Erlendar

Fréttamynd

Odonkor til Real Betis

Þýski vængmaðurinn David Odonkor hjá Dortmund gekk í gærkvöld frá fimm ára samningi við spænska liðið Real Betis. Odonkor er 22 ára gamall og vakti nokkra athygli á HM í sumar þar sem hann átti góðar innkomur með landsliði Þjóðverja, en hann var nokkuð óvænt tekinn inn í landsliðshópinn á síðustu stundu af Jurgen Klinsmann.

Fótbolti
Fréttamynd

Petrov vill fara til Aston Villa

Búlgarski landsliðsmaðurinn Stilian Petrov er nú sagður nálægt því að ganga í raðir enska úrvalsdeildarliðsins Aston Villa, en hann hefur lengi óskað eftir því að fá að fara frá skoska félaginu Glasgow Celtic. Petrov er 27 ára gamall og lék undir stjórn Martin O´Neill, núverandi stjóra Villa, þegar hann stýrði Celtic á sínum tíma. Talið er að kaupvirðið yrði um 6 milljónir punda, en umboðsmaður Petrov segir þó að enn sé langt í land með að ná samningum.

Sport
Fréttamynd

Keppnum fækkar 2007

Landslagið í Formúlu 1 verður nokkuð breytt á næsta keppnistímabili eftir að ljóst varð að ekki verður keppt í San Marino og þá hefur Evrópukappaksturinn verið strikaður út af sakramentinu. Á móti kemur að staðfest hefur verið að keppni á Spa brautinni í Belgíu verður endurvakin eftir eins árs hlé, þar sem endurbætur voru gerðar á gömlu brautinni.

Formúla 1
Fréttamynd

Agassi neitar að ljúka keppni

Gamla kempan Andre Agassi var nálægt því að leggja spaðann á hilluna í gær þegar hann vann nauman sigur á Andrei Pavel á opna bandaríska meistaramótinu 6-7 (4-7), 7-6 (10-8), 7-6 (8-6) og 6-2. Agassi, sem vann sigur á mótinu árin 1994 og 1999, var aðeins hársbreidd frá því að falla úr keppni en naut góðs stuðnings 23000 áhorfenda í New York og náði að tryggja sér sæti í næstu umferð þar sem hann mætir Marcos Baghdatis.

Sport
Fréttamynd

Norðanliðin keppast um Woodgate

Ensku úrvalsdeildarfélögin Newcastle og Middlesbrough eru nú sögð í kapphlaupi um að reyna að fá fyrrum landsliðsmanninn Jonathan Woodgate að láni frá spænska félaginu Real Madrid. Woodgate hefur átt mjög erfitt uppdráttar vegna meiðsla undanfarin ár, en í gær átti hann fund með forráðamönnum Boro. Síðan er talið að Newcastle hafi blandað sér inn í málið með því að bera víurnar í hann.

Fótbolti
Fréttamynd

Spænskir fjölmiðlar hæla Eiði Smára

Spænskir fjölmiðlar halda vart vatni yfir ljóshærða víkingnum Eiði Smára Guðjohnsen í dag eftir að hann tryggði Barcelona 3-2 sigur á Celta Vigo í opnunarleik Evrópumeistaranna í spænsku deildinni í gærkvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Fer ekki til Celtic

Danski landsliðsmaðurinn Thomas Gravesen mun ekki ganga í raðir skoska liðsins Glasgow Celtic eftir að slitnaði upp úr viðræðum milli hans og forráðamanna félagsins. Talið var víst að Gravesen færi til Celtic, en nú þarf miðjumaðurinn að treysta á að eitthvað af liðunum í ensku úrvalsdeildinni geri honum tilboð fljótlega, því senn líður að lokun félagaskiptagluggans og leikmaðurinn ekki talinn eiga afturkvæmt í herbúðir Real Madrid.

Sport
Fréttamynd

Fer ekki til Manchester United

Nú er endanlega orðið ljóst að enski landsliðsmaðurinn Owen Hargreaves hjá Bayern Munchen verður áfram í herbúðum félagsins og mun ekki fara til Manchester United. Umboðsmaður hans hefur staðfest að enginn möguleiki sé á að leikmaðurinn fái að yfirgefa Bayern, enda hefur stjórnarformaðurinn þar lagt húsið sitt undir þegar hann segir að Hargreaves fari ekki fet - Manchester United verði að snúa sér annað.

Fótbolti
Fréttamynd

Mido kominn aftur til Tottenham

Egypski framherjinn Mido er genginn aftur í raðir Tottenham í ensku úrvalsdeildinni, en hann er nú formlega orðinn leikmaður félagsins eftir að hafa verið tilkynnt að hann væri ekki inni í framtíðarplönum ítalska liðsins Roma. Mido spilaði sem lánsmaður hjá Tottenham á síðustu leiktíð og skoraði 11 mörk í 27 leikjum.

Sport
Fréttamynd

Ekkert mál að vinna með Quinn

Harðjaxlinn Roy Keane segir að samstarf sitt við Niall Quinn, stjórnarformann Sunderland, eigi vafalítið eftir að ganga vel fyrir sig þó þeir félagar hafi rifist eins og hundur og köttur þegar þeir léku fyrir írska landsliðið á HM árið 2002. Keane tók við liði Sunderland í ensku fyrstu deildinni í dag.

Sport
Fréttamynd

Spánn og Argentína í undanúrslit

Spánverjar og Argentínumenn mætast í undanúrslitum heimsmeistaramótsins í körfuknattleik í Japan á föstudaginn eftir að liðin unnu bæði mjög sannfærandi sigra á andstæðingum sínum í 8-liða úrslitunum. Bæði lið hafa unnið alla sjö leiki sína á mótinu og ljóst að einvígi þeirra í undanúrslitunum verður frábær slagur.

Körfubolti
Fréttamynd

Bayern ræður ferðinni

Enski landsliðsmaðurinn Owen Hargreaves ítrekaði í gær þá ósk sína að hann vilji komast til Manchester United en sagði jafnframt að málið væri í höndum stjórnar Bayern Munchen. "Framkvæmdarstjórinn hefur fullan rétt á því að neita tilboðum í mig, en hann veit nákvæmlega hvað ég vil," sagði Hargreaves í gær.

Fótbolti
Fréttamynd

Real vildi Kaka í skiptum

AC Milan-menn sögðu frá því í gær að félagið hefði misst áhugann á að kaupa brasilíska sóknarmanninn Ronaldo frá Real Madrid. Ástæðan er sú að Real Madrid vildi fá samherja Ronaldo í brasilíska landsliðinu, Kaka, í skiptum fyrir Ronaldo. Ronaldo er þessa dagana að jafna sig eftir hnéaðgerð sem hann fór í eftir heimsmeistarakeppnina í sumar.

Fótbolti
Fréttamynd

Umboðsmaður Tevez segir hann á leið til Englands

Umboðsmaður argentínska framherjans Carlos Tevez heldur því fram að skjólstæðingur hans sé á leið til liðs við enskt úrvalsdeildarfélag í kjölfar þess að uppúr sauð milli Tevez og þjálfara brasilíska liðsins Corinthians. Tevez er einn heitasti framherji heimsins í dag og hefur verið orðaður við flest stóru félögin í Evrópu.

Sport
Fréttamynd

Venus Williams ekki með á US Open

Bandaríska tenniskonan Venus Williams verður ekki með á opna bandaríska meistaramótinu í tennis sem hefst á mánudag. Williams, sem vann mótið árin 2000 og 2001, er meidd á hendi og getur því ekki tekið þátt. Þessi frábæra tenniskona hefur átt erfitt uppdráttar síðustu misseri vegna meiðsla og er sem stendur aðeins í 30 sæti á heimslistanum.

Sport
Fréttamynd

Powell á enn möguleika á gullpottinum

Jamaíkumaðurinn Asafa Powell á enn möguleika á að tryggja sér gullpottinn eftirsótta í frjálsum íþróttum eftir að hann sigraði í 100 metra hlaupi á gullmótinu í Brussel í kvöld. Powell kom í mark á tímanum 9,99 sekúndum og náði fyrsta sæti þrátt fyrir að klúðra startinu gjörsamlega. Powell sagði að síðustu 90 metrarnir hefðu líklega verið þeir bestu hjá honum á ferlinum eftir hörmulegt startið. Powell er heimsmethafi í greininni.

Sport
Fréttamynd

Bein útsending hafin frá PGA á Sýn

Nú er hafin bein útsending á Sýn frá öðrum keppnisdegi á Bridgestone mótinu í Akron í Ohio sem er hluti af PGA mótaröðinni í golfi. Ástralski kylfingurinn Adam Scott er í forystu á mótinu á 7 höggum undir pari, en hinn ótrúlegi Tiger Woods var þá í fjórða sætinu. Sýn verður með beinar útsendingar frá mótinu alla helgina.

Golf
Fréttamynd

Sigur hjá Viggó og félögum

Þýska úrvalsdeildin í handknattleik hófst í kvöld með einum leik. Viggó Sigurðsson og lærisveinar hans í Flensburg unnu nokkuð öruggan sigur á Wetzlar á útivelli 32-25, eftir að vera yfir 18-11 í hálfleik. Róbert Sighvatsson kom ekki við sögu hjá Wetzlar í leiknum.

Sport
Fréttamynd

Sevilla burstaði Barcelona

Sevilla gerði sér í kvöld lítið fyirir og burstaði Evrópumeistara Barcelona 3-0 í árlegum leik um Ofurbikarinn í Evrópuboltanum. Sevilla var einfaldlega sterkara liðið á vellinum í Mónakó í kvöld og uppskar sanngjarnan sigur. Renato og Kanoute komu Sevilla í 2-0 í fyrri hálfleik og Maresca innsiglaði sigurinn með marki úr vítaspyrnu skömmu fyrir leikslok. Eiður Smári Guðjohnsen kom inn sem varamaður á 57. mínútu hjá Barcelona og spilaði ágætlega.

Fótbolti
Fréttamynd

Viss um að verða dæmdur saklaus

Bandaríski spretthlauparinn Justin Gatlin segist viss um að hann verði dæmdur saklaus af því að hafa fallið á lyfjaprófi á dögunum, en hann var í kjölfarið dæmdur í átta ára keppnisbann. Gatlin hefur gefið út yfirlýsingu þar sem hann sver að hafa ekki vísvitandi neytt steralyfja sem urðu þess valdandi að hann féll á sínu öðru lyfjaprófi á ferlinum.

Sport
Fréttamynd

Eiður Smári mættur til leiks

Eiður Smári Guðjohnsen er kominn inná sem varamaður á 57. mínútu í lið Barcelona í leiknum gegn Sevilla í Ofurbikarnum, en Sevilla hefur enn yfir 2-0. Eiður fékk marktækifæri eftir aðeins örfáar sekúndur en hafði ekki heppnina með sér. Leikurinn er sýndur beint á Sýn.

Fótbolti
Fréttamynd

Sevilla leiðir í hálfleik

Andalúsíumennirnir í Sevilla eru heldur betur búnir að koma Katalóníumönnunum í Barcelona í opna skjöldu í leik liðanna um Ofurbikarinn sem nú stendur yfir í Mónakó. Sevilla hefur yfir 2-0 þegar flautað hefur verið til hálfleiks, en þeir Renato (7.) og Freddie Kanoute (45.) skoruðu mörk Sevilla. Leikurinn er sýndur beint á Sýn.

Sport
Fréttamynd

Allir leikir Eiðs og félaga í beinni á Sýn

Sjónvarpsstöðin Sýn hefur tryggt sér áframhaldandi sýningarrétt á leikjum úr spænska boltanum í vetur og gildir nýr samningur til þriggja ára. Í vetur verða því fleiri beinar útsendingar en nokkru sinni áður úr spænska boltanum og þar af verða allir leikir Eiðs Smára Guðjohnsen og félaga í Barcelona sýndir beint.

Fótbolti
Fréttamynd

Thatcher í bann hjá City

Varnarmaðurinn Ben Thatcher hefur verið settur í tímabundið leikbann hjá liði sínu Manchester City og hefur verið kærður af enska knattspyrnusambandinu, fyrir líkamsárás sína á Pedro Mendes hjá Portsmouth í leik á dögunum.

Sport
Fréttamynd

Eyjólfur tilkynnir landsliðshópinn

Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari hefur tilkynnt hópinn sem mætir Norður-Írum og Dönum í undankeppni EM í næstu viku. Leikurinn við Norður-Íra fer fram í Belfast 2. september og leikurinn við Dani verður hér á Laugardalsvelli fjórum dögum síðar.

Sport
Fréttamynd

Andy Johnson kominn aftur í landsliðið

Framherjinn Andy Johnson hjá Everton hefur verið kallaður aftur inn í enska landsliðshópinn fyrir leiki liðsins í undankeppni EM í næstu viku. Michael Carrick hjá Manchester United kemur inn í hópinn á ný eftir meiðsli, en félagi hans Gary Neville dettur út vegna meiðsla. Englendingar mæta Andorra og Makedóníu 2. og 6. september næstkomandi, en báðir leikirnir verða sýndir beint á Sýn.

Sport
Fréttamynd

Hefur mikla trú á Roy Keane sem stjóra

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segist hafa mikla trú á Roy Keane sem knattspyrnustjóra, en talið er víst að Keane muni taka við stjórnartaumunum hjá 1. deildarliði Sunderland um helgina. Keane var fyrirliði og lykilmaður Manchester United í 12 ár undir stjórn Ferguson.

Sport
Fréttamynd

Barcelona - Sevilla í beinni í kvöld

Leikurinn um ofurbikarinn verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn í kvöld, en þar er um að ræða árlega viðureign Evrópumeistaranna og Evrópumeistara félagsliða. Það eru spænsku liðin Barcelona og Sevilla sem eigast við að þessu sinni og hefst útsending Sýnar klukkan 18 í dag.

Sport
Fréttamynd

Adam Scott með forystu

Ástralski kylfingurinn Adam Scott er í forystu á Bridgestone mótinu í golfi sem fram fer í Akron í Ohio og er hluti af PGA mótaröðinni. Scott er á 7 höggum undir pari í fyrstu umferðinni, tveimur höggum á undan Bandaríkjamanninum Jason Gore. Tiger Woods er á meðal keppenda á mótinu og er á 3 höggum undir pari. Sjónvarpsstöðin Sýn verður með beinar útsendingar frá mótinu um helgina.

Golf
Fréttamynd

AC Milan ætlar ekki að bjóða í Ronaldo

Forráðamenn AC Milan hafa gefið það út á heimasíðu félagsins að þeir hafi bundið enda á viðræður við spænska félagið Real Madrid vegna hugsanlegra kaupa á brasilíska framherjanum Ronaldo. Aðeins nokkrir dagar eru nú þar til félagaskiptaglugginn lokast og því er útlit fyrir að Ronaldo verði áfram í herbúðum Madridarliðsins.

Fótbolti