 í fyrri hálfleik og Didier Drogba bætti því þriðja við á 78 mínútu með glæsilegum skalla. Bernardo Corradi fékk að líta rauða spjaldið hjá City á 63. mínútu. Sport 20.8.2006 16:55 Þurfum sem betur fer ekki að spila við United í hverri viku Chris Coleman, stjóri Fulham, átti fá svör við stóru tapi sinna manna fyrir Manchester United á Old Trafford í dag og sagði að heimamenn hefðu einfaldlega valtað yfir sitt lið. Sport 20.8.2006 16:19 Diarra gerir fimm ára samning við Real Real Madrid hefur gert fimm ára samning við Malímanninn Mahamadou Diarra sem kemur frá frönsku meisturunum Lyon. Diarra verður formlega kynntur til leiks sem nýr leikmaður Real eftir helgina, en á að vísu eftir að standast læknisskoðun hjá spænska félaginu. Fótbolti 20.8.2006 16:00 Meistararnir í góðum málum Englandsmeistarar Chelsea byrja titilvörnina með ágætum, en liðið hefur örugga 2-0 forystu þegar flautað hefur verið til leikhlés í viðureign þeirra við Manchester City á Stamford Bridge. Það var varnarjaxlinn John Terry sem opnaði markareikninginn á 11. mínútu og félagi hans í enska landsliðinu, Frank Lampard, bætti við öðru marki á 25. mínútu þegar skot hans hrökk af varnarmanni og í netið. Sport 20.8.2006 15:40 Riise og Carragher verða frá í 2-3 vikur Forráðamenn Liverpool hafa staðfest að varnarmennirnir Jamie Carragher og John Arne Riise verði báðir frá æfingum í 2-3 vikur eftir að þeir þurftu báðir að yfirgefa völlinn meiddir í leiknum gegn Sheffield United í gær. Þetta þýðir að bikarmeistararnir verða án krafta þeirra í Evrópuleiknum gegn Maccabi Haifa í Kænugarði á þriðjudaginn. Sport 20.8.2006 15:31 Mótmælir leikbanni sínu harðlega Wayne Rooney, leikmaður Manchester United, er sagður hafa skrifað enska knattspyrnusambandinu harðort bréf þar sem hann hótar að draga úr kynningarstörfum sínum fyrir sambandið til að mótmæla þriggja leikja banninu sem hann var settur í á dögunum fyrir að fá rautt spjald í æfingaleik. Sport 20.8.2006 15:19 Leikur Chelsea og Man City að hefjast Englandsmeistarar Chelsea hefja titilvörnina á heimavelli sínum gegn Manchester City nú klukkan 15. Michael Ballack er ekki í byrjunarliði Chelsea, en hann á við meiðsli að stríða. Úkraínski framherjinn Andriy Shevchenko er í fremstu víglínu hjá Englandsmeisturunum. Sport 20.8.2006 14:59 Barcelona - Espanyol í beinni í kvöld Síðari leikur Barcelona og Espanyol í meistarakeppninni á Spáni verður sýndur í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn Extra í kvöld. Þetta er síðari leikur liðanna, en Barcelona vann þann fyrri 1-0 á útivelli. Eiður Smári Guðjohnsen er í leikmannahópi Börsunga í kvöld og fær vonandi að spreyta sig í fyrsta alvöru leik sínum með liðinu. Útsending á Sýn Extra hefst klukkan 19:55. Fótbolti 20.8.2006 14:30 Frábær byrjun hjá Manchester United Manchester United byrjar leiktíðina með tilþrifum í ensku úrvalsdeildinni, en í dag vann liðið 5-1 stórsigur á Heiðari Helgusyni og félögum í Fulham á Old Trafford í Manchester. Wayne Rooney skoraði tvö mörk, Cristiano Ronaldo og Louis Saha eitt hvor og eitt markið var sjálfsmark. Það var okkar maður Heiðar sem minnkaði muninn fyrir Fulham eftir að skot hans hrökk af Rio Ferdinand og í netið. Sport 20.8.2006 14:21 Öruggt hjá Bandaríkjamönnum Bandaríkjamenn unnu auðveldan sigur á Kínverjum 121-90 í öðrum leik sínum á HM í körfubolta sem fram fer í Japan um þessar mundir. Dwyane Wade skoraði 26 stig fyrir bandaríska liðið og þeir Carmelo Anthony og Dwight Howard skoruðu 16 hvor. Yao Ming skoraði 21 stig fyrir Kínverja, sem hafa tapað báðum leikjum sínum illa á mótinu. Körfubolti 20.8.2006 14:02 Grönholm sigraði Heimamaðurinn Marcus Grönholm á Ford vann í dag öruggan sigur í Finnlandsrallinu. Grönholm hefur verið nær ósigrandi í þessari keppni undanfarin ár og kom í mark rúmri mínútu á undan heimsmeistaranum Sebastien Loeb frá Frakklandi sem ekur á Citroen. Mikko Hirvonen á Ford, sem einnig er heimamaður, varð þriðji. Sebastien Loeb hefur þó þægilegt forskot í stigakeppninni til heimsmeistara. Sport 20.8.2006 13:59 Þarf í aðgerð vegna heilaæxlis Gamla brýnið Sir Bobby Robson þarf að gangast undir aðgerð á næstunni eftir að lítið æxli fannst við heila hans. Þetta er í þriðja sinn sem Robson þarf í aðger vegna krabbameins, en hann segir þessa aðgerð vera nokkuð saklausa því æxlið sé ekki á hættulegum stað og segir lækna tjá sér að lítil hætta sé á ferðum í aðgerðinni. Sport 20.8.2006 13:40 Lampard vill ljúka ferlinum hjá Chelsea Miðjumaðurinn Frank Lampard hjá Chelsea segist vilja ljúka ferlinum hjá félaginu og segist ekki hafa áhuga á að fara til Spánar eins og er. Lampard er 28 ára gamall og á þrjú ár eftir af fimm ára samningi sem hann skrifaði undir hjá Chelsea árið 2004. Sport 20.8.2006 13:28 « ‹ 128 129 130 131 132 133 134 135 136 … 264 ›
Boulahrouz kominn til Chelsea Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea gekk í dag formlega frá kaupum á hollenska varnarmanninum Khalid Boulahrouz frá þýska liðinu Hamburg. Leikmaðurinn er talinn hafa kostað Englandsmeistarana um 6 milljónir punda og hefur skrifað undir fjögurra ára samning. Hann er 24 ára gamall og hefur spilað 15 landsleiki fyrir Holland. Sport 21.8.2006 16:24
Breskir fjölmiðlar voru ósanngjarnir við Eriksson Tord Grip, fyrrum aðstoðarmaður landsliðsþjálfarans Sven-Göran Eriksson í starfstíð hans með enska landsliðið, segir að breskir fjölmiðlar hafi komið illa fram við Eriksson og bendir á að hann hafi ekki fengið það hrós sem hann átti skilið fyrir störf sín. Sport 21.8.2006 16:04
Segist vera á leið til Newcastle Framherjinn Obafemi Martins hjá Inter Milan á Ítalíu segir að samningaviðræður sínar við Newcastle séu að mestu í höfn og á von á að ganga til liðs við enska félagið á næstu dögum. Martins er ósáttur í herbúðum ítalska liðisins síðan það keypti til sín tvo sterka framherja á dögunum og vill ólmur komast til Englands. Fótbolti 21.8.2006 15:09
Spánverjar í góðum málum Spánverjar tryggðu sér í dag sæti í 16-liða úrslitunum á HM í körfubolta sem fram fer í Japan með öruggum 92-71 sigri á Þjóðverjum í dag. Spánverjar hafa unnið alla þrjá leiki sína á mótinu til þessa, en Þjóðverjar ættu að komast áfram þrátt fyrir tapið. Liðið hefur unnið tvo leiki og tapað einum. Körfubolti 21.8.2006 14:52
Hugleiddi að snúa aftur heim Hjálmar Þórarinsson, U21 landsliðsmaður Íslands, hefur fengið fá tækifæri með skoska úrvalsdeildarliðinu Hearts á þessu tímabili. Hjálmar er tvítugur og var hann í síðustu viku orðaður við 1. deildarliðið Hamilton í Skotlandi og var talað um það að félagið vildi fá hann að láni út þetta tímabil. Sport 20.8.2006 22:31
Ari fór beint í byrjunarliðið Valsmaðurinn Ari Freyr Skúlason var í byrjunarliði BK Häcken er liðið mætti Malmö FF í sænsku úrvalsdeildinni í gær. Ari gekk til liðs við félagið fyrir aðeins fáeinum vikum síðan og má því segja að hann hafi farið beint í byrjunarlið félagsins. Fótbolti 20.8.2006 22:31
Bayern eltist við Klose Bayern München hefur nú bæst í kapphlaupið um að tryggja sér þjónustu þýska landsliðsmannsins Miroslav Klose en leikmaðurinn er nú samningsbundinn Werder Bremen. Klose var nýlega valinn leikmaður ársins í Þýskalandi og sló þar að auki í gegn með Þýskalandi á HM í sumar. Fótbolti 20.8.2006 22:31
Glæsilegur sigur hjá Tiger Woods Tiger Woods sýndi fádæma öryggi í dag þegar hann sigraði með yfirburðum á PGA risamótinu á Medinah vellinum í Illinois. Woods lék lokahringinn í dag á 68 höggum og lauk keppni á 18 höggum undir pari eða fimm höggum á undan Shaun Micheel sem hafnaði í öðru sæti á 13 höggum undir pari. Þetta er 12. risatitill Woods á ferlinum og aðeins Jack Nicklaus (18) hefur unnið fleiri í sögunni. Golf 20.8.2006 22:48
Anelka vonast til að semja við Bolton Franski framherjinn Nicolas Anelka hjá tyrkneska liðinu Fenerbahce sagðist í samtali við franska fjölmiðla í dag vera að vonast eftir að geta gengið í raðir enska úrvalsdeildarliðsins Bolton á allra næstu dögum. Anelka er orðinn leiður á verunni í Tyrklandi og langar að snúa aftur í úrvalsdeildina þar sem hann hefur leikið með Arsenal, Liverpool og Manchester City. Sport 20.8.2006 21:24
Auðvelt hjá Evrópumeisturunum Evrópumeistarar Barcelona eru meistarar meistaranna á Spáni eftir öruggan 3-0 sigur á grönnum sínum í Espanyol í síðari leik liðanna í meistarakeppninni þar í landi. Deco skoraði tvö mörk í leiknum í kvöld, það síðara með glæsilegri hjólhestaspyrnu, og Xavi eitt. Eiður Smári Guðjohnsen spilaði síðari hálfleikinn með Barcelona, sem vann einvígið samanlagt 4-0. Fótbolti 20.8.2006 21:54
Bayern með fullt hús stiga Þýskalandsmeistarar Bayern Munchen eru með fullt hús stiga eftir tvær umferðir í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, en í dag vann liðið 2-1 sigur á nýliðum Bochum í tilþrifalitlum leik með mörkum frá Philip Lahm og Roy Makaay. Þá vann Stuttgart 3-2 sigur á Bielefeld þrátt fyrir að missa tvo menn af velli með rautt spjald. Bayern, Nurnberg og Werder Bremen erum með fullt hús stiga eftir tvær fyrstu umferðirnar. Fótbolti 20.8.2006 21:15
Eiður Smári spilar sinn fyrsta leik fyrir Barcelona Síðari hálfleikur í viðureign Barcelona og Espanyol er nú að hefjast og þar hefur dregið til tíðinda því Eiður Smári Guðjohnsen var að koma inná sem varamaður fyrir Samuel Eto´o og er þar með að spila sinn fyrsta alvöru leik fyrir Katalóníurisann. Leikurinn er sýndur beint á Sýn Extra. Fótbolti 20.8.2006 21:07
Woods í forystu Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods hefur forystu á PGA risamótinu í golfi sem nú stendur yfir á Medinah-vellinum í Illinois-fylki. Woods hefur náð þriggja högga forystu eftir fyrstu sex holurnar á lokahringnum, en næstur honum kemur David Weir. Sýn er með beina útsendingu frá mótinu. Golf 20.8.2006 20:52
Barcelona leiðir í hálfleik Barcelona hefur yfir 2-0 þegar flautað hefur verið til hálfleiks í síðari leik liðsins við Espanyol um titilinn meistarar meistaranna á Spáni. Xavi og Deco skoruðu mörk Barcelona í upphafi hálfleiksins og mikið má vera ef landsliðsfyrirliðinn Eiður Smári Guðjohnsen fær ekki tækifæri í þeim síðari, en Barcelona er svo gott sem búið að tryggja sér sigur í keppninni. Leikurinn er sýndur beint á Sýn Extra. Fótbolti 20.8.2006 20:50
Töfrabrögðin byrjuð á Nou Camp Síðari leikur Barcelona og Espanyol á Nývangi í Barcelona er nú nýhafinn, en þetta er síðari leikur liðanna í meistarakeppninni á Spáni. Það tók galdramanninn Ronaldinho ekki nema tæpar þrjár mínútur að leika uppi félaga sinn Xavi, sem skoraði með góðum skalla og kom Barca yfir. Eiður Smári Guðjohnsen er á varamannabekk Barcelona, sem þar með er komið yfir 2-0 samanlagt í einvíginu. Leikurinn er sýndur beint á Sýn Extra. Fótbolti 20.8.2006 20:08
Larsson kærður fyrir líkamsárás? Framherjinn knái, Henrik Larsson hjá sænska liðinu Helsingborg, gæti átt yfir höfði sér lögreglukæru fyrir líkamsárás eftir að sannað þykir að hann hafi kýlt mótherja sinn í magann í bikarleik Helsingborg og Elfsborg í gær. Leikmaðurinn sem varð fyrir högginu þurfti að fara meiddur af velli í kjölfarið. Fótbolti 20.8.2006 18:29
Við spiluðum eins vel og ég þorði að vona Jose Mourinho var mjög ánægður með frammistöðu sinna manna í Chelsea í dag eftir að liðið vann nokkuð öruggan 3-0 sigur á Manchester City. Hann segir sína menn hafa spilað eins vel og hann þorði að vona fyrir leikinn. Sport 20.8.2006 18:05
Auðvelt hjá meisturunum Englandsmeistarar Chelsea hefja titilvörnina með stæl í ensku úrvalsdeidinni og í dag vann liðið auðveldan sigur á Manchester City 3-0 á Stamford Bridge. John Terry og Frank Lampard komu Chelsea í 2-0 í fyrri hálfleik og Didier Drogba bætti því þriðja við á 78 mínútu með glæsilegum skalla. Bernardo Corradi fékk að líta rauða spjaldið hjá City á 63. mínútu. Sport 20.8.2006 16:55
Þurfum sem betur fer ekki að spila við United í hverri viku Chris Coleman, stjóri Fulham, átti fá svör við stóru tapi sinna manna fyrir Manchester United á Old Trafford í dag og sagði að heimamenn hefðu einfaldlega valtað yfir sitt lið. Sport 20.8.2006 16:19
Diarra gerir fimm ára samning við Real Real Madrid hefur gert fimm ára samning við Malímanninn Mahamadou Diarra sem kemur frá frönsku meisturunum Lyon. Diarra verður formlega kynntur til leiks sem nýr leikmaður Real eftir helgina, en á að vísu eftir að standast læknisskoðun hjá spænska félaginu. Fótbolti 20.8.2006 16:00
Meistararnir í góðum málum Englandsmeistarar Chelsea byrja titilvörnina með ágætum, en liðið hefur örugga 2-0 forystu þegar flautað hefur verið til leikhlés í viðureign þeirra við Manchester City á Stamford Bridge. Það var varnarjaxlinn John Terry sem opnaði markareikninginn á 11. mínútu og félagi hans í enska landsliðinu, Frank Lampard, bætti við öðru marki á 25. mínútu þegar skot hans hrökk af varnarmanni og í netið. Sport 20.8.2006 15:40
Riise og Carragher verða frá í 2-3 vikur Forráðamenn Liverpool hafa staðfest að varnarmennirnir Jamie Carragher og John Arne Riise verði báðir frá æfingum í 2-3 vikur eftir að þeir þurftu báðir að yfirgefa völlinn meiddir í leiknum gegn Sheffield United í gær. Þetta þýðir að bikarmeistararnir verða án krafta þeirra í Evrópuleiknum gegn Maccabi Haifa í Kænugarði á þriðjudaginn. Sport 20.8.2006 15:31
Mótmælir leikbanni sínu harðlega Wayne Rooney, leikmaður Manchester United, er sagður hafa skrifað enska knattspyrnusambandinu harðort bréf þar sem hann hótar að draga úr kynningarstörfum sínum fyrir sambandið til að mótmæla þriggja leikja banninu sem hann var settur í á dögunum fyrir að fá rautt spjald í æfingaleik. Sport 20.8.2006 15:19
Leikur Chelsea og Man City að hefjast Englandsmeistarar Chelsea hefja titilvörnina á heimavelli sínum gegn Manchester City nú klukkan 15. Michael Ballack er ekki í byrjunarliði Chelsea, en hann á við meiðsli að stríða. Úkraínski framherjinn Andriy Shevchenko er í fremstu víglínu hjá Englandsmeisturunum. Sport 20.8.2006 14:59
Barcelona - Espanyol í beinni í kvöld Síðari leikur Barcelona og Espanyol í meistarakeppninni á Spáni verður sýndur í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn Extra í kvöld. Þetta er síðari leikur liðanna, en Barcelona vann þann fyrri 1-0 á útivelli. Eiður Smári Guðjohnsen er í leikmannahópi Börsunga í kvöld og fær vonandi að spreyta sig í fyrsta alvöru leik sínum með liðinu. Útsending á Sýn Extra hefst klukkan 19:55. Fótbolti 20.8.2006 14:30
Frábær byrjun hjá Manchester United Manchester United byrjar leiktíðina með tilþrifum í ensku úrvalsdeildinni, en í dag vann liðið 5-1 stórsigur á Heiðari Helgusyni og félögum í Fulham á Old Trafford í Manchester. Wayne Rooney skoraði tvö mörk, Cristiano Ronaldo og Louis Saha eitt hvor og eitt markið var sjálfsmark. Það var okkar maður Heiðar sem minnkaði muninn fyrir Fulham eftir að skot hans hrökk af Rio Ferdinand og í netið. Sport 20.8.2006 14:21
Öruggt hjá Bandaríkjamönnum Bandaríkjamenn unnu auðveldan sigur á Kínverjum 121-90 í öðrum leik sínum á HM í körfubolta sem fram fer í Japan um þessar mundir. Dwyane Wade skoraði 26 stig fyrir bandaríska liðið og þeir Carmelo Anthony og Dwight Howard skoruðu 16 hvor. Yao Ming skoraði 21 stig fyrir Kínverja, sem hafa tapað báðum leikjum sínum illa á mótinu. Körfubolti 20.8.2006 14:02
Grönholm sigraði Heimamaðurinn Marcus Grönholm á Ford vann í dag öruggan sigur í Finnlandsrallinu. Grönholm hefur verið nær ósigrandi í þessari keppni undanfarin ár og kom í mark rúmri mínútu á undan heimsmeistaranum Sebastien Loeb frá Frakklandi sem ekur á Citroen. Mikko Hirvonen á Ford, sem einnig er heimamaður, varð þriðji. Sebastien Loeb hefur þó þægilegt forskot í stigakeppninni til heimsmeistara. Sport 20.8.2006 13:59
Þarf í aðgerð vegna heilaæxlis Gamla brýnið Sir Bobby Robson þarf að gangast undir aðgerð á næstunni eftir að lítið æxli fannst við heila hans. Þetta er í þriðja sinn sem Robson þarf í aðger vegna krabbameins, en hann segir þessa aðgerð vera nokkuð saklausa því æxlið sé ekki á hættulegum stað og segir lækna tjá sér að lítil hætta sé á ferðum í aðgerðinni. Sport 20.8.2006 13:40
Lampard vill ljúka ferlinum hjá Chelsea Miðjumaðurinn Frank Lampard hjá Chelsea segist vilja ljúka ferlinum hjá félaginu og segist ekki hafa áhuga á að fara til Spánar eins og er. Lampard er 28 ára gamall og á þrjú ár eftir af fimm ára samningi sem hann skrifaði undir hjá Chelsea árið 2004. Sport 20.8.2006 13:28