Erlendar Auðvelt hjá Tottenham Tottenham vann í kvöld góðan 2-0 sigur á nýliðum Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Dimitar Berbatov opnaði markareikning sinn fyrir Lundúnaliðið á 7. mínútu og Jermaine Jenas bætti við öðru markinu 10 mínútum síðar. Tottenham réði ferðinni lengst af en náði ekki að bæta við mörkum. Watford og West Ham skildu jöfn 1-1 með mörkum frá Marlon King og Bobby Zamora. Sport 22.8.2006 20:51 Naumt hjá Liverpool Liverpool er komið í riðlakeppni meistaradeildar Evrópu eftir 1-1 jafntefli við ísraelska liðið Maccabi Haifa á hlutlausum velli í Kænugarði í kvöld. Liverpool vann því samanlagt 3-2. Peter Crouch kom enska liðinu yfir á 54 mínútu með góðum skalla en ísraelska liðið svaraði aðeins örfáum mínútum síðar. Lengra komust Maccabi-menn þó ekki og Liverpool slapp með skrekkinn. Fótbolti 22.8.2006 20:32 Tottenham yfir gegn Sheffield United Leikmenn Tottenham Hotspur eru að eiga nokkuð náðugan dag gegn Sheffield United í viðureign liðanna í ensku úrvalsdeildinni og hafa yfir 2-0 í leikhléi. Dimitar Berbatov skoraði sitt fyrsta mark fyrir Tottenham á 7. mínútu og Jermaine Jenas bætti öðru við aðeins 10 mínútum síðar. Robbie Keane átti stóran þátt í báðum mörkunum og nýliðarnir frá Sheffield virðast fá svör eiga við leik Lundúnaliðsins. Sport 22.8.2006 19:53 Crouch kemur Liverpool yfir Peter Crouch hefur komið Liverpool yfir 1-0 gegn Maccabi Haifa í leik liðanna í Kænugarði, en hann skoraði með skalla á 54. mínútu eftir laglegan undirbúning frá Jermain Pennant. Liverpool er því komið í 3-1 samanlagt í einvígi liðanna og ætti að vera komið með annan fótinn áfram. Hægt er að fylgjast vel með stöðu mála í leikjum kvöldsins á úrslitaþjónustunni hér á Vísi. Fótbolti 22.8.2006 19:47 Jafnt í hálfleik í Kænugarði Staðan í leik Maccabi Haifa og Liverpool er 0-0 þegar flautað hefur verið til leikhlés í viðureign liðanna í forkeppni meistaradeildarinnar í Kænugarði. Þá hefur spænska liðið Osasuna yfir 1-0 gegn þýska liðinu Hamburger SV í sömu keppni og AC Milan náði forystunni snemma á útivelli gegn Rauðu Stjörnunni frá Belgrad. Fótbolti 22.8.2006 19:36 Reyes fer ekki til Real Madrid Arsene Wenger segir að ekkert verði af því fyrir lokun félagaskiptagluggans að Jose Antonio Reyes fari til Real Madrid eins og mikið hefur verið rætt um í fjölmiðlum undanfarnar vikur. Wenger segir að engin tilboð hafi borist frá spænska félaginu og því sé leikmaðurinn ekki að fara neitt. Fótbolti 22.8.2006 18:52 Gerrard á bekknum hjá Liverpool Leikur Maccabi Haifa og Liverpool í forkeppni meistaradeildar Evrópu hefst nú klukkan 18:30 og verður sýndur í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn. Steven Gerrard er á varamannabekknum hjá Liverpool í Kænugarði. Fótbolti 22.8.2006 18:23 PSV samþykkir tilboð Blackburn í Ooijer Hollenska knattspyrnufélagið PSV Eindhoven hefur samþykkt kauptilboð enska úrvalsdeildarfélagsins Blackburn í hollenska landsliðsmanninn Andre Ooijer. Hann er 32 ára gamall og kaupverðið er sagt í kring um 2,1 milljón punda. Ooijer mun væntanlega skrifa undir tveggja ára samning við enska félagið fljótlega. Sport 22.8.2006 17:28 Boumsong til Juventus Franski landsliðsmaðurinn Jean Alain Boumsong hefur gengið frá samningi við ítalska liðið Juventus. Newcastle er talið hafa fengið um 3,3 milljónir punda fyrir hinn 26 ára gamla miðvörð, sem aldrei náði sér á strik í ensku úrvalsdeildinni. Fótbolti 22.8.2006 17:24 Stjarnan fer til Króatíu Í dag var dregið íum hvaða lið mætast í fyrstu umferðum Evrópukeppni félagsliða og bikarhafa í handbolta. Bikarmeistarar Stjörnunnar mæta Agram Medvescak frá Zagreb í annari umferð Evrópukeppni bikarhafa og Haukar úr Hafnarfirði mæta annað hvort rúmenska liðinu HCM Constanta eða ítalska liðinu Conversano. Fyrri leikir íslensku liðanna fara fram ytra um mánaðarmótin september/október. Sport 22.8.2006 16:03 Enska knattspyrnusambandið kærir Fulham Enska úrvalsdeildarfélagið Fulham hefur fengið á sig kæru frá enska knattspyrnusambandinu fyrir að hafa ekki hemil á stuðningsmönnum sínum í sigurleiknum gegn Chelsea á Craven Cottage þann 19. mars síðastliðinn. Mikill hiti var í leikmönnum í viðureign liðanna og sömu sögu var að segja eftir að flautað var af, því þá ruddust stuðningsmenn beggja liða inn á völlinn. Fulham fær frest til 5. september til að svara fyrir sig í málinu. Sport 22.8.2006 15:55 Smith í góðu formi í gær Framherjinn Alan Smith spilaði 66 mínútur með varaliði Manchester United í gær þegar það burstaði Preston 7-2. Smith sagðist allur vera koma til eftir leikinn og ætlar að spila einn eða tvo varaliðsleiki í viðbót áður en hann snýr aftur í aðalliðiði. Talið er að Smith gæti jafnvel komið inn í leikmannahóp United fyrir leikinn gegn Tottenham þann 9. september, en aðeins 185 dagar eru síðan hann fótbrotnaði mjög illa í leik gegn Liverpool. Sport 22.8.2006 15:51 Ítalir, Grikkir og Tyrkir áfram Ítalir, Grikkir og Tyrkir tryggðu sér í dag sæti í 16-liða úrslitunum á HM í körfubolta sem fram fer í Japan. Áður höfðu Bandaríkjamenn tryggt sæti sitt þar, en öll fjögur liðin hafa unnið sigra í þremur fyrstu leikjum sínum á mótinu. Körfubolti 22.8.2006 15:27 Phillips á förum frá Villa Fyrrum landsliðsmaðurinn Kevin Phillips er á förum frá enska úrvalsdeildarfélaginu Aston Villa, en félagið hefur samþykkti kauptilboð frá 1. deildarfélögunum Sunderland og West Brom í framherjann. Phillips lék á sínum tíma með Sunderland, en Bryan Robson segist viss um að hann geti sannfært hann um að ganga í raðir West Brom. Sport 22.8.2006 14:36 Maccabi - Liverpool í beinni á Sýn í kvöld Síðari leikur Maccabi Haifa og Liverpool í forkeppni meistaradeildar Evrópu verður sýndur beint á Sýn í kvöld klukkan 18:25. Leikurinn verður spilaður í Kænugarði í Úkraínu vegna eldfims ástands sem ríkir í Ísrael þessa dagana, en enska liðið hefur nauma 2-1 forystu eftir fyrri leikinn og þarf því að halda vel á spöðunum í kvöld. Sport 22.8.2006 14:20 Todd fer ekki í leikbann Varnarmaðurinn Andy Todd fer ekki í leikbann með liði sínu Blackburn í ensku úrvalsdeildinni eftir að hann fékk rauða spjaldið sem hann fékk gegn Portsmouth um helgina dregið til baka eftir áfrýjun. Todd var sendur af velli fyrir að hafa brotið á framherjanum Kanu hjá Portsmouth, en dómurinn þótti afar strangur. Ástralski landsliðsmaðurinn Lucas Neill fékk einnig að líta rauða spjaldið fyrir brot á Kanu í sama leik. Sport 22.8.2006 14:17 Bayern hótar að kæra Man Utd Forráðamenn Þýskalandsmeistara Bayern Munchen hafa nú fengið sig fullsadda af sápuóperunni í kring um enska landsliðsmanninn Owen Hargreaves og hafa nú hótað að kæra Manchester United til FIFA ef félagið hættir ekki að lýsa yfir áhuga sínum á að kaupa leikmanninn. Hargreaves er samningsbundinn Bayern til ársins 2010. Sport 22.8.2006 14:11 Wenger hefur gert tilboð í Gallas Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segir að hann sé búinn að gera tilboð í franska varnarmanninn William Gallas hjá Chelsea, en segir engan botn vera kominn í mál Ashley Cole. Wenger segir jafn líklegt að hann verði áfram í herbúðum Arsenal eins og hann fari til Chelsea. Sport 22.8.2006 14:03 Inter samþykkir tilboð Newcastle Ítölsku meistararnir Inter Milano hafa samþykkt 10 milljón punda tilboð enska úrvalsdeildarfélagsins Newcastle í sóknarmanninn Obafemi Martins og að sögn stjórnarformanns Newcastle er það nú alfarið í höndum hins 21 árs gamla framherja að klára að semja um kaup og kjör svo af félagaskiptum hans geti orðið. Sport 22.8.2006 13:52 Auðvelt hjá Bandaríkjamönnum Bandaríkjamenn tryggðu sér í dag sæti í 16-liða úrslitunum á HM í körfubolta þegar þeir lögðu Slóvena nokkuð örugglega í Sapporo 114-95. Sigur Bandaríkjamanna var aldrei í hættu í dag en á morgun mætir liðið sterku liði Ítala sem er taplaust í keppninni til þessa. Dwyane Wade var stigahæstur Bandaríkjamanna með 20 stig, LeBron James skoraði 19 stig og Elton Brand skoraði 16 stig. Körfubolti 22.8.2006 13:28 Speed framlengir hjá Bolton Miðjumaðurinn Gary Speed hefur framlengt samning sinn við enska úrvalsdeildarfélagið Bolton um tvö ár. Speed er 36 ára gamall fyrrum landsliðsmaður Wales og kom til Bolton frá Newcastle fyrir tveimur árum. Sam Allardyce segist mjög ánægður með ákvörðun Speed að vera áfram hjá félaginu og segir hann koma með ómetanega reynslu inn í leikmannahóp liðsins. Sport 21.8.2006 19:15 Ráðleggur Hargreaves að halda kjafti Uli Hoeness, framkvæmdastjóri Þýskalandsmeistara Bayern Munchen, er orðinn þreyttur á endalausum yfirlýsingum enska landsliðsmannsins Owen Hargreaves um draum sinn um að ganga í raðir Manchester United. Hoeness segir að Hargreaves væri hollara að fara að halda sér saman. Fótbolti 21.8.2006 18:55 Benitez fékk að heyra það Liðsmenn Liverpool hafa ekki átt þægilegt ferðalag til Kænugarðs í Úkraínu í dag þar sem liðið mætir ísraelska liðinu Maccabi Haifa öðru sinni í forkeppni meistaradeildarinnar annað kvöld. Miklar tafir urðu á ferðalagi leikmanna Liverpool til Kænugarðs og þegar þangað kom, þurfti Rafael Benitez að sitja undir árásum ísraelskra blaðamanna sem kenndu honum um að leikurinn hefði verið færður á hlutlausan völl. Fótbolti 21.8.2006 19:30 Blackburn sendir inn kvörtun vegna Todd Enska úrvalsdeildarfélagið Blackburn hefur sent knattspyrnusambandinu kvörtun vegna brottvísunar Andy Todd í leiknum gegn Portsmouth um helgina. Todd fékk tvö gul spjöld og þar með rautt í leiknum og þykir forráðamönnum Blackburn þessi dómur hafa verið afar loðinn. Sport 21.8.2006 17:41 Boltinn er í höndum Fenerbahce Sam Allardyce hefur viðurkennt að Bolton sé í viðræðum við tyrkneska félagið Fenerbahce um kaup á framherjanum Nicolas Anelka og segist upp með sér yfir áhuga franska leikmannsins á að ganga í raðir Bolton. Hann varar þó við of mikilli bjartsýni, því forráðamenn tyrkneska liðsins séu afar erfiðir í samningum. Sport 21.8.2006 17:32 Olsen tilkynnir hóp Dana gegn Íslendingum Morten Olsen, landsliðsþjálfari Dana í knattspyrnu, hefur tilkynnt 24 manna hóp sinn sem mætir Íslendingum í undankeppni EM á Laugardalsvelli þann 6. september nk. Sport 21.8.2006 17:22 Smith spilar fyrir varalið United í kvöld Framherjinn Alan Smith mun spila með varaliði Manchester United í kvöld þegar liðið mætir Preston, en þessi 25 ára gamli leikmaður hefur ekki spilað síðan hann fótbrotnaði afar illa í leik í febrúar. Fæstir áttu von á því að Smith næði að snúa aftur á árinu, en bati hans hefur verið ótrúlegur. Sport 21.8.2006 17:11 Annað áfallið fyrir Villareal á nokkrum dögum Ekki er hægt að segja að leiktíðin byrji vel hjá Spútnikliði Villareal á Spáni, því í dag varð ljóst að franski miðjumaðurinn Robert Pires gæti misst af meiripartinum af tímabilinu vegna hnémeiðsla. Hann er annar miðjumaðurinn á fimm dögum sem liðið missir í hnémeiðsli, því áður hafði Gonzalo Rodriguez orðið fyrir sömu meiðslum. Fótbolti 21.8.2006 17:00 Forráðamenn Juventus gefast ekki upp Forráðamenn ítalska félagsins Juventus hafa ekki gefist upp í viðleitni sinni til að vinna liðinu sæti í A-deildini á ný, en í dag áfrýjuðu þeir niðurstöðu knattspyrnusambandsins um að fella liðið í B-deild til amennra dómstóla eftir að áfrýjun þeirra var vísað frá í gerðadómi hjá Ólympíusambandinu á Ítalíu. Fótbolti 21.8.2006 16:47 Alonso ætlar að auka forskot sitt Heimsmeistarinn Fernando Alonso segist bjartsýnn á að geta aukið forskot sitt í keppni ökuþóra til heimsmeistara um næstu helgi þegar Tyrklandskappaksturinn fer fram. Alonso er telur möguleika Renault góða þar í landi og segir liðið komið á beinu brautina á ný eftir lægð í keppninni í Þýskalandi um daginn. Formúla 1 21.8.2006 16:32 « ‹ 127 128 129 130 131 132 133 134 135 … 264 ›
Auðvelt hjá Tottenham Tottenham vann í kvöld góðan 2-0 sigur á nýliðum Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Dimitar Berbatov opnaði markareikning sinn fyrir Lundúnaliðið á 7. mínútu og Jermaine Jenas bætti við öðru markinu 10 mínútum síðar. Tottenham réði ferðinni lengst af en náði ekki að bæta við mörkum. Watford og West Ham skildu jöfn 1-1 með mörkum frá Marlon King og Bobby Zamora. Sport 22.8.2006 20:51
Naumt hjá Liverpool Liverpool er komið í riðlakeppni meistaradeildar Evrópu eftir 1-1 jafntefli við ísraelska liðið Maccabi Haifa á hlutlausum velli í Kænugarði í kvöld. Liverpool vann því samanlagt 3-2. Peter Crouch kom enska liðinu yfir á 54 mínútu með góðum skalla en ísraelska liðið svaraði aðeins örfáum mínútum síðar. Lengra komust Maccabi-menn þó ekki og Liverpool slapp með skrekkinn. Fótbolti 22.8.2006 20:32
Tottenham yfir gegn Sheffield United Leikmenn Tottenham Hotspur eru að eiga nokkuð náðugan dag gegn Sheffield United í viðureign liðanna í ensku úrvalsdeildinni og hafa yfir 2-0 í leikhléi. Dimitar Berbatov skoraði sitt fyrsta mark fyrir Tottenham á 7. mínútu og Jermaine Jenas bætti öðru við aðeins 10 mínútum síðar. Robbie Keane átti stóran þátt í báðum mörkunum og nýliðarnir frá Sheffield virðast fá svör eiga við leik Lundúnaliðsins. Sport 22.8.2006 19:53
Crouch kemur Liverpool yfir Peter Crouch hefur komið Liverpool yfir 1-0 gegn Maccabi Haifa í leik liðanna í Kænugarði, en hann skoraði með skalla á 54. mínútu eftir laglegan undirbúning frá Jermain Pennant. Liverpool er því komið í 3-1 samanlagt í einvígi liðanna og ætti að vera komið með annan fótinn áfram. Hægt er að fylgjast vel með stöðu mála í leikjum kvöldsins á úrslitaþjónustunni hér á Vísi. Fótbolti 22.8.2006 19:47
Jafnt í hálfleik í Kænugarði Staðan í leik Maccabi Haifa og Liverpool er 0-0 þegar flautað hefur verið til leikhlés í viðureign liðanna í forkeppni meistaradeildarinnar í Kænugarði. Þá hefur spænska liðið Osasuna yfir 1-0 gegn þýska liðinu Hamburger SV í sömu keppni og AC Milan náði forystunni snemma á útivelli gegn Rauðu Stjörnunni frá Belgrad. Fótbolti 22.8.2006 19:36
Reyes fer ekki til Real Madrid Arsene Wenger segir að ekkert verði af því fyrir lokun félagaskiptagluggans að Jose Antonio Reyes fari til Real Madrid eins og mikið hefur verið rætt um í fjölmiðlum undanfarnar vikur. Wenger segir að engin tilboð hafi borist frá spænska félaginu og því sé leikmaðurinn ekki að fara neitt. Fótbolti 22.8.2006 18:52
Gerrard á bekknum hjá Liverpool Leikur Maccabi Haifa og Liverpool í forkeppni meistaradeildar Evrópu hefst nú klukkan 18:30 og verður sýndur í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn. Steven Gerrard er á varamannabekknum hjá Liverpool í Kænugarði. Fótbolti 22.8.2006 18:23
PSV samþykkir tilboð Blackburn í Ooijer Hollenska knattspyrnufélagið PSV Eindhoven hefur samþykkt kauptilboð enska úrvalsdeildarfélagsins Blackburn í hollenska landsliðsmanninn Andre Ooijer. Hann er 32 ára gamall og kaupverðið er sagt í kring um 2,1 milljón punda. Ooijer mun væntanlega skrifa undir tveggja ára samning við enska félagið fljótlega. Sport 22.8.2006 17:28
Boumsong til Juventus Franski landsliðsmaðurinn Jean Alain Boumsong hefur gengið frá samningi við ítalska liðið Juventus. Newcastle er talið hafa fengið um 3,3 milljónir punda fyrir hinn 26 ára gamla miðvörð, sem aldrei náði sér á strik í ensku úrvalsdeildinni. Fótbolti 22.8.2006 17:24
Stjarnan fer til Króatíu Í dag var dregið íum hvaða lið mætast í fyrstu umferðum Evrópukeppni félagsliða og bikarhafa í handbolta. Bikarmeistarar Stjörnunnar mæta Agram Medvescak frá Zagreb í annari umferð Evrópukeppni bikarhafa og Haukar úr Hafnarfirði mæta annað hvort rúmenska liðinu HCM Constanta eða ítalska liðinu Conversano. Fyrri leikir íslensku liðanna fara fram ytra um mánaðarmótin september/október. Sport 22.8.2006 16:03
Enska knattspyrnusambandið kærir Fulham Enska úrvalsdeildarfélagið Fulham hefur fengið á sig kæru frá enska knattspyrnusambandinu fyrir að hafa ekki hemil á stuðningsmönnum sínum í sigurleiknum gegn Chelsea á Craven Cottage þann 19. mars síðastliðinn. Mikill hiti var í leikmönnum í viðureign liðanna og sömu sögu var að segja eftir að flautað var af, því þá ruddust stuðningsmenn beggja liða inn á völlinn. Fulham fær frest til 5. september til að svara fyrir sig í málinu. Sport 22.8.2006 15:55
Smith í góðu formi í gær Framherjinn Alan Smith spilaði 66 mínútur með varaliði Manchester United í gær þegar það burstaði Preston 7-2. Smith sagðist allur vera koma til eftir leikinn og ætlar að spila einn eða tvo varaliðsleiki í viðbót áður en hann snýr aftur í aðalliðiði. Talið er að Smith gæti jafnvel komið inn í leikmannahóp United fyrir leikinn gegn Tottenham þann 9. september, en aðeins 185 dagar eru síðan hann fótbrotnaði mjög illa í leik gegn Liverpool. Sport 22.8.2006 15:51
Ítalir, Grikkir og Tyrkir áfram Ítalir, Grikkir og Tyrkir tryggðu sér í dag sæti í 16-liða úrslitunum á HM í körfubolta sem fram fer í Japan. Áður höfðu Bandaríkjamenn tryggt sæti sitt þar, en öll fjögur liðin hafa unnið sigra í þremur fyrstu leikjum sínum á mótinu. Körfubolti 22.8.2006 15:27
Phillips á förum frá Villa Fyrrum landsliðsmaðurinn Kevin Phillips er á förum frá enska úrvalsdeildarfélaginu Aston Villa, en félagið hefur samþykkti kauptilboð frá 1. deildarfélögunum Sunderland og West Brom í framherjann. Phillips lék á sínum tíma með Sunderland, en Bryan Robson segist viss um að hann geti sannfært hann um að ganga í raðir West Brom. Sport 22.8.2006 14:36
Maccabi - Liverpool í beinni á Sýn í kvöld Síðari leikur Maccabi Haifa og Liverpool í forkeppni meistaradeildar Evrópu verður sýndur beint á Sýn í kvöld klukkan 18:25. Leikurinn verður spilaður í Kænugarði í Úkraínu vegna eldfims ástands sem ríkir í Ísrael þessa dagana, en enska liðið hefur nauma 2-1 forystu eftir fyrri leikinn og þarf því að halda vel á spöðunum í kvöld. Sport 22.8.2006 14:20
Todd fer ekki í leikbann Varnarmaðurinn Andy Todd fer ekki í leikbann með liði sínu Blackburn í ensku úrvalsdeildinni eftir að hann fékk rauða spjaldið sem hann fékk gegn Portsmouth um helgina dregið til baka eftir áfrýjun. Todd var sendur af velli fyrir að hafa brotið á framherjanum Kanu hjá Portsmouth, en dómurinn þótti afar strangur. Ástralski landsliðsmaðurinn Lucas Neill fékk einnig að líta rauða spjaldið fyrir brot á Kanu í sama leik. Sport 22.8.2006 14:17
Bayern hótar að kæra Man Utd Forráðamenn Þýskalandsmeistara Bayern Munchen hafa nú fengið sig fullsadda af sápuóperunni í kring um enska landsliðsmanninn Owen Hargreaves og hafa nú hótað að kæra Manchester United til FIFA ef félagið hættir ekki að lýsa yfir áhuga sínum á að kaupa leikmanninn. Hargreaves er samningsbundinn Bayern til ársins 2010. Sport 22.8.2006 14:11
Wenger hefur gert tilboð í Gallas Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segir að hann sé búinn að gera tilboð í franska varnarmanninn William Gallas hjá Chelsea, en segir engan botn vera kominn í mál Ashley Cole. Wenger segir jafn líklegt að hann verði áfram í herbúðum Arsenal eins og hann fari til Chelsea. Sport 22.8.2006 14:03
Inter samþykkir tilboð Newcastle Ítölsku meistararnir Inter Milano hafa samþykkt 10 milljón punda tilboð enska úrvalsdeildarfélagsins Newcastle í sóknarmanninn Obafemi Martins og að sögn stjórnarformanns Newcastle er það nú alfarið í höndum hins 21 árs gamla framherja að klára að semja um kaup og kjör svo af félagaskiptum hans geti orðið. Sport 22.8.2006 13:52
Auðvelt hjá Bandaríkjamönnum Bandaríkjamenn tryggðu sér í dag sæti í 16-liða úrslitunum á HM í körfubolta þegar þeir lögðu Slóvena nokkuð örugglega í Sapporo 114-95. Sigur Bandaríkjamanna var aldrei í hættu í dag en á morgun mætir liðið sterku liði Ítala sem er taplaust í keppninni til þessa. Dwyane Wade var stigahæstur Bandaríkjamanna með 20 stig, LeBron James skoraði 19 stig og Elton Brand skoraði 16 stig. Körfubolti 22.8.2006 13:28
Speed framlengir hjá Bolton Miðjumaðurinn Gary Speed hefur framlengt samning sinn við enska úrvalsdeildarfélagið Bolton um tvö ár. Speed er 36 ára gamall fyrrum landsliðsmaður Wales og kom til Bolton frá Newcastle fyrir tveimur árum. Sam Allardyce segist mjög ánægður með ákvörðun Speed að vera áfram hjá félaginu og segir hann koma með ómetanega reynslu inn í leikmannahóp liðsins. Sport 21.8.2006 19:15
Ráðleggur Hargreaves að halda kjafti Uli Hoeness, framkvæmdastjóri Þýskalandsmeistara Bayern Munchen, er orðinn þreyttur á endalausum yfirlýsingum enska landsliðsmannsins Owen Hargreaves um draum sinn um að ganga í raðir Manchester United. Hoeness segir að Hargreaves væri hollara að fara að halda sér saman. Fótbolti 21.8.2006 18:55
Benitez fékk að heyra það Liðsmenn Liverpool hafa ekki átt þægilegt ferðalag til Kænugarðs í Úkraínu í dag þar sem liðið mætir ísraelska liðinu Maccabi Haifa öðru sinni í forkeppni meistaradeildarinnar annað kvöld. Miklar tafir urðu á ferðalagi leikmanna Liverpool til Kænugarðs og þegar þangað kom, þurfti Rafael Benitez að sitja undir árásum ísraelskra blaðamanna sem kenndu honum um að leikurinn hefði verið færður á hlutlausan völl. Fótbolti 21.8.2006 19:30
Blackburn sendir inn kvörtun vegna Todd Enska úrvalsdeildarfélagið Blackburn hefur sent knattspyrnusambandinu kvörtun vegna brottvísunar Andy Todd í leiknum gegn Portsmouth um helgina. Todd fékk tvö gul spjöld og þar með rautt í leiknum og þykir forráðamönnum Blackburn þessi dómur hafa verið afar loðinn. Sport 21.8.2006 17:41
Boltinn er í höndum Fenerbahce Sam Allardyce hefur viðurkennt að Bolton sé í viðræðum við tyrkneska félagið Fenerbahce um kaup á framherjanum Nicolas Anelka og segist upp með sér yfir áhuga franska leikmannsins á að ganga í raðir Bolton. Hann varar þó við of mikilli bjartsýni, því forráðamenn tyrkneska liðsins séu afar erfiðir í samningum. Sport 21.8.2006 17:32
Olsen tilkynnir hóp Dana gegn Íslendingum Morten Olsen, landsliðsþjálfari Dana í knattspyrnu, hefur tilkynnt 24 manna hóp sinn sem mætir Íslendingum í undankeppni EM á Laugardalsvelli þann 6. september nk. Sport 21.8.2006 17:22
Smith spilar fyrir varalið United í kvöld Framherjinn Alan Smith mun spila með varaliði Manchester United í kvöld þegar liðið mætir Preston, en þessi 25 ára gamli leikmaður hefur ekki spilað síðan hann fótbrotnaði afar illa í leik í febrúar. Fæstir áttu von á því að Smith næði að snúa aftur á árinu, en bati hans hefur verið ótrúlegur. Sport 21.8.2006 17:11
Annað áfallið fyrir Villareal á nokkrum dögum Ekki er hægt að segja að leiktíðin byrji vel hjá Spútnikliði Villareal á Spáni, því í dag varð ljóst að franski miðjumaðurinn Robert Pires gæti misst af meiripartinum af tímabilinu vegna hnémeiðsla. Hann er annar miðjumaðurinn á fimm dögum sem liðið missir í hnémeiðsli, því áður hafði Gonzalo Rodriguez orðið fyrir sömu meiðslum. Fótbolti 21.8.2006 17:00
Forráðamenn Juventus gefast ekki upp Forráðamenn ítalska félagsins Juventus hafa ekki gefist upp í viðleitni sinni til að vinna liðinu sæti í A-deildini á ný, en í dag áfrýjuðu þeir niðurstöðu knattspyrnusambandsins um að fella liðið í B-deild til amennra dómstóla eftir að áfrýjun þeirra var vísað frá í gerðadómi hjá Ólympíusambandinu á Ítalíu. Fótbolti 21.8.2006 16:47
Alonso ætlar að auka forskot sitt Heimsmeistarinn Fernando Alonso segist bjartsýnn á að geta aukið forskot sitt í keppni ökuþóra til heimsmeistara um næstu helgi þegar Tyrklandskappaksturinn fer fram. Alonso er telur möguleika Renault góða þar í landi og segir liðið komið á beinu brautina á ný eftir lægð í keppninni í Þýskalandi um daginn. Formúla 1 21.8.2006 16:32